Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐYIKUDAGUR 29. JUNI 2005 SBlSSUIiOBKI Auglýsingasími Skessuhorns 433 5500 Raforkuverð til garð- yrkjubænda lækkar Skógræktarmaður í hálfa öld Rætt við Odd Sigurðsson bónda á Litlu Fellsöxl í Skilmannahreppi Litlu Fellsöxl er nú í höndum yngsta sonarins, Hreins Heiðars. Tveir eru flognir úr hreiðrinu; synirnir Sigurður og Guðsteinn. Kona Odds er Kristjana Lilja Ey- steinsdóttir, frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði. „Annars var ég búinn að fást við ýtnislegt áður ég hóf búskapinn hér á Litlu Fellsöxl. Eg átti vöru- bíl, afbragðs góðan Studebaker sem tók 5 tonn. Notaði hann til vestur í ísafjarðardjúp. Fyrst áttum við Nalla en síðar Caterpillar.“ Engin ein í uppáhaldi Vikið er aftur að skógræktinni á Litlu Fellsöxl. Oddur segir að þetta hafi eiginlega byrjað af krafti árið 1980, á ári trésins. Fyrstu til- raunirnar voru gerðar með viðju og víði, mest með afklippum úr görðum sem komið var til. Síðar komu til sögunnar plöntur frá Skógrækt ríkisins. Allar tegundir sem reyndar hafa verið þrífast vel í landinu norður af Akrafjalli. Plönturnar eru öflugri en þær voru fyrst, þannig skemmir sjávarselta ekki lengur eins og stundum kom Oddur Sigurðsson. Skógræktarfélag íslands heldur upp á 75 ára afmæli sitt, m.a. með skógardögum sem haldnir eru víða um land frá 23. - 28. júní. Það er við hæfi að taka tali Odd Sigurðs- son, bónda á Litlu Fellsöxl í Skil- mannahreppi og jafhaldra Skóg- ræktarfélagsins, af þessu tilefni. Oddur hefur í áraraðir verið ötull félagsmálamaður á sviði skógrækt- arinnar, var lengi formaður Skóg- ræktarfélags Skilmannahrepps en í það félag gekk hann árið 1947 eða fyrir tæpum 60 árum. Skógræktar- félagið hefur starfað óslitið frá 1939 og hafa félagsmenn plantað Samband garðyrkjubænda ann- ars vegar og Orkuveita Reykja- víkur og Rarik hinsvegar hafa gert með sér samkomulag til næstu 5 ára um raforkukaup til þeirra garðyrkjubænda sem nýta lýsingu við ræktun. „I heildina leiða þessir samningar til þess að garðyrkjubændur eiga nú kost á rafmagni gegn lægra verði en í boði hefur verið undanfarin ár og fyrir þá sem lýsa mikið getur ver- ið um háar upphæðir að ræða,“ sagði Þórhallur Bjarnason á Laugalandi og formaður Sam- bands garðyrkjubænda í samtali við Skessuhorn. „Samkvæmt samningunum mun í sumum tilfellum henta betur fyrir bændur að kaupa af OR og í öðrum tilfellum af Rarik. Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverk- fræðingur hefur tekið að sér að reikna út fyrir þá bændur sem þess óska hvor taxtinn kemur betur út fyrir hvern og einn. Svo virðist sem í mörgum tilfellum komi tilboð OR betur út fyrir þá bændur sem nota tímaháða taxta, lýsa mikið á nóttunni og vetuma, en Rarik virðist í mörgum tilfell- um geta boðið betur þeim sem nota afltaxta og lýsa mikið allan ársins hring.“ Þórhallur segir að samkvæmt þessu fari það effir notkunarmynstri hvers og eins garðyrkjubónda hversu mikillar lækkunar megi vænta. Einnig segir hann ljóst að í þessum samningum liggi nokkur sóknar- færi, menn geti þurft að aðlaga notkun sína og finna út hagstætt notkunarmynstur til að fullnýta tækifærin. „Það kom mér þó mest á óvart að nú hafa markaðsað- stæður breyst þannig að það er samkeppni um að selja garðyrkj- urtni raforku og það eru bændur ánægðir með, enda skilar það sér í betra verði.