Skessuhorn


Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 20.07.2000, Blaðsíða 5
gSESSlíH©EM FIMMTUDAGUR 20. JULI 2000 5 Undanfarnar vikur og mánuði hef ég verið djúpt sokkinn í sögu íslands á tuttugustu öld - hvort sem hún er nú liðin eður ei - og þótt sagan sé margvísleg og að sumu leyti sé við allt aðrar aðstæð- ur að eiga nú en í upphafi aldarinnar, þá er eitt þó mest áberandi þegar maður fer að grufla í þessu öllu saman - nefnilega að í rauninni hefur svo ó- sköp lítið breyst. Um aldamótin síðustu áttum við kannski ekki bíla eða flugvélar en það kemur berlega í ljós þeg- ar maður fer að skoða söguna á þennan hátt, hversu litlu máli tækni og tól hvers konar skipta í raun og veru. Við kunnum að ímynda okkur að öll sú gífurlega tæknibylting sem fylgt hefur tuttug- ustu öldinni hafi gerbylt sjálfri sögunni og við- fangsefnum hennar, en það er nú öðru nær. Er maður fer að lesa fréttir og ýmsar aðrar heimildir frá fyrstu árum aldarinnar hættir fljótlega að skipta máli tilhugsunin um hvaða tækni það fólk bjó við sem þá var á dögum - það hættir að skipta máli að þeir frammámenn sem maður er að lesa um höfðu aldrei stigið upp í bíl, vissu ekki að bráð- um yrðu fundnár upp flugvélar og höfðu kannski bara óljósa hugmynd um síma. Allt þetta, öll tæknin og hennar fylgifiskar, reynist ekki vera annað en aukaatriði - skraut utan á sögunni en skiptir framvindu hennar litlu sem engu máli. Mestu varðar að fólkið er alltaf að fást við sömu hlutina. Næstum þvi hvert einasta viðfangsefni sam- tímans - þeirra frétta sem við gleypum í okkur á hveijum degi og höldum að séu splunkunýjar - þær eiga sér einhveija hliðstæðu í fréttunum á allra fyrstu árum aldarinnar. Það er karpað um fjárlaga- halla, gengisþróun, útflutning, innflutning, skatta og svo framvegis, og allt er þetta gert með ná- kvæmlega sama hugarfarinu og nú - og nánast með sama orðalaginu. Og stundum fær maður vægan snert af deija vu - þeirri tilfinningu að maður sé að upplifa eitthvað sem hafi gerst áður, nákvæmlega á sama hátt. Til dæmis lét Sigurður Eggerz af ráðherraemb- ætti snemma á þriðja áratugnum - mig minnir fastlega árið 1924 en nenni ekki að fletta þvi upp. Hann hafði átt að skipa í embætti bankasljóra ís- landsbanka, sem þá var í raun opinber seðlabanki íslensku þjóðarinnar, en hafði dregið það von úr viti og enginn vissi almennilega af hveiju - það vantaði bankastjóra en Sigurður var ekkert að flýta sér að finna bankastjórann. Svo þegar hann hrökklaðist úr ráðherrastarfinu kom í ljós hvers vegna ekki var búið að skipa bankastjórann - Sig- urður ætlaði nefnilega sjálfum sér starfið og var það hans síðasta embættisverk að velja sjálfan sig bankasljóra í íslandsbanka. Þetta vakti mikla hneykslun um land allt - tal- að var um siðleysi ráðherrans fyrrverandi, og hver af öðrum stigu andstæðingar hans á stokk og lýstu fyrirlitningu sinni á þessum vinnubrögðum. Svo mikill var hávaðinn að ég býst fastlega við því að fólk hafi þá hugsað með sér - jæja! það verður ekki við þessu gert, héðan af. En það er alla vega gott til þess að vita, að reiði fólks er svo mikil vegna þessa siðleysis að svona lagað verður alveg áreiðanlega aldrei gert framar. Það má bóka. En svona lagað, eða eitthvað í þessa áttina, var í staðinn iðkað sleitulaust alla öldina og rétt fyrir áramótin 1999 - tæpum áttatíu árum seinna - þá gerir íslenskur ráðherra nákvæmlega sama hlutinn - dregur lappirnar þegar hann á að skipa banka- stjóra og vill ekki rasa um ráð fram, en strax og hillir undir endinn á ráðherradómi hans sjálfs - þá er drifið í að redda bankastjóra og ráðherrann vel- ur sjálfan sig í starfið! Ekki þarf að orðlengja um hvað ég er að tala - vitaskuld þann stórskemmtilega viðburð þegar Finnur Ingólfsson útvegaði sér bankastjórastólinn þægilega í Seðlabankanum. Sigurður Eggerz hefði veirð fullsæmdur af því öllu saman. Skyldu þeir sem hneyksluðust sem mest á að- ferðum Siguðar Eggerz 1924 hafa getað ímyndað sér að núna um aldamótin yrði