Skessuhorn - 10.11.2004, Side 19
§2ESSUH©E2IKI
MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 2004
19
~fi*e/l/lí/l/l-~f Það sem ég vildi sagt hafa
Það rann upp fyrir mér þegar
ég settist inn á kynningarfund
samstarfsneíndar um sameiningu
hreppanna sunnan Skarðsheiðar
að allt sem ég vildi að fram kæmi
á fundinum gæti aldrei komið
fram og allar spurningarnar sem
ég vildi spyrja væru óviðkomandi
sameiningarnefndinni. En ég var
mættur svo ég gat ekki orða
bundist (og var snupraður fyrir af
fundarritara), spurði gagnlausra
spurninga sem ég vissi svörin við
fyrirfram í stað þess að korna á
framfæri hugrenningum sem ég
tel að íbúar hreppanna þurfi að
taka afstöðu til.
Vegna þessa sting ég nú niður
penna og set ffam það sem ég
vildi sagt hafa.
Sameining til góðs en
ekki töfralausn
Sameining sveitarfélaga er ein
af töífaþulum íslenskra stjórn-
málamanna sem þeir grípa til
þegar ekkert annað er um að vera
eða þegar þeir eru spurðir erfiðra
spurninga um lífsslályrði fólksins
í landinu. Stærðarhagkvæmni og
samþjöppun er þá hin eina sanna
lausn. - Valddreifing og frelsi til
orðs og æðis er hins vegar það
sem við á þegar að kosningum
kemur. Þetta tvennt hefur sína
kosti en fer hinsvegar illa saman.
Flytjum verkefnin til fólksins
(sveitarfélaganna) í öðru orðinu
en höfum vit fyrir þeim í hinu,
skömmtum öllum sama íjármagn
og leyfum engan sveigjanleika.
I mínum huga eiga sveitarfélög
að vera mismunandi að uppbygg-
ingu eftir því hvaða hagsmunum
þau eiga að þjóna. Fyrir svo sem
50 árum var þetta alveg skýrt, þú
gast búið í sveit og haft lífsviður-
væri þitt af búskap eða þú gast
búið í þorpi og unnið við veiðar
eða vinnslu sjávarafla. í dag er
samsetning atvinnulífs gjörbreytt
og lífsviðurværi og viðhorf fólks
einnig.
Þótt Reykjavíkurhreppur geti
að vísu vart talist til borgarsamfé-
lags vegna þeirrar dreifbýlis-
stefnu sem þar er fylgt í skipu-
lagsmálum hefur tæknivæðingin
þó séð tdl þess að íbúar þar þurfa,
vegna fólksfjölda og samsetning-
ar atvinnulífsins, á mikilli og flók-
inni þjónustu að halda sem ein-
kennir nútíma borgarsamfélög.
Misstórir þéttbýlisstaðir og dreif-
býlissveitarfélög eru annarskonar
samfélagsgerðir og ólíkar.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa
gert þá regin skissu að lögfesta
alltof marga þætti þeirrar þjón-
ustu sem veitt er og knúið sveit-
arfélög um land allt til að veita
hana langt umffam það sem hægt
er að fara fram á við lítil og fé-
vana samfélög. Þetta valdboð
hefur síðan orðið til þess að flest
minni sveitarfélög eru komin í
þrot fjárhagslega. Þrautalending-
in hefur verið að sameina til að
reyna að njóta hagkvæmni stærð-
arinnar.
Dreifbýlishreppar hafa sam-
einast þéttbýlisstaðnum í sýslunni
til að reyna að uppfylla kröfur
ríkisvaldsins um þjónustu í krafri
stærðarinnar. Þessar sameiningar
hafa oftar en ekki mistekist þó
enginn vilji í raun viðurkenna
það. Engum hefur dottið í hug að
gera sveitarfélögin þess megnug
að bjóða íbúunum upp á raun-
verulega valkosti í búsetu. Fólk
hefur ekki verið leyst úr átthaga-
fjötrum heldur knúið til áfram-
haldandi búsetu í byggðum á
fallanda fæti eða flæmt á suð-
vesturhornið með tilheyrandi
eignaupptöku og röskun á fjöl-
skylduhögum.
