Skessuhorn


Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.11.2004, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004 Hópur Hnudansara á Skaganum. Mikið líf í línudönsurum Ekkert lát er á uppgangi línu- dansins á Akranesi og óhætt að segja að aldrei hafi eins margir stundað þessa íþrótt og nú. A dögunum gengu allir línu- dansahóparnir í ungmennafé- lagið Skipaskaga og æfa nú sem dansdeild innan félagsins. Nú æfa á annað hundrað manns vikulega undir stjórn Ola Geirs danskennara annars vegar og Kötu og Ellu hins vegar. „Og Utlagarnir“, „Silíúrperlurnar“, „Silfurskotturnar“ og „Silfur- stjarnan“ hafa verið afar sigur- sælir hópar á línudansmótum og óhætt að er segja að fá byggðarlög státi af svo mörgum sterkum keppnisliðum. Því heíúr verið fleygt að Akranes sé tekið við af Skagaströnd sem kántrýbær Islands og taka margir dansarar undir það. Fjölgað heíúr í byrjandahópum og margir áhugasamir dansarar bættust við í haust. Það er því ljóst að Skagamenn mæta sterk- ir til leiks á næsta bikarmót. Dansdeild Skipaskaga hefur boðað til haustmóts í línudansi sem haldið verður með pompi og prakt í félagsheimilinu Mið- garði 13. nóvember nk. Um danskennsluna þar sér Oli Geir en kennt verður frá kl. 12 - 18. Um kvöldið verður glæsilegur kvöldverður, skemmtiatriði og síðan slegið upp balli og dansað fram á nótt. Dansfólk allsstaðar af landinu hefur boðað komu sína í Miðgarð og hvetja dans- arar alla áhugasama um dans að mæta og sletta ærlega úr klauf- unum. MM „Stórslys“ á Sólbakka I síðustu viku var sett á svið heilmikið bílslys í iðnaðarhverf- inu Sólbakka í Borgarnesi. Um var að ræða þriggja bíla árekst- ur þar sem hátt í tíu manns hafði slasast, sumir mjög alvar- lega. „Slysið“ var lokaverkefnið á námskeiði fyrir sjúkraflutninga- menn á Vesturlandi sem haldið var í Borgarnesi. Þrettán sjúkraflutningamenn tóku þátt í námskeiðinu en auk þeirra tóku sjö slökkviliðismenn, læknir og lögreglumenn þátt í æfmgunni sem tókst vel að sögn skipu- leggjenda. GE Nýjasta HB-Granda sldpið á leið í skoðun Hið nýja og glæsilega fjölveiðiskip sem HB Grandi festi kaup á fýrir um mánuði síð- an er nú á siglingu á Indlands- hafi áleiðis til Kanaríeyja þar sem hann fer í slipp. Skipið verður stærsta veiðiskip íslenska flotans, þegar það hefur veiðar á fyrri hluta næsta árs. Það er 105 metra langt og 20 metra breitt og er flutningsgeta þess 2000 tonn af afurðum á brettum. Þegar kaupin á skipinu voru gerð var það statt í Suður- Kóreu. Lét skipið þaðan úr höfn um miðjan síðasta mánuð. A Kanarí fer fram lokaúttekt á skipinu en í kjölfar þeirra verðu skipið endanlega afhent HB Granda. Þar verður botn skips- ins sandblásinn og málaður. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur skipið reynst vel á sigling- unni en meðal siglingahraði þess Vesturlandsdeild Giktarfélags íslands boðar til fundar í Borgarnesi laugardaginn 13. nóvember2004 klukkan 13.00 í Safnaðarheimilinu Félagsbæ. Fundarefni: Umræður um stofnun staðbundins stuðningshóps í Borgarnesi og nærsveitum. Framtíðar verkefni Vesturlandsdeildar. 5 Gestur fundarins verður Margrét Leópoldsdóttir, i myndlistarmaður og læknir sem tekið hefur virkan | þátt í hópstarfi GÍ í Reykjavík. Léttar og heilsusamlegar veitingar. Hvetjum allt giktarfólk til að mæta og móta starfið á svæðinu. Fyrir hönd stjórnarinnar Jóhanna Leópoldsdóttir formaður KM1HTAH KAÖJEP Skipið verður stærsta veiðiskip íslenska flotans þegar það kemur til landsins á næsta ári. hefur verið rúmar 14 sjómílur. Agætis veður hefur verið á sigl- ingaleið þess það sem af er, loft- hiti verið um 35 gráður og mik- ill raki í lofti. Jóhann Frímann Jónsson, starfsmaður HB Granda, sem er um borð lætur vel af skipinu og öllum aðbúnaði þar. Kostnaðarsamar breytingar Verulegar endurbætur eru framundan á vinnsluþilfari skipsins en til stendur að setja nýja vinnslulínu og frysta urn borð áður en það heldur til veiða. Akvörðun um hvar sú vinna fer fram liggur ekki fýrir. Rúnar Þór Stefánsson er út- gerðarstjóri HB Granda. I samtali við Skessuhorn sagði hann að búið væri að bjóða út frystihlutann í vinnslulínunni, þ.e. tímafrekasta framleiðslu- hluta nýs búnaðar í skipið. Það var Optimar sem reyndist með hagstæðasta boð og verður samið við það fyrirtæki um smíðina. „Við eigum eftir að taka ákvörðun um annan bún- að svo sem flokkara og flökun- arlínur sem verða um borð og get ég á þessu stigi ekki gefið neinar upplýsingar um hverjir komi til með að annast þann verkhluta“, sagði Rúnar Þór. Þess má geta að Skaginn hf. á Akranesi er meðal þeirra fýrir- tækja sem bjóða í smíðina á vinnslulínunni, enda hefur fýr- irtækið sérhæft sig í hönnun og smíði slíks búnaðar. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.