Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 §2!<§§tHiQ2Kj 'Penninn Hvenær komajólin? Nú er nóvember runnin upp og þá mun von bráðar hellast yfir okkur borgara þessa lands jólaæsingurinn mikli. Reyndar höfum við heyrt að kaupmenn hér í bæ [Akranesi] hafi samþykkt sín á milli að láta æsinginn byrja um miðjan nóvember. Hópur þeirra hefur víst ákveðið að skreyta þá verslanir sínar með tilheyrandi jólasveinum, jólaljós- um og englahárum. Þessari vitleysu viljum við mótmæla. Með þessu finnst okkur sem verið sé að að troða upp á okkur einhverju sem við ekki viljum með yfirgangi og okkur liggur við að segja hreinum og klárum dónaskap. Þessi yfngengilega markaðsvæð- ing jólanna er fyrir löngu gengin út í þvílík- ar öfgar að núna finnst okkur komin tími til að segja stopp. Okkur finnst sem kaupmenn með dollaramerki í augunum séu algerlega búnir að missa sjónar á því hvað jólin eru og hvaða boðskap þau færa okkur mannfólk- inu. Best að rifja þetta aðeins upp. Jólin eru ekki aðeins eitthvað til að lýsa upp skamm- degið eða rjúfa hversdagsleikann í vetrar- hörkunum. Þau eru stórfengleg hátið friðar og kærleika sem stendur frá 24. desember til 6. janúar ár hvert. Þau hefjast ekki í verslunum þegar eigendur þeirra ákveða að láta „jólastemninguna“ hefjast heldur í hjörtum okkar þegar við heyrum í kirkju- klukkunum á aðfangadagskvöld klukkan 18. Auk þess hefur það líka borið við að versl- unareigendur séu búnir að taka niður skrautið fyrir þrettándann því þá liggur svo mikið á að selja það sem eftir er af vörunum á útsölum. Þetta fmnst okkur sanna það að kaupmenn eru ekki að hugsa um hátíðina sem slíka fyrst þeir sem lá svona líka ósköp- in öll á að „láta hana byrja“ meiga ekki einu sinni vera að því að bíða eftir því að henni ljúki áður en rykfallið jólaskrautið er tekið niður. Þetta eru hvað sárustu dæmin um „markaðsjólin“. Við erum ekki að ætlast til þessa að allir bíði með að prýða verslanirnar fram á að- fangadag og ekki erum við á móti skreyting- unum, viljum gjarnan hafa þær miklar. En allt hefur sinn tíma. Okkur finnst til dæmis mjög eðlilegt að miða við upphaf aðventu í þeim efnum. Hún hefst alltaf fjórum sunnu- dögum fyrir jól og er það að okkar mati nógu langur tími. Með því að miða við að- ventuna hafa allir viðmiðunartíma og þá þarf enginn að hafa áhyggjur af því að verða á eftir í hinu ímyndaða kapphlaupi kaup- manna um viðskiptavininn. Já, við fullyrð- um að þetta sé ímyndað kapphlaup vegna þess að fólk kaupir ekki fleiri jólagjafir eða tvenn auka jóladress á alla fjölskylduna vegna þess að það fer í svo mikið „jólaskap" þegar það sér jólaskrautið í búðunum um miðjan nóvember að það bara ræður ekki við sig og verslar hamslaust í rúman mán- uð! Enn á eftir að nefna það sem okkur er hugleiknast í þessu samhengi en það eru þau áhrif sem þetta allt hefur á blessuð börnin. Tímaskyn barna er mjög ólíkt okk- ar sem teljum okkur fullorðin. Biðin fram að jólum verður enn lengri hjá þeim þegar þau mega varla snúa sér við án þess að vera minnt á þau. Orðið „bráðum" er mjög af- stætt í þeirra huga og erfitt að skilja hvers vegna biðin er svona löng. Teljum við að upplýst stræti og glitrandi búðagluggar geri lítið annað en að valda spenningi hjá börn- um löngu áður en það er tímabært. Þetta verðum við mjög áþreifanlega varar við í starfi okkar sem kennarar. Einbeiting nem- enda okkar minnkar af völdum þessa og ef það á virkilega að skreyta um miðjan nóv- ember er það einmitt um svipað leyti og börn bæjarins eru að taka próf! Auk þess eru jólasveinar að hoppa og skoppa um stræti og torg, plataðir úr fjöll- unum á röngum forsendum svo að Grýla gamla á fullt í fangi með að smala þeim til baka þar til þeirra tími kemur um miðjan desember. Litlu börnin skilja ekkert í þessu havaríi og spyrja daglega hvort nú megi setja skó í glugga og hvort að jólin fari nú ekki að koma og alltaf er svarið það sama, í meira en heilan mánuð, bráðum. Og jólin sem eru kölluð hátið barnanna. Við viljum með þessu greinarkorni skora