Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 SIESSIÍIÍO^ Tíllagaum fiamtíð SSV Hugmyndir um samstarfsvettvang á breiðari grundvelli en verið hefur Framtíðarskipulag Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur mikið verið til umraeðu s.l. hálft ár. Gunnar Sigurðsson formaður SSV kynnti nýja hugmynd á stjómarfundi í liðinni viku þar sem Iagt er til að stofnaður verði samstarfsvettvangur með víð- tækari þátttöku en fram hefur komið í fyrri tillögum. Tillaga þessi er unnin af starfs- mönnum Nýsis hf, þeim Sigfusi Jónssyni og Olafi Sveinssyni. Hún er byggð á fyrirkomulagi sem gefist hefur vel, m.a. í Kanada, Bandaríkj- unum, Skodandi, Danmörku og Ir- landi. Tillagan snýst um að stofna tíl svæðisbundins samstarfs sveitar- og héraðsstjórna, annarra opin- berra aðila, fulltrúa atvinnulífsins og jafhvel félagasamtaka. Gunnar segist hafa á undanförn- um mánuðum átt fjöldann allan af trúnaðarsamtölum við aðila um það hvernig tryggja megi hagsmuni SSV sem best í firamtíðinni. “Sam- tökin verða að halda þeim tekju- stofhum sem þau hafa í dag og því er ekki raunhæft að binda endi á starfsemina. Við þurfum þess vegna að reyna að flétta Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi inn í eitthvað víðara umhverfi en nú er og ná til fleiri aðila en sveitarstjómarfólks í því samhengi,” sagði Gunnar Sig- urðsson í samtali við Skessuhom. Samstarfsvettvangur Vesturlands I tillögu Gunnars segir; “Lagt er til að til þessa samstarfs, sem hér er nefht Samstarfsvettvangur Vesmr- lands, verði stofhað á seinni hluta árs árið 2000. Þátttakendur verði sveitarfélög, ráðuneyti, skólastofn- anir, ríkisstofnan- ir, samtök at- vinnurekenda og launþega, félaga- samtök o.fl. Hug- myndin er að sam- starfsvettvangur- inn verði frjálst samstarf milli sjálfstæðra og ó- háðra aðila, er byggist á opnum og hreinskilnum rökræðum og gagnkvæmum skilningi á sameig- inlegum hags- munum. Semja þarf samstarfs- samning, þar sem frarn em sett markmið, sjónarmið, meginreglur um samstarf og reglur um meðferð hugsanlegra ágreiningsmála. Eitt af markmiðum samstarfsvettvangsins er að treysta samtakamátt, sam- starfsvilja og samstarfssiði aðil- anna.” Afstaða fyrir 15. september Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að alls verði um að ræða 40-50 þátttakendur í samstarfsvett- vanginum. Ur þeim hópi yrði kjör- in 5-7 manna stjóm, eftir því sem á- kveðið verður. Samstarfsvettvang- urinn þarf að taka tillit til mismun- andi hagsmuna í sinni vinnu, tdl- lögugerð og fl. Lagt er til að sam- starfsvettvangurinn verði stofnaður í tilraunaskyni til fjögurra ára og að haldnir verði u.þ.b. 2 samráðsfund- ir á ári. Niðurstaða fundar stjómar SSV í liðinni viku var að kynna tillöguna nú á næstu dögum. Gefa þarf sveit- arfélögum góðan tíma tíl að ræða tillögugerðina og kanna undirtekt- ir. “Ef jákvæðar undirtektir berast ffá þeim er mikil vinna eftir að ræða við þá aðila sem að málinu kunna að koma, svo sem háskólastofnanir í héraði. Samþykkt var að óska eftír afstöðu sveitarfélaga fyrir 15. sept- ember n.k. Tillaga þessi hefur einnig verið kynnt Vilhjálmi S. Vil- hjálmssyni formanni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga,” sagði Gunn- ar Sigurðsson að lokum. MM 12 milljónir tilSHA Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur nú tilkynnt bæjarráði Altraness bréfleiðis um 12 milljóna króna ffamlag til kaupa á búnaði í hina nýju skurðstofuálmu Sjúkrahúss Akraness á móti 15% framlagi Akraneskaupstaðar. Bréfið var lagt ffam á síðasta fundi bæjarráðs þann 13. júlí síðast- liðinn, en áætlað er að skurðstofumar verði teknar í notkun á komandi hausti. SÓK £11 1 L amatm 22. . 