Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Page 10

Skessuhorn - 22.06.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 ■S.tl ■». «L 1 Litrík og fjölær starísemi Spjallað við Sædísi í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi „Þetta er alveg ótxúlegt,“ segir Sædís Guðlaugsdóttir meðan hún heldur uppi bleiku og hvítu blómi. „Hvemig getur blóm orðið svona marglitt, af hverju er auga í þessari stjúpu, en ekki þessari?" Blaðamaður viðurkennir umsvifalaust vanmátt sinn gegn þessum spumingum Sæ- dísar enda aldrei verið mikið fyrir blómarækt. Eg er þó ekki ffá því að með reglulegum heimsóknum í gróðrarstöðina hennar væri hægur leikur að smitast af blómaræktunar- bakteríunni því svo mikil er ákefð hennar og væntumþykja fyrir h'frík- inu. Það er kannski engin furða að hún hafi ákveðið að gerast plöntu- ræktandi þegar hún var tólf ára gömul, því hún virðist svo sannar- lega vera á réttum starfsvettvangi. Haninn gólar á móti Starf Sædísar er árstíðabundið þar sem ein töm leiðir af annarri. „Eg byrja í janúar að sá til sumar- blómanna. Svo er priklað og pottað, en þetta er allt ffá því að vera smá- plöntur í smápottum í mjög stórar plöntur í stórum pottum," lýsir Sæ- dís. Við sitjum inni í gróðurhúsi í sumarhitanum umkringdar dýrindis bleikum petomum og fleiri forvitni- legum plöntum sem heita jafh ffam- andi nöfnum. Nú er söluvertíðin í Gleym-mér-ei í algleymi en sem betur fer fær Sædís næði í smá stund til að rabba um lífið og blómin. „Maðurinn minn smíðar gróðurhús- in mín og tæknivæðir mig, hann er búinn að kippa mér inn í 21. öldina. Hann er minn vélakall, en honum þykir ég heldur þung í taumi með allt þetta tæknilega dót. Eg viður- kenni þó fúslega að það er rosalega gott að nýta sér tæknina, til dæmis redduðu sjálfvirkir hitablásarar okk- ur í gegnum kuldakastið núna í vor. En ég veit að ég ræð alltaf við stunguskófluna," bætir hún við glöð í bragði. Sædís býr í Reykjavík ásamt eigin- manni sínum, Þráni Omari Svans- syni og sonunum Aroni Inga 8 ára og Amóri Una 5 ára. Þau eiga þó líka heimili í gróðrarstöðinni þar sem allir taka tdl hendinni og segir Sædís strákana ekki kannast við neitt annað en að vera hjá sér og hjálpa til. Ef lagt er við hlustir má þó einnig heyra í fleiri ábúendum enda eiga þau ffíðan flokk íslenskra pútna. „Þær eru fólki til mikillar gleði. Þeg- ar ég er að skamma syni mína og næ ákveðinni tónhæð byrjar haninn að góla á mótd mér. Eg held því stund- um ffam að maðurinn minn hafi keypt þær tdl að lækka í mér gólið,“ segir hún og hlær dátt. Helgiathöfii að planta í beð Nú er söluvertíð hjá Sædísi en hún byrjar venjulega að selja plöntur í maí og júní. „Þá er allt á fullu og opið ffá morgni tdl kvölds alla daga. I júlí leyfi ég mér að loka á sunnu- dögum.“ Þó að salan sé auðvitað mikilvæg í rekstri hennar eins og öll- um öðrum rekstri hefur hún þó sín- ar skoðanir á því hvað er réttlát sölu- mennska: „Hér hefst ekld blómasala fyrr en lauf eru komin á trén og fugl- ar byrja að verpa. Eg sel ekki blóm hér í apríl eins og tíðkast í bænum því mér finnst það síðasta sort af fé- græðgi. Fólk á að horfa á náttúruna og hlusta á innri mann frekar en að láta glymjandi auglýsingar segja sér fyrir verkum. Eg vil ekki selja mín- um viðskiptavinum blóm meðan enn eru næturffost og blómin ekki tdlbú- in til að ráða við hitafallið. Mér finnst sorglegt hvað þetta er orðið mikið sjálfsafgreiðslukerfi í stóru búðunum í Reykjavík þar sem upp- lýsingastreymið er ekki neitt.