á kaupmenn á Akranesi að endurskoða þessi áform sín. Þó að verslanir annars staðar á landinu hefji sinn markaðsjólasöng um miðjan nóvember, jafnvel fyrr, viljum við trúa því að kaupmenn á Akranesi hafi kjark og þor til að sína sjálfstæði og taka ekki þátt í því að apa þessa vitleysu upp eftir öðrum. Það sem gert er í henni stóru Reykjavík er ekki endilega það eina rétta. Við ættum að eyða meiri tíma og orku í að byggja upp gleði og frið í hjörtum okkar því þannig erum við best undirbúin til að taka á móti jólunum, þegar þau koma. Virðingafyllst Bryndís Böðvarsdóttir Gnðrún Gnðbjarnadóttir ^Vísnahornið__________________Skjóna átti í lamalejk Fjölmiðlar landsins sjá okkur skilvíslega fyrir fréttum af öllu mögulegu og ómögulegu sem viðber jafint innanlands sem utan. En auðvitað er mat manna á fféttagildi einstakra atburða mis- jafnt eins og eftirfarandi vísa O- lafs Gíslasonar í Neðribæ bendir til: Vont er þegar veðrin hörð vama mönnum göngu. En verst erþegar virðast gjörð veður útaföngu. Stöðugt berast tíðindi af átök- um í Palestínu og lítur ekki sér- lega ffiðvænlega út á þeim slóð- um (og hefur raunar ekki gert svo lengi sem ég man). Rúnar Krist- jánsson á Skagaströnd hefur þetta til mála að leggja: Enn semfyrr í veröld vill víða slá í brýnu. Heyrist nú um átök ill úti í Palestínu. Ruglar ofi hið rétta mat rakið fréttaþvaður. En alltaffinnst mér Arafat ógeðslegur maður. Enginn skyldi þó dæma effiir útliti einu saman og spurning hvort sumir strangtrúaðir Israels- menn eru nokkuð sviphreinni enda breytir það ekki innræti manna hvort þeir ganga með höf- uðbúnað araba eða kollhúfu gyð- inga eða þess vegna eitthvert ann- að höfuðfat. Einhvernveginn virðist sumum alltaf ganga illa að halda ffið við nágranna sína og fer mest eftir aðstæðum hvað deil- urnar verða stórar í sniðum. Björn heitinn Pálsson á Löngu- mýri átti oft í erjum og málaferl- um við ýmsa og einhverntíman kvað Hannes Agústsson: Skapgerðin er styrk sem stál, stýrði búi nettu. Hefiir unnið öll sín mál - af og til með réttu. Löngumýrar-Skjóna var um tíma örugglega þekktasta hross landsins og varla til það manns- barn á landinu sem ekki hafði heyrt hennar getið en um það mál sagði Steingrímur Davíðsson: Staðhæfing er stundum veik, stangast orða þrætur. Skjóna átti í lausaleik á Löngumýri dætur. Því miður man ég ekki fyrir víst hver orti eða hvert tilefnið var ná- kvæmlega en út af deilum Björns og líklega Guðbrandar Isberg sýslumanns Húnvetninga var kveðið: Enn er Bjöm að ýmsu puði, ekki veill ífótonum. Innundir hann er hjá guði þó Isberg sé á mót’onum. Tveir heiðursmenn á Norður- landi deildu allhart um ákveðið mál en eins og gengur gat aðeins annar þeirra haft sigur þó báðir hefðu á því fullan hug. Af því til- efini varð Hjörleifi Jónssyni að orði: Sumir hljóta í einkaarf eigingimi og hroka. Það er list sem læra þarf að láta í minni poka. Fyrir stuttu var dularfullt hvarf hreindýra, fyrst lifandi og síðan látinna, töluvert umtalað í fjöl- miðlum og meðal annars birti Stöð 2 viðtal við Vilhjálm Snædal, sem í skjátexta var titlaður veiði- þjófur og þótti mörgum gróft þar sem grundvallaratriði er að hver maður sé saklaus uns sekt hans er sönnuð. Hákon Aðalsteinsson hafði þetta til mála að leggja: Þjóðarmiðillinn þykir mér grófiir á þessari nýju öld. Vilhjálmur Snædal veiðiþjófur var á skjánum í kvöld. Bróðir Hákonar, Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti af sama tileffiú: Undan láta ekki skal hann, er þó vömin tæp. Sigurreifur sjálfur stal hann sínum eigin glæp. Raunar hefur dómskerfið sjálffi stundum klikkað á smáatriðunum og verður að segjast að ekki fer alltaf saman lagabókstafúrinn og réttlætistilfinningin enda var ein- hverntíma kveðið: Magnús hefur farið flatt, flæktur í gögnutn hæpnum, dæmdurfyrir að segja satt en sýknaður af glæpnum. I síðasta tölublaði Skessuhorns var meðal annars greint frá því að allmargir sauðfjárbændur hyggð- ust bregða búi en fyrir allmörgum árum orti Karl Sigvaldason af svipuðu tilefni: A þá leggjast