23:30 Björgvin Halldórs, Sigga Beinteins og Grétar Orvars sjá um stanslaust fjör fram eftir nóttu Wlissið ekki af þessu fjöri Im Bí • 1 i smm - amm - mmm .. ain Hér má sjd hvernig verih er að breyta beygjunni. Beygja lagfærð Nú hefur Vegagerðin hafist handa við að lagfæra vegamótin þar sem Akranesafleggjarinn og þjóðvegur eitt mætast. Verið er að útbúa ffárein ffá þjóðveginum inn að Akranesi. Ekld er seinna vænna þar sem mörg alvarleg slys hafa orðið þarna síðan vegamótunum var breytt með tilkomu Hvalfjarð- arganganna. SOK Stjómin styður Hervar VLFA styður stofnun öflugra samtaka verkafólks Stjórn Verkaýðsfélags Akraness hefur sent frá sér ályktun þar sem hún “harmar það fjölmiðlafár sem orðið hefur vegna afsagnar fyrrver- andi formanns Verkamannasam- bands Islands og starfsloka hans hjá sambandinu”. Alyktun þessa efnis var samþykkt á fundi stjórnar þann 12. júlí s.l. Stjómin telur að það þjóni síst hagsmunum verkafólks að forystu- menn þeirra berist á banaspjótum í fjölmiðlum og vonar að í ffamtíð- inni beri menn gæfu til þess að ræða saman og leysa ágreiningsmál sín á þeim vettvangi sem þau eiga heima, þ.e. innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Lýsa stuðningi við Hervar Staða Hervars Gunnarssonar formanns Verkalýðsfélagsins hefur verið dregin fram í sviðsljósið í kjölfar afsagnar Björns Grétars Sveinssonar, enda er Hervar hátt- settur innan stjórnar Verkamanna- sambands íslands. Einstaklingar í VLFA hafa af þeim sökum íhugað mótffamboð gegn starfandi for- manni, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. I ályktun stjórnar VLFA ffá 12. júlí segir orðrétt: “Vegna þeirra persónulegu árása sem formaður VLFA hefur mátt þola að undanförnu m.a. vegna þessa máls, lýsir stjóm félagsins því yfir að hún ber fullt traust til Her- vars Gunnarssonar enda aldrei reynt hann að öðm en drengskap og heiðarlegum vinnubrögðum”. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness fagnar einnig þeim viðræðum sem farið hafa fram milli Verkamanna- sambands Islands, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusam- bands Islands og væntir þess að þær skili þeim árangri að þessi sambönd sameinist í eitt stórt landssamband á komandi haustí. Stjórnin telur að sú aukna þjónusta sem svo öflugt samband gæti veitt væri til mikilla hagsbóta fyrir aðildarfélögin á landsbyggðinni. MM Nýfæddir Vestiendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum for- eldrum eru færðar hamingjuósldr. 16. júlí kl. 11:07 - Meybam - Þyngd: 3420 - Lengd: 32 cm. Foreldrar: Hrund Einarsdóttir og Sigurður Sig- fisson, Olajsvík. Ljósmóðir: Lóa Krist- insdóttir. (Með á mynd eru systkinin, Þórey Unnur og Amaldur.) 11. júlí kl. 18:10 - Meybam - Þyngd: 2460 - Lengd: 46 cm. Foreldrar: Magdalena M. Kristjánsdóttir og Guðni Már Þorsteinssmi, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 10.júlí kl. 08:32 - Meybam - Þyngd: 4260 - Lengd: 38 cm. Foreldrar: Krist- jana Jóna Jóhannsdóttir og Höskuldur Kr. Guðmundsson, Akranesi. Ljósmóðir: Bima Gunnarsdóttir. I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.