Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Side 10

Skessuhorn - 20.04.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 . ini .u | Framtíðarsýn í húsnæðismálum aldraðra á Akranesi: Byggt upp við Höfða og í miðbænum Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu sem snýr að framtíðarsýn í húsnæð- ismálum aldraða í bæjarfélaginu. Tillagan er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vinna að því að byggt verði nýtt húsnæði fýrir aldraða á tveimur stöðum í bænum og að því verkefhi verði flýtt sem kostur er. Annars vegar verði byggt fjölbýlishús með 20-30 íbúðum í sambýli við Dval- arheimilið Höfða þar sem tryggð verði nauðsynleg þjónusta. Deiliskipulag þessa svæðis er í vinnslu og þarf að gera ráð fyrir fjölbýlishúsi með ofangreindum fjölda íbúða. Hins vegar verði hafin vinna við að skipuleggja byggingar með í- búðum fyrir aldraða auk tengdrar þjónustu á svæði sem markast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðar- braut. A því svæði verði einnig kannað hvort finnst framtíðarlausn á húsnæðismálum fyrir Bókasafn Akraness. Bæjarstjóra er falið að ræða við lóðarhafa Kirkjubrautar 39 um kaup á eigninni vegna fram- angreindra áforma. Skipulags- og umhverfisnefnd er falið í samráði við bæjarstjóra að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins auk þess sem unnið verði að því að fá ráð- gjafa til að vinna að hönnun bygg- inga samhliða.“ I greinargerð sem fylgir tillög- tntni segir m.a.. að hlutfall eldra fólks mtrni aukast verulega á Akra- nesi næstu árin. „Vegna þessarar fyrirsjáanlegu þróunar er nauðsyn- legt að bæjaryfirvöld bregðist með markvissum aðgerðum auk þess sem einkaaðilar hafa þegar undir- búið byggingu nokkurra fjölbýlis- húsa sem geta hentað eldra fólki sem vill fara í minna húsnæði þ.e. fjölbýhshús með lyffu og þægilegu aðgengi.“ Miðsvæðis í bæjarfélaginu Undanfarin misseri hefur nokk- uð verið rætt um staðarval vegna í- búða fyrir aldraða á Akranesi og hafa einkaaðilar þegar óskað eftir því að fá svæði til úthlutunar. Bæj- aryfirvöld hafa um nokkurt skeið haft augastað á svæðinu við Bóka- safii Akraness við Heiðargerði og jafnvel með nýtingu þess hús í huga. I greinargerð með tillögu bæjarstjórnar segir um þennan stað: „Ljóst er að svæðið sem markast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðarbraut er ákaflega hentugt til uppbyggingar vegna íbúða fyrir aldraða. Svæðið er mjög miðsvæðis auk þess sem ákveðið hagræði get- ur verið af nálægð við heilsugæslu- stöðina og sjúkrahúsið sem er í næsta nágrenni. Hugmyndir bæjar- yfirvalda er að þama megi reisa allt að 4 hæða fjölbýlishús, hugsanlega í nokkrum einingum. Lagt er til að útfærslu deiliskipulags og hönnun bygginga verði stýrt af bæjaryfir- völdum en þegar skipulag og hönn- tm bygging hggur fyrir verði leitað samstarfs við einkafyrirtæki og fjár- festa. Mikilvægt er að á sama svæði verði hugað að framtíðarlausn á húsnæðismálum Bóksasafns Akra- ness en það er brýnt vegna þess að ástand núverandi húsnæðis kallar á úrbætur innan ekki of langs tíma.“ MM Tolgverjar ásamtþeim Lindu Pálsdótturfrá BorgatjjarSarsveit og Páli Brynjarssyni og Hjördísi Hjartardóttur frá Borgarbyggð. Heimsókn firá Tolga í síðustu viku kom 14 manna hópur starfsmanna firá sveitarfélag- inu Tolga í Noregi í heimsókn í Borgarfjörð. Tilgangur fararinnar var að kynnast rekstri og uppbygg- ingu sveitarfélaga á Islandi. Gest- irnir áttu fund með fúlltrúum frá Borgarnesi og Borgarfjarðarsveit og heimsóttu m.a. Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og Snorra- stofu í Reykholti. GE ■pemuju,... Bjart framundan í lóðamálmn á Akranesi Undanfarið hefúr verið mikil um- ræða í samfélaginu og fjölmiðlum um gríðarlegan fjölda umsókna vegna lausra byggingarlóða á höf- uðborgarsvæðinu og nágrannasveit- arfélögum. Sem dæmi um þetta þá sóttu þúsundir einstaklinga um nokkra tugi lóða á Selfossi. Þessi umræða hefúr einnig verið nokkur á Akranesi og hefúr verið rætt um lóðaskort, sérstaklega fyrir einbýhs- rað- og parhús. A sama tíma er mik- ill kraftur í byggingarffamkvæmd- um á Akranesi og verktakar virðast ekki hafa undan að byggja á þeim lóðum sem úthlutað hefur verið. Til að varpa ljósi á stöðuna og koma í veg fyrir getgátur er nauð- synlegt að upplýsa hver núverandi staða málaflokksins er. Staðreyndin er sú að á næstu tveimur árum mun verða mögulegt að byggja um 500 nýjar íbúðir á Akranesi þar sem skipulag er þegar komið í gildi eða verður trilbúið. Þessar 500 íbúðir munu skiptast þannig að hægt verð- ur að byggja um 260 íbúðir í fjölbýl- ishúsum og um 170 ný einbýlis-, rað- eða parhús. Þess má geta að á árinu 2004 voru um 50 nýjar íbúðir teknar í notkun á Akranesi. Þær 500 íbúðir sem eru á áætlun eru skipu- lagðar á efúrtöldum stöðum: 1. Óbyggt fjölbýh eða í bygg- ingu (þegar úthlutað). a. Fjölbýhshús við Tindaflöt: 39 í- búðir b. Fjölbýhshús í klasa 5-6 meðfram Þjóðbraut: 108 í- búðir (fimm hús) c. Fjölbýlishús á Skaga- verstúni: 78 íbúðir (tvö hús) d. Fjölbýlishús á Hvítanes- reit við Kirkjubraut: 20 í- búðir e. Fjölbýhshús við Still- holt: 6 íbúðir f. Fjölbýhshús við Suður- götu: 8 íbúðir g. Fjölbýlishús við Smára- flöt: 24 íbúðir (þrjú hús) 2. Einbýli, raðhús og parhús í skipulagsferli: a. Sérbýhshús í klasa 7-8: 27 hús (lóðir til úthlutunar seinni hluta árs 2005) b. Sérbýhshús í nýju Skógahverfi: 120 hús (lóðir til úthlutunar seinni hluta árs 2005) c. Einbýhshús í Vogahverfi : 25- 30 hús (lóðir til úhlutunar 2006 ef hagkvæmt þykir) d. Raðhús við Vallarsel: 7 raðhús (Búmenn) Grunnforsenda við gerð áætlana vegna nýrra byggingarsvæða eru mannfjöldapár. Þær spár sem nú er byggt á vegna endurskoðunar aðal- skipulags Akraneskaupstaðar gera ráð fyrir að Akumesingum muni á næstu 10 árum fjölga um 80-100 manns á ári og að hlutfallslega muni fjölga mest í aldurshópnum 67 ára og eldri. Ef aðeins er horff á slíkar mannfjöldaspár er fyrirsjáanlegt of- ffamboð lóða á Akranesi. Það er hinsvegar jákvætt og æskilegt til að draga úr spennu og sveiflum á þessu sviði. Nýleg lækkun gjalds í Hval- ijarðargöng og enn ffekari áform um stækkun Norðuráls geta haft talsverð áhrif á mannfjöldaspár fyrir Akranes, en erfitt er að geta sér til um þau áhrif nú. Af ffamansögðu er ljóst að skort- ur á lóðum fyrir byggingar á Akra- nesi virðist ekki vera viðvarandi vandamál og atorkusamir húsbyggj- endur geta horff til bjartari tíma. Magnús Guðmundsson, bæjarfulltrúi ogformaður skipu- lags- og umhverfisnefndar Fundur um vegamál á Skógarströnd Sunnudaginn 17. apríl sl. fylltist stofan á Bíldhóli á Skógarströnd af fólki úr nágrenninu. Hópurinn var saman kominn til að eiga fund með Sturlu Böðvarssyni, sam- gönguráðherra og tjá honum á- hyggjur íbúanna af vegamálum á Skógarströnd og um Heydal. Um 40 fundarmenn afhentu ráðherra síðan eftirfarandi ályktun: „Við, eftirtaldir fundarmenn á fundi um samgöngumál, skorum á sam- gönguráðherra og yfirvöld sam- göngumála, að hið fyrsta verði tímasett áætlun um bundið slitlag á Skógarstrandarveg og Heydals- veg og brúargerð yfir Alftafjörð. Við bendum á effirtalin rök fyr- ir þessum samgöngubótum: 1. Nauðsyn á betri tengingu milli bygðanna á Snæfellsnesi og í Döhim. 