Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2000, Qupperneq 3

Skessuhorn - 09.11.2000, Qupperneq 3
jatsaunui- i FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 2000 3 Mikið fjölmenni var íflygilveislunni og hátíðarbragur á öllu. Mynd IH Flygilveisla “Þetta var yndislegt ég er bara hamingjusamur að hafe fengið að taka þátt í þessu dásamlega aevin- týri. Flygillinn er frábær og mannlífið blómstrar,” sagði Jónas Ingimundarson eftir flygilveisl- una í Klifi í Snæfellsbæ sl. laugar- dagskvöld. Jónas hafði að beiðni heimamanna tekið að sér að velja fyrir þau flygil sem félagasamtök í Olafsvík höfðu á- kveðið að safna fyrir. Félagsheimilið í Klifi er ákaflega gott hús og vel að því búið, hönnun þess hentar hvort heldur sem er dansleikjum, tónlist- arviðburðum, leiklist eða ráðstefin- um. Þessu góða húsi vantaði hins- vegar flygil til að fullkomna þessa aðstöðu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri var ákaflega stoltur af þessu ffamtaki fé- laganna. “Enn og aftur hafa íbúar tekið sig saman og safhað fyrir svona glæsilegum grip. Það er alltaf gaman að sjá það að hún er tdl þessi gamla og góða ungmennafélagshugsjón að menn leggi eitthvað til samfélagsins. Eg vona að þessi glæsilegi flygill safni ekki ryki hér í húsinu heldur verði hann mikið notaður bæði af heimamönnum og þeim listamönn- um sem hingað koma. Eftir þessa miklu tónlistarveislu lék hljómsveit- in Upplyfring fyrir dansi og byrjaði auðvitað á “Traustum vini” og var dansað fram eftir nóttu. IH Skagakrakkamir voru bestir Unglingasundmót Ármanns fór ffam í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. 22 krakkar frá Sundfélagi IA gerðu góða ferð í bæinn og unnu til flestra verðlauna á mótinu. Að sögn Eyleifs Jóhannessonar, sem er þjálfari krakkanna, fóru allir þeir sem æfa hjá félaginu og eru á aldrinum 10- 17 ára á mótið. “Tíu ára krakkarnir stóðu sig mjög vel. Þau unnu til flestra verðlauna og flestallir bættu sig. Þau eru aðéins sex en stóðu uppi með 13 verðlaun að mótinu loknu. Þess má líka geta að ekkert þeirra lenti neðar en í áttunda sæti, en yfirleitt voru um 40 keppendur í hverri grein.” Sunddrottningin Kolbrún Yr Kristjánsdóttir var einnig mætt til leiks og hún gerði sér lítið fyrir og vann allar þær fjórar greinar sem hún keppti í á mótinu og hélt þar af leiðandi heim með fjögur gullverðlaun. I heildina syntu Skagakrakkarnir 85 sund og unnu alls 19 verðlaun, 7 gull, 3 silfur og 9 brons og bættu sig í þremur af hverjum fjórum skiptum sem þau stungu sér í laugina. Eyleifur er ekki í vafa um hverju má þakka þennan góða árangur. “Krökkunum sjálfum. Þau eru að æfa mjög vel og hafe flestöll gert það í mörg ár. Það eru rosalega góðir árgangar að koma upp núna og þar er mikið af efnilegum krökkum.,, SÓK Marvin Ivarsson fonnaður skotfélagsins fierir Friðfinni meistarakokki í Krákunni hluta Mynd IH villibráðarinnar. Liggur í bjómum Það er greinilegt að efitir ein- hverju er að slægjast í skotíþrótt- inni því villibráðakvöld skotfélaga eru vinsæll viðburður. Yillibráð- arkvöld Skotfélags Grundarfjarð- ar er ein mesta veisla sem haldin er í Grundarfirði. Svona svakalega átveislu þarf að undirbúa vel og til dærnis; er víst gott að láta skarfmn liggja í bjór í að minnsta kosti tvo sólarhringa áður en hann er eldaður. Það væri eitt- hvað um mann sagt ef maður lægi í bjómum tvo sólarhringa samfleytt. Villibráðarkvöld Skotfélagsins verð- ur haldið á Krákunni í Grundarfirði á laugardaginn en þar verða þó eng- ir hrossagaukar á borðum. IH Laugardaga 10-19 í gamla Kaupfélagshúsinu l í tiltektarhorninu •') 'íi/li/M A\ rutfí O'rr n (

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.