Skessuhorn - 20.04.2005, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005
.~r_v-.nr..,-
Olóðir að-
komu-
menn
Berserksgangur rann á þrjá
aðkomumenn fyrir utan veit-
ingastaðinn Búðarklett í Borg-
amesi aðfaramótt sunnudagsins.
Hafði þeim verið hent út af
staðnum fyrir að ráðast á mann
og annan að sögn lögreglu. Þeg-
ar út var komið fóra þeir að
dæmi Þorgeirs Hávarssonar og
slógu mann sem stóð vel til
höggsins og réðust síðan á ann-
an mann, börðu hann í jörðina
og spörkuðu í hann liggjandi
með þeim afleiðingum að hann
slasaðist umtalsvert og missti
m.a. tvær tennur.
Lögregla handtók einn
árásarmannanna og gisti hann
fangageymslur en tveir af þeim
sem urðu fyrir árásunum vom
fluttir á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar. Að sögn lögreglunnar í
Borgarnesi er búið að leggja
fram kærar á hendur
mönnunum þremur og mega
þeir búast við háum bótakröf-
um. GE
Tit minnis
Víö minnum íbúa í sveitarfé-
lögunum fjórum í Borgarfirbi,
auk Kolbeinsstaöahreppi á að
mæta á kjörstað nk. laugardag
23. apríl. Þá á nefnilega að
kjósa um hvort sameina eigi
þessi 5 sveitarfélög f eitt.
Vechirhorfivr
Hvort sem þíb trúib því, eba
ekki, þá er gert ráb fyrir nokk-
ub skaplegu vebrí á Vesturlandi
næstu dagana. Þab verður
hæg suðaustanátt en yfirleitt
skýjað en þó úrkomulítið. Hiti
verbur þetta á bilinu 7 til 13
stíg. Sublæg átt og dálítil rign-
ing um helgina. Ágætt kosn-
ingaveöur. Jú, svo er líka ab
koma sumar!
Spflrmruj vtHnnnar
Vib spurðum á vef okkar;
www.skessuhorn.is: „Ætlar þú
á bæjar- eða héraöshátíö á
Vesturlandi í sumar?" Meíri-
hlutinn, eba 58,3% ætlar ab
skella sér á a.m.k. eina slíka,
18,2% höfðu ekki ákveðið það
en 28% sögbust ekki ætla.
Nœstu viku er spurt
á skessuhorn.is:
„Verbur sumariö gott á
Vesturlandi í ár?"
Svarabu skýrt og skorinort og
án allra undanbragba á frétta-
vefnum: www.skessuhorn.is
Vestlendirujwr
viMnnar
Ab þessu sinni er Vestlendingur
vikunnar Alexandra Ger-
aimova, ung stúlka í Grundar-
firbi sem gerði sér lítið fyrir ný-
lega og sigrabi upplestrar-
keppni grunnskólanna á Snæ-
fellsnesi. Þetta er merkilegur
árangur fyrir þær sakir ab hún
hefur einungis búib í 2 ár á ís-
landi.
Byggt við leikskólann í Grundarfirði
Á síðasta fundi bæjarstjórnar verið um málið enda varð það til ans var samþykkt með fimm at-
Grundarfjarðar var samþykkt að þess að það slitnaði upp úr meiri- kvæðum en fulltrúar Framsóknar-
hefja ffamkvæmdir við viðbygg- hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og flokksins sátu hjá.
ingu og endurbætur núverandi Framsóknarflokks í síðasta mán- GE
Vörubílar voru strax í róðum eftir olíu. Ljósmynd: Eiríkur Kristófersson.
Adantsolía opnar á Akranesi
Síðastliðinn mánudag hóf Atl-
antsolía díselolíusölu á Akranesi.
Um er að ræða sölu af sjálfsaf-
greiðslutanki sem staðsettur er við
höfnina. Opnun tanksins markar
tímamót fyrir Atlantsolíu þar sem
hann er fyrsta skref fyrirtækisins í
sjálfsafgreiðsluþjónustu á Vestur-
landi. „Á sama hátt lýkur yfir 40
ára sögu þar sem einungis þrjú ol-
íufélög kepptu sín á milli í fjórð-
ungnum,“ eins og segir í tilkynn-
ingu frá Atlantsolíu.
