Skessuhorn - 30.09.2004, Side 26
26
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
^ntaautiu..
Sameining hafiia á Faxaflóasvæðinu um næstu áramót:
Grundartangahöfii verður innan tíðar stærsta
inn- og útflutningshöfii landsins
segir Gísli Gíslason hafnarstjóri og bæjarstjóri á Akranesi
Skaftafellið lá við Grundartangabryggju í sfðustu viku. Komum stórra flutningaskipa mun vafalftið fjöiga mik-
ið þar á næstu árum.
Sameining Grundartanga-
haínar, Akraneshafnar, Reykja-
víkurhafnar og Borgameshafnar
tekur formlega gildi um áramót-
in næstu. I þessari sameiningu
felast æði mikil tækifæri fyrir
hafhirnar norðan Hvalfjarðar og
lék Skessuhomi forvimi á að
upplýsa hvaða þýðingu samein-
ingin hefur fyrir stárfsemi hafn-
anna og sveitarfélögin sem eiga
þær. Hafnarstjóri á Gmndar-
tanga og Akranesi er Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri á Akranesi. Nú
er Grundartangahöfh þegar í
magni talið önnur stærsta inn-
og útflutningshöfn landsins.
Gísli var fyrst spurður hvort ekki
mætti gera ráð fyrir því að höfh-
in verði enn meira nomð en áður
og verði e.t.v. sú stærsta innan
tíðar? „Það em góðar líkur á því
að innan örfárra ára verði
Grundartangahöfn komin jafh-
fætis Reykjavíkurhöfh í tonnum
talið hvað varðar bæði inn- og
Gísli Gíslason.
útfluming. Stækkun álversins og
framtíðarhugmyndir eigenda
þess fýrirtækis og hugmyndir
um nýja starfsemi á svæðinu
ganga allar út á að nýta kosti
Grundartangahafhar. Dýpi fýrir
stór skip og landrými er þar eins
og best verður á kosið,“ segir
Gísli. Nú standa yfir fram-
kvæmdir við stækkun Gmndar-
tangahafnar með nýjum 250
metra viðlegukanti og ffamund-
an er skipulagsvinna sem vafa-
laust mim gera ráð fyrir frekari
stækkun. Gísli segir að áhrif þess
að færa þungaflutninga á
Grundartanga muni einnig gæta
á umferðarmunstrið á þjóðveg-
unum og segist hann vona að
þungaflutningar minnld inn í
höfuðborgina, en af því hefur
þjóðfélagið verulega hagsmuni
m.a. vegna uppbyggingar um-
ferðakerfisins þar.
Aukin sérhæfing
I viljayfirlýsingu sem hggur
fýrir vegna sameiningar hafh-
anna er gert ráð fýrir að byggja
Gmndartangahöfh upp sem iðn-
aðarhöfn, Akraneshöfn sem
fiskihöfn og að Reykjavík muni
áfram sinna hefðbundnu hlut-
verki sínu sem almenn þjónustu-
höfn við inn- og útflutning auk
þess sem áhersla á komur
skemmtiferðaskipa verður aukin.
„Þegar ekki skiptir máli hvar
tekjurnar koma inn þá verður
það áreiðanlega í þágu allra að
auka inn- og útflutning um
Grundartanga, en það er þróun
sem mun taka nokkurn tíma.
Sama má segja varðandi fisldnn,
að með aukinni áherslu á bland-
aðri byggð við gömlu höfnina í
Reykjavík og í Orfirisey þá opn-
ast aðrir möguleikar á Akranesi.
Þá má ekki gleyma því að
skemmtiferðaskip sem koma til
Reykjavíkur gæm aðveldlega náð
í ferðamenn sem færu dagsferðir
í Hvalfjörð með viðkomu t.d. á
Hótel Glymi, í Saurbæ og fleiri
merkisstaði í Hvalfirðinum. Þar
er óplægður akur sem sveitarfé-
lögin geta nýtt sér í mun ríkari
mæli en áður ef þau standa sam-
einuð í þeim málum,“ segir
Gísli.
Eignaskipting
Eignaskipting hafnanna verð-
ur sú að Reykjavíkurborg verður
eigandi að 75% fýrirtækisins
sem stofnað verður, en sveitarfé-
lögin norðan Hvalfjarðar fara
með 25%. Gísli segist vonast til
að eignaraðilum fækki nokkuð
með sameiningu sveitarfélaga,
en eins og sveitafélagaskipanin
er í dag þá er hlutur Akranes-
kaupstaðar 11,7%, Borgar-
byggðar 3,828%, Skilmanna-
hreppur, Hvalfjarðarstrandar-
hreppur, Innri Akraneshreppur
og Leirár og Melahreppur eiga
2,2% hvert sveitarfélag, Hvítár-
síðuhreppur 0.132% og síðan er
óskiptur hlumr Héraðsnefndar
Borgarfjarðarsýslu, sem verið er
að ganga frá 1,14%. Gísli segir
að stjórn sameinaðra hafna verði
skipuð 8 fulltrúum, 5 ffá Reykja-
víkurborg og þremur ffá sveitar-
félögunum norðan Hvalfjarðar
(einn ffá Akranesi, einn norðan
Skarðsheiðar og einn sunnan
Skarðsheiðar) auk eins áheyrnar-
fulltrúa sem kemur frá Akranesi.
