Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 SSffiSSUHÖEKI TOYOTA T TOYOTA ^MQTAROOIN MÓTARÖOIN TOYOTA mótarödw toyota motaröoin Vallamietíð slegið á Garðavelli Þriðja stigamót Toyota mótar- aðarinnar „Ostamótið“ fór fram á Garðavelli um helgina. Veðrið gerði keppendum og mótshöldur- um erfitt fyrir og þurfti að hætta við keppni vegna votviðris á laug- ardeginum. Upphaflega átti að leika 54 holur en þar sem keppni var felld niður eftir einn hring fyrri daginn voru aðeins leiknar 36 holur. A sunnudeginum viðraði mun betur og hélt keppni áfram. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigraði í kvennaflokki og setti jafn- framt vallarmet en hún lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari, samtals á 151 höggi. Þetta er í annað skiptið í röð sem hún sigrar á stigamóti. I 2. sæti í kvennaflokki var Nína Björk Geirsdóttir úr GK og í 3. sæti var Helena Árnadóttir úr GA. I karlaflokki sigraði Auð- unn Einarsson úr GK á einu höggi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á stigamóti. Auðunn lék síðari hringinn á 76 höggum eða 4 höggum yfir pari en þann fyrri á 72 höggum. Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKJ kom fast á hæla honum í annað sætið og í 3. sæti var Björgvin Sigurbergsson úr GK á 7 höggum yfir pari. Þrír kepp- endur úr Golfklúbbnum Leyni tóku þátt í Ostamótinu, þau Stefán Orri Olafsson, Kristvin Bjarnason og Valdís Þóra Jónsdóttir. Stefán Orri varð í 8. sæti á 156 höggum, Kristvin í því 17. með 160 högg og Valdís Þóra náði 9. sæti í kvenna- flokki á 196 höggum. GG Sjóstangveiðimót á Skaganum Sjóstangveiðifélag Akraness (Sjóskip) hélt dagana 17. og 18. júní sl. mót í sjóstangveiði á Akra- nesi og var mótið liður í Islands- meistaramótinu. Alls tóku 11 bátar þátt og 39 keppendur. Aflahæsti heimamaður var Gunnar Leifur Stefánsson og aflahæsta heima- konan Hildur Eðvarðsdóttir. Afl- inn á mótinu var alls um 8,5 tonn. Aflahæsti maður mótsins var Þor- steinn Jóhannesson frá Siglufirði (Steini verkur) og aflahæsta kona mótsins var Sigfríður Valdimars- dóttir frá Arskógssandi. Aflahæsti Kristbjöm Rafhssonfrá Grundarfirdi og Friðrik Magnússonfrá Akranesi varu saman í sjóferð. skipsstjórinn var Böðvar þriðja. Mótinu lauk með mikilli Jóhannesson, Jóhann skemmtun í Miðgarði í Innri Hreggsviðsson í öðru og Akraneshreppi. Jón Sigurðsson í því MM/ Ljósm. Eiríkur Kristófersson. Síldin AK-88 að koma að landi. Slappað af á hafrarbakkanum eftir að alls 8,5 tmn affiski voru komin á land. Kristján Fjölmenni kom og fagnaði með Kristjáni F Axelssyni bónda í Bakkakoti þegar hann hélt upp á 60 árin í afmælishófi sl. föstudag í Munaðarnesi. Auk hefðbundinna landbúnaðarstarfa hefur Kristján komið víða við í félags- og menn- ingarmálum. Hann sat lengi í stjóm Kaupfélags Borgfirðinga, er for- maður Veiðifélags Þverár og fjall- kóngur ár eftir ár auk þess að vera virkur félagi í Bridsfélagi Borgar- fjarðar svo eitthvað sé nefnt. Svo er sagt að kindurnar þekki hann með nafni og öfugt! Tengdasonur Krist- jáns, Sindri Sigurgeirsson, var veislustjóri og stýrði samkomunni af alkunnri snilld og gamansemi. Söngmenn miklir era í fjölskyldu- og vinahópnum og fljótlega fylltist salurinn af söng. Gerður var góður í Bakkakoti sextugur rómur að skemmtiatriði sem var dóttir Sindra, söng afa sínum óð við um leið afmælisgjöf ffá barnabami undirleik ffá Badda á nikkunni. Kristjáns, en það var þegar Lilja Ljósm: HSS Fréttir frá Golfklúbbi Borgamess Golfvöllurinn í Borgarnesi er kominn í sæmilegt ástand eftir erf- iðan vetur. I byrjun júní voru tekn- ar í notkun fjórar nýjar brautir og er nú leikið á 12 brauta velh. Fyrsta mótið, Vormót GB, fór ffam 14. og 16. maí og gilti betri hringur. Leiknar voru 18 holur. Omar Orn Ragnarsson vann í höggleik án forgjafar með 85 högg, en Ingimundur Ingimundarson með forgjöf á 71 höggi. Þrjú mót eru búin í SM mótaröð- inni en það eru safhmót styrkt af Sparisjóði Mýrasýslu. Mótin verða átta talsins en fjögur þeirra telja. Keppt er í höggleik án forgjafar og pimktakeppni. Fyrsta opna mótið á 12 holu vell- inum var Xerox open sem fór fram 12. júní. Keppendur voru 65 tals- ins. Sváfhir Hreiðarsson GR vann í höggleik án forgjafar með 75 högg, Hróðmar Halldórsson GL varð annar með 76 högg og Orn Ævar Hjartarson GS þriðji með 78 högg. Hróðmar Halldórsson GL var fyrstur með forgjöf með 73 högg, annar Hlynur Þór Stefánsson GB með 73 högg og þriðji Hilmar Stef- ánsson GKJ með 75 högg. Lengsta teighögg á 6. braut átti Örn Ævar Hjartarson. Næst holu á 8. braut eftir upphafshögg var Guðmundur Ragnar Ólafsson GÖ 1,71 m og næst holu á 10. braut eftir annað högg var Trausti Eiríksson GB 0,81 m. Hinn geðþekki kylfingur Krist- vin Bjarnason ffá Akranesi kennir hjá GB í sumar og virðist fara vel af stað. MM LANDSBANKA DEILDIN AKRANESVÖLLUR IA - IBV miðvikudaginn 29. júní kl. 19:15 ALLIR Á MÖLLIIMIM rn "visT jj |§! rn|KBBANKi HBGRANDI v al COKE og COKE LIGHT á Akranesiy 0 Bflás Kaupir þú bíl frá B&L hjá Bílás - nýjan eða notaðan - | styrkir þú Knattspyrnufélag ÍA I V__________________ Lilja Sindradóttir syngur fyrir afa. Fjölmenni var í hófinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.