Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.06.2005, Blaðsíða 18
18 gBESSU|i©BKl __ ____ _________MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005 Rafeindaþjónusta og handverk undir einu þaki Þorsteinn B. Sveinssm og Kristín Pétursdóttir reka fyrirtœkin Mareind og Gallerý Línu ásamt hjónunum Halldóri K. Halldórssyni og Dagbj'órtu Línu Kristjánsdóttur. í nýlegri grænni byggingu ekki langt ffá höfninni í Grundarfirði eru til húsa þjónustufyrirtækið Mareind og handverksgalleríið Tína. Innandyra má sjá úrval leir- og glermuna í öllum regnbogans litum. Þegar lengra er gengið tek- ur við skrifstofa Mareindar og þar fyrir innan er herbergi þar sem allt er morandi í tækjum, tólum og tölvum. Það má því segja að það sé himinn og haf á milli þessara tveggja fyrirtækja sem deila hér húsnæði en þrátt fyrir það er ó- venju heimilislegur bragur á starf- seminni þar sem tvenn hjón reka þessi ólíku fyrirtæki. Á meðan strákarnir sinna raf- eindaþjónustu sjá stelpurnar um skrifstofuna og reka galleríið. Þor- steinn B. Sveinsson og kona hans Kristín Pétursdóttir greina frá starfseminni: „Mareind sérhæfir sig í sölu og viðgerðum á siglinga,- fjarskipta- og fiskileitarækjum. Svo erum við sölu- og þjónustuaðilar fyrir HP og Dell og erum með ljósritunar- og prentaraþjónustu. Við sinnum því bæði með sér- hæfðri þjónustu í siglingatækjun- um og svo almennari tölvuvið- gerðum," segir Þorsteinn. Vinur hans Halldór K. Hall- dórsson stofnaði Mareind og hóf starfsemina í Grundarfirði ásamt konu sinni Dagbjörtu Línu Krist- jánsdóttur árið 1993 en árið 1999 slógust þau Þorsteinn og Kristín í hópinn. Þau fluttu þá frá Reykjavík til Grundarfjarðar. „Það er gott að búa hérna og staðsetningin vinnur líka með okkur í fyrirtækinu því við erum miðsvæðis ef við lítum til þeirra svæða sem við erum að þjóna.“ Það getur verið mikill þeytingur á þeim Halldóri og Kristín skýtur því inn að þetta sé stundum harla líkt því að vera sjó- mannskona. „Aðalþjónustusvæðið er norðanvert Snæfellsnesið en við erum að þjónusta skip frá Akureyri til Njarðvíkur allt eftir því hvar þau fara í slipp. Þá förum við á staðinn og gerum það sem gera þarf. Núna eru þrjú nýsmíðaverk- efni í gangi í Reykjavík, Hafnar- fírði og á Akranesi,“ segir Þor- steinn sem er nýkominn frá Sauð- árkróki. „Maður er ekki svo lengi á milli núna, allar vegaframkvæmdir telja og skipta auðvitað gríðarlegu máli.“ Þeir Halldór hafa nóg fyrir stafni á sínu heimasvæði og auk þess sjá þeir um þjónustu á þessum sérhæfða búnaði fyrir alla þá sem flytja hann inn til landsins. „Það hefur verið mjög ör breyting núna í skipum síðustu 8 til 10 ár frá því að vera sérsmíðuð siglingatæki í það að vera sérhannaður hugbún- aður í kerfi sem eru oftar en ekki nettengd saman.“ Þegar fyrirtækið hóf starfsemi var það í 40 fermetra húsnæði en hefur nú breitt úr sér í nýja húsnæðinu sem er 200 fer- metrar. Aukið rými gefur fleiri möguleika og þær Kristín og Dag- björt nýttu sér það. Gallerí Tína „Þegar við fluttum vestur þá tókum við Dagbjört okkur saman. Þetta var búið að vera áhugamál hjá okkur báðum lengi og vorum við búnar að fara á ótal námskeið. Við byrjuðum í trölladeiginu eins og svo margir en fórum svo út í að gera fjölbreytta gjafavöru og nytja- hluti úr steinleir. Húsnæðið er gott því við getum verið með vinnuað- stöðu fyrir galleríið hérna líka.“ Stöllurnar eru nýbúnar að koma sér upp glerbræðsluofni en eru búnar að vera lengi með leirofh. Kristín sýnir mér falleg handmál- uð glös sem þær hafa verið að gera tilraunir með. „Þetta er svona það sem manni finnst mest spennandi núna þessa dagana, en það er af því að við erum nýbúnar að fá gler- bræðsluofninn og það er skemmti- legt að prófa sig áfram. En það er sama hvað maður prófar, ég leita yfirleitt aftur í gamla góða leir- inn.“ Þær gera mikið að verðlauna- gripum fyrir mót, til dæmis fyrir Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur og Sjósnæ í Olafsvík. „Oft eru móts- haldarar að leita að gripum sem eru þá aðeins óhefðbundnari og öðruvísi að gefa fyrir góða frammi- stöðu en þennan týpíska bikar.“ Annað sem fangar athygli blaða- manns eru forláta leirstyttur. „- Þetta eru sérhannaðar fermingar- styttur. Við vitum ekki til þess að neinn annar sé að gera þetta. Það er semsagt hægt að kaupa svona styttu og við setjum nafn ferming- arbarnsins á hana. Við reynum að vera öðruvísi og viljum ekki fylgja straumnum í þessu. Það er því miður oft þannig að margir eru að gera sömu hlutina.