Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 j«íS3imu.- Samlestur á leikritinu Rmirný er hafmn hjá Skagaleikflokknum. Ekki hefur enn veriS ákveSið hvar eða hvemer frumsýnt verður. Með aðalhlutverkin tvöfara Guðbjörg Ama- dóttir og Anton Ottesen. Hermann Guðmundsson leikstýrir. Mynd: K.K. Leikfélag á hrakhólum Oft er þröngt í Gmndarftarðarhófn enda mnferð aukist mikið á undanfómum árum. Mynd IH Grundarf) arðarhöfn í umhverfismat? Skagaleikflokkurinn hefur verið tíl húsa í kjallara Iíþróttahússins við Vesturgötu mörg undanfarin ár en er væntanlega á götunni innan tíðar. Eins og komið hefur fram hefúr Keilufélag Akraness falast eftír húsnæðinu og fyrir- hugar að opna keflusal í kjallar- anum. Skessuhorn ræddi við Guðbjörgu Amadóttur um hús- næðismál leikflokksins og innti hana fyrst eftír því hvort leik- flokkurinn væri kannski að breytast í götuleikhús. Ur kjallaranum í annað sinn “Það er dálítið erfitt að vera með götuleikhús yfir háveturinn, en að öllu gamni slepptu þá er staðan þannig að við erum á leiðinni út úr íþróttahúsinu með okkar búnað sem er af ýmsu tagi” sagði Guð- björg. Hún segir þetta vera í annað sinn sem leikfélagið hefur þurft að víkja fyrir íþróttafélagi sem hefur verið stofnað innan IA. “Fyrir all- mörgum árum fengu skotmenn að- stöðuna til að æfa sig í og við þurft- um að fara með allt okkar dót. Þá fengum við inni í gamla Iðnskólan- um en fluttum aftur í kjallarann tveimur eða þremur árum síðar þegar skotæfingarnar lögðust af. Við erum síðan búin að innrétta skrifstofuaðstöðu og búninga- geymslu og aðstöðu fyrir ljós- og tæknibúnað. Þetta þarf að sjálf- sögðu að víkja þegar við förum þarna út. Við höfum safnað að okk- ur ýmsu, bæði leikmunum og öðru af því að við höfum haft góða að- stöðu til þess að geyma þessa hluti, og oft höfum við getað sparað okk- ur pening með því að endurnýta efni. Eins og staðan er í dag þá myndum við þurfa að flytja allt okkar hafurtask í geymslu þar sem áður voru kartöflugeymslur bæjar- búa, sem er reyndar í íþróttahúsinu líka,” sagði Guðbjörg. Enn eitt íþróttahúsið “Síðan þessi staða kom upp þá höfum við verið að velta fyrir okk- ur hvernig leysa megi húsnæðis- vandræði leikflokksins og við höf- um verið að svipast um og kíkja á húsnæði í bænum og það varð úr að við ákváðum að falast eftir húsnæði trésmíðadeildar Fjölbrautaskólans. Við fylgjum þar að vissu leyti for- dæmi Keilufélagsins og fölumst efdr húsnæði í eigu bæjarins sem aðrir nýta. Þetta er gamalt íþrótta- hús, svo við höldum okkur svo sem við íþróttahúsin. Við höfúm sent bæjarráði erindi þar sem við lýsum áhuga okkar á þessu húsi og í við- ræðum okkur við skólastjóra Fjöl- brautaskólans hefur líka komið fram að Fjölbraut vill fá starfsem- i deildarinnar inn á lóð skólans.” Guðbjörg segir þetta húsnæði gefa ýmsa möguleika fyrir leik- flokkinn og segir suma leikfélags- menn hreinlega hafa fengið stjörn- ur í augun og séð fyrir sér kaffileik- hús af bestu gerð. “Vissulega þyrfti að laga húsnæðið að starfseminni en húsið er skemmtilegt að því leytinu til að það er byggt á tveim- ur plönum, annað hærra sem gæti nýst sem svið, og hitt lægra sem salur. Oft á tíðum höfum við sett upp verk sem hafa notið sín best á litlu sviði. Þarna er möguleiki að setja upp smærri sýningar og fellur það ágætlega að þessum þætti í starfi leikflokksins,” sagði Guð- björg. Hún segir staðsetninguna góða og nefnir þar nálægðina við safnaðarheimilið og kirkjuna. “Það eru spennandi tímar framundan og ég er viss um að það yrði mikil lyftistöng