Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Side 17

Skessuhorn - 30.09.2004, Side 17
ju(,ssunui.. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 17 Nýtt fjölnota íþróttahús á Jaðars- bökkum á teikniborðinu Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2004 samþykkti meirihluti bæjarstjórnar á Akra- nesi tillögur þess efais að fela bæjarstjóra, formanni tóm- stunda- og forvarnarnefndar og formanni Iþróttabandalags Akraness að leggja fyrir bæjar- stjórn drög að nýjum fram- kvæmdasamningi í íþróttamál- um. A vormánuðum skilaði nefnd sem sldpuð var um málið áliti sínu og í kjölfarið sam- þykkti bæjarstjón meðal annars að ráðast í byggingu á fjölnota íþróttahúsi á Jaðarsbökkum þar sem gamli malarvöllurinn stendur nú og verður verkið boðið út á næstu vikum. Onnur brýn verkefni á sviði íþrótta sem hafa forgang hjá bæjaryfirvöld- um eru málefhi sundlaugarinn- ar, en nauðsynlegt þykir að á ár- inu 2005 Iiggi fyrir tillaga um bætta aðstöðu og breytt skipu- lag hennar, stækkun stúkunnar við íþróttavöllin auk þess sem skoða þyrfti helstu verkefhi á dagskrá Golflkúbbsins Leynis með það í huga að gera ffam- kvæmdasamning um einstaka verkþætti. Brýn þörf á bættri aðstöðu Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að með íjölgun íbúa á svæðinu og aukinni á- herslu á íþróttaiðkun barna og fullorðinna hafi verið orðið nausynlegt að huga að betri að- stöðu. Iþróttahúsin á Jaðars- bökkum og Vesturgötu séu í dag fullnýtt og fjölnota íþrótta- hús gæti tekið við hluta af þeirri starfsemi sem þar fer fram nú. „Við teljum þetta hagkvæmustu og skynsamlegustu lausnina á aðstöðuvandanum sem kominn er upp því það er alveg ljóst að einhverra aðgerða er þörf. Með þessu móti skapast betra rými og auknir möguleikar á hvers kyns íþróttastarfi í bænum.“ Unnið að gerð útboðsgagna Ekki liggur enn fyrir ná- kvæmlega með hvaða hætti út- boð verksins mun fara fram, en Hönnun ehf. vinnur um þessar mundir að gerð útboðsgagn- anna. Þær forsendur sem liggja útboðinu til grundvallar eru meða annars þær að húsið verði staðsett á Jaðarsbökkum, en verið er að undirbúa nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem gerir ráð fyrir byggingu af þessu tagi. Þá er gert ráð fyrir merkt- um velli sem á að vera 105 x 68 metrar, Iagður gervigrasi af þriðju kynslóð og að lofthæð verði 12 metrar þar sem hæst er en lágmark 6 metrar. Meðfram vellinum verður útbúin yfir 100 metra hlaupabraut sem verður að lágmarki 4 metra breið. A pöllum á að vera aðstaða fyrir á- horfendur. „Þó húsið komi ekki til með að uppfylla öll skilyrði keppnishúsa á aðstaðan að mæta lágmarkskröfum svo æfa megi í því flestar íþróttir við góðan að- búnað,“ segir Gísli. Miðað við að fram- kvæmdum ljúki 2006 Gísli reiknar með að hægt verði að bjóða verkið út í lok október eða byrjun nóvember og því ættu tilboð að geta legið fyrir í desember. „Fram- kvæmdatími ræðst svo af því hvenær hægt er að hefjast handa, en ætla má að deiliskipu- lagsbreyting vegna fram- kvæmdarinnar geti legið fyrir í janúar eða febrúar. Þó verkefn- ið sé nokkuð dýrt í frainkvæmd, á bilinu 250 - 350 milljónir króna, er ekki svo lengi verið að byggja húsið sjálft þannig að vonir standa til þess að hægt verði að taka það í notkun á fyrri hluta árs 2006,“ segir Gísli. ÍA fagnar fram- kvæmdinni Sturlaugur Sturlaugsson, for- maður Iþróttabandalags Akra- ness, fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum og segir að með þessum sé verið að efla íþrótta- hreyfinguna. Hann tekur undir orð Gísla og segir þrengsli mik- il í húsunum á Jaðarsbökkum og Vesturgötu og að ekki náist að svala þörfinni fyrir hreyfingu og íþróttaiðkun eins og málum sé nú háttað. Hann bendir á að starfsemi IA er mjög umfangs- mikil, ársveltan á annað hund- rað milljónir og um 150 manns, þar af um 120 sjálfboðaliðar, vinni að málefnum hreyfmgar- innar frá degi til dags. Heim- sóknir í íþróttamannvirki bæj- arins eru hátt á annað hundrað þúsund og reikna má með að nokkuð á þriðja þúsund manns stundi íþróttir og reglulega hreyfingu í bænum. „Það er búið að vinna töluvert mikið í þessum málaflokki og skilgreina þörfina. Við erum ánægð með að fá tækifæri til þess að taka þátt í því starfi. Forgangsröðun- in held ég að verði alltaf um- deild, en það er trú mín að svæðið við Jaðarsbakka verði enn glæsilegra en það er í dag þegar framkvæmdum lýkur. Við eigum einnig von á því að samhliða uppbyggingu fjöl- nota íþróttahúss verði unnið f því að skipuleggja nýja innisundlaug á Jaðarsbakka- svæðinu og brýn- ustu mál Golf- klúbbsins Leynis tekin til skoðunar. Við hjá Iþrótta- bandalagi Akra- ness bíðum þess spennt að fram- kvæmdum ljúki.“ ALS Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA, og Gísli Gíslason, bæjarstjóri, kampakátir á gamla malarvellinum þar sem fjölnota íþróttahúsið mun rísa. BCRGARPLAST I/Aj'J-LUVD ?wmar/n*?Taðfnn; ífcfóarhúffó off Vfnnoftaðfnn fyrfr Dd VLJTbUJjT Rotþrær og olíuskiljur af ýmsum stærðum Vatnstankar, litlir og stórir, sandföng og brunnar. Einangrunarplast af öllum gerðum og margt; margt fleira Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 561-2211 í Reykjavík og 437-1370 í Borgarnesi BORGARPLAST Sefgarðar 1-3 • 170 Seltjarnarnes Sólbakka 6 • 310 Borgarnes Sími: 5612211 • Fax: 561 4185 Sími: 437 1370 • Fax: 437 1018 I www.borgarplast.is / ISO \ 1 14001 S Síðan 1993 Slðan 1999 m

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.