örlög grá eins og hjam á runna, verða nú aðflýjafrá flestu sem þeir unna. Þeir sem eftir þrauka verða enn að sinna sínum verkum sem endranær og meðal þess er að stinga út úr fjárhúsum og annað því tengt. Sigurður Gunnarsson sem kallaður var Gunnarsbróðir orti að verki loknu: Æfina égyfir lít, ýmislegt ég gerði. Margoft hef ég mokað skít þó mestur þessi verði. Sérhver árstími á sína fegurð og þó margir lofi vorið í hástert fylg- ir fegurðin haustinu ekki síður ef menn hafa bara augun opin. Eftir Hjört Gíslason er eftirfarandi kvæði: Þó að haustið héluborið hylji grænan smárateig, kemur aftur áfengt vorið angan blóma, hjartans veig. Efþú rauna söngva syngur, syrgir það sem aldrei var, ertu sjálfs þín andstæðingur, ekki verður samúðar Gott er vorsins vtn að teyga, vaka meðan sefur þjóð. Finnst mér haust þó alltaf eiga unaðsfegurst vögguljóð. Að endingu langar mig að spyrja lesendur hvort þeir viti um höfund eftirfarandi stöku: Enginn getur meinað mér minningþína að geyma, kringum höll sem hrunin er hugann læt ég sveima. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367. ÝBeygarðshornið Sölumennska Ungur maður sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfé- lagsstjóranum leyst vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði honum að mæta morg- unirtn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvern- ig hefði gengið. Þegar kaupfélagsstjórinn kom í búðina kvöldið effiir spurði hann unga manninn hvað hann hefði af- greitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. “Bara einn,” sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfé- lagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. “Firnm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund áttahundruð þrjátíu og tvær krónur,” sagði afgreiðslu- maðurinn. “Fimm milljónir eitt- hundrað níutíu og þrjúþúsund átta- hundruð þrjátíu og tvær krónur,” endurtók kaupfélagsstjórinn rasandi hissa. “Hvað seldirðu hon- um eiginlega?” “Jú, sjáðu til,” sagði drengurinn. “Fyrst seldi ég honum lítiiui öngul, síðan seldi ég honum miðlungs stóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfri bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðs- mótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti ekki flutt bátinn á Daihatsuin- um sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver.” Nú var andlirið hálf- dottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði. “Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honurn bæði bát og bíl. “Nei, nei,” sagði strákurinn. Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara á veiðar! * Osk um kauphækkun Kaeri eigandi! Eg, limurinn, óska hér með eftir kauphækkun vegna neðangreindra ástæðna: - Ég stunda líkamlegt starf. - Ég fer langar leiðir. - Ég sting hausnum fyrst í allt sem ég geri. - Ég fæ ekki frí um helgar né á helgidögum. - Ég starfa í votu umhverfi. - Ég fæ ekki launaða yfirvinnu. - Vinnuaðstaðan mín er dimm og hefur slæma loftræstingu. - Ég starfa í háum hita. - Starf mitt setur mig í smithættu sjúkdóma. Kæri limur! Eftir að hafa skoðað beiðni þína til hlýtar og þau rök sem þú settir fram, hefur stjórnin ákveðið að neita beiðni þinni vegna neðan- greindra ástæðna: - Þú starfar ekki samfellt í 8 stund- ir. - Þú sofhar í starfi eftir smtta vinnu. - Þú fylgir ekki fyrirmælum stjórn- enda þinna. - Þú stendur þig ekki í settri stöðu, þú ferð oft á flakk. - Þú hefur ekki ffumkvæði - það þarf að ýta við þér og hvetja þig svo þú farir að starfa. - Þú skilur starfssvæði þitt eftir frekar sóðalegt eftír vakt. - Þú tekur offi ekki mark á öryggis- reglum t.a.m. vera í rétmm varnar- klæðum. - Þú ferð á ellilaun mikið fyrr en 65 ára. - Þér er eklri gert að vinna tvöfald- ar vaktir. - Þú átt það til að yfirgefa stöðu þína áður en þú hefur lokið dags- verki. - Að loktun þá hefurðu offi verið séður berandi tvo poka inn og út úr starfsaðstöðu þinni sem líta mjög grunsamlega út. VirðingarfyUst, eigandinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.