Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2005, Side 22

Skessuhorn - 22.06.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 2005 aik£s>unu>2J Vilhjálmur frá Víkingi til Víkings Vilhjálmur Vilhjálmsson sem er „þekktur fyrir sín þrumuskoteins og segir í iaginu, hefur verið lánað- ur frá Víkingi R. til Víkings Ólafsvík- ur og mun hann vera í láni hjá Óls- urum í einn mánuð til að byrja með. Vilhjálmur hefur ekki æft með Vík- ingi R. að undanförnu eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vegna á- greinings við þjálfara liðsins, Sigurð Jónsson. Hann er nú sem sagt hjá öðru l.deildarliði en var einnig í við- ræðum við 2. deildarlið Selfoss og Stjörnunnar en valdi að fara til Ólafsvíkur. FRF Guðmundur Valdi- marsson sigraði Landssamtök eldri kylfinga (LEK) hélt sitt síðasta stigamót til lands- liðs um helgina. Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi og var fjöldi keppenda 139. í flokki karia 70 ára og eldri var Guðmundur Valdimars- son GL hlutskarpastur og Alfreð Viktorsson GL í þriðja sæti. Þeir Guðmundur og Alfreð hafa verið fastamenn í landsliði karla 70 ára og eldri undanfarin ár og munu þeir halda sæti sínu þar einnig í sumar. íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Garðavelli 4. -6. ágúst. MM Toyota mótaröðin um helgina Um næstu helgi fer þriðja mótið í Toyota mótaröðinni fram á Akra- nesi. Þar etja kappi saman 100 bestu kylfingar landsins. Leiknar eru 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudeginum. Meðal keppenda verða Stefán Orri Ólafs- son GL og Valdís Þóra Jónsdóttir GL en þau eru bæði í æfinga- og afrekshópi Goifsambands íslands og frambærilegustu kylfingar Golf- klúbbsins Leynis um þessar mund- ir. Áhorfendur eru velkomnir á á Garðavöll til að fylgjast með mótinu. MM Ungmenni frá Slóvakíu f heimsókn á Akranesi Um þessar mundir er staddur á Akranesi hópur tíu 16 ára stúlkna frá Slóvakíu ásamt þremur farar- stjórum. í ágúst á síðasta ári fór hópur frá Akranesi í heimsókn til Slóvakíu og nú er erlendi hópurinn að endurgjalda þá heimsókn. Það er UFE (Ungt fólk í Evrópu) sem styrkir verkefnið en eitt af mark- miðum slíkra ungmennaskipta er að útrýma fordómum og gefa ung- mennum tækifæri á að kynnast annarri menningu en sinni eigin. Það er Anna Margrét Tómas- dóttir, tómstundafulltrúi Arnardals, sem hefur yfirumsjón með verk- efninu. Hún segir að stelpurnar hafi fengið að upplifa margt á þeim tæpu tveimur vikum sem liðnar eru frá komu þeirra en stelpurnar ætla að dvelja á Skaganum í tæpar þrjár vikur. „Við byrjuðum á því að fara í heimsókn til Hólmavíkur þar sem við fengum höfðinglegar mót- tökur og heimsóttum Galdrasýn- inguna, Sauðfjársetrið, keyrðum út á Drangsnes og sigldum út í Grímsey svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anna Margrét. í ferðinni sáu stelpurnar lunda, hvali, seli, hafís, ígulker, æðarvarp, jarðhitasvæði og fleira en margar þeirra hafa aldrei komið út fyrir landsteina Slóvakíu og hafa því ekki svo mik- ið sem séð til sjávar áður. Eftir heimkomuna til Akraness var stefnan tekin á víkingahátíð í Hafnarfirði, Bláa lónið, Þingvelli, Gullfoss og Geysi og því Ijóst að dvölin hefur verið stúlkunum frá Slóvakíu viðburðarík í meira lagi. Anna Margrét segir að ekki sé laust við að þónokkur munur sé á menningu landanna tveggja; ís- Þeim kom vel saman, Jóhönnu Sig- rúnu Andrésdóttur og þessum hrafni, sem var ættleiddur af aðstandendum Galdrasýningarinnar á Ströndum. lands og Slóvakíu og talsvert hafi verið um árekstra og misskilning. „Tveir hópstjóranna tala enga ensku og þær voru dregnar í rat- Stelpnahópurinn heimsótti meðal annars Eiríksstaði í Haukadal á leið sinni til Hólmavíkur. AKRANESVÖLLUR INTERTOTO CUP. IA - FC IIMTER TURKU sunnudaginn 26. júní kl. 16:00 Miðaverð: Fullorðnir 500 kr. í stúku og graspalla. Börn yngri en 16 ára fá frítt inn. ATHUGIÐ!