fyrir leikhópinn að fá inni í húsnæði eins og þessu sern vissulega hentar starfseminni betur en kjallari Iþróttahússins. Kartöflu- geymslan gamla gæti engu að síður nýst okkur, til að mynda sem smíðaverkstæði,” sagði Guðbjörg Árnadóttir. K.K. “Við vonum að þetta verði ekki tíl að tefja framkvæmdir. Grundfirð- ingar hafa beðið eftir stækkun hafnarinnar sem er orðin afar brýn í ljósi þess að umsvif hennar hafá aukist. Grundfirsk skip hafa bæði stækkað og þeim fjölgað, landaður afli hefúr aukist og að- komuskipum fjölgar. Þjónusta að- ila sem tengjast höfrúnni og við- skiptavinum hennar er mikil og góð og alltaf að aukast”, segir Björg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði um þá óvæntu stöðu sem upp er komin í sambandi við fyrirhugaða hafiiarfiramkvæmd. Samkvæmt hafhaáætlun Samkvæmt hafnaáætlun er fyrirhug- uð lenging Norðurgarðs (stóru bryggju) Grundarfjarðarhafnar með 100 metra langri og 40 nietra breiðri fyllingu með stálþilskanti að innan- verðu og ölduvöm að utanvcrðu. Framkvæmdin er eins og fyrr segir komin á hafhaáæflnn og hefur verið í undirbúningi í þónokkur ár. I hafn- aráætluninni er gert ráð fyrir ffam- kvæmdakostnaði upp á um 190 millj- ónir króna. Gert var ráð fyrir að dæla um 100.000 m3 af grófu fyllingarefni undir mannvirkið, áður en efhi af landi er ekið út. A dögunum fór ffam leit að grófu fyllingarefni undir garð- inn. Það var dýpkunarskipið Perlan sem fór um fjörðinn og tók sýni og einn efhistökustaður þótti heppilegri en aðrir. Ædunin var að fara í fram- kvæmd við fyllinguna strax á í fram- haldi af því. Gert var ráð fyrir að dæluskipið sem er við dýpkun í Rifs- höfh færi í þetta verk, en ekkert varð úr því. Afhverju ekki? Því svarar Björg. “Samkvæmt lög- um ffá 1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbomsins veitir iðnaðarráðuneytið leyfi til efh- istöku úr sjó. Slíkt hefur verið gert að fenginni umsögn Hafrannsóknar- stofhunar. Leyfin hafa verið nokkuð auðsótt til ffamkvæmda sem þessarar, eftir því sem ég best veit. Ný lög um mat á umhverfisáhrifum sem tóku gildi á þessu ári virðast hins vegar æda að setja strik í reikninginn. Þau ná til mengunarlögsögu Islands og þar með til ffamkvæmdarinnar okkar. Það sem nú þarf til er úrskurður Skipulags- stofhunar um það hvort efhistaka af sjávarbotni í Grundarfirði muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfisá- hrif. Aður en stofnunin úrskurðar mun hún leita eftir umsögn ffá Haf- rannsóknarstofnun og Náttúruvemd ríkisins. A þessari stundu er ekki alveg ljóst hvemig þetta ferli verður, en unnið er í málinu”. Var undirbúningur í lagi? “Snemma á þessu ári voram við í gegnum Siglingastofhun búin að fá staðfestingu Skipulagsstofhunar á því að ffamkvæmdin sem slík væri ekki matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifhm, en nú snýst þetta sem sagt um efnistöku úr sjó. Svæð- ið sem um ræðir er um 1,5 hektari. Til að glöggva sig nánar á því getum við ímyndað okkur þjóðveg á landi, sem er ca. 15 metra breiður, og því um 1 km að lengd. Þetta er umfang efnistökunnar, og hún er neðansjáv- ar. Breytt ferli skv. nýju lögunum kom ffemur flatt upp á okkur, þar sem þessi ffamkvæmd er búin að vera í undirbúningi í mörg ár. Við töldum okkur búin að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir. Eg vil ekki hafa fleiri orð um þetta mál á þessari stundu, en maður er satt að segja al- veg orðlaus yfir því hvað allir hlutir era sífellt að verða þyngri í vöfum á þessu sviði. IH Breiðfirskt bátasafii A fundi bæjarráðs