Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.05.2003, Blaðsíða 26
 26 FOSTUDAGUR 2. MAI 2003 ^&iúisunvi. Einar H. Guðpnnsson Það er ástæða til að óttast marga flokka Þegar Davíð Oddsson for- sætisráðherra, vakti í nýlegum sjónvarpsumræðum athygli á möguleika á þriggja flokka stjórn Frjálslyndra, Vinstri- Grænna og Samfylkingar, brást Ingibjörg Sólrún ókvæða við. „Þetta er hræðsluáróður,“ org- aði hún framan í sjónvarpsskjá- ina og var bersýnilega brugðið við að vakin var athygli á þessu. Talsmenn Vinstri Grænna og Frjályndra tóku þessu á hinn bóginn fagnandi. Þeir litu ekki á þetta sem hræðsluáróður. Þeir voru „litli putti spillemann“ sem kjöftuðu ffá. Viðurkenndu löngun sína til myndunar marg flokka ríkisstjómar. En nú er öldin önnur. For- maður Samfylkingarinnar kom fram í útvarpinu og þá var ekk- ert verið að fara í launkofa með löngunina til vinstri stjómar. Marg flokka stjórnar. Og þá liggur það jemsé fýrir. Allir þessir flokkar em reiðubúnir til þess að ganga í eina sæng. Búa til margra flokka ríkisstjórn, eins gæfulegt og það nú er. Margra flokka stjómir lifa aldrei af kjörtímabil Þetta er athyglisvert. Sagan er jafnan ólygnust. Hún kenn- ir okkur hvers sé að vænta ef þriggja flokka óskapnaður vinstri flokka af einum eða öðrum toga verður að veruleika. Því skulum við nú líta aðeins til baka. Upp úr stendur að aldrei nokkurn tímann hefur marg - flokka ríkisstjórn lifað af heilt kjörtímabil. Alltaf hafa þær hrokkið upp af og oftast með þvílíku brambolti, að braukið og bramlið hefur heyrst lang- ar leiðir. Þetta er mjög skilj- anlegt. Flokkarnir eru inn- byrðis ólíkir, dæmalaust sund- urþykkir og þess vegna alls líklegir til hvers konar valda- brasks. Og það er einmitt allt þetta sem hefur einkennt valdatímabil rnarg flokka vinstri stjórna. Þessa vegna er það þetta sem við verðum að varast. Þessi tætingslegu vinnu- brögð hafa síðan gert það að verkum að sjaldnast hefur náðst eining um efnahagsað- gerðir. Þess vegna hefur verð- bólgan rokið upp, kjör fólks rýrnað og eignirnar fuðrað upp á verðbólgubálinu sem vinstri flokkarnir kyntu upp. Það tók vinstri flokkana fá- ein misseri á ámnum 1971- 1974 að glutra niður öllum árangri Viðreisnarstjórnar- innar. Ekki liðu nema 13 mánuðir frá valdatöku vinstri manna árið 1978 þar til að þeir hrökkluðust frá. Og vinstri stjórnin sem fór frá völdum árið 1991, sú síðasta sem við höfum mátt búa við, fór frá þannig að allt trúnað- artraust var búið á milli flokk- ana sem að henni stóðu. Hræðsla Ingibjargar við framtíðarmynd Ossurar Það er þess vegna ekki að undra að Ingibjörg Sólrún hafi hræðst þá framtíðarmynd sem forsætisráðherra dró upp, með marg flokha ríkisstjórn. En hitt var sannarlega eftir- tektrarvert að hún hafi kallað það hræðsluáróður sem for- maður flokks hennar vill gera að veruleika. Það er á hinn bóginn sann- arlega ástæða til þess að óttast afleiðingarnar ef sundurþykk stjórnarandstaðan kemst að völdum. Hér hefur verið byggt uppöflugt atvinnulíf, skattar verið lækkaðir og að- stæður til frekari lífskjara- sóknar almennings skapaðar. Stöðugleiki í efnahagsmálum hefur veitt almenningi og at- vinnulífinu öryggi. Ollum er hins vegar ljóst að marg flokka ríkisstjórn mun ekki geta varðveitt þann stöðug- leika. Það er sá veruleiki sem við okkur blasir. Við verðum þess vegna