MM
Bókanir SSV
Á stjómarfundi Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi þann 13. apríl
síðastliðinn var samþykkt bókun
þess efnis að stjórn SSV fagnar
lækkun gjalds í Hvalfjarðargöngin
og telur að um sé að ræða mikil-
vægt hagsmunamál fyrir íbúa
svæðisins. I bókuninni segir m.a:
„Bent skal á að nauðsynlegt er,
ferðaþjónustunnar vegna, að gjald
fyrir stakar ferðir lækki einnig."
Landbúnaðarstofiiun
Á fundinum var einnig samþykkt
ályktun þar sem stjórn SSV fagnar
frumvarpi landbúnaðarráðherra
um Landbúnaðarstofnun. I álykt-
uninni segir: „Stjórnin minnir á að
á Hvanneyri í Borgarfirði slær
hjarta íslensks landbúnaðar og tel-
ur augljóst að hin nýja landbúnað-
arstofnun verði staðsett þar í sam-
býli við Landbúnaðarháskóla Is-
lands og margar aðrar fagstofnanir
landbúnaðarins. Það yrði því mik-
ill akkur fyrir Landbúnaðarháskóla
Islands og það háskólasamfélag
sem starffækt er á Hvanneyri að fá
stofnun sem þessa á staðinn."
GE
Dr. Grétar Þór Eyþórsson á Bifröst
Viðskiptaháskólinn hefur ráðið
Dr. Grétar Þór Eyþórsson sem
forstöðumann Rannsóknarmið-
stöðvar Viðskiptaháskólans á Bif-
röst frá og með 1. ágúst, hann
mun jafnframt verða fastráðinn
kennari við nýstofnaða Félagsvís-
inda- og hagfræðideild skólans.
Grétar er núverandi forstöðu-
maður Rannsóknarstofnunar Há-
skólans á Akureyri og Byggða-
rannsóknastofnunar Islands og
hefur gengt þeim störfum síðan
2001.
Sem forstöðumaður Rannsókn-
armiðstöðvar Viðskiptaháskólans
mun hlutverk Grétars verða að
byggja upp rannsóknastarf m.a. á
sviði sveitarstjórnar- og byggða-
mála, afla rannsóknastyrkja og
sinna tengslum við atvinnulíf og
opinbera aðila. Auk þess mun
hann sinna kennslu við félagsvís-
inda- og hagfræðideild skólans.
Grétar lauk doktorsprófi í
stjórnmála- og stjórnsýsluffæðum
frá Háskólanum í Gautaborg í Sví-
þjóð árið 1999 og fjallaði doktors-
ritgerð hans um sameiningu sveit-
arfélaga á Islandi. I rannsóknum
sínum hefur Grétar einkum ein-
beitt sér að sveitarstjórnarmálum,
auk samgöngumála.
Grétar situr í fjölda nefnda og
Grétar Þór Eyþórsson.
ráða sem tengjast sérhæfingu hans.
Hann gegnir m.a. formennsku í
verkefnastjórn um rannsóknir á
samfélagsáhrifum stóriðju- og
virkjanaframkvæmda á Austur-
landi, situr í stjórn norrænu rann-
sóknastofnunarinnar í byggða- og
svæðaskipulagsmálum, Nordregio.
Grétar hefur komið að fjölda bóka
og skýrslna má þar nefna bækurn-
ar: Sameining sveitarfélaga. Áhrif
og afleiðingar, Fólk og fyrirtæki og
er einn höfunda nýlega útkominn-
ar bókar, Future Challenges to
Small Municipalities. I starfi sýnu
við RHA hefur Grétar að auki
komið að verkefhum á borð við:
- Sameiningu sveitarfélaga á
Vesturlandi.
- Eyfirðingar í eina sæng? Mat á
áhrifum sameiningar allra sveitar-
félaga í Eyjafirði í eitt
- Athugun á áhrifum Hvalfjarð-
arganga.
- Samfélagsáhrif Héðinsfjarðar-
ganga.
- Háskólamenntun og búseta.
Áhrif menntunarstaðar á búsetu-
val.
