Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Page 8

Skessuhorn - 29.06.2005, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 Stórauldn aðsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Starfsfólk og nemendur Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði hefja sitt annað starfsár næsta haust. Eftir að hafa sinnt óhefð- bundnu skólastarfi fyrsta árið á meðan á byggingu skólahúsnæðis- ins stóð er næsta verkefni að nýta þá reynslu sem þá fékkst til að móta skólastarfið enn frekar, enda er þetta framsækinn framhaldsskóli sem er enn í þróun. Nú þegar ligg- ur fyrir að fleiri muni stunda nám þar en gert var ráð fyrir í upphafi: „Það voru 120 nemendur þegar við byrjuðum en núna næsta haust reiknum við með 180, það stefnir í það. Þetta er meiri fjöldi en búist var við,“ segir Pétur Ingi Guð- mundsson, aðstoðarskólameistari. „Við munum svo fjölga nemendum enn meira áður en við byrjum að útskrifa.“ Langmest af nemendun- um er af Snæfellsnesinu og eru þeir á öllum aldri. Það eru því ekki að- eins unglingar í FSN, en flest við þennan skóla er óhefðbundið, þar á meðal húsnæðið og kennsluhættir. Skóli án veggja „Þetta er eiginlega þróunarverk- efni sem lagt var upp með í ráðu- neytinu. Það miðaði að því að nýta sem best upplýsingatæknina og nú- tímalega kennsluhætti. Hér er allt aðgengilegt á netinu og kennslan er einstaklingsmiðuð, en það getum við gert vegna smæðar hans. Skól- inn allur er mjög opinn og húsnæð- ið endurspeglar það því hér eru ekki dæmigerðar skólastofur og lítið um veggi. Hér er hópum kennt í stór- um kennslusal með skilrúmum. Þetta er töluvert frábrugðið og væri eflaust ekki hægt í stærstu skóltm- ...... U um. Smæð skólans kemur þó ekki niður á námsframboði. „Við getum boðið upp á margar brautir vegna þess hve tæknivæddur skólinn er,“ segir Pétur, „hér eru í boði allar þrjár brautir til stúdentsprófs; nátt- úrufræði-, félagsfræði- og mála- braut auk félagsmála- og tóm- stundabrautar, tölvufræðibrautar og viðskiptabrautar. Þannig að við höf- um alla breiddina. Svo höfum við almenna braut fyrir þá sem koma illa staddir út úr grunnskólanum." Nemendur verða að vera vel tækj- um búnir í svo nútímalegum skóla og það er skylda að allir séu með fartölvur. Flestir kjósa að kaupa sér eigin tölvur en skólinn býður einnig upp á lánstölvur. Þetta þýðir auðvitað miklu minni pappírseyðslu en gengur og gerist og ljósritunar- vélin er notuð miklu minna en í öðrum ffamhaldsskólum. Fyrsti skólinn sinnar tegnndar „Kennslustundirnar eru klukku- stund að lengd og er skyldumæting í helming þeirra. Þar á móti eru frjálsir verkefnatímar með kennara. Því er minna um fasta vinnu og sker Fjölbrautaskóli Snæfellinga sig úr því þetta kerfi er öðruvísi en gengur og gerist. Hér er meiri sveigjanleiki, til dæmis ef nemandi er góður í einu fagi þá getur hann sleppt frjálsu tímtmum í því fagi og Péttir Ingi Guðmundsson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga. farið frekar í þá tíma sem krefjast meiri vinnu af hans hálfu,“ útskýrir Pétur. Það er auðvitað takmörkuð reynsla komin á þessa nýju kennsluhætti en Pétur segir reynsl- una frá fyrsta árinu vera góða: „Okkur finnst þetta vera að ganga ágætlega. Þetta er skóli í þróun, það hefur aldrei verið svona skóli áður á Islandi, jafnvel í heiminum. Við höfum ekki ennþá fundið sam- svarandi skóla annarsstaðar. Það þýðir auðvitað ekki að þeir séu ekki til, en við höfum a.m.k. ekki fundið hann ennþá.