Skessuhorn - 30.09.2004, Síða 24
24
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
ouiissunuK.
Breytingar
á Vegamótxun
Það er álit margra að aldrei
hafi fleiri ferðamenn heimsótt
Snæfellsnesið en nú í sumar
þótt það hafi ekki verið staðfest
með opinberum tölum. Bættar
samgöngur og tilkoma Þjóð-
garðsins Snæfellsjökuls eru
gjarnan nefndar sem helstu á-
stæður fyrir fjölgun ferða-
manna á Nesinu og má það ef-
laust til sannsvegar færa. I
seinni tíð er Snæfellsnesið m.a.
orðið heppilegur kostur fyrir
dagsferðir frá Reykjavík og
Ijóst að þar er nóg að sjá og
vafalítið erfitt að 'fmna meiri
íjölbreytni á ekki stærra lands-
svæði.
I vikunni átti blaðamaður
Skessuhorns leið hjá Vegamót-
um á Snæfellsnesi og ákvað að
inna einn eigenda verslunar-
innar og veitingastaðarins þar,
Eirefnu Birkisdóttur, um hvort
eitthvað væri til í því að Snæ-
fellsnesið væri að slá í gegn.
Það liggur jú í augum uppi að
fáir ættu að vera betur í stakk
búnir að meta það enda liggja
vegir til allra átta á Snæfellsnesi
um Vegamót.
„Það hefur verið mikil um-
ferð á Snæfellsnesinu í sumar,
það er engin spurning, en samt
hefur þetta verið rólegasta
sumarið okkar hér,“ segir
Hrefna. „Fólk stoppar nú orðið
bara til að fá sér að borða,
kaupa ís eða taka bensín. Búðin
hérna er hinsvegar alveg að
detta uppfyrir og okkur sýnist
að fólk komi í auknum mæli
með allt með sér, fylli bílinn og
tjaldvagninn áður en það fer af
stað. Við urðum líka vör við
það í sumar að fólk kemur fyrst
og fremst í hádeginu og á
kvöidin en það er eins og
traffíkin hætti bara upp úr
kvöldmat.
Hrefna segir að eigendur
Vegamóta muni bregðast við
fyrrnefndri þróun strax í haust
og ætlunin sé að leggja búðina
niður en stækka matsalinn enn
frekar í staðinn og leggja aukna
áherslu á þá þjónustu. „I fram-
tíðinni höfum við síðan áhuga á
að gera enn frekari breytingar.
Við sjáum að það væri full þörf
á tjaldsvæði hér og jafnvel gist-
ingu en það verður bara að
koma í ljós hvað við getum
gert,“ segir Hrefna. GE
iWiíijinÉ
Þessi kerra sem staðsett var í Brákarey stóð ekki af sér rokið í síð-
ustu viku heldur fauk út í sjó. Óhætt er að segja að umferð á sjó í
Borgarnesi hafi aukist umtalsvert við þetta atvik. Mynd: GE
Undirbúningur
Dægurlagakeppninnar
Hin árlega Dægurlagakeppni
Borgarfjarðar verður haldin á
Gleðifundi Ungmennafélags
Reykdæla sem haldinn verður í
Logalandi 27. nóvember næst-
komandi. Sem fyrr kalla keppn-
ishaldarar eftir frumsömdum
lögum til að taka þátt í keppn-
inni. Þau þurfa að berast á
geisladiski eða hljóðsnæidu fyr-
ir 7.nóvember til Emblu Guð-
mundsdóttur í Björk í Borgar-
firði. I samtali við Skessuhorn
sagði Embla að keppnin hafi
alla tíð notið mikilla vinsælda
og lög borist frá höfundum víða
af Vesturlandi. Skilyrði fyrir
þátttöku í keppninni er að lög-
in séu frumsamin, með íslensk-
um texta og mega ekki hafa ver-
ið flutt opinberlega áður.
MM
www.skessuhorn.is
Hrefna Birkisdóttir fyrir innan afgreiðsluborðið á Vegamótum.
Mynd: GE
Götumar klæddar í betri fötin
Þegar blaðamaður Skessu-
horns ók um götur Olafsvíkur
voru framkvæmdir að heíjast
við lagningu nýs slitlags á aðal-
götuna. Þar var á ferðinni Sig-
valdi Arason, verktaki úr Borg-
arnesi, og hans menn í Borgar-
verki en þeir eru ekki margir
vegakaflarnir sem fyrirtækið
hefur ekki komið að með ein-
hverjum hætti. Sigvaldi sagði að
nóg hefði verið að
gera í sumar og
útlitið gott
framundan. Llann
lagði síðan áherslu
á orð sín með því
að snarast upp í
eitt tækið í hend-
ingskasti og gaf
fyrirskipanir í allar
áttir um leið. GE
Sigvaldi Arason við stjórnvölinn á einu malbik-
unartækinu.
Mánuður eftir í Kolgrafarfirði
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á stærsta samgönguverkefni Vesturiands á þessu ári, brú og
veg yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi. Verkið er tæpu ári á undan áætlun en áætlað er að vegurinn verði
formlega opnaður fyrir umferð þann 28. október n.k. Mynd: GE