að hrinda af okkur oki margra flokka ríkisstjórn. Eini valkosturinn er þá sá að efla Sjálfstæðisflokkinn, tryggja þannig efnahagslegan stöðugleika sem er svo mikil- vægt að ríki hér áfram og leggja þannig grunn að fram- haldi þeirrar lífskjarasóknar sem ríkt hefur í landi okkar undanfarin ár. - Eða vilja menn aðeins velta einu fyrir sér. Er líklegt að ríkisstjórn af þessu tagi, með Vinstri græna innanborðs sé Iíkleg til þess að greiða fyrir atvinnuupp- byggingunni á Grundartanga? Þetta er málið í hnotskurn. Mál sem nauðsynlegt er að menn hafi í huga á kjördag. Einar K. Guðfmnsson alþingismaður fi'ambjóðandi fyrir Sjálfstœðirflokkinn í Norðvesturkjördtemi. mmmmmm Borgfirðingar og aðrir áhugamenn um hátíðahöld Opinn fundur um fyrirhugaða Borgfírðingahátíð í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi mánud. 5. maí kl. 20:30 Nú er tœkifœrið til að hafa áhrif á menningarlífið í héraðinu. Mœtum öll meðfulla vasa af hugmyndum Nefndin BORGARSYGGÐ Auglýsing um hjörskrá Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninganna, sem fram eiga aö fara 10. maí n.k. liggur frammi, á aimennum skrifstofutíma, á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11 frá 30. apríl til kjördags. Bœjarritari. 7J( Kristínn H. Gitnnarsson Með félagshyggj- una að vopni Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur sem byggir á grundvelli samvinnu og jafnaðar. I samræmi við það er lögð áhersla á að dreifa væntanlegum efnahagsávinn- ingi þjóðarbúsins þannig að efnaminni fái meira en hinir. Það skilur Framsóknarflokk- inn frá hægri flokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum. Eftir- farandi tíu atriði lýsa vel fé- lagshyggjunni í stefnu Fram- sóknarflokksins : 1. Hækka á persónuafslátt en ekki einblínt á lækkun skattprósentu. Það færir lágtekjufólki meiri hlut í skattalækkuninni en ann- ars væri. 2. Samræmi verði milli skattleysisntarka og bóta almannatrygginga þannig að bætur almannatrygg- inga verði skattfrjálsar. 3. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar strax og stefnt að því að þær verði ekki lægri en lægstu launataxt- ar. 4. Grunnlífeyrir öryrkja hækki miðað við aldur og verði mest tvöfalt hærri hjá þeim sem fara á bætur 18 ára. 5. Skerðingarmörkum á at- vinnutekjum öryrkja verði breytt til þess að auka sjálfsbjargargetu einstak- linganna með vinnuhvetj- andi kerfi. 6. Lán Ibúðalánasjóðs til al- mennra íbúðakaupa hækki og verði allt að 90% af kaupverði íbúðar eða byggingarkostnaði hóf- legs húsnæðis. 7. Fjármagn til barnabóta hækki um a.m.k. 50% og og tekjumörk verði hækk- uð. 8. Leikskólagjöld verði frá- dráttarbær frá tekjuskatts- stofni foreldra. 9. Síðasta ár leiksskóla verði skólaskylda og þá falli leiksskólagjöld niður. Rík- issjóður tekur að sér að greiða kostnaðinn. 10. Foreldrum verði gert kleift að nýta sér ónýttan persónuafslátt barna 16- 18 ára. Þessar tilllögur miða að því að bæta kjör láglaunafólks til sjávar og sveita og fjölskyldu- fólks. Þetta eru boðorðin 10 fýrir okkur sem vinnurn með félagshyggjuna að vopni. Það er mikilvægt að halda henni vel á lofti um þessar mundir þegar sérhyggja, græðgi og ó- bilgirni eru mjög áberandi í þjóðlífinu. Hófsemin og sam- hjálpin eru betri förunautar. Kristinn H. Gunnarsson www. skessuhorn. is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.