Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2004, Page 30

Skessuhorn - 30.09.2004, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004 j&cssunu.. Ferðasa^a hóps á vegum Destination Viking - Sagalands fyrr í sumar: A slóðum Eiríks rauða á Grænlandi Árið 2003 gerðist Dalabyggð þátttakandi í verkefninu Dest- ination Viking - Sagalands, sem er verkefni á vegum Evrópu- sambandsins, til eflingar menn- ingartengdri ferðaþjónustu og varðveislu menningararfleifðar á norður-jaðarsvæðum Evrópu og fellur þetta verkefni undir INTERREG IIIB, Northern periphery. Þátttakendur í verkefninu eru 18 talsins frá sex löndum þ.e. frá Islandi, Færeyjum, Grænlandi, N-Noregi, Svíþjóð, Orkneyjum og Shetlandseyjum, aukaaðilar eru Kanadamenn frá L'anse aux Meadows á Ný- fundnalandi. Þeir aðilar sem starfa í verkefninu á Islandi eru Rögnvaldur Guðmundsson sem er vekefnisstjórinn, aðilar frá Vestfjörðum með Gísla- sögu, Borgarbyggð með sagna- hefð, Skeiða- og Gnúpverja- hreppur með Stöng, Grettistak með Grettissögu, Reykjanes- bær með víkingaskipið Islend- ing og við í Dalabyggð með Ei- ríksstaði. Einnig kemur Njálu- setrið inn í verkefnið. Var fyrsti fundurinn haldinn hér á Islandi og hafa þjóðirnar eftir það skipst á að halda samráðsfund- ina og var röðin komin að Grænlandi. Ferðin hófst á því að við flug- um frá Reykjavíkurflugvelli í mjög góðu veðri og var ferðinni heitið til Narssasuaq. Höfðu flestir af erlendu aðilunum komið daginn áður til Islands svo hópurinn var þá þegar orð- inn stór. Ferðin tók um tvær stundir og var það tignarleg sjón að sjá ísbreiðurnar þegar við flugum yfir Grænlandsjök- ul. Við lentum í Narssasuaq í hávaðaroki en hlýju veðri. Narssasuaq er mjög sérstakur bær, þar er flugvöllur sem upp- haflega var herflugvöllur sem Bandaríkjamenn byggðu í heimstyrjöldinni árið 1941, en árið 1959 var hann svo opnaður fyrir almennri umferð. Það beið okkar rúta á flugstöðinni sem ók okkur til hótelsins og tók ferðin aðeins um þrjár mínútur. Mjög fá hús er að sjá þarna og ber helst að telja hótel, mat- vöruverslun, farfuglaheimili, heilsugæslu, kaffihús og örfá hús sem aðallega eru hús starfs- manna flugstöðvarinnar. Það er erfitt að trúa því að í þessum ör- litla bæ búi um 160 manns. Hótelið er gömul herstöð en er nú rekið á styrkjum þar sem þetta er eina afdrepið sem ferðamenn hafa ef eitthvað er að veðri og flug eða skipaferðir bregðast. Um kvöldið áttum við að fara í íssiglingu en þar sem var of hvasst var henni aflýst og Hópurinn sem þátt tók í ferðinni. boðið upp á úrvalsmáltíð á hót- elinu. Það voru nokkur ný and- lit í hópnum og voru allir nýlið- ar hópsins sæmdir merki Dest- ination Viking og boðnir vel- komnir í hópinn. Daginn eftir vöknuðum við í frábæru veðri glampandi sól og heiðríkja og yfir 20 stiga hita. Við fórum um borð í tvo litla báta sem sigldu með okkur yfir fjörðinn og að Bröttuhlíð, sem var eins og vin í hrjóstrugum fjöllum þar sem hvergi var að sjá undirlendi. Þarna er talið að Eiríkur rauði hafi litið þessar grænu hæðir og dottið í hug nafnið á landinu; Grænland. Bændur í Bröttuhlíð voru ný- búnir að slá fýrsta og eina slátt sumarsins og var allt hey bund- ið í rúllur. Þarna vantaði ekki tækin, heldur tún til að slá, og voru slegnar smáspildur upp um alla hlíðina. Eg var mjög spennt að skoða tilgátubæinn sem hafði verð byggður þarna í tilefni 1000 ára afmælis landafund- anna rétt eins og Eiríksstaðir. Skálinn er mjög fallegur að utan, örlítið lágreistari en Ei- ríksstaðabærinn en töluvert lengri og breiðari. Það munar u.