“ GG Hótelstjóraskipti í Reykholti þessum slóðum. For- feður hennar bjuggu m.a. á Kálfalæk á Mýr- um og Hrútsholti á Snæfellsnesi. Sigrún er þaulvön hótelstjórastörfum; bjó og starfaði lengi sem slík í Bandaríkj- unum. „Eg var hótel- stjóri í 16 ár í Orlando og á Coco Beach, sem er strönd skammt frá Kennedihöfðanum. Til Islands fluttist ég svo aftur um áramótin 2001/2002 og hefsíð- Sigriín Hjanardóttir, nýr hótelstjóri Fosshótels Reykholti. Ljósmynd: Jóhann Páll Kristbjömsson. Hótelstjóraskipti eru nú að eiga sér stað hjá Fosshótelum í Reyk- holti, en Einar Valur Þorvarðarson, sem gegnt hefur starfinu ffá því Fosshótel hóf þar rekstur sl. haust, er hættur og nýr hótelstjóri, Sigrún Hjartardóttir tekur formlega við 1. júlí nk. Fosshótel Reykholt hefur þá sér- stöðu að gera markvisst út á að vera menningartengt hótel og hefur sem slíkt þríþætt þema; þ.e. norræna goðafræði, íslenskar bókmenntir og klassíska tónlist. Þá eru fyrirhugað- ar breytingar á kjallara hótelsins þar sem í nánustu framtíð verður ráðist í að koma fyrir SPA-aðstöðu. Hótelið opnaði eftir gagngerar endurbætur í vor og eru þar nú yfir 70 herbergi, flest með baði. I samtali við Skessuhom sagðist Sigrún Hjartardóttir hlakka til að takast á við spennandi verkefhi í Reykholti og ekki síður að flytjast í sveitina en skyldfólk á hún víða á an unnið hjá Fosshót- elum, fyrst sem aðstoðar fram- kvæmdastjóri en síðustu tvö og hálff ár sem hótelstjóri á Fosshótel Lind við Rauðarárstíg, sem er elsta hótelið í Fosshótela keðjunni." Sig- rún segist hlakka til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í Reyk- holti. „Þetta er verðugt verkefni og spennandi og ég vona að ég muni standa mig vel í þessu starfi ásamt því góða fólk sem þama vinnur og að saman munum við verða sveit- inni til sóma,“ sagði Sigrún Hjart- ardóttir að lokum. MM Undirbúningur Skagamóts á lokastigi Magnús Óskarsson, formaður UKIA segir nú aðeins eftír að fín- pússa undirbúning fyrir Skagamót 7. flokks sem haldið verður helgina 8. - 10. júlí n.k. á Akranesi. Gert er ráð fyrir að keppendur verði um 900 talsins auk hðsstjóra, þjálfara og foreldra, þannig að vegna móts- ins má gera ráð fyrir að íbúum á Akranesi fjölgi um 2500 - 3000 þessa helgi. Gistíngu fyrir hluta þátttakenda hefur verið ráðstafað í Grundaskóla, við íþróttasvæðið og í KFUM húsinu. Þá er tjaldsvæði skipulagt fyrir fjölskyldur á túninu við kirkjugarðinn og er því að fullu ráðstafað vegna mótsins. Magnús formaður segir að það verði hið besta veður þessa helgi eins og var síðastliðið ár. Þessa sömu helgi verða Irskir dagar á Akranesi með afar fjöl- breyttri dagskrá víða um bæinn. Safhasvæðið býður upp á marvís- legt að skoða, fjöbreytilegar útgáfur sýninga og svo er alveg tilvalið að fá sér sundsprett milli atriða. OG Þakklátur sjúldingur Þessa stórglæsilegu veislutertu fékk starfsfólk á B deild Sjúkra- hússins á Akranesi færða nýlega ffá þakklátum sjúklingi sem þar hafði legið inni eftir liðskiptiaðgerð. Það er nokkuð ljóst að viðkomandi sjúklingur hefur fengið góða með- höndlun hjá starfsfólki spítalans því glæsilegri tertu er vart hægt að hugsa sér og góður hugur sem greinilega fylgir máli. MM i 1 1 > .. *v • ■ 1' i ( ,ji Hér er verió aS rífa þakió af elsta hluta Hraófrystihúss Grundarfjarðar sem nú heitir Fiskiójan Skagfiróingur hf. en stækka á verksmiðjuna í sumar. Mikiðlífí Grundarfjarðarhöm Það sem af er ári hefur meiri afla verið landað í Grundarfirði en áður. A fyrsm ftmm mánuðum árs- ins hefur þar verið landað 11.000 tonnum á móti 15.000 tonnum allt árið í fyrra. Björg Agústsdóttir bæj- arstjóri segir markaðssetningu á höfninni vera að skila sér. „Þetta er góð höfh, það er góð þjónusta í kringum hana, þar á meðal alsjálf- virk ísverksmiðja og það er mikið af aðkomuskipum sem koma hingað. I haust fara svo nokkur fyrirtæki héðan sem tengjast hafhsækinni þjónustu á Sjávarútvegssýninguna í byrjun september." Sem merki um góða tíð er stækkun rækjuvinnsl- unnar hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. sem ráðist verður í í sumar, en það er þvert á reynslu annarra í rækjuvinnslu því ekki hefur veiðst mikið af henni undanfarið. Til stendur einnig að færa og stækka minni bryggjuna og bæta þar með aðstöðu fyrir smábáta í Grundar- firði. GG Morgunfundur á ESSO A hverjum morgni hittast hressir kallar í heitum pottum víða um land. I Borgamesi eni málefni líðandi stundar hinsvegar mest krufm yfir rjúkandi kafifi á bensínstöð Hymunn- ar. A myndinni em þeir Birgir Bjömsson, Snorri Þorsteinsson, Erlendur Samúelsson, Guðjón Karlsson og Guðmundur lngimundarson. Ljósm: HSS

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.