Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Síða 8

Skessuhorn - 30.09.2004, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 jitsjinu... Lagnir frá vatnsbóli við Akrafjall endumýjaðar Þó svo í mörg horn sé að líta hjá Gissuri Þór Ágústssyni, svæðis- stjóra OR, vegna framkæmdanna gefst þó tími til að taka aðeins f nefið hjá honum Dóra. I sumar hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir um- fangsmiklum endurbótum á vatnsveitukerfi Akurnesinga með endumýjun lagna ffá vams- bólinu við Akrafjall. Lögnin sem verið er að endumýja núna er 12“ asbestslögn sem lögð var árið 1954 en nýja lögnin er sam- ansett úr 400 mm plaströrum, enda plast það efiú sem tekið hefur við af asbestinu og er alltaf notað þegar bót og endurnýjun á kerfúm af þessu tagi á sér stað. Nýja lögnin er um þriggja kíló- metra löng, nær frá Akrafjalli niður á Garðagrund og segir Gissur Þór Agústsson, svæðis- stjóri OR á Akranesi, að löngu hafi verið orðið tímabært að ráð- ast í framkvæmdina. „Samsem- ing gömlu lagnarinnar var orð- inn léleg og bilanatíðni allt of há. Auk þess var veitan að tapa vatni þar sem það lak út um gloppur og glufur í rörunum og það er eitthvað sem við megum helst ekki við. Allra síst í þurrkatíð einsog var í sumar.“ Umfangsmilar endurbætur „Síðusm fjögur árin hefur mikið verið unnið í því að bæta vatnsveituna, enda hefúr notk- unin aukist til muna. Arið 2000 hófst mikil uppbygging, þá lét- um við þrýstigreina vamsveim- kerfið og dreifikerfið var styrkt. Heimæðalagnir á neðri-Skaga vora endurbættar í þessu átaki og ný 12“ plasdögn frá mæla- brunni í Merkigerði bætt inn í kerfið. Með þessum hætti hefur okkur tekist að auka þrýstinginn úr 2,1 - 2,2 kg á sekúndu í 3,7 - 4,5 kg á sekúndu og magnið sem við eram að missa úr úr rörun- um hefur minnkað úr 30 kg í 10 kg sem er vel ásættanlegt," segir Gissur. Vatn sjóleiðina frá Reykjavík Þó framkvæmdin sé vissulega kosmaðarsöm og flókin segir Gissur það hafi verið orðið að- kallandi að hefjast handa því þörfin á neysluvatni á Akranesi sé sífellt að aukast. „Þegar verið var að taka ákvörðun um þessa ffamkvæmd fengum við verk- ffæðistofuna Hönnun ehf. til þess að kanna fyrir okkur ýmsa möguleika í stöðunni,“ segir Gissur. „Niðurstaðan varð sú að best yrði að sækja vatn sjóleiðina til Reykjavíkur þar sem leiðin er ekki löng, um 17 kílómetrar, og dýpið mest tun 3,5 metrar. I Reykjavík er nóg af góðu vatni til að þjóna íbúum á Akranesi, hins vegar væri nauðsynlegt að hafa vamsból hér ef sú lögn myndi bila og aðstæður væra þannig að ekki væri unnt að komast strax í viðgerð. Þess vegna var þessi leið farin nú og með því hefur rekstaröryggi veitunnar stóraukist.