Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 19
 MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 19 Fyrirlestur í Snorrastofu um sel og afréttarmál þriðjudagskvöldið 5. júlí: Sel í Romsdal í Noregi - uppruni og þróun H-Hús á Snæfellsnesi Hafdís Berg Gísladóttir. Á Snæfellsnesi eru rekinn þrjú hlýleg gistíheimili undir nafhinu H-Hús og er það Hafdís Berg Gísladóttir á Rifi sem rekur fyrir- tækið. Gistiheimilin sem um ræðir eru staðsett á Arnarstapa, í Olafsvík og í Stykkishólmi. Vesturvör á Arn- arstapa er glæsilegt heilsárshús með svefnplássi fyrir sex manns, stofu, eldhúsi og baði. I Olafsvík er gisti- heimili í gömlu, vinalegu báru- járnshúsi við Ennisbraut 2 og eru í því fjögur svefniherbergi, stofa, eldhús og bað. Á áætlun er að bæta við fleiri herbergjum næsta vor því Hafdís hefur fest kaup á húsi sem stendur við hlið gistihússins þar sem áætlað er að opna m.a. kaffihús nk. vor. Einnig á hún lítið vinalegt bárujárnshús við lækinn í Olafsvík en það hyggst hún endurnýja og nýta í reksturinn einnig. I Stykkis- hólmi er síðan Sæhamar. Frá því húsi er stórbrotið útsýni yfir hafið og eyjarnar. Þar er að finna svefh- pláss fyrir sex manns ásamt stofu, eldhúsi og baði. H-Hús rekur einnig gististað í Reykjavík og sum- arhús á Spáni. Það sem af er sumri hefur verið vel bókað á flesta staðinu. T.d. í júlí er fullbókað í húsin f Stykkishólmi, á Arnarstapa og á Spáni en enn eru nokkur laus pláss í gistiaðstöðunni í Ólafsvík. „Reksturinn gengur vel hjá mér, enda er ég að bjóða lítil og notaleg hús til útleigu sem ég reyni að hafa bæði hlý og notaleg og það er mottó mitt að fólki líði vel í mínum húsum og vilji koma aftur,“ sagði Hafdís Berg í samtali við Skessu- horn. Hún er ásamt um öðrum ferðaþjónustaðilum á Vesturlandi að imdirbúa markaðssókn sem felst m.a. í þátttöku á VestNorden ferða- kaupstefhuna sem verður í Kaup- mannahöfn í september en þar koma þessir aðilar fram undir ein- um hatti og hyggjast markaðssetja landshlutann með heitinu „All senses". MM Snorrastofa verður með opinn fyrirlestur um seljarannsóknir þriðjudaginn 5. júlí kl. 20.30 í Bók- hlöðusal stofhunarinnar. Kristoffer Dahle, fornleifaffæðingur frá Há- skólanum í Björgvin, mun fjalla um rannsóknir sínar í Romsdal í Nor- egi, en erindið, sem hann flytur á ensku, er liður í röð Fyrirlestra í héraði. Dahle er staddur á Islandi vegna rannsókna á seljum í Borgar- firði, en sú rannsókn er hluti Reyk- holtsverkefhisins, en fornleifarann- sóknir í Reykholti tilheyra einnig því verkefhi. Undanfarna áratugi hafa mis- munandi skoðanir komið ffam um fyrirkomulag og uppruna selja á Norðurlöndum. Á sjötta og sjö- unda áratugnum fullyrti Lars Reinton að selin hefðu uppruna sinn að rekja til yngri steinaldar og tilheyrðu almennri indóevrópskri arfleifð. Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir sýnt ffam á að fyrir- komulag selja eigi rætur í búskap- arháttum snemma á járnöld. Þá hafa sumir leitt að því rökum að þessi fornu sel hafi verið af annarri gerð en þau sem þekkt eru ffá síð- miðöldum og síðar. Kristoffer Dahle byggir hluta rit- gerðar sinnar til meistaraprófs við Háskólann í Bergen á fornleifa- fræðilegri rannsókn sem hann ffamkvæmdi í Romsdal á norðvest- urströnd Noregs. Eitt markmið- anna með rannsókinni var að rekja uppruna og þrótm á fyrirkomulagi selja á svæðinu. Ekkert seljanna voru þekkt fyrir að hafa forsöguleg- an uppruna. Þess ber einnig að geta að skipulag þessara afrétta hefur byggst á ákveðnum reglum um notkunar- og eignarrétt. Dahle mun í fyrirlestri sínum kynna bráðabirgðaniðurstöður þessara rannsókna sinna. Fyrirlestur Kjristoffers Dahle verður sem fyrr segir fluttur þriðju- dagskvöldið 5. júlí kl. 20.30. Að loknum fyrirlestrinum verður boð- ið upp á veitingar en síðan gefst gestum tækifæri til að ræða efiii fyrirlestrarins. Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir! (fréttatilkynning) Sturlu Böðvarssvni sameönmráðherra er ekki alls vamað Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra gerir að umtalsefhi í síð- asta tölublaði Skessuhorns þingsá- lyktunartillögu um ferðamál sem Alþingi samþykkti sl. vor. I þessa tillögu er vitnað í Norðurstjörn- unni, blað Vinstri- grænna sem dreift var fyrir skömmu. Það er alveg hárrétt hjá ráðherr- anum að hann lagði þessa ágætu tillögu ffam og hlaut hún góðar undirtektir þingsins sem sam- þykkti hana samljóða. Og mér finnst alveg rétt hjá ráð- herranum að birta þingsályktunar- tillöguna alla í blaðinu því hún er ágæt. Sem betur fer er fæstum alls varnað og þingmenn Vinstri grænna hældu ráðherra fyrir vinn- una við þingsályktunartillöguna og þær áherslur sem koma þar fram. Eins og lesendur sjá gengur hún í berhögg við umhverfisspjöll og stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Orð og athafnir fari saman I þingsályktunartillögunni er lögð áhersla á nokkur grunnmark- mið sem eru nýmæli í opinberri stefhu um ferðmál sem ástæða er til að halda á lofti: „1. Náttúra Islands, sterk byggð, menning þjóðarinnar og fag- mennska verði ráðandi þættir í þróun íslenskra ferðamála. 2. Tryggð verði samkeppnis- hæfni ferðaþjónustunnar sem stuðli að hámarks afrakstri í grein- inni. 3. Álagi vegna ferðaþjónustu verði jafnað á landið og íbúa þess og verði innan þolmarka í sam- ræmi við niðurstöður rannsókna. 4. Imynd Islands sem ferða- mannastaðar verði byggð upp og varin. Ennfremur verði unnið að eft- irfarandi markmiðum: 1. Ferðaþjónustunni verði sköp- uð rekstrarskilyrði sambærileg við rekstrarskilyrði í samkeppnislönd- unum. 2. Island verði í forsystu í um- hverfisvænni ferðaþjónustu. 3. Fylgt verði eftir uppbyggingu þjóðgarða með því að stuðla að ferðaþjónustu sem samþættir úti- vist og náttúruvernd. 4. Ábyrgð ferðamanna og fyrir- tækja í ferðaþjónustu verði aukin í umhverfismálum. “ Skýr stefha Vinstri- grænna í ferðamálum Þjóðin þekkir stefnu Vinstri grænna í uppbyggingi ferðaþjón- ustu. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram á þessu þingi sem áður tillögur í atvinnu- og ferðamálum þar sem lögð er áhersla á náttúru Islands í vistvænni og sjálfbærri ferðaþjónustu. Vitnað er til einnar slíkrar tillögu í Norðurstjörnunni, þar sem lagt er til alvöru stórátak í náttúru- og menningartengdri ferðaþjónustu í Norðvesturkjör- dæmi. Itarlega var fjallað um þá tillögu í Skessuhorninu snemma sl. vetur, en hún fékk mjög góðar undirtektir. Var hún einskonar stefnumörkun Vinstri grænna í ferðamálum fyrir kjördæmið. Tillögur stjórnarandstæðinga ná sjaldnast fram að ganga á þingi og því fögnum við góðum málum sem við getum stutt í tillögum ein- stakra ráðherra. Stefna ráðherra í ferðamálum og stóriðjustefhan fara alls ekki saman Hitt er svo öllum ljóst og kom