2. Þörf á öruggum vetrarvegi yfir Snæfellsnessfjallgarð með Heydalsvegi. 3. Ljúka hringvegi umhverfis Snæfellsnes með bundnu slitlagi. 4. Þá eru líkur á að umferð til og frá Vestfjörðum fari að mestu um Dali á næstu árum sem kallar á meira öryggi á þessari lið að vetri til. A undanförnum árum hefur verið gert stórátak í vegabótum á þessu svæði s.s. með Vatnaleiðinni í stað Kerlingarskarðs, malbikun vegar yfir Bröttubrekku og þverun Kolgrafarfjarðar. A meðan var á- formuðum vegabótum um Skóg- arströnd og Heydal slegið á frest. Nú eru allar forsendur til að næsta átak í vegamálum á Snæfellsnesi og í Dölum tengist ofangreindum vegurn." Mjög líflegar umræður voru á fundinum og ráðherra svaraði tugum fyrirspurna m.a. um hvort ekki mætti virkja sjávarföllin í Álftafirði ef fjörðurinn yrði brúað- ur. Þá kom í ljós að fjarskipti og símasamband er oft mjög erfitt á þessu svæði. MM Borgarafundur um samgöngumál á Akranesi og nágrenni Miðvikudaginn 27. apríl n.k. verður haldinn borgarafundur um samgöngumál á Akranesi. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra mætir til fundarins og flytur þar framsöguerindi en einnig munu þeir Magnús Guðmundsson, for- stjóri Landmælinga Islands og Helgi Þórhallsson ffamkvæmda- stjóri Járnblendifélags Islands taka til máls. Að loknum framsöguer- indum verða pallborðsumræður með þátttöku ffamsögumanna auk þess sem Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, Páll S. Brynjars- son, bæjarstjóri Borgarbyggðar og Steinunn Valdís Oskarsdóttir borgarstjóri í Reykjavík munu blanda sér í umræðuna. Fundur- inn er haldinn á vegum Markaðs- ráðs Akraness. Tilefni þessa fundar er m.a. mikil umræða um lækkun og nið- urfellingu gjaldsins í Hvalljarðar- göngin, bæði í fjölmiðlum og ekki síður á meðal íbúa á svæðinu enda mikið hagsmunamál hér á ferð. Nú nýverið lækkaði gjaldið reynd- ar umtalsvert en umræða um frek- ari breytingar er samt enn í gangi. Þá hafa nýlegar yfirlýsingar sam- gönguráðherra um framkvæmdir, eða öllu heldur ffamkvæmdaleysi við Sundabraut blásið enn frekara lífi í þessa umræðu um samgöngur á milli höfuðborgar og Vestur- lands. Þá munu hugmyndir um þverun Grunnafjarðar án efa verða rædd- ar á fundinum en þessar hug- myndir komu fram nú nýverið, eða réttara sagt voru endurvaktar. Með þverun fjarðarins styttist leiðin á milli Akraness og Borgar- ness, auk þess sem framkvæmdin kæmi til með að styrkja Akranes enn frekar í sessi sem miðstöð þjónustu á Vesturlandi. Þá myndi þetta styrkja stöðu Fjölbrautaskóla Vesturlands verulega, svo fátt eitt sé nefnt. Lagt hefur verið til að færa þjóðveg eitt suður fyrir Akra- fjall og mun hann þá liggja rétt við bæjarmörk Akurnesinga og færði Akranes um leið í þjóðbraut. Einnig færast stóriðjuverin á Grundartangasvæðinu örlítið úr alfaraleið enda skoðun margra að starfsemin þar og þau mannvirki sem blasa við af þjóðveginum þurfi í sjálfu sér ekki að vera svona áberandi. Fundurinn verður haldinn í Grundaskóla á Akranesi og hefst kl. 20:00. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.