Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 Gagngerar endurbætur eru í gangi á neysluvatnsbóli Skagamanna við Berjadalsá Ein af fimm bestu vatnsveitum landsins / segir Gissur Þór Agústsson, svæðisstjóri dreifingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur er nú unnið að gagngerum endur- bótum á vatnsbóli Akumesinga upp við Akrafjall. Framkvæmdin felst meðal annars í að endurnýjaður er allur lagna,- loka- og síunarbúnaður í stíflulóninu sem staðsett er efst í Berjadalsá í mymú Berjadals en til að geta tæmt lónið og athafnað sig í botni þess meðal annars til að hreinsa botnsfall þess var hlaðin bráðabirgðastífla ofar í ánni. Fram- kvæmdin kostar öll á þriðja tug milljóna króna. Aðalverktaki við framkvæmdina er BOB sf. Byggð bráðabirgðastífla Gissur Þór Agústsson er svæðis- stjóri dreifingar hjá Orkuveitunni og stýrir ffamkvæmdinni ásamt Ara Arthurssyni sem einnig starfar hjá Orkuveitunni. „Stíflan í Berjadalsá er upphaflega ffá árinu 1968 og framkvæmdimar nú em í raun eðli- legt viðhald, hreinsun uppistöðulóns og endumýjun aUs lagnakerfis en lónið var síðast hreinsað árið 1981. Við hlóðtun bráðabirgðastíflu ofar í Berjadalsánni til að geta tæmt lónið á meðan á ffamkvæmdimum stendur og veitum vatni úr þeirri stíflu í röri ffamhjá uppistöðulóninu. Við áæd- um að vera búnir með aUar ffam- kvæmdir fyrir júhlok,“ segir Gissur. Hann segir að gerð bráðabirgðastífl- unnar hafi verið erfitt verk og krafist útsjónarsemi þar sem um 1200 sand- pokar vom ferjaðir yfir uppistöðu- lónið áður en tæmt var úr því og þeir síðan fluttir með færiböndum upp að þeim stað sem bráðabirgðastíflan var hlaðin. Frá þeirri stíflu var síðan lögð vamslögn sem fest er við effi brún stíflumannvirkjanna og tengd inn á stofnlögnina sem Hggur niður að bæntun. Þrjú vatnsból fóðra veituna Hin stóm stíflumannvirki í Berja- dalsá rúma tun 10 þúsund rúmmetra vatns og er inn mikið mannvirki að ræða enda hefur það þjónað ágæt- lega sem uppistöðulón fyrir allt neysluvams á Akranes ffá því mann- virkið var byggt árið 1968. Neyslu- vamsþörf Akumesinga er um 90 h'tr- ar á sekúndu þegar hún er mest. Auk veitunnar úr Berjadalsá em tvær minni veitur sem einnig fara inn á stofnæðina til Akraness, en það er Slöguveita þaðan sem 10-12 sek- úndulítrar koma og Osveita sem gef- ur 20 Htra á sekúndu. Vamið úr þess- tun tveimur smærri veitum hefur alltaf forgang inn á kerfið þar sem þær standa ofar í fjallinu og gefa því meiri þrýsting inn á veituna. Vatnið úr Osveim og Slögu er auk þess bergvams og er því ffemst að gæð- Gissur Þór Agústsson til vinstri og Bjöm Bjömsson hjá BÓB sf. sem er aöalverktaki vii framkvœmdimar. um. Engu að síður er það virkjun vamsins úr Berjadalsá sem gefur megin þorra vamsmagnsins sem nota þarf og er drjúgt forðabúr þar sem jafiian em 10 þústrnd rúmmetr- ar þar til geymslu. Sandsíað og geislað fyrir neyslu „Við emm nú að ljúka við að hreinsa allt bomfall úr lóninu og erum búnir að aka burm tun 1300 rúmmetmm sem safnast hafa und- anfarin 24 ár og emm byrjaðir að endurnýja lagnir, loka og síunarbún- að. Allt miðar þetta að því að ffam- vegis, sem hingað til, verði neyslu- vam fyrir Akranes með því besta að gæðum sem gerist hér á landi.