Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2005, Qupperneq 14

Skessuhorn - 20.04.2005, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 2005 Skeifu- dagurinná Hvanneyri Skeifudagurinn á Hvanneyri verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn, þann 23. apríl, í fyrsta skipti í nafni nýstofnaðs Landbúnaðarháskóla Islands. Keppnin fer fram á Miðfossum við Hvanneyri. Þar er komin ágæt aðstaða til kennslu og sýn- ingahalds og þar fór fram kennsla í tamningum og reið- mennsku við Landbúnaðarhá- skólann í vetur. Þar er nú risinn nýr hringvöllur og fyrir stuttu var hafist handa við fram- kvæmdir við braut sem ætluð er til kynbótasýninga. Dagskrá Skeifudagsins hefst klukkan 10 með forkeppni. Klukkan 13 verður hópreið og setningarat- höfn og dagskrá fram eftir degi. I tengslum við Skeifudaginn verður haldið Skeifutölt, sem er opið töltmót á vegum hesta- mannafélagsins Grana, félags hestamanna innan Landbúnað- arháskóla Islands. Verðlaun sem veitt eru í Skeifutölti eru ekki af verri endanum. Fyrir efsta sæti í úrslitum Skeifutölts eru í boði folatollur undir stóð- hestinn Ofsa frá Brún, 50 þús- und króna peningaverðlaun og 15 þúsund króna gjafabréf í Knapanum í Borgarnesi Hægt er að skrá þátttöku með tölvupósti á netfangið grani@hvanneyri.is og í símum 899-7222 (Friðrik) og 616- 8224 (Sigtryggur) sem veita nánari upplýsingar. MM Ljóðum fagnað með sumri Á Borgfirðingahátíð í fyrra flutti Finnur Torfi Hjörleifsson ljóðaflokkinn Myndir úr vík- inni í samkomuhúsinu Oðali í Borgarnesi. Ljóðin hafa nú ver- ið sett á bók, sem kemur út fyrsta sumardag, þ.e. á morgun 21. apríl. Guðmundur Sigurðs- son, fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi, hefur teiknað myndir með öllum ljóðum bók- arinnar, 36 að tölu. Utgefandi er bókaforlagið Uppheimar. Myndir úr víkinni er heild- stæður ljóðaflokkur sem fjallar um kynni höfundar af nánasta umhverfi sínu, ,,landnámi“ hans í Borgarnesi, Englend- ingavík, Vesturnesi og Litlu- Brákarey og lífsviðhorf hans tengdu þessu umhverfi. Utkomu ljóðabókarinnar verður fagnað í Safnahúsinu í Borgarnesi annan dag sumars, föstudaginn 22. apríl, kl. 17:00. Allir eru velkomnir. MM Byggt á Fellsenda í Dölum Á sumardaginn fyrsta verður tekin fyrsta skóflustunga að byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Fellsenda og jafnffamt verður opið hús fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemi heimil- isins og byggingu nýs heimilis. Heimilið er rekið af sjálfseignar- stofnun, Minningarsjóði hjónanna Olafs Finnssonar og Guðrúnar Tómasdóttur frá Fellsenda en minningarsjóðinn stofnaði Finnur Olafsson heildsali, sonur áður- greindra hjóna. I skipulagsskrá sjóðsins segir að byggja skuli upp heimili á jörðinni Fellsenda, fyrir aldraða Dalamenn. Var það gert og opnað 25. apríl 1968. Um 1975 var svo komið að aldraðir Dalamenn vildu ekki vera á heimilinu vegna staðsemingar þess. Því var það að árið 1975 var tekið við geðfötluð- um, eldri einstaklingum af geð- deild, sem lögð var niður við sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Síðan 1975 hefur því heimilið verið rek- ið fyrir aldraða geðfatlaða einstak- linga og hefur alla tíð verið góð nýting á því. Nú hefur verið ákveðið að reisa nýtt hjúkrunarheimiH um 1500 m2 fyrir 28 heimilismenn, en heilbrigð- isráðuneytið hefur samþykkt að fjölga plássum úr 17 í 28 og er því byggt yfir þann fjölda. Gert er ráð fyrir að alhr heimiHsmenn verði í einbýlum, snyrtingar eru inn á öll- um herbergjum. Húsinu er skipt upp í 4 einingar, 7 herbergi í hverri einingu. Eldra húsnæði