Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 13
 MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 13 Það er skemmtilegur siður að koma saman við hljóðfierið og taka lagið. Standandi eru á myndinni frá vinstri talið; Friðjón Þórðarson, mágur hans Astvaldur Magnússon og sonur hans Þorgeir útvarpsmaður. Við hljóðfiærið er Guðbjörg Helga Þórðardóttir, kona Astvaldar og systir Friðjóns. Erla, Kristinn Jón 10 ára, Sigurrós 10 ára og Sólrún Sojfiía 3 ára. Villtir refir skoðaðir Farin var stórskemmtilega ferð með Sæmundi sagnamanni og landverði hjá þjóðgarðinum sl. sunnudag. Lagt var af stað frá Malarrifi í átt að greninu. Hópurinn var alls 17 manns á öllum aldri, yngst var 7 mánaða stúlka sem var borin á baki föður síns. Hópurinn hafði ekki gengið lengi þegar fyrsta tófan sást. Var það greinilega læða því hún var grensmogin en skottið var þó loð- ið. Hún var líklega í fæðuleit. Hópurinn læddist nú upp í hraunið, þögull sem gröfin og kom sér fyrir bak við hól einn. Mjög fljótlega birtust þrír yrð- lingar sem hlupu um og léku sér. Ekki var farið of nærri greninu þar sem tófan fælist ef hún finnur mannaþef of nærri því. Sæmund- ur var með góðan kíki svo allir gátu séð yrðlingana í návígi. Sæ- mundur sagði frá lifnaðarháttum tófunnar og fleiri fræðandi sögur. Þetta var einstaklega vel heppnuð og skemmtileg ferð. Takk fyrir okkur. Erla Kristinsdóttir. Sannir vinir. „Svo marga hefðum við glatt með fallegum söng okkar, að engu líkara v<eri en við vœrum fœddir undir heillastjómu. “ ævinlega eftirsóttur af ýmsum kór- um, m.a. sem einsöngvari. Leikbræður í vitund fólks. Þar kom svo, árið 1977, að útvarps- maðurinn góðkunni, Svavar Gests, sem þá starfrækti SG hljómplötur, kom að máli við þá félaga og spurði hvort í handraðanum kynnu að leynast upptökur með söng þeirra sem gefa mætti út. Þegar að var gáð reyndust til í safni Ríkisút- varpsins upptökur af sex lögum og við frekari leit fúndust upptökur af átta lögum til viðbótar. Þær komu frá Helga Einarssyni frá Hróðnýj- arstöðum í Laxárdal, sem alla tíð hafði sýnt Leikbræðrum og söng þeirra mikinn áhuga. Hann var einn hinna fyrstu sem eignaðist segulbandstæki -og þegar farið var að kanna málin frekar reyndist upptaka hans frá æfingu félaganna fjögurra í Gúttó haustið 1952 fyr- irtaksgóð og var sett á plötuna á- samt hinni upptökunni sem fyrir lá. „Satt að segja taldi ég þessa út- gáíú vera tilgangslausa, að fólk væri búið að gleyma okkur og plat- an myndi ekki seljast. Annað átti þó eftir að koma á daginn," segir Astvaldur. Platan var gefin út í þúsund eintökum sem seldust mjög fljótt, sem og annar viðlíka stór skammtur sem í kjölfarið kom. Síðar kom platan út á geisladiski. Söngbræðralögin góðu Haustið 1990 gáfu þeir söngfé- lagarnir úr Leikbræðrum út bókina Söngbræðralög, þar sem er að finna nótur fjörutíu raddsettra laga fyrir kvartettsöng. Flestar voru raddsetningarnar gerðar af Carli Billich, en hann lést haustið 1989, og var útgáfan einmitt hugsuð til að heiðra minningu hans. „Billich sagði stundum að radd- setningar þær sem hann gerði fyrir