“ Sædís er mjög ákveðin hvað þetta varðar og skefur ekkert af hlutunum. Það er sennilega vegna þess hve mikla um- hyggju hún hefur fyrir gróðrinum og þeim verkum sem honum fylgja. Hún lítur tdl dæmis mjög hátíðleg- um augum á það sem margir líta á sem hvert annað skylduverk, svo sem að klára garðinn sinn að vori: „Það er helgiathöfn að setja niður plöntur í beð. Fyrst á að gera beðið klárt og leggja grunrúnn að því sem þar á að koma. Sumar þessar plönt- ur eiga eftir að standa allt þitt líf.“ Góður undirbúningur Gróðrarstöðin Gleym-mér-ei á 20 ára affnæh á næsta ári. „Ég byrj- aði 1. júlí fyrir 19 árum síðan með einn fimmtíukall og stunguskófluna hans pabba. Eg var bara 23 ára stelpa þá og bæjaryfirvöld voru mjög hissa á þessu öllu saman. Það kom þó aldrei til greina annað en að hafa gróðrarstöðina mína héma.“ Þó að Sædís tali alltaf um Borgamesið sem sinn heimabæ er hún ekki þaðan. Hún er fædd og uppalin tdl þriggja ára aldurs í Njarðvíkunum, dóttir Guðlaugs Borgarssonar og Guð- bjargar Svavarsdóttur, en fluttist svo í Álftatungukot á Mýrum með móð- ur sinni og systrum. „Karl Agúst O- lafsson, uppeldisfaðir minn, er teng- ing mín við þetta svæði. Bæði hann og móðir mín hafa stutt mig við þetta alveg frá byrjun, vel og dyggi- lega og unnið mikið með mér hér. Þegar ég var 12 ára fluttd ég í Borg- ames og ákvað þá að fara út í garð- yrkju.“ Hér er Sœdts að rœkta afleggjara fyrir fólk sem það biöur hana að koma tiljýrir sig. Oft eru þessar plöntur frá fjarUgum slóðum. Það er fáheyrt að ff étta af einstak- lingum sem em búnir að ákveða sitt ævistarf við tólf ára aldurinn en Sæ- dís var einörð. Hún bar sig efdr aukakennslu í veðurffæði og jarð- ffæði í 9. og 10. bekk og vann sum- arvinnu hjá bænum við ýmis garð- yrkjustörf, allt til þess að verða vel undir ævistarfið búin. Þegar hún var 17 ára fékk hún inngöngu í Garð- yrkjuskóla ríkisins og fékk undan- þágu því að öllu jöfnu hefði hún aði að sækja um land fyrir gróðrar- stöð meðan ég var úti, en það var ekki fyrr en 1986 sem ég fæ þetta land hjá bænum en Pétur á Kára- stöðum leigði þeim landið." I Gleym-mér-ei er um margt merki- leg starfsemi. ,Já, hér er sko fjöl- breytt og htríkt, ég er núna með 1100 sortir fjölærra blóma 3ja árið í röð og er sjaldséð gróðrarstöð í Evr- ópu sem er með fleiri tegundir. Það koma hópar héma í rútum, blóma- kaupir plönm sem þú ætlar að gróð- ursetja í garðinum þínum. Það er sólskin og upp undir 40 stdga hiti í bílnum og blómin gjörsamlega lam- ast. Þess vegna á maður ekkert að stoppa á leiðinni, þó það getd verið ffeistandi að fá sér ís í góða veðrinu. Þeim er svo kannski hent undir hús- vegg þegar heim er komið. Þetta er strax búið að skemma plöntuna, það á að fara beina leið í bílinn, bruna heim, út í garð og vökva.“ Allir eiga að arfahreinsa Á vorin khppir Sædís bæinn, en um miðjan júní hefst hún handa við að úða hann. Það verk stendur yfir í rúman mánuð og getur dregist. „Eg úða fyrir fiðrildahrfu, maðki og lús. Núna er alveg skelfilega mikill maðkur. Þetta er eitthvað sem alhr eiga að gera,“ en hún hefur starfað við það í 21 ár. „Þessi þjónusta sem ég veiti bæjarfélaginu hefúr gefið mér mildlvæga tengingu við fólkið í bænum. Mér hefur alltaf verið svo vel tekið og þessi tími hefur verið dýrmæmr. Það kom aldrei annað til greina en að hafa stöðina mína hér þó þetta sé ekki heimabærinn minn. Núna h't ég þó á hann sem minn stað og það er aðallega vegna fólksins hér.