Breytilegar samfé-
lagsgerðir raunveru-
legir valkostir
Sveitarfélögin sunnan Skarðs-
heiðar eru í þeirri stöðu fjárhags-
lega að geta veitt alla almenna
grunnþjónustu sem farið er fram
á í nútímasamfélögum og eru því
raunverulegur valkostur fyrir þá
sem velja sér búsetu eftir samfé-
lagsgerð. Samstarf þeirra í flest-
um málefhum sem snerta þjón-
ustu við íbúana gerir það að verk-
um að sameining þeirra er í mín-
um huga einungis staðfesting á
þeirri stefnu að bjóða fólki að
velja.
Sameining á ekki að hafa í för
með sér tilhneigingu til sam-
þjöppunar á neinu sviði öðru en
því sem lýtur að þeim staðfasta
vilja íbúanna að ráða sínum mál-
um sjálfir en afhenda ekki völdin
til annarra sem hafa ekki sama
skilning á væntingum og þörfum
þeirra. -
Saineining á ekki að verða til
þess að auka kröfur um þjónustu
heldur að staðfesta þau lífsgæði
sem samfélagið býður núverandi
og tilvonandi íbúum.
Því hefur verið haldið ffam að
sameining sveitarfélaga hafi aldrei
orðið til þess að lækka kostnað við
stjómsýslu og þjónustu. Ég er
þeirrar skoðunar að þessi fullyrð-
ing sé ekki alls kostar réu. Með
sameiningu sveitarfélaga að ólíkri
gerð (dreifbýli og þéttbýli) hefur
vænt fjárhagsleg hagræðing orðið
að engu vegna þess að hæsta þjón-
ustustig hefur verið fært út í allt
hið sameinaða sveitarfélag. Þetta
er eðlileg og sanngjörn niður-
staða fyrir þá sem lægra þjónustu-
stigs hafa notið þar sem álögur
effir sameiningu em miðaðar við.
Þetta er þó ekki sú lausn sem leit-
að var að í upphafi.
Fyrir íbúa sveitarfélaganna
fjögurra sunnan Skarðsheiðar
getur sameining orðið til þess að
auka þjónustustig þeirra lægstu en
jafhframt leitt til hagræðingar og
sparnaðar á ýmsum sviðum. Nú
skulu færð ff am nokkur rök þessu
til stuðnings.
Hagræðing og
kostnaðarlækkun
Rekstur Heiðarskóla hefur ver-
ið og verður sá einstaki þáttur
sem mest fjármagn fer til af tekj-
um sveitarfélaganna.
Margir hafa slegið því ffam að
skólinn sé baggi á sveitarfélögun-
um! En hvemig má það vera að
litið sé á einn af homsteinum sið-
aðs samfélags sem bagga á þeim
sem veita á þá sjálfsögðu þjónustu
sem rekstur gmnnskóla er?
Frá því að sveitarfélögin tóku
við rekstri skólans hefur verið
leitast við að dreifa kostnaði við
rekstur hans í samræmi við fjár-
hagslega getu þess eða þeirra sem
minnst hafa haft aflögu en kostn-
aði ekki skipt eftir hefðbundnum
höfðatölureglum. Þessi tilhögun
hefur tvímælalaust orðið til þess
að létta nokkuð á tveimur lakar
stæðu sveitarfélögunum og jafh-
ffamt gert það kleift að reka góð-
an skóla sem orðinn er að aðal
sameiningartákni íbúa svæðisins.
Rekstrarform skólans er hins veg-
ar frekar óþjált og svifaseint þar
sem ákvarðanataka byggist á sam-
þykktum byggðasamlagsstjórnar,
fjögurra sveitarstjórna auk um-
sagnaraðila sem kveðið er á um í
lögum að koma skuli að málum.
Allt í allt fer fjárhagsáætlun skól-
ans um hendur um 30 einstak-
linga í sjö nefndum og ráðum auk
skólastjórnenda áður en hægt
ganga ffá henni samþykktri. Bet-
ur sjá augu en auga en þetta getur
vart talist skilvirkt né til þess fall-
ið að auka hagræði. Með samein-
ingu eykst skilvirkni sem skilar sér
í lægri kostnaði miðað við óbreytt
þjónustustig. Núverandi rekstrar-
form skólans veldur því einnig að
ýmis rekstrarkostnaður s.s. vegna
bókhalds og endurskoðunar fellur
að nokkru leiti tvisvar á sveitarfé-
lögin. Við sameiningu munu
þessir kostnaðarliðir lækka um
hundruðir þúsunda ef ekki millj-
ónir á ári.