greinilega ffam í umræðum í þing- inu að eitt meginmarkmiða tillög- unnar um ferðamál er í hróplegu ósamræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar í stóriðju- og virkjanamálum. Er furðulegt ef ráðherra ferðamála skellir skollaeyrum við þeirri hörðu gangrýni sem nú kemur frá flestum greinum atvinnulífsins og þá ekki síst ferðaþjónustunni á hina blindu stóriðjustefhu. Þar er bent á að stóriðjustefnan keyrir upp gengi krónunnar og skerðir verulega samkeppnisstöðu ferða- þjónustunnar svo hriktir í. Einnig vara samtök ferðaþjónustunnar við neikvæðum áhrifum stórvirkjanna og umhverfisspjalla. Orð og at- hafhir þurfa að fylgjast að hjá ráð- herra ferðamála sem öðrum. Hér fara eftir sýnishorn af á- lyktunum og skrifum, sem sam- gönguráðherra hlýtur að hafa fylgst með og getur ekki lokað eyr- um fyrir. En þær styðja með af- dráttarlausum hætti áherslur Vinstri grænna: Stóriðjustefhan og skert framlög til ferða- mála taka sinn toll 2. júní 2005, Af fréttavef Sam- taka ferðþjónustunnar: „Fækkun erlendra ferðamanna Samkvæmt tölum sem birtust í gær á vef Ferðamálaráðs er 5,6% fækkun erlendra ferðamanna 5 fyrstu mánuði ársins, en engar upplýsingar höfðu verið birtar frá áramótum. Samdráttur er á flest- um helstu svæðum en mest er fækkunin frá Svíþjóð og Noregi. Það er þó 1-3% aukning frá Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Þetta eru mikil um- skipti eftir tvö ár með mikilli aukn- ingu. Það er ljóst að hátt gengi fs- lensku krónunnar er að leika ferðaþjónustuna grátt eins og aðr- ar gjaldeyrisskapandi atvinnu- greinar og rýrir samkeppnishæfhi. Þar að auki var dregið mjög úr ffamlagi ríkisins til markaðssetn- ingar í ár og vöruðu SAF við því og sögðu lífsnauðsynlegt að verja greinina á meðan gengi krónunnar væri svona hátt og hún yrði best varin með því að auka markaðs- sókn. Erfitt er að spá um sumarið þar sem bókanir eru að koma seint inn, en þessar tölur auka mönnum ekki bjartsýni.“ „VARAÐ VIÐ VIRKJANA- FRAMKVÆMDUM í SKAGA- FIRÐI Ályktun stjórnar Samtaka ferða- þjónustunnar. Til fjölmiðla 6. október 2004 Samtök ferðaþjónustunnar vara alvarlega við þeirri tillögu sem fram hefur komið og er til breyt- ingar á þriðju tillögu að aðalskipu- lagi Skagafjarðar 2004-2016. Til- laga þessi var kynnt á fundi sveitar- stjórnar Skagafjarðar þann 24. september sl. Samtökin benda á að efling ferðaþjónustu hefur verið eitt meginmarkmið stjórnvalda á und- anförnum árum. Áframhaldandi vöxtur er best tryggður með öfl- ugri þjónustu og fjölbreyttri afþr- eyingu. Góð afþreying er lykilat- riði í að laða ferðamenn til lands- ins. Jökulár Skagafjarðar eru afar vinsæl afþreying bæði meðal er- lendra og innlendra ferðamanna enda einhverjar þær bestu og fjöl- breyttustu til fljótasiglinga í Evr- ópu. Einnig hefur umtalsverð at- vinnustarfsemi byggst upp í kring- um fljótasiglingarnar sem skapað hafa tekjur í byggðarlaginu. Það er því undarlegt að fórna dýrmætu svæði án þess að fram hafi komið hvers kyns atvinnuuppbyggingu virkjanirnar komi til með að hafa í för með sér. Með samþykkt þessarar breyt- ingar er verið að stofna áframhald- andi uppbyggingu í ferðaþjónustu í voða auk þess sem ímynd Skaga- fjarðar sem áfangastaðar ferða- manna mun bíða álitshnekki.“ Jón Bjamason, þ ingmaður Vinstri- granna í Norðvesturkjördœmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.