Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 25
SSESSUHÖEM FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 25 ATVINNA I BOÐI Duglegir krakkar óskast (23.10.’00) Vantar duglega krakka til að ganga í hús og selja vöru. Mjög góð sölulaun. Uppl. í síma 865 4963. ■EQmm Skrifstofiistarf óskast (29.10.2000) Er 26 ára, útskrifuð úr Tölvuskóla Reykjavíkur. Helga, sími 861 6227. BILAR / VAGNAR / KERRUR 7 manna fjölskyldubíll (31.10.2000) ...óskar eftir góðri Ijölskyldu. Er innfl. frá Bandaríkjum notaður, ekinn 115 þús., árg. 92, sjálfslaptur, dekk 15“, 2 loftpúðar, dráttarkrókur, loftkæling, cru- ise control o.fl. Verð 890 þús. Uppl. í síma 431 1263 eða 899 7442. Til sölu jeppi (30.10.2000) Til sölu Toyota Double Cab, Turbo Disel árg. 91'. Ekinn 197.000 km. Upp- lýsingar í síma: 437 1808 / 894-0440. Góðurbíll! (30.10.2000) Vantar þig fjölskyldubíl, vinnubíl eða bara góðan bíl? Til sölu Skoda Felicia station árg. 98, ekinn 58 þús. Bílalán getur fylgt (afb.ca. 12.500 kr. á mán.) Uppl. í síma 435 1545 eftir kl. 18. Hjólhýsi/húsbíll (29.10.2000) Til sölu 18 feta hjólhýsi á góðri leigu- lóð. Ath. skipti á góðum húsbfl. Uppl. í síma 847 2750. Bfll til sölu (25.10.2000) Toyota Corolla árg. 90, ekin 160 þús. A- sett verð 225 þúsund. Til sýnis og sölu hjá Bflasölu Vesturlands í Borgarnesi. Geymsla (25.10.2000) Geymsluhúsnæði fyrir fellihýsi, tjald- vagna, bfla ofl. Uppl. í síma 435 1568. Fjölskyldubfllinn (25.10.2000) Til sölu MMC Lancer STW árg. 1997, ekinn 59 þús. km. Framdrifinn, grænn, góður bfll. Verð: TILBOÐ. Gott lán getur fylgt 22 þús. á mán. Sími 899 4033. Bora til sölu (23.10.2000) VW Bora árg. 1999 er til sölu. Topp- lúga, álfelgur, sumar- og vetrardekk. Rauður og ekinn 30 þús. km. Upplýs- ingar eru í símum 431 2177 og 861 4572. Toyota Corolla (23.10.2000) Til sölu Toyota Corolla 1600 XLi, árg. 1993, ekinn 97,000 km. Upplýsingar í síma 861 8321. Nissan - Double Cab (23.10.2000) Til sölu Nissan Double Cab disel með pallhúsi, árgerð 1997. Ekinn 86 þúsund. Ný vetrardekk, bein sala. Uppl. í síma 438 6701. Bfll í toppstandi (23.10.2000) Til sölu MMC Colt árg. '88, ekinn 108 þúsund. Bfll í toppstandi, verð 150 þús- und. Uppl. í síma 437 1808 og 894 0440. Wfr Kam'nur (30.10.2000) Himalaja kanínur fást gefins. Uppl. í síma 435 1448. Hestur til sölu (30.10.2000) Ljósmoldótmr Kolfínnssonur til sölu. Er á 4. vetri, bandvanur og spakur. Uppl. í síma 437 1849. Hesthúseigendur (23.10.2000) Vantar hesthúspláss fyrir 3 hesta í vemr, skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið, get tekið þátt í hirðingu. Upplýs- ingar í síma 433 8707 eða 899 0188. Kýr og kvígur til sölu (19.10.2000) Nokkrar kýr og kvígur, nýbornar og komnar að burði, til sölu. Upplýsingar í síma 435 1388. FYRIR BORN Silver Cross bamavagn (24.10.2000) Til sölu lítið notaður Silver Cross vagn. Uppl. í síma 435 1316. HUSBUNAÐUR / HEIMILI 2 ódýr rúm til sölu. (30.10.2000) Til sölu 2 rúm. Fást ódýrt. Uppls. í síma 437 1772 og 862 1357. Frystiskápur til sölu (26.10.2000) Stór frystiskápur með 8 hillum, yfirfar- inn með nýrri pressu til sölu. Upplýs- ingar í síma 692 4800. LEIGUMARKAÐUR Vantar húsnæði (31.10.2000) Oska eftir íbúðarhúsnæði til leigu á svæðinu Mosfellsbær til Akraness. Uppl. í síma 