Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 23
»&usunuÉ. MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 23 Um 840 þátttakendur tóku þátt í KB bankamótinu í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi um liðna helgi. Þar áttust við knatt- spyrnufólk framtíðarinnar úr 4. 5. 6. og 7. flokkum frá öllum lands- hlutum. „Það rigndi,“ voru fyrstu viðbrögð Aðalsteins Símonar- sonar, formanns knattspyrnu- deildar Skallagríms, þegar hann var spurður um hvernig móts- haldið hafi gengið. Síðan bætti hann reyndar snarlega við: „Mót- ið gekk alveg rosalega vel þrátt fyrir talsverða úrkomu og erfitt veður framan af mótinu, en fólk var í góðu skapi og glaðlynt og þá gengur allt vel. En þetta end- aði eins og venjulega í blíðskap- arveðri og allir fóru glaðir heim.“ Það var því mikið líf og fjör í Borgarnesi alla helgina vegna mótsins. Fjölmargir foreldrar fylgdust með eins og vanalega og fylltust tjaldstæði bæjarins og tjaldstæði í nágrenninu einnig. Skemmtidagskrá var í íþrótta- miðstöðina á laugardagskvöld- inu og mikið að gera í verslunum og hjá þjónustuaðilum alla helg- ina. Tap gegn íslandsmeisturunum Á myndinni er Valberg Sigurðurðsson, reiðkennari í Dölum á leið með nemend- ur sína á hestamanamótið á Nesodda sem fram fór um sl. helgi. Ljósm: SJök. Um 70 knattspyrnuiðkendur tóku þátt mótinu úr Borgarnesi og fylgdu þeim u.þ.b. tvöfaldur sá fjöldi í formi foreldra, systkina og annars venslafólks sem jafn- framt voru starfsmenn mótsins. Einnig voru nokkur dæmi um að viljugir Borgnesingar tækju þátt í vinnu við mótið þó þetta ágæta fólk hefði í sjálfu sér engra beinna hagsmuna að gæta ann- arra en að verða bænum sínum til sóma. Aðalsteinn vildi koma á framfæri þakklæti til KB banka og annarra styrktaraðila mótsins, til sveitarfélagsins og þá sérstak- lega Indriða Jósafatssonar í- þrótta- og æskulýðsfulltrúa sem stóð sig með prýði í allri aðstoð við mótshaldara. Einnig vill Aðal- steinn þakka fyrirtækjum og öðr- um aðilum sem studdu við Skallagrím á einn eða annan hátt um liðna helgi. MM Ljósm: ES I 7. umferð Landsbankadeild- arinnar á fimmtudag mætti ÍA efsta liði deildarinnar, FH á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en liðið hefur ekki unnið Skaga- menn í heil fimmtán ár, eða þar til nú. íslandsmeistararnir unnu leikinn 2-0 og verður að játast að það var nokkuð verðskuldaður sigur. Að venju byrjuðu Skaga- menn leikinn vel en náðu ekki að nýta færin og þegar leið á fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd á vellinum. Hjörtur Hjartarson fékk gult spjald um miðbik hálfsleiks- ins fyrir að brjóta á markmanni FH. Skagamenn virtust vera óá- nægðir með dómarann allan leik- inn. Úr óverðskuldaðri auka- spyrnu, að þeirra mati, skoraði Tryggvi Guðmundsson fyrsta mark leiksins á 44. mínútu. Dóm- arinn bætti heilum fjórum mínút- um við leiktímann við fyrri hálf- leik og FH bætti við öðru marki þegar 3 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Það skoraði Allan Borgvardt eftir lag- lega sendingu frá Jóni Þorgrími Stefánssyni. Seinni hálfleikur byrjaði einnig kröftuglega hjá Skagamönnum en datt niður þangað til bæði liðin fóru að skapa sér færi þegar um 20 mín- útur voru eftir. Pálmi Haraldsson fékk færi sem hann var óheppin að nýta ekki betur og minnka muninn og Skagamenn áttu sannkallað dauðafæri þegar skammt var eftir en Hafnfirðingar rétt náðu að hreinsa frá. Heima- menn