Sveitarfélögin fjögur hafa öll
reynt að siima þeirri skyldu sinni
að reka skrifstofu þar sem íbúar
hafa getað leitað úrlausna sinna
mála og jafnffamt hafa þau haldið
úti lögbundnum nefndum og ráð-
um hvert fyrir sig, sameiginlega
eða í samvinnu við önnur sveitar-
félög á Vesturlandi. Flest stærstu
málefni sveitarfélaganna eru sam-
eiginleg hagsmunamál þeirra þar
ber hæst utan fræðslumála, at-
vinnu-, umhverfis- og skipulags-
mál. I atvinnu- og umhverfismál-
um hafa sveitarfélögin verið að
vinna hvert í sínu horni, þ.e. hvert
sveitarfélag gerir út sína nefnd
um málaflokkana þó svo þær hafi
nokkra samvinnu sín á milli.
I skipulagsmálum eru sveitarfé-
lögin hreinlega á villigötum. Ekki
færri en þrír byggingarfulltrúar
eru „starfandi“ á svæðinu og
skipulagsvinna svæðisins er unnin
í fjórum hlutum.
Með sameiningu kæmust þessi
málefni öll í einn farveg sem leið-
ir til betri yfirsýnar um málefni
íbúa, minni hættu á hagsmunaá-
rekstrum og lækkunar útgjalda
vegna nefnda og ráða. Jafnffamt
má hugsa sér að sameining hefði í
för með sér betri og skipulagðari
landnýtingu. Sameinað sveitarfé-
lag myndi í mínum huga kapp-
kosta við að veita áfram þá þjón-
ustu sem þegar er veitt en nú án
þeirrar skörunar sem alltaf hætta
á í núverandi fyrirkomulagi.
Kostnaðarauki vegna aukinnar
þjónustu og fleiri þjónustuþátta
er valkostur en ekki kvöð.
Sameinumst um
ákveðinn
valkost í búsetu
Sameinað sveitarfélag getur
með skýrri og ákveðinni stefnu-
mótun gert fólki kleift að velja sér
búsetu miðað við þá þjónustu sem
það ákveður að bjóða en þarf ekki
að elta aðra. Velji fólk að búa í
þéttbýli með þá þjónustu sem þar
er boðin umffam þjónustu í dreif-
býli bendi ég á nágrannasveitarfé-
lög okkar stór og smá.
Á fundinum sem getið er í upp-
hafi þessa skrifs kom ffam að
stjórnvöld hafa látið í veðri vaka
að þau sveitarfélög sem ekki sam-
einast með góðu verði meðhöndl-
uð með einhverjum hætti sem þau
fá lidu um ráðið. Jafnffamt var
örlítíð drepið á hjá hverjum laga-
setningarvaldið væri. Mín skoðun
er sú að ef við sameinumst og
hefjumst þegar handa við að móta
stefnu til ffamtíðar sem getur gert
sveitarfélagið okkar að raunveru-
legum valkosti í búsetu með tillitri
til þarfa og væntinga íbúa nýs
dreifbýlissamfélags sem býr að
nokkurri fjölbreytni í atvinnumál-
um, fjölda nýrra tækifæra vegna
nálægðar við þéttbýlið og fjár-
hagslegs sjálfstæðis, þá verður eft-
ir okkur tekið og stjórnvöld munu
veigra sér við að steypa okkur í
sama mót og aðra.
Draumurinn væri að samein-
ingin yrði upphaf nýrra tíma í
hugsun og mótun samfélaga
landsins. (Þetta er kannski of há-
fleygur draumur en fær samt að
fylgja með!)
Að lokum
Undirritaður skorar á íbúa
hreppanna fjögurra að skoða þessi
mál með opnum huga. Von mín
er að við flykkjumst á kjörstað og
veitum nýjum tímum og hug-
myndum brautargengi með því
að segja JÁ við sameiningu!
I aðdraganda kosninga 20. nóv-
ember n.k.
Með sameiningarkveðju,
Guðmundur Olafsson
Rekstrarfræðingur (og smali)
Lambhaga