Skessuhorn - 30.09.2004, Page 39
^nesaunu^
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2004
39
Skagamenn
unnu tvöfalt í
öðrum flokki
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni náði 2. flokkur ÍA
þeim glæsta árangri að
hampa íslandsmeistaratitlin-
um í ár þrátt fyrir að flestir
leikmenn liðsins séu úr yngri
árgöngunum. í síðustu viku
bættu piltarnir um betur og
fögnuðu sigri í bikarkeppninni
einnig. Skagamenn mættu
Breiðabliki í úrslitaleiknum en
þessi tvö lið börðust einmitt
um íslandsmeistaratitilinn.
Leiknum lauk með sigri ÍA
2-1.
Þjálfari íslands- og bikar-
meistara ÍA í 2. flokki er Alex-
ander Högnason. GE
Ungmennasamband Borg-
arfjarðar stóð fyrir hlaupadegi
á Hvanneyri, laugardaginn
25. september. Boðið var
uppá að hlaupa þrjár vega-
lengdir: 4.4 km.
(skemmtiskokk) Hvanneyrar-
hringinn, 10 km. Hvanneyri.
Miðfossar, Hvanneyri og 25
km. þar sem hlaupið var frá
Hvanneyri að Hvítárvöllum,
eftir Hvítárvallaflóanum þaðan
yfir Hestháls og síðan niður
Skorradalinn, að norðanverðu
og þaðan til Hvanneyrar. Rás-
mark og endamark var við
kirkjuna á Hvanneyri.
Alls tóku 35 hlauparar þátt í
hlaupinu, flestir frá skokkhópi
sem kallar sig Laugaskokk
alls 20 hlauparar. Þátttaka
var framar vonum þar sem
veðrið var ekki heppilegt fyrir
hlaup, rok og rigning, en það
létu hlaupararnir ekki á sig fá
og komu hressir og ánægðir í
mark.
Alls tóku 11 þátt í 25 km.
hlaupinu. Sá sem náði best-
um tíma þar var Stefán Örn
Einarsson úr skokkhópi ÍR en
hann hljóp á tímanum
1:48.31.
Jóhannes Guðjónsson náði
besta tíma karla í 10 km.
hlaupinu á 41.40 mín, Ing-
veldur Ingibergsdóttir í
kvennaflokki á 48.04 mín og
Gunnar Ingi Friðriksson í ung-
lingaflokki á 50.29 mín. Þau
keppa öll fyrir UMSB. Bestum
tíma í skemmtiskokkinu náði
Natan Barelay USA en hann
hljóp á 18.58 min. Hann
keppti í unglingaflokki.
Þetta hlaup er nýmæli hjá
UMSB en undanfarin ár hefur
Sparisjóðshlaupið verið um
þetta leyti, en það var fært í
Borgarnes í sumar, sem liður
í Borgfirðingahátíð. Mat undir-
búningsnefndar hlaupsins og
þátttakendanna er að vel hafi
tekist til og verður örugglega
reynt að festa hlaupið í sessi
og stefna á enn fleiri þátttak-
endum að ári.
KB banki í Borgarnesi og
Mjólkursamlagið í Búðardal
voru styrktaraðilar hlaupsins.
íslands og bikarmeistarar ÍA í 2. flokki. Mynd: Hilmar
Leitað að nýjum þjálfara fyrir kvennalið ÍA
Siggi Donna hættir
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni var nýr
sparkvöllur í Ólafsvík sá fyrsti
sem tekinn var í notkun á
Vesturlandi í sparkvallaátaki
KSf. Samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns hefur nýi völlur-
inn fallið vel í kramið hjá ung-
um og öldnum spörkurum og
þykir góð viðbót við þá ágætu
aðstöðu sem fyrir var. Völlur-
inn mun ekki síst hafa verið
kærkominn fyrir kvenþjóðina
en stelpur í Ólafsvík hafa ekki
mikið haft sig í frammi á fót-
boltavellinum fyrr en nú en
þær eru sagðar sparka á nýja
vellinum frá morgni til kvölds
og þegar farnar að veita pilt-
unum harða samkeppni á
þessum vettvangi.
GE
Sigurður Halldórsson, betur
þekktur sem Siggi Donna,
hyggst hætta að þjálfa meist-
araflokk ÍA en hann tók við
þjálfun Skagameyjanna fyrir
nýlokið keppnistímabil þegar
Skagamenn ákváðu að tefla
fram mestaraflokki kvenna á
ný eftir nokkurra ára hlé.
Sigurður náði góðum árangri
með Skagakonurnar í sumar
sem kunnugt er og undir hans
stjórn unnu þær sér inn sæti í
úrvalsdeild á næsta ári eftir
umspil gegn Þór/KA/KS eftir
að hafa komið stúlkunum upp í
úrvalsdeild í sumar eins og
fram hefur komið hér í blaðinu.
Það ætti því að hafa freistað
Sigurðar að fylgja eftir góðum
árangri og fara með liðinu upp
í úrvalsdeild.
„Þetta er orðið ágætt í bili
eftir sautján ár í þjálfarastarf-
Sigurður starfar sem lögregluþjónn og smiður til viðbótar við þjálfara-
starfið og fannst ástæða til að draga örlítð úr álaginu í bili.
inu. Ég ákvað að hvíla mig að-
eins á þessu í bili enda nóg
annað að gera eins og er,“
segir Sigurður sem fyrir utan
þjálfarastarfið hefur gegnt
tveimur öðrum störfum. Hann
er lögregluþjónn á Skaganum
og vinnur auk þess við smíðar.
Aðspurður um möguleika
Skagastúlknanna í úrvalsdeild-
inni segir Sigurður að þeir hljóti
að teljast all góðir. „Við sáum
það í umspilinu á móti
Þór/KA/KS að það er mikið
spunnið í þessar stelpur og
þær geta örugglega spjarað
sig. Ég er líka viss um að hóp-
urinn á eftir að styrkjast fyrir
sumarið."
Þessa dagana er verið að
leita að eftirmanni Sigurðar í
þjálfarastarfið og sá sem talinn
er líklegastur er Sigurður Víðis-
son sem þjálfaði kvennalið FH
síðasta sumar. GE
Skagamenn
íslands-
meistarar
U23 liða
Lið Skagamanna varð íslands-
meistari í flokki liða undir 23
ára aldri er ÍA lagði FH í úr-
slitaleik þann 21. september
s.l. Leikurinn endaði 3 -1
Skagamönnum í vil, sem fyrr
segir, en mörk ÍA skoruðu þeir
Guðjón H Sveinsson, Hafþór
Ægir Vilhjálmsson og Þor-
steinn Gíslason.
GE