mun verða nýtt sem stoðrými svo sem geymsl- ur, skrifstofur, sjúkraþjálfun, starfs- mannaaðstöðu o.fl. Samið hefur ver- ið við Istak um ffamkvæmdir við nýtt heimiH. Stjóm heimilisins skipa skv. skipu- lagskrá sjóðsins ákveðnir embættis- menn í Dölum en það em nú Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður í Búðardal, formaður stjómar, Oskar Ingi Ingason prestur í Hjarðarholts- prestakalh, Þórður Ingólfsson yfir- læknir á Heilsugæslustöðinni í Búð- ardal, Þorsteinn Jónsson oddviti Dalabyggðar og Haukur Þór Har- aldsson framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs Landsbanka Islands. Fram- kvæmdastjóri er Theódór Halldórs- son og hjúkrunarforstjóri er Ásta Sigríður Sigurðardóttir. GE æðagreiðsla um Landssímann Vinstri - grænir hafa lagt fram til- lögu á Alþingi, að ffam fari þjóðar- atkvæðagreiðsla um sölu Símans. Fyrirhuguð sala Landssímans er afar umdeild í þjóðfélaginu svo vægt sé til orða tekið. Skoðana- kannanir hafa hvað efrir annað sýnt að meirihluti landsmanna er and- vígur sölu Símans með grannnet- inu. Þannig lýsti 61% svarenda andstöðu við söluna í Gallup - könnun í mars árið 2002.1 könnun sem Félagsvísindastofriun Háskóla Islands gerði í febrúar 2005 kváðust rúm 70% þeirra sem afstöðu tóku andvíg sölu gruimnetsins. Ekki var mikill munur á afstöðu fólks effir því hvort það var búsett á höfuð- borgarsvæðinu eða á landsbyggð- inni; 68% höfuðborgarbúa vom andvíg sölunni en 75% lands- byggðarfólks. I Þjóðarpúlsi Gallup, sem kynntur var í mars 2005, var meirihluti aðspurðra andvígur sölu fyrirtækisins og 76% á móti því að selja grunnfjarskiptakerfi Símans. Verður þjóðin að kaupa Símann af sjálfri sér? Þær miklu undirtektir sem hug- myndin um að stofna stórt almenn- ingshlutafélag til að kaupa ráðandi hlut í Símanum hefur fengið, und- irstrika gremju fólks í garð ríkis- stjómarinnar vegna sölunnar. Ekki verður betur séð en að fólki þyki skömminni skárra að kaupa fyrir- tækið af sjálfu sér en að sjá á efrir því í hendur einkavina ríkisstjórn- arinnar sem fengið hafa að maka krókinn í einkavæðingu og sölu al- mannaeigna á síðustu áram. Síðast þegar var gerð tilraun til að selja Símann var lögð áhersla á það að bjóða almenningi og starfs- fólki dágóðan hlut á viðráðanlegum kjömm áður en farið væri að selja stærri hluti til fjárfesta og fyrir- tækja. Rökin voru þau að ekki þætti rétt að kapphlaup svokallaðra kjöl- festufjárfesta, sem þá áttu að bítast um 25% hlut, væri notað til að skrúfa upp það kaupverð sem al- menningi væri boðið. Þá mótmælti almenningur sölu Símans og keypti ekki hlutabréf. Nú á að fara þá leið sem sömu mönnum þótti ótæk fyr- ir fáum ámm og aftur mótmælir þjóðin og vill heldur kaupa Símann af sjálfri sér en fórna honum til ó- skyldra eins og ríkisstjórnin ætlar sér. Samkeppnishæfiii lands- byggðarinnar í húfi Sala Símans yrði stærsta einstaka einkavæðing sem orðið hefur í al- mannaþjónustu á Islandi. Hún er að öllum líkindum óafturkræf og setur framtíð fjarskiptaþjónustu á stórum svæðum landsins í mikla óvissu. Við landsmönnum blasir samruni fjar- skiptafyrirtækja og fjölmiðla hér á landi þar sem arðsemiskrafan ein ræður för. Hefðbundin fjarskipta- þjónusta við almenning í hinum dreifðu byggðum verður ekki for- gangsmál hjá slíkum samsteypum. Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvernig fara skuli með grunnfjarskiptakerfi Símans, svo- kallað grannnet, sem ætlunin er að selja með fyrirtækinu. Hver trúir því að ríkið muni til langframa styrkja „óarðbæra“ fjarskiptaþjón- ustu í dreifbýli? Landsmenn hafi sjálfir síðasta orðið Ærnar ástæður eru til að frekari framvinda málsins verði ráðin í lýð- ræðislegri atkvæðagreiðslu sem all- ir landsmenn geti tekið þátt í. Landssíminn er að nær öllu leyti í sameign allra landsmanna þar eð hið opinbera fer með 98% hlutafjár í fyrirtækinu. Síminn skilar milljarða króna arði árlega. Það þætti vitlaus bóndi sem seldi bestu mjólkurkúna úr fjósinu. Enn er vel hægt að blása söluna af. Þingmenn Vinstrihreyfingarixm- ar - græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu tim að efrit verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um máHð og ríkisstjómin verði bundin af niður- stöðunni. Þannig má tryggja að vilji landsmanna komi afdráttarlaust fram og ráði raunverulega för þeg- ar kemur að því að ákveða hvað gera skuli við Landssímann. Jón Bjamason Höf. er alþingismaður fyrir Vinstrihreyfmguna - græntframboð. Lærdómsrík almannavamaæfing Almannavarnaæfingin Hvalfjarð- argöng 2005 var haldin sl. laugar- dag og var umferð um göngin lok- uð af þeim sökum frá klukkan 8-14. Æfingin þóttist takast vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni á einn eða annan hátt. Göngunum var lokað á slaginu klukkan 8 og efrir það stóðu lög- reglumenn frá Reykjavík vaktina á gatnamótum að sunnan en Borgar- neslögreglan að norðan. Þá þegar var hafist handa við að draga bílflök inn í göngin og undirbúa vettvang- inn fyrir þann atburð sem allt sner- ist um. Sviðssettur var árekstur rútu og fólksbíls en rétt hjá var jeppa ekið á gangavegginn og í honum kveikt. Reyndar var meiningin sú að láta nægja að búa til reykjarkóf með vélum en þegar til kom ffarn- leiddu reykvélar Brunamálastofn- unar svo máttleysislegan reyk að brugðið var á það ráð að ausa olíu yfir jeppaflakið og kveikja í. Bíllinn stóð því í ljósum logum þegar slökkviliðið bar að. Fólk var í öllum bílunum og margir alvarlega slasaðir. I hlut- verkum bílstjóra og farþega voru nemendur í Lögregluskóla ríkisins og ungmenni af Akranesi, alls á fimmta tug manna sem höfðu verið útbúnir með svöðusár, beinbrot og meiðsl af ýmsu tagi í bækistöðvum slökkviliðsins á Kjalarnesi frá því snemma um morguninn. Ney ðarlínan fékk upphringingu úr göngunum um kl. 10:15 og um 20 mínútum síðar kom Slökkvilið Akraness á vett- vang. I kjölfarið dreif að sjúkralið af Akranesi og björgunarsveitir til að annast fyrstu aðgerðir á vett- vangi og flytja fólk út úr göngunum, upp á söfnunar- svæði slasaðra á bílaplaninu ofan við gjaldskýlið. Ljóst var strax að sjúkrahúsið á Akranesi réði ekki við að taka í einu við öllum alvar- lega slösuðum og var því óskað eftir aðstoð Landhelg- isgæslunnar. Þyrla kom á vettvang þrátt fyrir að bál- hvasst væri. Hún flutti slökkviliðs- menn og tækjabúnað frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins að norð- urmunnanum og tók til baka sjö slasaða áleiðis á Landspítala - há- skólasjúkrahús. Þeir sem eftir voru alvarlega slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi ásamt þeim sem sluppu með meiðsl og minni háttar áverka. Sjúkrahús Akraness hefði getað tekið við mun fleiri lít- ið slösuðum og meiddum en var komið að mörkum varðandi alvar- lega slasaða. Til tals kom að kalla eftir skurðstofuteymi frá Reykjavík til aðstoðar. Þátttakendur voru ánægðir með að fá tækifæri til að spreyta sig á verkefnum sem þeim tilheyra á neyðarstundu sem þessari. Hópur gesta fylgdist með æfing- unni í boði Spalar og almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra. Þeir létu í ljósi mikla ánægju með það sem bar fyrir augu og eyru. MM

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.