“ A fundi bænda sem nýta lýs- ingu við ræktun í síðustu viku kynntu þeir Þórhallur og Jón Vil- hjálmsson tilboð raforkufyrir- tækjanna. A fundinum skrifuðu margir bændur undir umboð til Jóns, þess efhis að hann hefði að- gang að tölum fyrirtækjanna hjá raforkufyrirtækunum og gerði samanburð á rafmagnskostnaði hvers og eins miðað við nýju til- boðin. MM trjám við félagsheimilið Fannahlíð og er þar í nágrenninu komin myndarleg skógrækt sem blasir við vegfarendum um þjóðveg eitt. Alls hefur félagið nú til umráða um 80 ha. lands sem Skilmannahreppur hefur lagt til skógræktar. Oddur hefur ekki aðeins verið ötull sem driffjöður í félagsstarfi áhugafólks um skógrækt, heldur hefur hann unnið mikið verk í áranna rás við plöntun á þessu svæði sem og heimafyrir, á jörð sinni Litlu Fells- öxl. Handmokað á Studebaker Oddur hefur alla tíð átt heima í Skilmannahreppi, fæddur á næsta bæ, Kjalardal, árið 1930. Hann Gremjulegt að borga skatt af lífeyris- sj óðsgreiðslunum Oddur segir að nú sé mikil ásókn í að taka að sér verkefni á vegum Vesturlandsskóga og þar sé biðlisti. Þegar komið var við hjá honum var hann einmitt að taka á móti skógræktarplöntum sem koma á fyrir utan Skarðsheiðar, á Kjalarnesi og í Kjós. Oddur raðar plöntubökkunum snyrtilega, hverri tegund saman og hann veit nákvæmlega hve margar tegund- irnar eru og heiti þeirra. Hann vökvar plönturnar samviskusam- lega og afhendir þær síðan til út- plöntunar félögum í Vesturlands- skógaverkefiiinu. Oddur hefur fengið sérstaka við- urkenningu frá Skógræktarfélagi Islands fyrir störf sín að skógrækt- armálum og er sáttur við lífið og tilveruna - reyndar þó með einni undantekningu: „Það er gremju- legt að þurfa að borga skatta aftur af tekjum ffá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði sem maður hefur nú, orðinn hálfáttræður, eftir að vera búinn að strita í þágu samfélags- sjóðanna meira en hálfa öld.“ Hér tekur Oddur á móti plöntumfrá Vesturlandsskógum. Þeim deilir hann síðan út til annarra þátttakenda í verkefninu. Oddur við elstu trén á Litlu Fellsöxl. Bergfura á uppgrónum mel. keypti Litlu Fellsöxl og Fellsaxlar- kot og bjó um árabil blönduðu búi, með kýr og sauðfé. Búskapur á steinn Stefánsson á Ósi áttum saman jarðýtu um tíma. Þá var víða farið, aðallega í vegavinnu, hér um hérað, norður á Strandir og allt efnisflutninga í um það bil tvö ár. Þá var öllu handmokað. Það tók u.þ.b. hálfa klukkustund að hand- moka 5 tonnum af sandi á bílinn. Einnig flutti ég talsvert af vikri vestan frá Mýrdal og Grábrók, mest frá Grábrók. Þá mokaði mað- ur helmingi meiru á bílinn. Vikur- inn var notaður í steypu en mest í einangrun undir gólfþlötur,“ segir Oddur og bætir við: „Við Þor- fyrir hér á árum áður. Á sinn hlé- dræga hátt lýsir Oddur, lágum rómi, samskiptum sínum við trjá- plönturnar. „Eg læt skít, gamlan skít, undir. Reyndar ekki undir lerkiplöntur. Eg kem plöntunum gjarnan til, forrækta sem kallað er, í eitt til tvö ár áður en þeim er plantað út. Eg gef reyndar ekki elri plöntunum skít eða áburð, því þá drepast þær. Bergfura vex hér uppi í brekkunni, afskaplega falleg, enda er hún með lengstu barrnál- arnar. Sjáðu hvað þetta er orðið gróið á milli trjánna, hér var ber rnelur," lýsir Oddur. Hann segir hafa keyrt út moðinu frá skepnun- um og þar sem það hafi verið gert sé nú þykk gróðurþekja, aðallega mosi. „Nei, ég á mér enga uppá- haldstegund," svarar hann að- spurður um hvaða trjátegund sé í mestu uppáhaldi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.