siðferði í stjórn landsins ekki komið hótinu lengra á veg en það var þá? Áreiðanlega ekki, því þeir hafa vafalítið ímynd- að sér að svona spilling hlyti brátt að heyra fortíð- inni til - eins og fleira sem þeir börðust gegn og töldu ógnun við samfélagið. En svo situr maður - altso ég - uppi tæpum áttatíu árum seinna og kannast svo mæta vel við allt úr eigin samtíma. Ég er ekki að ætlast til að manneskjan hafi breyst að ráði á ekki lengri tíma en tæpum hundrað árum - en það mætti kannski ímynda sér að stefn- an gæti legið svona smám saman upp á við í lífinu - en stæði ekki bara föst eða snerist í hringi. Þessi deija vu tilfinning sem maður fær af lestri á sögu tuttugustu aldar á vitaskuld ekki bara við um það sem við teljum slæmt í samfélaginu, fjarri því. En það góða hljótum við að ætlast til að sé til staðar - það er verra að við séum sífellt að endur- taka hundrað ára gömul mistök, hundrað ára gamla þvælu og hundrað ára gamla spillingu. En raunar er oftast sama upp á teningnum - hvar sem borið er niður í sögunni - maðurinn er alltaf að fást við það sama og grípur alltaf til sömu bellibragðanna til að komast létt frá lífinu. Og bankastjórastólar eru greinilega sígild freisting gírugum stjórnmálamönnum. Illugi Jökulsson Skessuhorn auglýsir hér með laust starf fréttamanns á Snæfellsnesi. í boði er lifandi en jafnframt krefjandi starf sem felst í almennri fréttaöflun og skrifum, viðtölum, myndatöku og öðru sem snýr að blaðaútgáfu og Ijósvakamiðlun. Auk útgáfu Skessuhorns, vikulegs fréttablaðs á Vesturlandi, annast fyrirtækið fréttaþjónustu fyrir Ríkisútvarpið/Sjónvarp. Starfssvæði viðkomandi verður sveitarfélögin á Snæfellsnesi og nágrenni. Afnot af bif- reið fylgja starfinu. Búseta á svæðinu er skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa "fréttanef", góða framkomu og metnað til að skila góðu starfi. Einnig er þess krafist að viðkomandi hafi gott vald á íslensku, góða framsögn og ritvinnslukunnáttu. Reynsla af fjölmiðlun æskileg. Starfið er laust nú þegar. Skriflegum umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf. Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon framkvæmdastjóri í síma 430 2200 eða 894 8998. Umsóknir sendist: Skessuhorni v/starfs fréttamanns, Borgarbraut 49, 310 Borgarnesi fyrir 26. júlí n.k. Akraneskaupstdður Byggingar- og skipulagsfulltrúi Auglýsing um deiliskipulag r iat ahveríis, reitir 3 og 4, Akranesi Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingarl aga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við demskipulag Flatarhverfís, reitir 3 og 4, Akranesi. Svæðið sem deiliskipulagstillagan tekur til er tæplega 2,3 ha að flatarmáli og afinarkast af Garðagrund, byggð við Steinsstaði og byggðasafhssvæði. Teikningar og greinargerð ásamt frekari upplýsingum liggja írammi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, Stíflholti 16-18 3. h. ífá og með miðvikudeginum 26. júlí til mánudagsins 24. ágúst 2000. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast Byggingar- og skipulagsfulltrúa á bæjarskrifstofúr Akraneskaupstaðar, Stnfliolti 16-18 3. h. eigi síðar en flmmtudaginn 7. september 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn ffest teljast samþykkja hana. Akranesi 17. júlí 2000. Byggingar- og skipulagsfulltrúi Arnað heilla (AKrÁstján Já£)avídsson 80 ára afmæli 24. júh verður 80 ára Kristján Davíðsson á Oddsstöðum. Hann og hans fjölskylda taka á móti gestum laugardaginn 22. júlí í félagsheimilinu Brautartungu upp úr kl. 20:00. ■ JC irkjuhpo// Sýning á ljósmyndum Friðþjófs Helgasonar og Helga Daníelssonar frá höfninni á Akranesi 22. lúíítií 4 ácjást nk. Sýningin er haldin í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá upphafi hafnargerðar á | vegum Hafnarsjóðs. Hafnarstjórn Akraness Breyttur opnunartími bifreiðaskoðunar Frumherja hf. I Borgarnes | opið mán. og þri. kl. 8-12 og 13-17 ■ Akranes opið mið., fim. og fös. kl. 8-12 og 13-16 V

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.