“ Giss- ur segir að neysluvamsveitan upp- fylli allar alþjóðlegar gæðakröfur og sé vottað samkvæmt GÁMES vott- unarkerfinu. „Vatnið fer allt fyrst í gegnum sandsíur og er eftir það geislað með útfjólubláum geislum áðtn en því er hleypt inn á neyslu- vamskerfið. Þannig getum við tryggt besm mögulegu gæði vamsins en slíkt er nauðsynlegt þar sem við lítum á okkur sem matvæla- vinnslufyrirtæki og viljum því alltaf hafa gæðin í eins góðu lagi og mögulegt er. Það hefur okkur tekist og má benda á að ffá því Heilbrigðiseftirlitið fór með kerfisbtmdn- um hætti að taka sýni úr vatninu árið 1980 hefur ekki í eitt sldpti komið gallað sýni. Ummæli um vamsveit- una eru því þau, meðal heilbrigðiseftirlits- manna, að vamsveitan hér á Akranesi sé ein af fimm bestu veitum á landinu og þeim gæð- um ætlum við áffam að halda,“ segir Gissur Þór Agústsson að lok- um. MM Mannvirkin í Berjadalsánni. Fremst á myndinni er stóra uppistöðulónið tómt enfjeer glittir í hráðahirgðastífluna sem hlaðin var úr 1200 sandpokum og virkar sem lón með- an hin mannvirkin eru hreinsuð og skipt um loka- og lagnabúnað. Hér er Gissur Þór í stöðvarhúsinu þar sem allt neysluvatn Skagamanna er geislað áður en því er hleypt inn á dreifikerfið. Geislunarhúnaðurinn var síðast endumýjaður árið 2003. PISTILL GÍSLA Á dögum hins mikla Rómarveldis tíðkaðist það víst að henda þrælum, og ýmsum þeim sem lítill slægur þótti í, fyrir ljónin í þar til gerðum hringleikahúsum. Þetta var reyndar nokkru fyr- ir mitt minni þannig að ég kann ekki að segja frá því í smáatriðum en hef þó nokkuð haldbær- ar upplýsingar um að þarna hafi það ekki verið dýraverndunarsjónarmið sem réðu ferðinni. Tilgangurinn var sumsé ekki að fóðra sársoltin ljónin heldur að skemmta lýðnum sem hungr- aði í afþreyingu. Víðar í mannkynssögunni er að finna frásagnir af sambærilegum skemmt- anaiðnaði og hér og þar í heiminum er að finna rústir hringleikahúsa sem eru í dag minnisvarði um atferli sem flestum þykir í dag fremur ógeð- fellt. Samt sem áður var eingöngu verið að upp- fylla þarfir markaðarins. Markaðurinn vildi með öðrum orðum alltaf eitthvað meira og meira krassandi. Lýðurinn gat ekki endalaust látið bjóða sér einhverjar gamlar klisjur, einhver kassastykki. Múgurinn vildi fá eitthvað nýtt og ferskt, safaríkt - og blóðugt. Það sama er uppi á teningnum í íslenskum fjölmiðlaheimi í dag. Þar er að sögn verið að uppfylla kröfur lýðsins sem lætur sér ekki leng- ur nægja það sem einhver hefur séð eða heyrt um hverjir hafa byrjað saman eða hætt saman. I dag þarf múgurinn víst að fá að vita af hverju þessir hættu saman og hvort það var jafinvel af því að aðrir byrjuðu saman og það hér og nú. Þeir sem kjósa að flytja fréttir af einkalífi þessara fáu ffægu Islendinga bera því iðulega við að þeir sem kjósa að vera í sviðsljósinu verði að þola birtuna. Vissulega má það til sanns vegar færa því það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að fólk hefur áhuga á fólki, ekki síst frægu fólki. Það er einmitt ástæðan fýrir því að fólk verður á annað borð frægt. Á því byggja líka þessir fáu ffægu Islend- ingar afkomu sína. Því er alveg hægt að taka und- ir þau sjónamið að þeir þurfi síst að kvarta yfir því þótt um þá sé fjallað í fjölmiðlum og það ekki bara þegar þeim sjálfum dettur það í hug. Spurningin hlýtur samt að vera sú hversu langt eigi að ganga og hvar eigi að setja mörk- in. Að undanförnu hafa einstakir blaðamenn og/eða ritstjórar sett mörkin, eða öllu heldur fært þau til, eins og þeim hentar í hvert sinn. Er það þá eftir allt saman í lagi að kasta þræl- um fyrir ljónin bara að því lýðurinn gæti hugs- anlega haft gaman af því? Ja, maður spyr sig. Gtsli Einarsson, blaðamaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.