“ Á haustin, þegar salan er að mestu búin, raðar Sædís öllum fjöl- æru plöntunum upp á nýtt, sorterar, fer yfir og fjölgar upp í það sem hún hefur selt en þannig heldur hún alltaf saman grunninum. „Eg er orð- in ansi lúin á haustdn og bakið mót- mæhr harðlega því þetta er þó nokk- ur vinna. Maður uppsker þó eins og maður sáir tdl og ef ég er ekki nógu dugleg að arfahreinsa til dæmis þá kemur það mér í koll næsta vor. I október set ég sand í alla potta og arfahreinsi. Það er gríðarlega mikil- vægt að alhr garðeigendur geri það að hausti. Ef þú tekur allan arfa fyr- ir frost þá verður hann arfalaus næsta vor.“ Hvað tekur svo við? „Um miðjan október leggst ég í hýði!,“ segir Sædís og hlær, „en á þá reyndar eftír að vinna bókhald og plöntuskrár." Nú er farið að líða að hádegi og viðskiptavinirnir famir að streyma inn í hlaðið á Sólbakka og undirrit- uð fer að hugsa sér til hreyfings. Þegar horff er yfir blómahafið er ekki hægt annað en að virða það fyr- ir sér í stutta stund, dást að fjöl- breytninni og jafnvel spyrja sjálfan sig sömu spuminga og garðyrkju- ffæðingurinn gerði í byrjun. GG Gróðrarstöðin Gleim-mér-ei býryftr 1100 tegundum affjökenmi plöntmn. þurft að bíða í tvö ár í viðbót. „Pét- ur í Mörk er lærifaðirinn minn, hann og Reynir í Björk á Kleppjárnsreykj- um. Þeir vom ákveðnir í að ég skyldi fara strax í skólann. Eg vann svo hjá Pétri til ársins 1984 og hann kemur fólk hvaðanæva að af landinu til að spá og spekúlera í fjölæm blómun- um sem ég sérhæfi mig í. Það er kannski ekki stór kúnnahópur sem tengist þeim en það fer gott orðspor af plöntunum. Svo lengi ég sölutím- Sœdís Guðlaugsdóttir t gróðurhúsinu. héma enn við hjá mér í dag og gefur mér ráðleggingar.“ Þegar Sædís var að vinna hjá Pétri fór hún í kvöld- skóla í aukagreinar í félagsffæði og skipulagsffæði en svo lá leiðin til Danmerkur til að læra bókhald og rekstur gróðrarstöðvar. Undirbún- ingurinn fyrir gróðrarstöðina var næstum búinn. „Eg var í ár á Fjóni og vann á rósaræktarstöð hjá manni sem ræktaði 3000 yrki af eðalrósum. Það var ævintýri að sjá svona lagað, allar þessar breytilegu htasortdr. Þar kynntdst ég þessari sérhæfingu." Mikilvægt að vökva vel Þar sem undirbúningur fyrir Gleym-mér-ei var orðinn eins góður og kostur varð var ekki um annað að ræða en að hefjast handa. „Eg byrj- ann með því að hafa allt í pottum.“ Sædís segist hafa jafh gaman af að rækta fólk og blóm. „Það er gaman að taka á mótd fólkd. Eg er á vaktdnni því ég vil hitta viðskiptavinina og veita þeim ráðgjöf. Hún skiptir miklu máli.“ Að þessum orðum slepptum lætur hún eitt gott ráð vaða: „Fólk er litaglatt og vill fegra umhverfið sitt. Það er því miður stundum þannig að sumir halda sig kunna margt, kannski af því að þeir hafa séð það í sjónvarpinu. Tökum sem dæmi einfaldan hlut eins og að vökva. Alltaf þegar þú færir plöntu úr stað þarffu að jarðtengja hana með vatni. Allt verður að vera vel vökvað og vel blautt. Ekkert hlandmígildi þar heldur vökva og aftur vökva. Segjum sem svo að þú

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.