Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 17
a&UaunuiJ MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 17 Reynið nú að telja brosin á myndinni! Kveldúlfur kominn á kreik Á föstudaginn síðasta var hald- inn fyrsti Kveldúlfur sumarsins í Fossatúni í Borgarfjarðarsveit. Það var dúettinn Hundur í óskilum Group sem reið á vaðið og er skemmst ffá því að segja að salur- inn var troðfullur á hinum nýja skemmtistað héraðsins. Það helg- ast reyndar af því að þessari dag- skrá er ætlað að verða á útisviði í framtíðinni en ekki inni eins og varð að vera á föstudaginn vegna veðurs. Hundingjarnir að norðan tóku sig mátulega alvarlega og sal- urinn var vel móttækilegur fyrir ýmsum fíflalátum. Tónlistarflutn- ingur var með óvenjulegasta mód en þar var m.a. spilað á blokkflaut- ur með nösunum og hárþurrka gegndi mikilvægum hlutverkum, hvort sem var til tónlistarflutnings eða til þess að skapa myndræna lýsingu á ástandi þeirra félaga. Það var ekki annað að sjá en að allir gestir hefðu skemmst sér vel Hundingjamir að norðan ásamt hárþurrkunni góðu. og það er vonandi að Borgfirðing- áætlað er að verði á hverju föstu- ar verði duglegir, sem og aðrir, að dagskvöldi. mæta á þessar kvöldstundir sem ÞGB Skútan í andlitslyftingu Nú er verið að vinna verulegar endurbæmr við sölustað Olíufé- lagsins hf á Akranesi, Skútuna. Settir hafa verið iúður tveir 50 þús- und lítra eldsneytistankar, endur- bæta á aðkeyrslu, helluleggja svæð- ið, malbika og byggja stórt skýli yfir eldsneytissöluna og gera end- urbætur á þjónustuhúsinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir fram eftir sumri. ÓG Frá Spitsbergen til Stranda Hugrún Petronella með skeytið góða ogflöskuna. Ljósm. BG. Fyrir skömmu þegar Baldur Gíslason úr Búðar- dal var á ferð með móður sinni, Hugrúnu Petronellu Thorlacius, í sunndags- bíltúr norður á Ströndum, fundu þau mæðgin flösku- skeyti og miðað við textann í skeytinu var það ættað frá Noregi og komið fyrir í flöskunni um páskana 2004. I skeytinu var gefið upp tölvupóstfang og sendi Baldur tölvupóst út og fékk strax svar frá Noregi á þessa leið: „Hey! Now that is funny! Yes. The bottle was throw overboard at Hinlopen. It is on the north side of Spits- bergen where we was shrimp fis- hing. Ftmny to think about that the bottle has traveled ffom Spits- bergen to Iceland. When did your folks find it?“ I framtíðinni má því gera ráð fyrir að vinabæjatengsl skapist milli Búðardals og Spits- bergen - hver veit? MM Útboð á byggingarrétti í gamla miðbænum í Borgarnesi Velkomin í Borgarbyggð Um er að ræða byggingarrétt á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Hús undir íbúðir verða á tveimur hæðum ásamt risi. Alvinnuhúsnæði er hugsað á jarðhæð húss sem staðsett verður á Brákarbraut. Svæðið sem byggingarrétturinn nær yfir er í „Gamla miðbænum í Borgarnesi" við Brákarsund. Af svæðinu er stutt f grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, íþróttaleikvang auk annarrar þjónustu. I boði eru: A: 6 lóðir við Brákarsund með samtals 24 íbúðum B: 2 lóðir við Skúlagötu með samtals 8 íbúðum. C: 1 lóð við Brákarbraut með atvinnuhúsnæði á iarðhæð auk íbúðarhúsnæðis fyrir 4 íbúðir á næðum fyrir ofan jarðhæð. Bjóða skal í byggingarrétt á sem einni heifd. a lóðum A, B og C Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, deiliskipulagsskilmálar, skipulagsuppdráttur (A3) og almennir lóðaskilmálar fást á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Þessi gögn fást afhent gegn 5.000 kr. óafturkræfu gjaldi. Kauptilboðum í byggingarrétt skal skila inn á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar í lokuðum umslögum merktum „Gamli miðbærinn I Borgarnesi, tilboð I byggingarrétt" fyrir kl. 15.00 þann 16. ágúst nk. Fyrir sama tíma skulu bjóðendur hafa greitt tilboðstryggingu, 150.000 kr. ella teljast tilboð þeirra ógild. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 23. ágúst nk. kl. 14.00 á skrifstofu Borgarbyggðar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilkynning Borgarfjarðarsveit hefur ráðið Snorra Jóhannesson, Bjöm Bjömsson og Birgi Hauksson sem refaskyttur fyrir sveitarfélagið árið 2005 og verður öðmm ekki greitt fyrir \ refaveiðar á árinu. Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar Starfsfólk óskast í kjötborð Vinnutími 10:00-19:00 Sumarafleysing í ÁTVR Vinnutími 13:00-18:00 Við kassaafgreiðslu Vinnutími 9:00-18:00 Þurfa að geta hafið störf sem fyrst Nánari upplýsingar hjá verslunarstjóra Samkaup / úrval Borganesi Samkaup I úrvai M Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.