Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.11.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 2000 Daglegar feróir Þegar feig vantar áreiöanlega ogreynda flutningsaðila sem bjóða daglegar ferðir á alla helstu þéttbýlisstaði landsins - fed leitarðu til okkar. Við stekjum og sendunt - heim til feín. www.samskip.is FLUTN1NGAMIÐSTÖÐ VESTURLANDS Engjaási 2, 310 Borgames, sími 437 2300, fax 437 2310 Nemendur Grunnskólans í Borgamesi leggja sitt af mörkum til að stækka Hafn- arskóg. Mynd: HM Fræsöfiiun Nemendur 5., 6. og 7. bekkja, um 100 nemendur Grunnskólans í Borg- amesi, söfhuðu birkifræjum í Hafnar- skógi miðvikudaginn 25. október. Gekk söfnunin vel fyrir sig í blíðskap- ar veðri. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Skógræktarfélag Borgar- fjarðar og styrkt af Umhverfissjóði Verslunarinnar. Fræin sem safnað var verða send í Gunnarsholt þar sem þau verða hreinsuð og síðan notuð til plönm- ffamleiðslu næsta vor. Plöntumar verða svo tilbúnar til gróðursetningar næsta haust eða vorið 2002 og verða notaðar til að stækka Hafharskóg. Flratinu sem af gengur við hreinsun- ina má sá í illa gróið land en árangur af því er óviss. Stefht er að því að nem- endur fai bakka með ffæjum og fylgist með þeim spíra og vaxa. Stór kópurfólks vakti athygli blaðamanns fyrir skömmu. Hópurinn varstaddur niðri við Akraneshöfii og var nánast hver einn og einasti maður vopmður a.m.k. einni myndavél. Þar reyndist vera á ferðimú hópur hollenskra ferðamanna sem var staddur á Islandi í eina viku. Að þeitra sögn var tilgangur Akranesheimsóbmrinnar sá að skoða báta. Mynd:SOK Flygill í Klifi Næstkomandi laugardag, 4. nóvember verður vígður nýr flyg- ill í Félagsheimilinu Klifi í Ólafs- vík. Jónas Ingimundarson píanó- leikari mun vígja flygilinn, en hann hefur annast val á hljóðfær- inu. Eftir vígsluna verður hátíð- arkvöldverður og síðan hefst fjöl- breytt söng- og tónlistardagskrá. Veronika Osterhammer syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, kirkjukór Ólafsvíkur- kirkju syngur létt lög, stjórnandi Jóhann Þór Baldursson, Ian Wikinson og nemendur hans leika á blásturshljóðfæri og sönghópur- inn Sex í sveit syngur undir stjórn Friðriks V. Stefánssonar. Að loknu borðhaldi verður dansleik- ur þar sem hljómsveitin Upplyft- ing leikur fyrir dansi. Það eru félagssamtök í Ólafsvík sem standa að þessu átaki. Flygillinn kostar fimm milljónir og hefur ó- nefndur aðili gefið tvær milljónir í “Flygilsjóð.” Með þessari skemmtisamkomu hefst átak til þess að safna peningum til að greiða flygilinn og heita félögin á alla að bregðast vel við. I nóvem- ber er svo meininginn að kynna átakið nánar með heimsóknum og leita eftir peningaframlögum. Það er von þeirra sem að átak- inu standa að fólk leggi eitthvað af mörkum og sýni þar með í verki stuðning við þetta þarfa menning- arframtak. Félögin hafa stofnað söfnunarreikninga í Sparisjóði Ö- lafsvíkur og Landsbanka Islands og eru þeir nr. 15555 í báðum bönkum. Samkoman í Klif hefst með borðhaldi kl. 20.00. IH Peugeot 306 Peugeot 406 Opið lán-fös 8:00-17:01 og laugard. 4/11 kl. 10:00-14:00 Peugeot 406 GunnarBernhardehf \V/. Vatnagörðum 24 - Reykjavík ■ 5201100

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.