kvartettinn ætti ekki að skoða sem einkaeign okkar Leikbræðra, held- ur skyldum við ljá þær öðrum sem kæmu saman til að syngja, sjálfúm sér og öðrum til ánægju. Einmitt þess vegna fannst okkur þessi út- gáfa svo mikilvæg," segir Friðjón, sem á textana við sjö af þessum íjörutíu lögum. Astvaldur segir að það að hafa góðan textasmið hafi verið stolt Leikbræðra og sömu- leiðis að hafa í sínum röðum jafn- góðan söngmann og tenórinn Gunnar Einarsson. Undir hið síð- astnefnda tekur sonur Astvaldar, Þorgeir útvarpsmaður. „Það heyrist svo vel hjá Leik- bræðrum að þar syngja saman menn sem eru sannir vinir í sömu fjölskyldunni. Það skín alveg í gegn. I mínum huga er það heldur engin spurning að Gunnar Einars- son er besti tenór sem sungið hef- ur með íslenskum kvartett. Hann hefur þennan blátæra og títumjóa tón og er rennisléttur í efstu lín- unni. Það er unun að hlusta á á- reynslulausan söng hans,“ segir Þorgeir um söng Gunnars sem var Söngur íhaldsins I aldarfjórðtmg söng Astvaldur Magnússon með Karlakór Reykja- víkur. Friðjón Þórðarson starfaði með kórnum frá 1947 frarn til 1955, að hann fluttist vestur í Dali, en nú seinni árin hafa þeir báðir starfað með sönghópi eldri karla- kórsfélaga sem æfir reglulega. Torfi Magnússon lést 1990 og Gunnar Einarsson 1997. I þvarginu á Alþingi, þar sem Friðjón átti sæti ffá 1956 til 1959 - og síðar frá 1967 til 1991, kom stundum fyrir að lagvissir þing- menn tóku lagið og komu fram í þingveislum við undirleik Gunnars Thoroddsen, seinna forsætisráð- herra. Fyrsta útgáfan af sönghópi í þessa veru var kvartett skipaður sjálfstæðismönnunum Friðjóni, Jóni Arnasyni, Steinþóri Gestssyni á Hæli og Ólafi G. Einarssyni.“Þegar við komum fram í fyrsta skipti var það án þess að nokkur vissi. Eg frétti að þegar við stigum á svið hefði Hannibal sagt að greinilegt væri að nú væri Ihaldið að syngja sitt síðasta! Seinna komu svo ýmsar fleiri út- gáfúr af kvartettsöng á Alþingi og meðal söngmanna má nefna Inga Tryggvason, Björn Fr. Björnsson sýslumann á Hvolsvelli, Karvel Pálmason og Helga Seljan.“ Sönggleðin lifir Arfleifð Leikbræðra lifir, þótt fimmtíu ár séu liðin frá því kvar- tettinn söng síðast. Síðastliðna tvo vetur hafa á mánudagskvöldum í viku hverri komið saman á heimili Astvaldar syrúr hans og nokkrir fleiri úr nánasta frændgarði og tek- ið lagið. Upphaflega átti þetta að- eins að vera fjölskyldugaman, en í vetur gerðist það svo að þessi tvö- faldi kvartett kom fram nokkrum sinnum og gerði góða lukku. „Sönggleðin hefur alltaf lifað í okkar fjölskyldu og á öllum mannamótum þykir fólki sjálfsagt að taka lagið,“ segir Þorgeir Ast- valdsson, sem er í hópnum ásamt föður sínum. Aðrir sem hann skipa eru Pétur og Magnús Astvaldssyni og Astvaldur Traustason, sonur Dóru Astvaldsdóttur og frændur þeirra tveir; Halldór Torfason og bræðurnir Frosti og Sigurgeir Jó- hannssynir. SBS „Það heyrist svo vel hjá Leikbrœðrum aðþar syngja saman menn sem eru sannir vinir í s'ömu fijölskyldunni. Það skín alveg í gegn, “ segir Þorgeir Astvaldsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.