þ.b. 30 fermetrum á bæjunum tveimur, þessi er stærri. Inni í bænum var allt mjög hreint og enginn eldur í eldstæðinu, eina lyktin var af panel, engin vík- ingalykt myndu krakkarnir segja. Það var greinilegt að eng- in starfsemi fer fram þarna inn- an dyra eins og á Eiríksstöðum. Við fengum leiðsögn um skál- ann og sögu staðarins og upp- greftri sem hefur átt sér stað í Bröttuhlíð. Við skoðuðum síð- an Þjóðhildarkirkju sem stend- ur við hlið skálans. Kirkjan er hreint listaverk, pínulítil og segir sagan að Þjóðhildur hafi gert Eirík útlægan úr lokrekkju sinni í heila þrjá mánuði þar til hann byggði henni kirkju, eftir að hún tók kristna trú en Eirík- ur ekki. Þrátt fýrir smæð kirkj- unnar hefur fólk verið gefið þar saman og fengið svo að eyða brúðkaupsnóttinni í lokrekkju Þjóðhildar í bænum. Það er greinilegt að mýsnar á Græn- landi lifa ekki á brauði einu saman, heldur naga þær í sig Guðsorð einnig, því að auðséð var að þær voru farnar að gæða sér á kyli einnar biblíunnar sem lá á altarinu! Eftir leiðsögn um rústir bæjar Eiríks rauða, átti ég einu erindi ólokið, ég hafði lof- að að koma pakka frá Islandi til Lars, gamals manns sem bjó einhverstaðar þarna í Bröttu- hlíð. Með aðstoð okkar ágætu leiðsögumanna fann ég hann og varð hann mjög undrandi og glaður að fá þessa óvæntu gjöf frá íslenskri vinkonu sinni sem hafði verði leiðsögumaður þarna s.l. tvö sumur í Bröttuhlíð og mér leið eins og jólasveini frá Islandi þegar þessu erindi var lokið. Þá var siglt af stað á tveimur litlum bátum og var ferðinni heitið að hinu forna biskups- setri Görðum eða Igaliku. Stað- urinn var nefndur Garðar í upp- hafi landnámsins en fékk svo seinna nafnið Igaliku sem merkir „yfirgefna eldstæðið". Eftir klukkutíma siglingu kom- um við að bryggju og hófum 6 km göngu yfir lágan háls yfir í næsta fjörð þar sem að Garðar eru. Einar hét sá maður er nam þar land og var fjörðurinn nefndur Einarsfjörður eftir honum. Ásamt Bröttuhlíð voru Garðar miðstöð landnáms- mannanna. Þar var höfuðstað- urinn, þjóðarþingið og dóm- kirkjan. Garðar voru biskups- setur frá 1126 - 1378 en þar hafa fundist yfir 40 rústir og hefur biskupssetrið verið stærsti bærinn og mun fjós biskupsins hafa rúmað um 100 kýr. Þarna mun Freydís Eiríksdóttir hin skapbráða laundóttir Eiríks rauða hafa búið en lítið er tala um hana því hennar saga er bæði ljót og blóðug. Þegar við vorum komin upp á topp blasti við fallegt útsýni yfir byggðina í Igaliku. Hópsins beið hádegis- verður á litlum veitingastað og voru ferðalangarnir fljótir að klára allan þann mat sem borinn hafði verið á borð og þeir sem voru síðastir komu að tómu borði. Hófst þá matseld á ný og komu allavega réttir, sitt lítið af hverju fram í matsal þar til allir höfðu fengið nóg. Þá var geng- ið um bæinn og skoðaðar gaml- ar minjar. Colin Powell hafði verið á ferð þarna nýlega og sögðu leiðsögumenn okkar þau Ríe og Salik að bærinn væri þar af leiðandi sérlega fallegur og snyrtilegur. Mannlífið í Görð- um var mjög rólegt og afslapp- að að sjá. Þarna voru börn að leik í fótbolta og einnig nokkur saman með einn íslenskan hest sem þau riðu til skiptis í hringi á um svæðið. Þarna má finna minjar um mjög stórt áveitu- kerfi sem greinist um stórt svæði. Byggðin eins og hún er í dag er frá árinu 1783 og búa enn afkomendur þeirra sem þá bjuggu á staðnum. Aftur var Útsýni á Grænlandi er víða stófenglegt.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.