Ársmiðar gilda ekki á þennan leik. ALLIR A VÖLLIIMIM |2 KB BANK Í) Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða notaðan - styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA HBGRANDI NORÐURÁL NOF.DIC ALUKI3TOM nettð 9 smell jjjjj FORSTHYPT EININGAHÚS Akran«kaupsta6ur Knattspyrnufélag IA fær '5 kr. af hverjum seldum lítra af COKE og COKE LIGHT á Akranesi # AKRANESVÖLLUR # LANDSBANKA DEILDIN IA - IBV miðvikudaginn 29. júní kl. 19:15 ALLIR Á X/ÖLLIIMIM Knattspyrnufélag ÍA fær '5 kr. af hverjum seldum lílra af COKE og C0KE LIGHT á Akranesi. ««110 @ □ HBGRAMEy KB BANKI W Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða notaðan - styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA leik án túlks fyrsta daginn. Meðan á honum stóð voru þær meðal annars teymdar yfir hringtorg og umferðareyjur. Eitthvað fannst stelpunum þær haga sér undar- lega og eftir á kom í Ijós að þær héldu að þær væru að brjóta lög með því að ganga á grasinu. í Slóvakíu máttu eiga von á hand- töku ef þú ert gómaður á leið yfir gras. Þeir líta svo á að gras sé líf- verur líkt og blóm og tré og ganga þess vegna ekki á því - ekki frekar en að við þrömmum yfir blóma- beð,“ segir Anna Magga að lokum og hlær. MM Markalaust jafntefli í Finnlandi Sanngjörn úrslit urðu í leik ÍA og Inter Turku í Intertoto keppninni á sunnudag. Hvorugt liðanna náði að skora og endaði þessi fyrri leik- ur liðanna í markalausu jafntefli. Voru menn ekki bjartsýnir fyrir leik- inn þar sem Skagamenn hafa ekki verið að sýna sínar bestu hliðar í Landsbankadeildinni það sem af er sumars en Turku er nú sem stendur í þriðja sæti finnsku deild- arinnar. ÍA liðið er þó búið að taka oftar þátt í þessari keppni en Inter Turku, sem er ungt lið. Besta færi leiksins áttu Finnarn- ir rétt fyrir leikslok þó að Skaga- menn hafi líka fengið sinn skerf af færum sem til allrar óhamingju voru ekki nýtt. Serge N'Gal, sem var besti maður InterTurku í leikn- um, slapp inn fyrir vörn Skaga- manna undir lok leiksins en Bjarki Guðmundsson í markinu hljóp út og bjargaði sínum mönnum. Liðið getur verið sátt við sína frammi- stöðu þar sem náðist að halda hreinu. Þá er bara um að gera að bretta upp ermarnar og koma boltanum í netið á sunnudaginn, en þá fer seinni leikur liðanna fram hér heima. GG Jónsmessuganga á Klakkinn HSH stendur fyrir fjölskyldu- göngu á Klakkinn í Eyrarsveit fimmtudaginn 23. júní nk. klukkan 22:00. Gengið verður frá Bárar- fossi. Þessi ganga er hluti af verkefni sem UMFÍ stendur fyrir í ár og nefnist „Fjölskyldan á fjallið.“ Göngustjóri verður Hallur Pálsson bóndi á Naustum í Eyrarsveit. Klakkurinn er austanmegin fjarðarins og er hæstur um 380 metrar en ofan í hann vestanvert er skál með tjörn. Þjóðsagan seg- ir að á Klakkstjörn fljóti upp óska- steinar á Jónsmessunótt. Skemmtilegt er að ganga fram á Klakkshausinn sem er í vestur lengst mót Grundarfirði og horfa þaðan út á Breiðafjörð. Ganga á Klakk er í meðallagi erfið, tekur hátt í þrjá klukkutíma með góðri viðdvöl. MM Samningur um KB bankamót Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Fanney Olafsdóttir, starfsmaður KB banka, Símon Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og Gylfi Árnason, útibússtjóri KB banka í Borgarnesi. Ljósm: GE Fimmtudaginn 16. júní sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Golfklúbbs Borgarness og KB banka. Með samningnum leggur KB banki til flögg á alla flatir vallarins ásamt öðrum þátt- um sem verða golfþróttinni til framdráttar á komandi árum. Samningurinn felur m.a. í sér að árlega næstu 5 árin verður haldið opið golfmót á Hamarsvelli undir heitinu Opna KB banka mótið. Mótið verður haldið í fyrsta sinn 14. ágúst næstkomandi. MM 18 holu golfvöllur • 6 holu krakkavöllur Teigar æfingasvæði • Æfingapúttflöt Vippsvæði • Golfkennsla Upplýsingar 431-2711 Kristvin Bjarnason, IPGA golfleiðbeinandi 899-1538 Golfklúbburinn Leynir Garðavöllur - Akranesi - Sími 431 2711 leynir@simnet.is - www.golf.is/gl ....

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.