Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Qupperneq 25

Skessuhorn - 30.09.2004, Qupperneq 25
^&CSSllHUi.. FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 25 Verkfall grunnskólakennara hefur ótvírætt víðtæk áhrif. A- hrifinna gætir e.t.v. hvað mest í elsta árgangi grunnskólans, í 10. bekk þar sem nemendur undir- búa samræmd próf í vor sem eru m.a. mælikvarði á námsár- angur margra ára. Skessuhorn ræddi við þrjá nemendur í 10. bekk Brekkubæjarskóla á Akra- nesi og heyrði í þeim hljóðið varðandi yfirstandandi verkfall. Reynir að fylgja vikuáætlun Hulda Björk Einarsdóttir, nemi í 10. bekk í Brekkubæjar- skóla, segir það ágætt að fá frí í tvær vikur eða svo, en dragist verkfallið á langinn komi það til með að hafa slæm áhrif á sæm- ræmdu prófin. Hún hefur ekki tekið afstöðu til kjarabaráttu kennara en segir krakka í 10. bekk almennt hafa nokkrar á- hyggjur af þróun mála. Síðan verkfallið skall á hefur hún sinnt lærdómnum af og til og unnið eftir vikuáætlun sem kennarar dreiíðu meðal nemenda sinna áður en til verkfalls kom, en segir að ef málið fari ekki að leysast ætli hún sér að skipu- leggja námið betur svo það verði markvissara og hún missi sem minnst úr. Verkfallsréttur getur átt rétt á sér Una Harðardóttir er í 10. bekk í Brekkubæjarskóla og tek- ur undir það sjónarmið að stutt frí frá skólanum sé ágætt, en vill þó ekki að það dragist á lang- inn. Eins og Hulda Björk hefur hún unnið aðeins eftir vikuáætl- un en stefnir að því að stunda markvissara heimanám ljúki verkfalli ekki innan tíðar. Hún segist ekki vita hvað kennarar hafi í laun, en finnst sjálfsagt að þeir beiti verkfallsréttinum séu þau mjög lág og ósanngjörn. Una segir að verkfall þurfi ekki endilega að eyðileggja mögu- leikana á því að ná góðum ár- angri í samræmdu prófunum þar sem hægt sé að læra heima upp á eigin spýtur, þó það sé ekkert roslega skemmtileg til- hugsun. Verkfall ekki ofarlega í huga vinanna Björn Breiðíjörð Gíslason er í 10. bekk í Brekkubæjarskóla. Hann segir að sér lítist ágætlega á verkfallið, það sé fínt að fá smá hvíld frá skólanum auk þess sem hann styður kröfur kennara um hærri laun heilshugar. Ef verkfallið dregst á langinn ætlar Björn að taka skólabækurnar upp og byrja að læra í dag, fimmtudag, enda mikið í húfi þar sem samræmdu prófin eru á næsta leiti. Björn segist ekki vita hvað öðrum 10. bekkingum finnist um verkfallið, það sé ekki efst á baugi í hans vinahópi og frekar lítið um verkfallið kennara rætt þegar vinirnir koma saman. ALS Fjölritunar- og útgáfuþjónustan <iug tsvottahús Jeaner's i LaunJr-y ..ekki langt, en það er rým ra á okkur! Getum við a Fjölritunar- og útgáfuþjónustan ðstoðað þig? Borgarbraut 55 310 Borgarnes Sími: 437 2360 GSM: 893 2361 Fax: 437 2361 OLGEIRHELGI@ISLANDIA.IS

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.