Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Side 8

Skessuhorn - 02.11.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 •j&CSSUtlU*.. Það var nóg að gera í sandkassanum hjá þeim Amilu og Sverri Stevari á Leikskólanum i Ólafsvík Skemmd- arverk Skemmdarverk voru unnin á þremur bílum í Rifi að- fararnótt 21. okt. Skemmd- arvargarnir fóru um með lakkúðabrúsa og úðuðu lakki á bílana bæði að utan og inn- an. Þar sem bílarnir voru ekki kaskótryggðir bæta tryggingarnar eigendum ekki tjón þeirra. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglu telst málið upplýst. IH TÆKIFÆRIN ERU VÍÐA - en það erekki alltaf auðvelt að koma auga á þau Fjárvarsla Landsbréfa [Alþióðleg fjárfestingaþjónusta] ■ VlRK EIGNASTÝRING ■ Fjárfestingar UM ALLAN HEIM ■ Persónuleg þjónusta ■ Reglulegir fundir ■ Greinargóð yfirlit ■ Hagstæð viðskiptakjör Fjárvarsla Landsbréfa miðar að því að VEITA VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM ALÞJÓÐLEGA FJÁRFESTINGARÞJÓNUSTU sem byggir á SÉRÞEKKINGU OG REYNSLU STARFSMANNA AF EIGNASTÝRINGU OG FJÁRMÁLAMÖRKUÐUM. Eru þínir fjármunir í RÉTTUM HÖNDUM? Hafðu SAMBAND VIÐ Landsbréf Vesturlands Gengi hlutabréfa hrynur Gengi hlutabréfa Islenska járn- blendifélagsins hefur lækkað um 40,5% þegar litið er til síðustu daga. Síðastliðinn föstudag urðu ein við- skipti með bréf félagsins á Verð- bréfaþingi Islands á genginu 0,75 og er það 37,5% lægra gengi en skráð lokagengi ffá deginum áður. KK. Afinæli í Brekku- bæjarskóla Nú stendur fyrir dyrum 50 ára af- mæli Brekkubæjarskóla á Akranesi þann 19. nóvember. “Þetta verður heilmikil uppákoma,” segir Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri. ‘Verið er að smíða dagskrá en af- mælið ber upp á sunnudag og mein- ingin er að halda upp á þetta á þeim degi. Hugmyndin er að brjóta upp hefðbundið skólastarf í vikunni áður. Taka heila fjóra daga í þetta og gera eitthvað skemmtilegt í tilefhi af þessu hálfrar aldar afmæli skólans. Við verðum með sýningu á sunnu- deginum þar sem við göngum með- al annars í skrúðgöngu ffá gamla skólanum þar sem Vátryggingafélag Islands er til húsa núna eins og var gert fýrir einum 50 árum síðan. Vð erum að vonast tdl að fá einstaklinga sem voru í gamla skólanum og gengu í þeirri skrúðgöngu til þess að slást í hð með okkur núna og ganga með okkur.” Bæjarráð hefur þegar samþykkt að veita skólanum 300.000 króna framlag vegna hátíð- arhaldanna. SOK Sam- keppni um nafn Samþykkt hefur verið að sam- keppni fari fram meðal almennings um nöfh á götur í hinu nýja Flata- hverfi á Akranesi. Bæjarráð fól bygginga- og skipulagsfulltrúa að gera tillögu að framkvæmd máls- ins. SÓK Þriggja kóra tónleikar Þann 4. nóvember kl. 16:00 verða haldnir tónleikar í Reykholtskirkju. Að þeim tónleikum standa sameigin- lega Skagfirska söngsveitin, Söng- sveit Hveragerðis og Kveldúlfskór- inn í Borgamesi. Þetta er í þriðja sinn á jafhmörgum árum sem kóramir halda sameiginlega tónleika. Fyrir tveim árum voru tónleikamir haldn- ir í Hveragerði í boði Söngsveitar Hveragerðis, á síðasta ári vom þeir haldnir í Bústaðakirkju í boði Skag- firsku söngsveitarinnar og nú er komið að Borgnesingum að bjóða þeim í Borgarfjarðarhérað og syngja í Reykholti. A efhisskrá tónleikanna verða hefðbundin kórverk eftir ís- lenska og erlenda höfunda. Stjóm- endur era: Björgvin Þ. Valdimarsson, Margrét S. Stefánsdóttdr og Ewa Tosik-Warszawiak. MM

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.