864 5569. Herbergi / íbúð á Akranesi (28.10700) Oska eftir að taka á leigu herbergi eða íbúð á Akranesi. Upplýsingar í síma 894 2187. Leita að tveggja herbergja íbúð (25.10700) Eg leita að tveggja herberga íbúð á svæði 105 eða 108 í Rvk. Er með barn og í námi. Langtímaleigu óskað. Hulda, sími 695 0274. íbúð óskast (24.10.2000) 3ja-4ja herbergja íbúð óskast til leigu á Akranesi. Upplýsingar í sima 864 5512. Ibúð óskast (24.10.2000) Oska eftir 4-5 herbergja raðhúsi eða íbúð í Borgarnesi frá áramótum. Uppl. í síma 462 7112. Bráðvantar (30.10.2000) Rafmagnsskilvindu og mjaltarvélafötur. Uppl. gefur Jóhanna í síma 435 1448. Vantar hlera á Snugtop (22.10.2000) Vantar hlera á Snugtop plasthús íyrir Toyota Double Cab. Mesta hæð ca. 42 cm, mesta breidd ca.l40cm. Uppl. í síma 898 7916. TAPAÐ / FUNDIÐ Ég er týndur! (30.10.2000) Eg er týndur, hver á mig? Eg er stór svartur högni, ómerktur og rosalega gæfur og mig langar heim. Ef einhver kannast við að eiga mig þá getið þið haft samband í síma 431 4477. Kvengullhringur fannst á Akranesi (24.10700) Kvengullhringur með steinum fannst á lóð Brekkubæjarskóla í október. Hugs- anlegur eigandi getur haft samband við Stefán í síma 431 2477. TIL SOLU Brennari (30.10.2000) Til sölu brennari fýrir olíukindingu. Upplýsingar: bsh@simnet.is Innihurðir (30.10.2000) Til sölu 7 eikar innihurðir. 2x60 cm á breidd og 5x70 cm á breidd. Hurðirnar líta ágætlega út en seljast ódýrt. Til af- hendingar strax. Upplýsingar hjá Inga í hs. 437 2181, 860 2181 eða vs. 437 1700. Stólar og rúm (24.10.2000) Til sölu nokkrir notaðir stólar og hjóna- rúm án dýnu. Upplýsingar í síma 852 2976. Dráttarvél (18.10.2000) Til sölu Zetor 7341, 4x4, árg. 1998, með Alö 620 tækjum, rúllugreip og skóflu. Vinnustundir 600. Upplýsingar í s: 435 0080/ 897 7270. YMISLEGT Tilboð óskast (23.10.2000) Til sölu er Graco kerra, blá og gul að lit, er með svuntu. Kostar ný 17.900. Tilboð óskast. A sama stað eru til sölu skíði, skíðastafir og skíðaskór. Tilboð óskast. Upplýsingar í símum 431 2177 og 861 4572. Júróvision Borgarfjarðar Dægurlagakeppni Borgarfjarðar verður nú haldin í 3. sinn. Undir- búningsnefnd auglýsti nýlega eftir lögum í keppnina og eru þau byrj- uð að berast. Enn er þó möguleiki fyrir Borgfirðinga að taka þátt í keppninni og eru lagvissir og frum- legir einstaklingar hvattir til að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Urslit keppninnar verða á árshá- tíð UMFR (Gleðifundi) sem hald- inn verður í Logalandi 18. nóvem- ber næstkomandi. Allir geta tekið þátt í keppninni. Lag þarf að vera frumsamið og má ekki hafa komið fram opinberlega áður. Þátttakendum er frjálst að skila inn lagi við hvaða texta sem er en að sjálfsögðu sakar ekki að texti sé frumsaminn. Þátttakendur verða að tilnefna flytjanda lagsins en hljómsveitin Stuðbandalagið mun spila undir. Stefnt er að æfingu flutnings laganna sunnudaginn 12. nóvember og aftur með lokaæfingu sama dag og keppnin er haldin og verður þá þeim sem ekki hafa aldur til að sækja Gleðifund gefinn kost- ur á að hlusta og greiða atkvæði með sínu lagi, semsagt sannkölluð Júróvision stemning. Síðustu forvöð að skila inn lagi á hljóðsnældu er föstudagur 3. nóv- ember og þarf að skila efni inn til Sigríðar Jónsdóttur, Hömrum 