“ Auk þess að gera fallega muni úr gler og leir þá sjá þær Kristín og Dagbjört um al- menn skrifstofustörf og bókhald fyrir Mareind. „Þetta er injiig þægilegt en auðvitað vantar mann frekar tíma en hitt. Handverkið er meira áhugamál núna en takmark- ið er að geta unnið við það alfar- ið.“ GG Frá Ólafsvtk. Hér má sjá nokkra hressa starfsmenn Trésmiöju Guðmundar Friðrikssonar ehf. í grunni einhýlishúss við Fellasneið sem nú eru að hefjast framkv<cmdir við. Húsið stendur viðjað- ar skógrœktarsvœðisins. Vantar verkamenn Samkvæmt nýjustu tölum frá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands er nánast ekkert atvinnuleysi á Snæ- fellsnesi. I byggingariðnaðinn virð- ist vanta starfsmenn og getur það jafhvel verið að hamla byggingu nýs húsnæðis á svæðinu. Við Öl- kelduveg í Grundarfirði er verið að byggja upp nýtt hverfi en að sögn Bjargar Agústsdóttur bæjarstjóra gengur það hægt. „Við vorum bara með nokkrar lóðir til úthlutunar fyrir einbýlishús og raðhús og það er búið að sækja um þær flestar. Efdrspurnin er meiri en ffamboð- ið. Verktakamir eiga erfitt með að kaupa upp lóðir og byggja á þeim því þeir hafa einfaldlega nóg á sinni könnu.“ Það er sama hvert htið er, alls- staðar er verið að byggja. Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar ehf., sem er stærsta verktakafyrirtækið á svæðinu, hefur lokið við byggingu á nýjum leikskólum í Stykkishólmi og Ólafsvík og til stendur að byggja við leikskólann í Grundarfirði. Einnig er unnið við parhús á Hell- issandi og í Ólafsvík. Auk umsvifa minni og stærri verktaka er einnig mikið um að einstaklingar ráðist í nýbyggingar fái þeir úthlutað lóð- um. Að sögn talsmanns Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar ehf. vantar alltaf merrn til starfa. Fyrir- tækið sníði sér stakk efrir vexti í þeim efnum og taki því ekki að sér fleiri verkefni en þeir hafi bolmagn Reykhóladagurinn næsta laugardag Næstkomandi laugardag, 2. júlí verður Reykhóladagurinn haldinn hátíðlegur. A dagskránni kennir margra grasa en helst ber að nefria eftirfarandi: Hlunnindasýningin - selkjötssmakk Klukkan 14 - 16 mun Steindór Haraldsson matreiðslumeistari kynna matseld hlunninda „eldað á nútímalegan hátt“ og gefst fólki tækifæri á að smakka m.a. selkjöt í nýstárlegum búningi. Hver veit nema hægt verði að fylgjast með selverkun? Hlunnindasýningin er opin frá kl. 10 - 17. Hoppukastalar Frítt fyrir yngri börn í hoppukastala við skólann allan dag- inn. Litli markaðurinn Kl. 13:30 heldur Kvenfélagið Liljan kökubasar við Hlunninda- sýninguna, þar sem í boði verða kleinur, ástarpungar, tebollur, muffins o.fl. Gönguferð með leiðsögn Klukkan 16 við sundlaugina. Genginn verður fuglaskoðtmarstíg- urinn um Langavam, og um þorpið þar sem fornminjar verða skoðaðar s.s. Grettislaug hin forna, Biskupa- brunnur og fleira. Grillað í Hvanngarða- brekku (Kvenfélags- girðingunni) Klukkan 18 verður sveitarstjór- inn búinn að kynda kolin og þá mæta íbúar hreppsins og gestir og grilla saman og skemmta sér, fram á rauða nótt. Muna að taka með sér: allt sem til þarf fyrir góða grill- veislu, s.s. eitthvað gott á grillið, borðbúnað, borð og stóla, söngbók og góða skapið. Sundlaugin Grettislaug verður opin frá kl. 10 - 22. Góð tjaldstæði eru á Reykhól- um og við Bjarkalund og veitinga- staður og gisting á Hótel Bjarka- lundi. ('fréttatilkynning) Vann ritgerðarsamkeppni um Snorra Sturluson Útgáfrifélagið Guðrún og norska menntamálaráðuneytið efndu til ritgerðasamkeppni um Snorra Sturluson meðal framhaldsskóla- nema í Noregi. Sigurvegarinn, Hanne Hagtvedt Hjelmes, skrifaði ímyndað viðtal við Snorra og fékk ferð til Islands í verðlaun. Hún seg- ir áhuga sinn á Snorra hafa marg- faldast eftir að hún kom til Islands. Hanne var nýbúin að læra um Is- lendingasögumar í skólanum þegar hún sá ritgerðasamkeppnina aug- lýsta. Hún hafði þá fengið sams- konar verkefni í skólanum og ákvað að senda það inn í keppnina. Hún segir það hafa komið sér verulega á óvart þegar henni barst tölvupóstur með boði í íslenska sendiráðið og flugmiða fyrir tvo til íslands. Bókaútgáfan Guðrún, sem í sam- vinnu við norska menntamálaráðu- neytið efndi til samkeppninnar, hefrir gefið út Islendingasögumar á norrænum mngumálum, þar á meðal myndskreytta Snorraeddu og Hávamálin. Útgáfan bauð Hönnu til landsins en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra afhenti verðlaunin í sendi- ráðinu í Ösló. Hanne hefur dvahð á Islandi síð- an á fimmmdag og hefur ferðast um Reykholt og fræðst um fomar slóðir Snorra Smrlusonar. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu miltil völd Snorri í raun hafði á Islandi. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.