“ Verkið var boðið út í tveimur hlutum. Fyrri áfangann, frá Akrafjalli niður að Geislahúsi við golfvöllinn annaðist verktakinn B&B, en Vélaleiga Halldórs Sig- urðssonar hafði umsjón með seinni áfanga ffá Geislahúsi að Garðagrund. Undirverktaki í plastsuðu var Jón Bjöm Gíslason hjá Eðallögnum. Stefút er að því að ffamkvæmdum Ijúki endan- lega og vami verði hleypt á nýju lögnina í kvöld, aðfararnótt 2. október. Gissur bendir á að jafn- vel þó svo að unnið verði að því að tengja kerfið að nótm tdl, þeg- ar álagið á kerfið er hvað minnst, verði varla hjá því komist að vatnsskorts verði vart einhvem tíman á meðan skipt verður á milli gömlu lagnarinnar og þeirrar nýju. ALS Hér er unnið við að koma nýjum Q 400 mm krana fyrir á lögnina. Fosshótel hafa keypt Hótel Reykholt: Verður meimingartengt hótel Gengið hefur verið ffá samn- ingum um kaup Fosshótelkeðj- unnar á Hótel Reykholti af Sverri Hermannssyni síðasta eiganda þess. Að sögn Renató Grunenfelder, framkvæmda- stjóra Fosshótela, er stefnt á miklar endurbæmr á húsnæði hótelsins í vetur sem snúast að- allega um að koma baði á flest herbergi en meirihluti her- bergja á hótelinu hefur fram til þessa verið án baðs. Hótelið verður opið nú í október fyrir hópa en verður lokað 1. nóvem- ber þegar framkvæmdir hefjast. Renató sagði í samtali við Skessuhorn að áherslum hótels- ins verði breytt og þær færðar til samræmis við sérstöðu og sögu Reykholtsstaðar. „Þannig mun Hótel Reykholt verða skil- greint sem menningartengt hótel þar sem áhersla verður m.a. á sögu, goðaffæði og klass- íska list. Við geram ráð fyrir að opna hótelið á ný effir breyt- ingarnar 1. mars á næsta ári,“ sagði Renató. Hótelstjóri hefur verið ráðinn Einar Valur Þor- varðarson, en hann var sl. sum- ar hótelstjóri hjá Fosshótelum á Hallormsstað. MM Vegurinn varðaður Starfsmenn vegagerðarinnar í Ólafsvík höfðu handtök hröð og snör þegar þeir voru að berja niður vegastikur á Útnesvegi í síðustu viku. Mynd: GE Orv hugsanlega í Borgarfjörðinn Fyrirtækið Orv líftækni hefur undanfarin ár unnið að þróunar- verkefni sem felur í sér vinnslu próteins úr erfðabreytm byggi. Fram til þessa hefúr tilrauna- ræktun að mesm farið ffam við þröngan húsakost hjá Rala á Keldnaholti en nú era forsvars- menn fyrirtækisins farnir að skoða möguleika til leigu eða kaups á henmgum gróðurhús- um til að geta aukið tilrauna- framleiðsluna. Meðal annars hafa þeir skoðað gróðrarstöðvar í Reykholtsdal og Suðurlandi. Júlíus Kristinsson hjá ORV sagði í samtali við Skessuhorn að engar ákvarðandir hefðu enn verið teknar um staðarval, en vissulega hefðu þeir kannað möguleika í Borgarfirði. Ur bygginu er ffamleitt lífefni, eða prótein, sem hægt verður að nota við lyfjaframleiðslu, í iðnað og sem stoðefúi á rannsókna- stofúm. Ef tilraunir ganga vel má gera ráð fyrir að fyrirtækið þurfi allstór gróðurhús fyrir ræktunina á næstu árum og hafa verið nefndar tölur upp á 20 þúsund fermetra undir gleri í því samhengi. MM Föndur á netinu Föndur.is er fyrirtæki sem selur föndursnið sem hönnuð era af Asdísi Erlu Guðjónsdótt- ur. Oll sniðin era í vönduðum pakkningum með ítarlegum ís- lenskum leiðbeiningum og skýringarmyndum. Mjög fátítt er að fá slík snið hérlendis og ætm sniðin því að vera kær- komin fyrir íslenska föndrara. Rúmlega 40 snið era nú þegar komin á markaðinn og fer ört fjölgandi. Viðtökur sniðanna hafa verið frábærar og eru þau nú seld í öllum helsm föndur- verslunum landsins en inn á slóðinni www.fondur.is er net- verslun þar sem hægt er að versla öll sniðin og fá send heim til sín. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.