Kveðjumessur
BÚÐARDALUR: Um síðustu
mánaðarmót voru sameinuð
Hjarðarholtsprestakall og
Hvammsprestakall í Dölum.
Urðu þá starfslok séra Ingi-
bergs J Hannessonar prófasts
sem lét af störfum vegna aldurs,
en hann gegnir engu að síður
prestsembætti við fjórar sóknir
út maí og heldur þessar vikurn-
ar fermingar og kveðjumessur
fyrir söfnuð sinn. Oskar Ingi
Ingason sóknarprestur í Hjarð-
arholtsprestakalli mun taka við
hans prestaköllum og mun
þjóna í alls átta prestaköllum
eða öllum nema einu, en það er
Staðarhólsprestakall. Fer það
undir Reykhólaprestakall. - sjök
Dregur til
tíðinda
BORGARFJÖRÐUR: Næst-
komandi laugardag, 23. apríl,
ganga íbúar Borgarbyggðar,
Borgarfjarðarsveitar, Hvítár-
síðuhrepps, Kolbeinsstaða-
hrepps og Skorradalshrepps til
kosninga sem skera úr um það
hvort sveitarfélögin fimm verða
sameinuð frá og með næstu
sveitarstjórnarkosningum, vor-
ið 2006.
-mm
Skóli á
grænni grein
AKRANES: Brekkubæjarskóli
hefur fengið samþykkta um-
sókn sína um að teljast til
Grænfánaverkefnis Landvernd-
ar. „Skólar á grænni grein“ er
alþjóðlegt verkefni til að auka
umhverfismennt og styrkja um-
hverfisstefhu í skólum. Græn-
fáninn er umhverfismerki sem
nýtur virðingar víða um Evr-
ópu. Til að fá að flagga Græn-
fánanum þarf skólinn að vinna
ákveðin verkefhi sem efla vit-
und nemenda, kennara og ann-
arra starfsmanna skólans um
umhverfismál. Verkefnin auka
þekkingu nemenda og skóla-
fólks og leggja grunn að því að
tekin sé ábyrg afstaða og inn-
leiddar raunhæfar aðgerðir í
umhverfismálum skóla. Leitað
er liðsinnis foreldra til að upp-
fylla skilyrði Grænfánans.
Heiðrún Janusardóttir hefur
leitt verkefnið fyrir hönd skól-
ans.
-mm
Gámastöðvar í
dreifbýlið
BORGARBYGGÐ: Á síðasta
fundi bæjarstjórnar Borgar-
byggðar lagði Finnbogi Leifs-
son, bæjarfhlltrúi Framsóknar-
flokks ffam tillögu þess efnis að
hafin yrði uppbygging á 5 - 7
gámastöðvum í dreifbýli sveit-
arfélagsins. Miðað skyldi við að
framkvæmdum yrði lokið vorið
2006.
Ekki er gert ráð fyrir að starfs-
menn verði í móttöku á gáma-
stoðvunum heldur verði um að
ræða afinörkuð plön með gám-
um undir mismundandi gerðír
af úrgangi í stað stakra gáma
eins og staðan er í dag. Tillögu
Finnboga var vísað til bæjarráðs
Borgarbyggðar til frekari af-
greiðslu.
-ge
Söngfuglar af
Vesturlandi
VESTURLAND: Síðastliðinn
laugardag fór fram árleg söng-
keppni Félags ffamhaldsskóla-
nema, að þessu sinni á Akur-
eyri. Hópur fólks, bæði frá FVA
og FSN, fylgdu fulltrúum þess-
ara skóla til Akureyrar og voru
þau okkur Vestlendingum til
mikils sóma. Rakel Pálsdóttir
ffá FVA söng lagið „Kadý,“ sem
er íslenskun ömmu Rakelar,
Sigrúnar Olafsdóttur á laginu
„Kate“. Sigurbjörg Eva Stef-
ánsdóttir, frá FSN söng lagið
„Ekkert breytir því,“ lag Sálar-
innar hans Jóns míns. Þrátt fyr-
ir stórgóða frammistöðu hjá
stúlkunum komst hvorug þeirra
í verðlaunasæti.
-þgb