Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Síða 7

Skessuhorn - 10.11.2004, Síða 7
^■vtaðLnu... MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 7 Guðlaugur ráðinn landsráðunautur í hrossarækt Bændasamtök íslands hafa ráðið Guðlaug Antonsson á Hvanneyri, héraðsráðunaut hjá Búnaðarsamtökum Vestur- lands, í starf hrossaræktarráðu- nauts samtakanna frá 1. nóvem- ber sl. Guðlaugur tekur við starfinu af Agústi Sigurðssyni sem ráðinn hefur verið rektor hins nýja Landbúnaðarháskóla Islands. I fyrstu er um tíma- bundna ráðningu landsráðu- nauts að ræða til eins árs. Nokkrum verkefnum sem tengjast starfi hrossaræktarráðu- nauts, s.s. kynbótaútreikningar og þróun kynbótamats, verður sinnt í samvinnu við Landbún- aðarháskóla Islands og Þorvald Arnason. Aðspurður sagði Guðlaugur í samtali við Skessuhom að starf- ið leggðist vel í sig. „Vissulega hafa blásið hressilegir vindar um þetta starf í gegnum tíðina og það verið umdeilt. Mér hefur hinsvegar gengið ágætlega að lynda við hrossaræktendur en ég hef verið 11 ár við dómarastörf í hrossarækt og þar áður kom ég í 8 ár að gæðingadómum. Eg kvíði því ekki að koma að þess- um málum sem landsráðunaut- ur, þrátt fyrir að mismundandi skoðanir finnist hjá hrossarækt- armönnum í landinu. Ollum er að sjálfsögðu ffjálst að hafa sína eigin ræktunarstefnu, en mér ber hinsvegar að framfylgja hinni opinberu stefnu hverju sinni og þar leggur fagráð í hrossarækt línurnar“ sagði Guð- laugur. Undanfarið hefur Guðlaugur starfað sem ráðunautur hjá Bún- aðarsamtökum Vesturlands og mun gegna því starfi áfram í 25% starfshlutfalli. „Eg kem til með að hafa skrifstofu áffam hér á Hvanneyri og sinna nýja starf- inu þaðan að mestu en ég er ráð- inn í 75% starf hjá Bændasam- tökunum." Næg verkefni eru ffamundan hjá Guðlaugi á vett- vangi nýja starfsins og m.a. er eitt fyrsta verk hans að hitta hrossaræktendur á samráðsfundi fagráðs sem haldinn verður 13. nóvember en á þann fund mættu um 700 manns sl. haust. „Þetta verður fjölmennur fundur þar sem maður hittir væntanlega alla helstu hrossaræktendur landsins. Það verður spennandi að heyra hljóðið í mönnum svona í upphafi nýja starfsins,“ sagði Guðlaugur að lokum. MM Frá fyrstu æfingunni Kór eldri borgara stoftiaður í síðustu viku var stofnaður nýr kór í Borgarnesi, Kór félags eldri borgara í Borgarnesi og nærsveitum. Fyrsta æfing kórs- ins var í safnaðarheimili Borg- arneskirkju í vikunni og sögðu þeir sem vit hafa á að kórinn hafi hljómað bæði sterkt og vel á sinni fyrstu æfingu. Jón Þ Björnsson, fyrrverandi organ- isti, er stjórnandi kórsins. Reglulegar æfingar kórsins verða á miðvikudögum kl. 17.00 en æfingin í dag fellur þó niður vegna útfarar Kristínar Þ Halldórsdóttur. Stofnendur kórsins eru þegar orðnir um 30 talsins og eru allir eldri borgar- ar sem áhuga hafa á hvattir til að skrá sig í kórinn hjá Aðal- björgu Olafsdóttur í síma 437- 1176. Að sögn kórfélaga er tilgang- urinn með stofnun kórsins fyrst og fremst sá að treysta tengslin milli eldri borgara með sam- söng. Auk þess vonast þeir til að fá tækifæri til að gleðja eyru samborgaranna þegar vel stendur á. GE d\/[ótz[ Q/snui Nú fer hver að verða síðastur að panta, því að senn koma jólin! Það má segja að jólahlaðborðið hjá okkur í fyrra hafi slegið í gegn, því sú minning sem fólk hefur um það segir allt sem segja þarf og við höfum metnað til að gera enn betur í ár. Verð pr. mann er 3.600,- Bjóðim upp á gistingu og jólahlaðborð á kr. 5.450,- pr. m., ef gist er í tvær nætur þá er síðari nóttin frí Uyjzája ^uámundux oj ^A/[aijiát www.skessuhom.is um c!{><%'{u/'/ancf fatuja/Hhujuui 20. /ióoez/tf/e/* Tónleikar í Bíóhöllinni Akranesi kl. 16:00 Tónleikar í Stykkishólmkirkju kl. 21:00 Fjölbreytt og skemmtileg söngskrá Einsöngvcirar með kórnum: Pétur og Sigfús Péturssynirfrá Álftagerði Stjórnandi: Stefán R. Gíslason . Undirleikari: Dr. Thomas R. Higgersson Aðgangseyrir kr. 1.800,-

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.