Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 Langstærsti fiskmarkaðurinn Fiskmarkaður Breiðafjarðar og Faxamarkaðurinn hafa verið sam- einaðir. Gengið var frá samningi um sameiningu fyrirtækjanna 14. október s.l. og hafa stjórnir beggja félaganna staðfest þann samning. Síðan á eftir að halda hluthafa- fundi í báðum félögum til að stað- festa gjörninginn endanlega. Með sameiningu þessara tveggja fiskmarkaða verður til langstærsti fiskmarkaður á Islandi. Saman- lögð markaðshlutdeild hins nýja félags verður um 37% af seldu magni á fiskmörkuðum hér á landi, eða um 37.000 tonn. Áætl- uð velta félagsins er um fjórir og hálfur milljarður og nettótekjur eru áætlaðar um 250 milljónir. Fiskmarkaður Breiðafjarðar var fyrir sameininguna stærsti fisk- markaður landsins og er með starfsemi við 5 hafnir á Snæfells- nesi. Faxamarkaðurinn er með starfsstöðvar £ þremur höfnum, á Akranesi, í Reykjavík og Sand- gerði. Þannig verða starfsstöðvar hins sameinaða félags við átta hafnir. Flöfuðstöðvar nýja félags- ins verða í Olafsvík og þar verður allt skrifstofuhald og bókhald til húsa. Gert er ráð fyrir að heildar- starfsmannafjöldi verði 30. Samningur um sameiningu Fisk- markaðar Breiðafjarðar hf. og Faxamarkaðar hf. gerir ráð fyrir því að núverandi hluthafar í Fisk- markaði Breiðafjarðar hf. muni eiga 60% hlutafjár í hinu samein- aða félagi og núverandi hluthafar Faxamarkaðar hf. muni eiga 40% hlutafjárins. Þá er samkomulag um að stjórn félagsins verði skip- uð 5 aðalmönnum og tveimur varamönnum. Tveir aðalmenn verða tilnefndir af hluthöfum Aðalstöövar hins nýja hlutafélags verða í húsi Fiskmarkaðar Breiðafjarðar í Ólafsvík. Faxamarkaðar hf. og þrír af hlut- höfum Fiskmarkaðar Breiðafjarð- ar hf. Félögin tilnefna hvort sinn varamann í stjórn. Stjórnarfor- F.v. má þekkja þá Stefán Scbeving, Sigurgeir Þorgeirsson og Guðni Agústsson eftir wrídirritun samninganna. Ríkisbúskapur satneinaður Samstarf milli Rala og Landbúnaðarháskólans Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra staðfesti síðastliðinn mánudag tvo samstarfssamn- inga miIU Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri. Fyrri samningurinn sem undir- ritaður var á Hvanneyri felur í sér að RALA fær aðstöðu til bútækni- rannsókna, búvélaprófana og þró- unarverkefna í peningshúsum og á túnum og útjörð Landbúnaðarhá- skólans. Á móti munu sérffæðing- ar bútæknisviðs RALA taka að sér kennslu í bútæknigreinum við Háskólann. I samningnum kemur einnig frarn að stofnanirnar munu bjóða fram sameiginlega endur- menntun á sviði bútækni. Síðari samningurinn var undir- ritaður í tilraunafjárhúsum RALA að Hesti. Hann felur í sér að RALA og Landbúnaðarháskólinn munu framvegis standa sameigin- lega að fjárbúi á tilraunastöinni á Hesti og leggst þá af sauðfjárbú- skapur á skólabúinu. Stofnanirnar munu nýta aðstöðuna á Hesti sameiginlega til rannsókna, kennslu og námskeiðahalds. Einnig er þess getið að stofnan- irnar geti nýtt aðstöðu á Hvann- eyri til rannsókna ef það þyki henta. Þá flyst verkleg kennsla í sauðfjárrækt á vegum Landbúnað- arháskólans að Hesti. BORGARBYGGÐ Hitaveita Borgarness ATVINNA Hitaveita Borgamess óskar að ráða aðstoðarverkstjóra á veitusviði Menntunarkröfur: Sveinspróf í pípulögnum eða vélvirkjun Laun em samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Borgarbyggðar Upplýsingar um starfið veitir verkstjóri veitunnar Guðmundur Brynjúlfsson Umsóknarfrestur er til 20. nóv. n.k. Hitaveita Borgarness Sólbakka 15 310 Borgarnesi Sími 437-1675 tölvupóstfang: gbr@aknet.is maður skal tilnefndur af hluthöf- um Faxamarkaðar og fram- kvæmdastjóri sameinaðs félags verður Tryggvi Leifur Ottarsson. Félögin verða sameinuð frá 1. júlí 2000 og mun samruninn verða byggð- ur á árshlutauppgjörum félaganna frá 30.06.2000. Gjarnan er látið að því liggja við sameiningu fyrirtækja að erfiðleikar séu undir- liggjandi ástæður en þau árshlutauppgjör sem lögð voru til grundvallar sýna hagnað hjá Fisk- markaði Breiðafjarðar upp á um 11,3 milljónir og upp á um 10,4 millj- ónir hjá Faxamarkaði. “Helstu ástæður samein- ingarinnar eru sparnaður í yfirstjórn auk þess sem sameinaður efnahags- reikningur beggja félaga er mun sterkari en þeir voru í sitt hvoru lagi. Hér er nefnilega verið að sameina tvö sterk félög með heil- brigðan efnahag og verið að gera MyndIH úr því eitt enn sterkara. Þessi ráð- stöfun ætti líka að styrkja tilveru- rétt félagsins á Verðbréfaþingi Is- lands, en Fiskmarkaður Breiða- Tryggvi Leifiir Óttarsson framkvtemdastjóri á skrif- stofiu sinni í Ólafsvík. Mynd IH fjarðar hf. er eini fiskmarkaðurinn sem er skráður á verðbréfaþing,” segir Tryggvi Leifur Ottarsson framkvæmdastjóri hins nýja fé- lags. IH Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru feerðar hamingjuóskir. 24. október kl 07:38-Meybam- Þyngd:4310-Lengd:54 cm,. Foreldrar: Bryndis Þórarinsdóttir og Halldór Geir Þorgeirsson, Akranesi. Ljósmóð- ir: Lára Dóra Oddsdóttir. 24. október kl 08:40-Meybam- Þyngd:3960-Lengd:52 cm. Foreldrar: Katrín Gísladóttir og Sigurbjöm Magnússon, Minni-Borg. Ljósmóðir: Anna Bjömsdóttir. 23. október kl 20:32-Meybam- Þyngd:4140-Lengd:53 cm. Foreldrar: Salvör Pétursdóttir og Snæbjöm Ott- arsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir. 30. október kl 10:51-Meybam- Þyngd:3030-Lengd:49 cm. Foreldrar: Kristín Bima Gísladóttir og Elí Þór Þórisson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdótti?: (Með á mynd er stóra systir,; Aníta Sif).

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.