„Hlutur norðanmanna er því
góður og öll tæki fýrir hendi til
að vera vel gildir aðilar að þess-
um rekstri“ segir Gísli hafnar-
stjóri.
Möguleikamir miklir
á Gmndartanga
Gísli var loks spurður hverjir
væm helsm kostir sameiningar
við Reykjavíkurhöfn fýrir
byggðarlögin norðan Hvalfjarð-
ar. „Fyrir byggðina norðan
Hvalfjarðar er það án vafa stærsti
kostur sameiningar hafnanna við
miðjan og norðanverðan Faxa-
flóa að lögð verður áhersla á
uppbyggingu hafnarsvæðisins á
Grundartanga. Þrátt fýrir að
hafnarsjóður Grundartanga-
hafnar sé nokkuð sterkur þá hef-
ur hann ekki burði til að standa í
allri þeirri fjárfestingu sem
nauðsynleg er á næstu ámm til
að gera svæðið að þeirri lykil-
höfn sem möguleiki er á að gera
hana. Á Gmndartanga höfum
við haft tækifæri og möguleika í
höndunum sem við megum ekki
glata vegna smæðar okkar. Vit-
anlega eigum við í ákveðinni
samkeppni við önnur landssvæði
og hafnasvæði en sameiningin á
að tryggja okkur það afl sem þarf
til að koma möguleikum og hug-
myndum til framkvæmda. Sam-
einingin mun þannig skila vem-
legum arði og uppbyggingu á
svæðinu í heild.“
Sundabraut
lykilþáttur
Gísli segir að hvað Akranes-
höfh varði þá skipti máli að sú
höfn þróist áfram sem fiskihöfn
og með sameiningu HB og
Granda lá beintvið að tryggja að
mismunandi þjónusta og gjöld á
Akranesi og í Reykjavík stæðu
ekki í vegi fýrir eðlilegri og hag-
kvæmri þróun. „Við vonumst
auðvitað til að aðstaðan og
möguleikarnir á Akranesi muni
til lengri tíma skapa aukin um-
svif í fiskvinnslu og útgerð. Það
er margt að gerast í þróun svæð-
isins við Faxaflóa og með sam-
einingu hafhanna stíga sveitarfé-
lögin norðan Hvalfjarðar stórt
skref í þá átt að hafa veruleg á-
hrif á þá þróun, enda verðum við
að nýta tækifæri okkar til áhrifa
til þess að verða ekki á eftir og
láta þróunina stjórna okkur. Sú
ákvörðun Reykjavíkurborgar að
hætta við framkvæmdir í Geld-
inganesi á eftir að hafa mikil á-
hrif á nýtingu lands, umferð
o.fl.“ Gísli segir áherslu sveitar-
félaganna á lagningu Sunda-
brautar eiga eftir að verða eitt af
mikilvægustu þáttum sam-
göngumála á Vesturlandi og víð-
ar á komandi árum. „Sérhver
stjómmálamaður sem vill taka
þátt í að breyta samfélaginu til
góðs mun ekki sleppa því tæki-
færi að vinna af krafti að lagn-
ingu þeirrar brautar,“ segir Gísh.
Bein áhrif minnka
En eru engir ókostir sem
fýlgja því að sameinast og
minnka þannig bein áhrif
heimamanna á reksmr og upp-
byggingu hafnanna? „Sameining
á ekki að hafa galla í för með sér
en e.t.v. kann einhverjum að
þykja súrt í broti að hafa ekki alla
þræði í hendi sér varðandi rekst-
ur Grundartangahafnar og
Akraneshafnar eftir sameining-
una. A móti kemur að áhrif okk-
ar norðanmanna í nýju fýrirtæki
eru mikil og ástæðulaust að ætla
annað en samstarf okkar við
Reykvíkinga verði gott á kom-
andi árum - ekki síður en raunin
er varðandi Orkuveim Reykja-
víkur. Hitt er annað að sífellt
verða menn að halda vöku sinni
því ekkert gerist af sjálfu sér,“
segir Gísli.
Samstarf leiðir
til sameiningar
Að lokum segir Gísh að áhrifa
þessarar sameiningar muni gæta
víða um land, sérstaklega að því
leyti að við sameininguna er ekki
einblínt á hreppa- og sveitarfé-
lagamörk og hefðbundin viðhorf
um að ráða sjálfir sínum höfn-
um. „Vonandi leiðir þessi aðgerð
til þess að sveitarstjórnarmenn
víðar nýti í auknum mæh mögu-
leika sem felast í stærri rekstrar-
einingum. A sumum sviðum
hafa á Vesturlandi verið tekin
ágæt skref í þá átt t.d. með sam-
einingu sveitarfélaga í Borgar-
fjarðarhéraði og fýrirhugaðri
sameiningu þar, samstarfi sveit-
arfélaga á Snæfellsnesi í skóla-
og félagsmálum og nú samein-
ingu hafha við Faxaflóa. Allt á
þetta að leiða til þess að tryggja
góðan grann að frekari vexti og
framföram á svæðinu sem heild.
I mínum huga er hafhasamein-
ingin aðeins upphafið að ffekari
breytingum og spennandi tím-
um hér norðan Hvalfjarðar,"
segir Gísh Gíslason að lokum.
MM