áttu einnig sín færi en náðu ekki að skora. Allt í allt var þessi sigur verð- skuldaður enda FH liðið geysi- sterkt. Það er athyglisvert hve Skagamenn voru duglegir að safna gulu spjöldunum en alls var sjö leikmönnum liðsins veitt- ar áminningar á meðan Hafnfirð- ingarnir fengu enga. Næsti leikur ÍA í Landsbankadeildinni er í kvöld þegar ÍBV mætir á Skag- ann og hefst leikurinn klukkan 19:15. ÍBV er í níunda sæti deild- arinnar en ÍA í því áttunda. GG Gott KB bankamót þrátt fyrir mikla vætu Stig á útivelli Víkingar í Ólafsvík fóru langt til að sækja stig að þessu sinni, alla leið til Húsavíkur. Þar var ákjós- anlegt knattspyrnuveður og áttu Víkingar í fullu tré við heimamenn. í fyrri hálfleik fengu þeir Slavisa, Hemmi, Helgi Reynir og Craig góð færi en náðu ekki að setj'ann. Markalaust í leikhléi en Völsungar komu sterkir til leiks eftir teið og settu mark í upphafi hálfleiksins eftir misskilning hjá Bega og Ein- ari markverði. En Víkingar létu það ekki slá sig út af laginu og skoruðu 7 mínútum síðar þegar Slavisa náði að skora eftir darraðadans í teignum. Hans fyrsta mark fyrir Víking, þ.e. rétt- um megin. Á 70. mínútu fá Völs- ungar vítaspyrnu eftir að knöttur- inn hrökk í hönd Ejubs en Einar Hjörleifsson gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. I blálokin varði hann svo einnig eftir að heima- maður hafði komist einn í gegn- um vörn Víkings. Bestur í liði Vík- ings var Einar markmaður og Tryggvi Hafsteinsson komst einnig vel frá sínu í stöðu hægri bakvarðar þar sem Ragnar Mar var meiddur. Steven Mackay var í leikbanni í þessum leik. Fyrir- fram hefðu Víkingar líklega verið sáttir við jafntefli en ef færin í fyrri hálfleik hefðu nýst ætti sigur að hafa unnist. En Völsungar fengu góð færi í seinni hálfleik þannig að jafntefli er líklega sanngjörn úrslit. Því eru Víkingar með 8 stig eftir sex leiki og í áttunda sæti en þeir eiga tvo heimaleiki í þessari viku sem gætu breytt stöðunni. Hver veit! FRF Stórtap á heimavelli Nú er þátttöku ÍA manna í Inter- Toto keppninni lokið eftir 4-0 tap gegn finnska liðinu FC-Turku á sunnudag. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Finn- landi og því voru margir vongóðir um gott gengi á heimavelli. Það voru þó ekki margir sem sýndu leiknum áhuga hér á Akranesi og var frekar illa mannað á áhorf- endapöllunum. Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA ákvað að hvíla marga af reyndari leikmönnum liðsins enda þurfa Skagamenn að nýta alla sína krafta í Landsbankadeildinni þar sem gengi liðsins hefur verið slakt það sem af er sumri. í fyrri hálfleik voru heimamenn betra liðið þó að markatalan gefi það ekki til kynna. Ellert Jón Björns- son átti dauðafæri á 8. mínútu en skotið fór framhjá. Eins og svo oft áður vantaði herslumuninn upp á að úr yrði mark. Skagamenn höfðu átt nokkur ágæt færi þegar Finnarnir komust yfir á 24. mínútu með marki frá Henri Lehtonen. Lítið var um færi á báða bóga í síðari hálfleik en Turku komst í 2- 0 á 64. mínútu þegar Miikka llo skoraði. Þegar á leið leikinn var sem ÍA liðið hefði hreinlega gefist upp fyrir gestunum og játað sig sigrað. Á 75. mínútu skoraði Tom Petrescu fyrra mark sitt og þriðja mark Turku og bætti svo við öðru á 81. mínútu. Þetta var óþarflega stórt tap hjá Skagamönnum og þó að teflt sé fram óreyndara liði þarf það ekki að réttlæta svona skell. GG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.