Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 7
^&usunu^i MIÐVIKUDAGUR 29.JÚNÍ 2005 7 Hér er hluti undirbúningmefndar inni í Salthúsinu sem búið er að breyta í samkomu- hús. Þetta eru þau Sigurður Ragnar Lúðvíksson, Laufey Helga Amadóttir, Magnús H'óskuldsson, Sigurður Gíslason og Haraldur Yngvason. A myndina vantarþau Sigur- laugu Konráðsdóttur, Vagn lngólfsson og Layfeyju Kristmundsdóttur. Færeyskir dagar í Ólafsvík Hinir árlegu Færeysku dagar verða haldnir í Olafsvík um næstu helgi, dagana 1. til 3. júh'. Þetta er í áttunda skiptið sem Olsarar tjalda öllu til og ætla þetta árið að bjóða upp á metnaðarfulla skemmtidag- skrá. Aðstandendur Færeyskra daga eru þetta árið átta einstaklingar sem hafa unnið að undirbúningi hátíðar- innar síðan í janúar á þessu ári. „Þetta er búið að vera skemmtileg vinna þó að það sé mikið að gera. Ef maður er jákvæður þá gengur allt upp,“ segir Laufey Helga Amadótt- ir einn skipuleggjandanna. „VTið erum búin að breyta Salthúsinu í samkomuhús með sviði og ljósum og öllu tilheyrandi. Svo höfum við verið að gera ótal skilti sem koma til með að merkja allan bæinn.“ I gegnum árin hefur íjöldinn allur af fólid skemmt sér á Færeyskum dögum og vonast þau til að þetta skiptið verði engin undantekning. „Þau eiga mikið hrós sldlið aðilamir sem fóm af stað með Færeyska daga upphaflega,“ segir Laufey, og segir hópinn núna hafa tekið þetta að sér þar sem þau vildu halda áffam þessu starfi og fannst bagalegt ef dagamir yrðu taldir, ef svo má segja. „Nú koma á hátíðina um 100 manns ffá Færeyjum auk innlendra gesta og við erum tilbúin að taka á móti miklum fjölda því gistirýmið verður meira með tilkomu nýrra hóteh'- búða sem verða tilbúnar fýrir þessa helgi.“ Það nýmæh verður núna í tengslum við Færeyska daga að Olafsvík verður skipt í sjö hverfi og munu þeim verða gefin færeysk nöfii. Svo verður að sjálfsögðu í boði ýmis afþreying og skemmtun fyrir alla. „Trompið okkar er ball með I svörtum fötum, en það verð- ur auðvitað margt annað tun að vera. Það verða héma um 600 fer- metrar af sölubásum, söngvara- keppni, samkvæmisdansar, bryggju- ball, lyffmgamót og margt fleira. Það verður sérstaklega mikið í boði fýrir bömin.“ Nú þegar mesta und- irbúningsvinnan er að baki fara átt- menningamir að slaka á og hlakka til skemmtunarinnar og segjast að lokum viss um að sólin muni skína á Olafsvík þessa helgi. GG Hótel Hamar opnar á morgun Hótel Hamar. Gamli golfskálinn á Hamri í baksýn. Iðnaðarmenn eru enn áfullu við lokafrágang hótelsins. Hér er Stefán Ólafsson, húsa- smíðameistari á Litlu Brekku að mikka til eina afhurðum herbergisálmunnar. Fyrstu gestir Hótels Hamars í Borgarnesi era skráðir inn á morg- un, fimmtudag en þá er gert ráð fyrir að ffamkvæmdum verði lokið við afgreiðslu, matsal, eldhús, fund- arsal og stærri álmu hótelsins sem í era 20 herbergi. Seinni herberg- isálman verður síðan opnuð viku síðar, eða 7. júlí. „Reising hússins hófst í byrjun mars og hefur verkið gengið í alla staði mjög vel og höfum við verið heppin með einvalalið iðnaðar- manna sem nánast allir eru úr Borgarnesi og nágrenni,“ sagði Hjörtur Arnason, hóteleigandi í samtali við Skessuhorn. Þó lítið fari fýrir hótelinu ffá þjóðveginum séð er það hið glæsilegasta þegar inn er komið. Víst er að hér á landi er ekkert hótel annað sem nánast er byggt inn á teigi golfvallar en með staðsemingunni einni saman hefur hótelið þegar skapað sér talsverða sérstöðu meðal hótela enda eru pantanir áhugasamra golfspilara þegar famar að berast. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.