Stykkishólms- bæjar þann 19. október s.l. var lögð ffam til kynningar greinagerð ffá minjaverði Vesturlands og Vest- fjarða um Bátasafh Breiðafjarðar. Greinagerð Magnúsar A Sigurðs- sonar minjavarðar fjallar um gjöf Aðalsteins Aðalsteinssonar báta- smiðs ffá Hvallátrum á bátum til Byggðasafns Snæfellinga. I júní 1998 sendi Aðalsteinn ffá sér gjafa- bréf um þrjá báta í hans eigu með von um að bátasafn yrði byggt í Stykkishólmi. Aðalsteinn Aðal- steinsson er fæddur og uppalinn í Hvallátrum á Breiðafirði. Framan af ævinni smíðaði hann og gerði við báta og var þriðji ætdiður bátasmiða í Hvallátrum. Bátamir sem Aðal- steinn vill gefa eru þrír; Egill, Björg og Súlan. Þeirra þekktastur er Egill, sem er eini teinæringur landsins. Egill var smíðaður 1904 af Ólafi Bergsveinssyni í Hvallátrum, afa Aðalsteins, og var notaður til flutn- inga ffam yfir 1940. Egill er um 11 metra langur, 3 metra breiður og 1,05 metra djúpur. Björg er smíð- uð af langafa Aðalsteins, Bergsveini Ólafssyni í Bjameyjum, seint á nítj- ándu öld. Bergsveinn drukknaði 1899, svo fyrir þann tíma hefur Björg verið smíðuð. Hún var upp- runalega smíðuð sem seglbátur, en á árunum 1935-1936 setti Valdimar Ólafsson sonarsonur Bergsveins í hana vél. Síðan hefur báturinn verið í Hvallátrum og er þar enn í notkun. Þriðji báturinn, Súlan, er lítill vél- bátur, smíðaður 1939 af fyrr- nefndum Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum. Bámrinn var sveins- stykki Valdimars, en hann dó smttu eftir smíði hans svo það kom í hlut annarra að gera bátinn sjókláran og setja í hann vél. Um þessa báta seg- ir Aðalsteinn meðal annars í gjafa- bréfi sínu: “Þessum bámm óska ég effir að Byggðasafhi Snæfellinga og Hnapp- dæla, í samráði við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar, Þjóðminjaráð og menntamálaráðneytið, taki við til eignar og varðveislu, án endurgjalds til mín, en gegn því skilyrði að þeim verði fundinn í Stykkishólmi viðun- andi geymslu- og sýningarstaður til ffambúðar, sem ég samþykki”. I greinagerð Magnúsar er farið yfir sögu breiðfirskra báta og þróun og aðlögun þeirra að aðstæðum á Breiðafirði. Einnig er vikið að því að nauðsynlegt væri í þessu sambandi að varðveita með bámnum það mikla safh verkfæra til bátasmíða sem til er í Hvallátrum. Síðan seg- ir Magnús í greinagerð sinni. “Breiðfirskt bátasafn gæti komið skemmtilega heim og saman við uppbyggingu menningartengdar ferðaþjónusm hér við Breiðafjörð- inn, því að uppbygging Eíriksstaða og kynningin á landafúndunum hef- ur ekki farið framhjá neinum. Landafundir Islendinga virðast hafa hafist hér við Breiðafjörð og því vel við hæfi að kymta báta og bátasmíð- ar Breiðfirðinga, héðan lagði Eirík- ur af stað, að vísu nauðugur, og hér hófst hin sérstaka landafundasaga Islendinga”. Sem niðurstöðu eftir all ýtarlega skýrslu dregur Magnús saman. “Þegar litið er yfir íslenska safnaflóru þá verður ekki ffam hjá því litið hvað sjóminjum hefur lítið verið sinnt þó sjávarútvegur hafi í gegnum tíðina verið lífæð þjóðar- innar. Því get ég glaður lýst yfir ánægju minni yfir hugmynd að koma upp breiðfirsku bátasafhi í Stykkishólmi. Breiðafjörðurinn er um margt sérstakur, hann hefur verið kallaður matarkista þjóðarinnar, og honum hafa ætíð fylgt sérstakir lífshættir. Þar hefúr bámrinn verið í aðalhlut- verki, bámrinn hefúr verið Breið- firðingum það sem hesturinn hefúr verið Skagfirðingum”. 1H ASalsteinn í Hvallátrum við teimeringinn Egill í bátasmiðjunni í Hvallátrmn. Mynd MAS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.