320 Reykholt. Lögum þarf að skila inn undir dulnefni en nafn og síma- númer höfundar fýlgi með í lokuðu umslagi. Undirbúningsnefndin vonast til að framvegis verði þessi keppni að árlegum viðburði á Gleðifundi eða á sérstakri sam- komu sem haldin yrði um keppn- ina. MM Fengu þvottavél Akranesdeild RKI og Sjúkra- vinir gáfu kærkomna gjöf í síðustu viku þegar strákunum á Einigrund 29 var afhent þvottavél. Þeir Guðmundur Elías Páls- son og Hjörtur Grétarsson hafa búið þar síðan í júní og fyrir skömmu bættist Guðmundur Örn Björnsson (Addi) í hópinn og er þetta sjálfstæð búseta með stuðningi. Strákarnir sögðu að- spurðir að þetta kæmi sér mjög vel þar sem mamma hefði lent í að þvo þvottinn hingað til. Þeir sögðust jafnframt vera rnjög á- nægðir á Einigrundinni og að sambúðin gengi prýðilega. Þeir voru að vonum ánœgðir með þvottavélina. F.v. Guðmundur Elías Pálsson, Hjörtur Grétarsson og Guðmundur Om Bjömsson. Borgarfjörður. Föstudag 3. nóvember: Leikdeild Umf. Islendings frumsýnir leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson kl 21.00 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu leikritsins: http://www.andakill.is/saumastofan og í auglýsingu hér í blaðinu. Snæfellsnes. Föstudag 3. nóvember: Myndlistarsýning Rutar og Margrétar í Norska húsinu. Föstudaginn 3. nóv- ember 2000 verður opnuð sýning á myndverkum Rutar Leifsdóttur og Mar- grétar Sigurðardóttur í Norska húsinu, Stykkishólmi. Þetta er fyrsta sýning þeirra en þær eru báðar búsettar í Stykkishólmi. Þær sýna aðallega myndir mál- aðar með pastel og akrýl. Sýningin stendur til 21. nóvember. Borgarfjörður. Föstudag 3. nóvember: Félagsvist kl 20:30 í Félagsbæ föstudaginn 3. nóvember. Allir velkomnir. Borgarfjörður. Laugardag 4. nóvember: Þann 4. nóvember kl. 16:00 verða haldnir tónleikar í Reykholtskirkju. Að þeim tónleikum standa Skagfirska söngsveitin, Söngsveit Hveragerðis og Kveldúlf- skórinn í Borgarnesi sameiginlega. Þetta er í þriðja sinn, á jafn mörgum árum, sem kórarnir halda sameiginlega tónleika. Á efhisskrá tónleikanna verða hefð- bundin kórverk eftir íslenska og erlenda höfimda. Stjórnendur eru: Björgvin Þ. Valdimarsson, Margrét S. Stefánsdóttir og Ewa 'losik-Warszawiak Snæfellsnes. Sunnudag 5. nóvember: Allra heilagra messa í Setbergskirkju. Messa í Setbergskirkju sunnudaginn 5. nóv. Kl. 14. Allra heilagra messa. Þeirra verður minnst sem hafa látist frá síð- usm Allra heilagra messu. Kirkjuskólinn er eins og venjulega á laugardaginn kl 11 í Grundarfjarðarkirkju. Sóknarpresmr, sóknarnefnd. Borgarfjörður. Sunnudag 5. nóvember: Allra heilagra messa. Hámessa kl 11 í Hvanneyrarkirkju. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Borgarfjörður. Sunnudag 5. nóvember: Leikdeild Umf. Islendings sýnir leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnars- son kl. 21.00 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu leikritsins: http://www.andakiIl.is/saumastofan og í auglýsingu hér í blaðinu. Akranes. Mánudag 6. nóvember: Aðalfundur Tónlistarfélags Akranes verður haldinn mánudaginn 6. nóvember í húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi og hefst hann kl:20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Borgarfjörður. Þriðjudag 7. nóvember: OA fundur kl 21 í Rauðakrosshúsinu, Brákarey. Overeaters Anonymous. Ver- ið velkomin. