Skessuhorn - 10.11.2004, Page 17
^nlissimu^
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004
17
Bangsavika í Snæfellsbæ
I lok október var haldin
svokölluð bangsavika á bókasafni
Snæfellsbæjar og fengu þá yfir 30
bangsar að gista á bókasafninu
og njóta þess sem þar er í boði.
Þá voru haldnar sögustundir sem
tileinkaðar voru hinum traustu
og tryggu böngsum og var vel
mætt á þær að sögn bókavarða.
Hápunktur bangsavikunnar
var síðan þegar dregið var úr
bangsapottinum en aðalverð-
launin voru bókasafnsbangsinn
2004. Það voru þær Unnur Eir
Guðbjörnsdóttir, 4 ára og Val-
gerður Sig-
tryggsdóttir, 10
ára sem hrepptu
bangsana í þetta
skiptið. Einnig
voru veitt auka-
verðlaun og
hlutu Kristófer
Reyes, 7 ára og
Snorri Árnason,
7 ára, bangsimonspil, Þórhalla
Gísladóttir, 4 ára, hlaut bangsa-
bók og hlotnaðist Kristni Jökli
Kristinssyni, 2 ára bangsalykla-
kippa.
Bangsavikan heppnaðist með
miklum ágætum að mati að-
standenda og sneru allir bangs-
arnir víðlesnir til síns heima að
henni lokinni. GE
Listhneigðir nemar í nýjum skóla
A mánudaginn var opnuð í
húsnæði Fjölbrautaskóla Snæ-
fellingar sýning á myndlist
nemenda. A sýningunni má
meðal annars finna olíumál-
verk, vatnslitamyndir, kola-
teikningar, olíupastel og
þurrpastel. Einnig má sjá
nokkrar blýantsteikningar og
nokkur verk unnin með bland-
aðri tækni.
Sextán nemendur skólans
hafa myndlist sem valfag, tólf
strákar og þórar stelpur, og eru
nemendurinir á aldrinum 16 -
40 ára.
Sýningin er öllum opin og
geta gestir skoðað hið nýja
skólahús um leið. Verkin eru öll
til sölu og verða nokkur þeirra
boðin upp sérstaklega á
skemmtidagskrá í Samkomu-
húsi Grundarfjarðar næstkom-
andi laugardag. GE
VG vilja fimm milljarða í ferða-
þjónustuna í kjördæminu
Á nýafstöðnu kjördæmis-
þingi Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs var samþykkt
ályktun um ferðamál í kjör-
dæminu undir yfirskriftinni
„stærsta ferðamálaverkefni Is-
landssögunnar." Tillögur VG
ganga út á að hafin verði stór-
sókn í uppbyggingu á kjör-
dæminu sem sérhæfðu ferð-
þjónustusvæði. Lagt er til að
gerð verði sértök átaksáætlun
til næstu 5 ára sem hafi það að
markmiði að treysta grunn-
stoðir ferðþjónustunnar á
svæðinu. Kjördæmisþingið
skorar á Alþingi og ríkisstjórn
að veita til verkefnisins a.m.k.
1 milljarði króna á ári næstu
fimm árin.
I ályktuninni segir m.a.:
„Ferðaþjónustan er sú atvinnu-
grein sem vex nú hvað hraðast
og skilar mestri árlegri aukn-
ingu í nettó gjaldeyristekjum
til þjóðarbúsins. Ferðaþjónust-
an er nú orðin ein stærsta at-
vinnugrein þjóðarinnar og
skilar 40-50
m i 11 j ö r ð u m
króna í gjald-
eyristekjur á
ári.
Gert er ráð
fyrir þreföldun
ferðamanna til
landsins á
næstu 10 árum.
Skagafjörður,
Húnvatnssýsl-
ur, Vestfirðir
allir suður um
Breiðafjörð,
Dali, Snæfellsnes og Borgar-
fjörð eru auðug af náttúruperl-
um, sögu og menningararfi.
Þessa fjölbreyttu kosti má nýta
enn betur á sjálfbæran hátt til
eflingar þessari atvinnugrein.
