Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 3
www.nordvesturland.is Fyrningarleiðin: Samfylkingin vill setja veiðréttindi á uppboð. Þegar veiðirétturinn hefur verið tekinn • af útgerðinni þá er ekkert eftir nema skuldir og verðlítil skip. Þegar svo er komið - hver mun þá hafa fjármagn til að sækja aflaheimildir í opinber uppboð ríkisvaldsins? Frjálslyndir eru á móti framsali á veiðiheimildum og vilja taka upp færeysku leiðina. Það er skrítið. í Færeyjum er sóknardagakerfi með fromsali á veiðiheimildum í formi daga. Þar eru dagarnir seldir háu verði og kerfið er alls ekki opnara. Frjálslyndir ætla að skilja milli veiða og vinnslu hjá smábátum. Það þýðir að útgerðarmaðurinn yrði neyddur til þess að selja fiskinn á markað í stað þess að fara í föst viðskipti við fiskvinnslu í heimabyggð. Hvar er atvinnufrelsið í því? Vinstri stjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar og með Frjálslynda innanborðs mun aldrei verða farsæl fyrir landsbyggðina. Verkað vinna Á - áfram ísland!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.