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er löngun til að hætta hömlulausu of- áti. Engin félagsgjöld, ekkert félagatal, engar vigtanir. Vesflendingur uikunncir Þegar alltfer vel Ólafur Tryggvi með stórvirkustu vinnuvélina sína um borð í Dulu. Mynd IH Ólafur Tryggvi heitir þriggja ára snáði í Stykkis- hólmi glaðlegur strákur og hress. Þeir sem sjá hann í dag eiga eflaust bágt meða að trúa því að aðeins fyrir nokkrum dögum hékk líf hans á blá- þræði. Á hverjum degi hefur hann farið á leikskólann sinn þar sem hann hefur leikið við félaga sína í góðri umsjón starfsfólksins. Þannig er líf flestra þriggja ára stráka á Is- landi í dag. En fýrir um hálf- um mánuði varð óhapp í leik- skólanum, engin veit með vissu hvað gerðist en Ólafur litli var að ærslast eitthvað með félögum sínum og mun hafa dottið og rekið höfuðið í trébekk í salnum. Þegar gæslukonurnar gátu ekki huggað drenginn var hringt í Ritu Hvönn móður hans. Þegar Rita kom í leikskólann og sá ástand Ólafs Tryggva fór hún þegar með hann til læknis. Sjúkrahúsið í Stykldshólmi er sambyggt leikskólanum og þar tók Erlingur læknir á móti þeim. Er- lingur var fljótur að átta sig á að um blæðingu í höfði gæti verið að ræða. Hann pantaði samstundis þyrlu og undirbjó Ólaf Tryggva undir fluming. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug síðan með drenginn á Landspítalann í Fossvogi. Svo heppilega vildi til að skurðstofan var tilbúinn því hætt hafði verið við aðgerð og Aron Bjömsson læknir hafði lent á spjalli á leiðinni út af sjúkrahúsinu. Þannig var allt til staðar þegar þyrlan lenti með Ólaf Tryggva við sjúkrahúsið. Foreldrar hans þau Rita Hvömi Traustadóttir og Þorsteinn Sigurlaugsson urðu að aka í hendingskasti á eftir drengnum suður og var aðgerð lokið þegar þau komu á sjúkrahúsið. “Aron læknir sagði okkur að talsvert hefði blætt á milli heilahimnu og höfúðskeljar og sú aðgerð sem framkvæmd hefði verið hefði verið gerð til að stöðva þessa blæðingu og hreinsa út það blóð sem fýrir var”. Erfiðar stundir fóm í hönd, foreldramir sátu við rúm drengsins og biðu þess að hann vaknaði. Síðdegis á fimmtudag ávarpaði Ólafúr Tryggvi móður sína við rúmstokk- inn og spurði efúr pabba sínum. Þorsteinn hafði rétt bmgðið sér ffá. “Það var ólýsanleg gleði að heyra hann tala við okkur, þá fýrst urðum við sannfærð um að allt væri í lagi. Þá fýrst gámm við andað léttar. Svona reynsla hefur mikil áhrif á mann, maður þekkir lífið og metur það allt öðmvísi en áður. Svona atvik hefur mikil áhrif á allt umhverfið ekki bara fjölskylduna heldu líka starfsfólkið og krakkana á leikskólanum og alla íbúa bæjarins. Við emm ákaflega þakklát fýrir allar þær fallegu hugsanir og velvild sem við fundum frá öllum. Við emm líka þakklát fýrir bænastund- ina í Laugameskirkju sem veitti okkur mikinn styrk og von”. Ólafur Tryggvi hefur nú setið til borðs með blaðamanni, búinn að næra sig og er orðinn leiður á spjalli og vill komast út að leika. Glaður sýnir hann mér bátinn sinn Dulu sem er í senn sandkassi og leikfangageymsla. Eftír myndatöku kveð ég Ólaf Tryggva og óska honum og fjölskyldunni alls hins besta. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.