Þar má nefna Jökulvötnin í
Skagafirði með heimsfrægum
fljótasiglingum, jöklaferðir,
gjöfular veiðiár, eyjar og lífríki
Breiðafjarðar, ægifegurð Vest-
fjarða, Þjóðgarður á Snæfells-
nesi svo nokkuð sé nefnt. Hér
er vagga sagnaritunar og sögu-
svið Islendingasagna.“
I greinargerð með ályktun-
inni segir einnig að styrkin
ferðaþjónustunnar sé eitt nær-
tækasta verkefnið til að auka
íjölbreytta atvinnu á svæðinu
sem heild. Til að svo megi
verða þurfi hinsvegar að
styrkja grunnstoðirnar og
markaðsstarfið.
GE
Um vegabœtiir
Ég fór að hugleiða stöðu
Reykhólahrepps eftir að hafa
lesið frétt á bb.is við Einar
Thorlacius sveitarstjóra Reyk-
hólahrepps. Að því gefnu að tdl-
laga Vegagerðarinnar á Isafirði
sé sú með stuðningi ráðherra,
að vegurinn verði áfram fýrir
Þorskafjörð, yfir Hjallaháls og
Ódrjúgsháls og fýrir Gufufjörð
í Skálanes, þ.e.a.s. að segja má
sama leið óbreytt, í staðinn fýr-
ir að fara yfir Þorskafjörð og
yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í
Skálanes, þá skil ég ekki þá
stefnu Vegagerðarinnar að það
megi færa fjallvegi niður á lág-
lendi, þvera firði og byggja brýr
annars staðar, en ekki á þessari
leið. Eins og til dæmis í
Kolgrafarfirði og í ísafjarðar-
djúpi.
Og miðað við nýjustu tillögu
í sameiningarmálum sveitarfé-
laga held ég að það þurfi að fara
að byrja á vegi um Arnkötludal
til Hólmavíkur hið fýrsta. Ég
held að Vegagerðin á Isafirði
myndi styðja þá framkvæmd,
því stytting á vegi milli Isafjarð-
ar og Reykjavíkur yrði veruleg
og ráðherra samgöngumála
gæti áfram farið með bátnum
yfir Breiðafjörðinn! En þá yrði
komin upp sú skondna staða, að
Reykhólahreppur, Hólmavíkur-
hreppur og Dalabyggð gætu
sameinast til dæmis og við í
Reykhólahreppi ættum mögu-
leika á tveimur heilsugæslu-
svæðum og þremur sýslumönn-
um! Er ekki lífið dásamlegt!
Kinnarstöðum í október 2004
Gunnbjöm O/i Jóhannsson
60 ára
afmælisfagnaður
Guðmundur
bóndi og smali
Kvennabrekku
heldur upp á 60 ára
afmælið sitt í Árbliki
laugardaginn 13.
nóvember nk.
Húsið opnar kl. 20:30
Vinir og vandamenn
velkomnir
Gleðjumst saman á
góðrí stund ,
Isfugl kjúklingaleggir Tilboð: -magnpkn. 40% afsl. Verð áður: 679 kg.
Isfugl kjúklingalœri -i magnpkn. 40% afsl. 579 kg.
Folaldagúllas 30% afsl. 1399 kg.
Folaldasnitzel 30% afsl. 1499 kg.
Folaldahakk 30% afsl. 399 kg.
Nautahakk 25% afsl. 994 kg.
Tilboðin gilda frú 11. nóvember til og með
14. nóvember eða meðan birgðir endast.
Nýtt kortatímabil hefst 11. nóvember!
Verið velkomin!
Segulmiðaleikur
Skessuhorns
©
j -Utftfrufeifrur ?ema/ftr ftffáaftwuð/
1 Vinningsnúmer 44. tölublaðs er:
641
Vinningur er 15.000 króna vöruúttekt í
Samkaup-Urval í Borgarnesi eða
Samkaup-Strax á Akranesi eða
_ Grundavali í Grundarfirði.
Avísunfyrir vöruúttekt skal vinningshafi
vitja á skrifstofu Skessuhorns í síma
433-5500.