Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 SZESSíiHöíEEI Five Seasons og Kilmanock Barnaúlpur m/vattbuxum í stærðum 98-176. Verð kl. 8.990-9.900 Nike og Puma barnaúlpur í stærðum 74-128 Stakar skíðabuxur á börn og fuilorðna. Verð frá 3.390,- Nike dúnútpur Regatta isotex jakkar í mörgum gerðum Htýju ultarfrotte nærfötin í öllum stærðum Skolabraut 28 s 431 2290 Naumt tap hjá Skallagrími Skallagrímsmenn biðu lægri hlut gegn KR í jöfhum og spennandi leik í Borgamesi síðastliðinn fimmtudag. Gestirnir voru betri framan af og leiddu mestallan fyrri hálfleikinn en Skallarnir spiluðu betur í seinni hluta leiksins. Urslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum því þegar 20 sekúndur vom eftir var staðan 73-73. Þá skoraðu KR ingar tvö stig en Skallagrímsmenn fengu færi á að jafna þegar Peebles fékk tvö vítaskot en skoraði aðeins úr öðru. Tölumar Nr Nafh Mín HF STO STIG 4 Finnur Jónsson 4 0 1 0 5 Hafþór I Gunnarsson 16 1 0 2 6 Ari Gunnarsson 30 1 1 11 7 Pálmi Þ Sævarsson 19 6 0 4 9 Alexander Ermolinski 32 10 3 12 10 Warren Peebles 40 6 10 21 14 Evgenij Tomilovski 21 3 5 16 15 Sigmar P Egilsson 32 3 3 8 Bridge Akranes: Þessar vikurnar er verið að spila fimm kvölda hausttvímenning hjá Bridgefélagi Akraness. Þrjú bestu kvöldin gilda og staðan að loknu þriðja kvöldinu er þannig að Guðmundur Olafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson eru efstir með 504 stig, næstir koma Ingi Steinar Gunn- laugsson og Olafur Grétar Olafsson með 484 stig og í þriðja sæti eru Al- freð Viktorsson og Stefán Jóhannson með 478 stig. K.K. Borgarnes og Borgarfjörður: Vetrarstarf Bridgefélags Borgarness hófst á því að félagið fékk Suður- nesjamenn í heimsókn um mánaðamótin sept/okt. Spiluð var sveita- keppni á laugardeginum og sigruðu heimamenn nokkuð örugglega, en á sunnudeginum var spilaður tvímenningur og voru Suðurnesjamenn þar í tveimur efstu sætunum. Aðaltvímenningur félagsins hefst miðvikudaginn 8. nóvember. Nú er ætlunin að spila hann með félögum í Bridgefélagi Borgafjarðar. Af þeim sökum verður til skiptis spilað í Logalandi og Félagsbæ. Fyrsta kvöldið verður í Félagsbæ. Vonandi mæta sem flestir og vill félagið koma því á ffamfæri að nýir félagar eru alltaf velkomnir. MM Hópurinn á myndinni gerði góðafertj til Reykjavíkur í síðustu viku þar sem þau kepptu í badminton í TBR húsinu og sópuðu til sín ellefu gull og silfurverðlaunum. Þjálfari þeirra Dipu Ghosh sést með þeim á myndinni. SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.