Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Síða 10

Skessuhorn - 06.07.2005, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 áktsaunuui S Margt góðra atriða á Irskum dögum Á síðasta ári mættu um 10 þús- und gestir á Irska daga á Akranesi og er allt útlit fyrir að þeir verði jafnvel fleiri í ár. Hátíðin hefur fest sig vel í sessi, er nú haldin í sjötta skiptið og það er gríðarleg stemn- ing hér í bænum fyrir helgina," sagði Sigrún Osk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar í samtali við Skessuhom. Meðal dagskráratriða í ár má nefha að Eurovisionsystkinin ffá Ir- landi, þau Donna og Joseph McCaul, hafa nú slegist í þann stóra hóp listamanna sem fram kemur á hátíðinni. Systkinin em landsþekkt á Irlandi eftir að hafa sigrað í keppni sem ber heitið „You're a star“ og kepptu þau fyrir írlands hönd í Eurovision í vor. Auk þeirra mætir til landsins þekkt- asti útvarpsmaður Irlands, Derrek Mooney og tekur upp útvarpsþátt um keppnina „Rauðhærðasti Is- lendingurinn," sem er árviss við- burður á Irskum dögum. Mikill fjöldi rauðhærðra Islendinga hefur þegar skráð sig til keppni og vom sl. mánudag á 6. tug þátttakenda skráðir. Irskir dagar hafa vakið verðskuldaða athygli á Irlandi, enda ekki á hverjum degi sem þúsundir manna utan Irlands safnast saman til þess að fagna landnámi Ira í bæj- arfélagi sínu. „Þeir íslensku listamenn og skemmtikraftar sem leggja leið sína á Akranes um helgina era m.a. Selma, Hildur Vala, Maggi Eiríks og KK, Sálin hans Jóns míns, Pap- amir, Birta og Bárður, Þorgeir Ást- valds, Raggi Bjama, South River Band og fleiri. Hápunkmr helgar- innar er vafalítið Lopapeysan 2005 sem haldin verður í Sements- skemmunni við höfhina á laugar- dagskvöldið en um er að ræða risa- vaxna skemmtun þar sem Papamir, Sálin, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson spila auk Eurovisionsystkin- anna. I fyrra mættu þang- að 2000 manns og ef marka má viðtökur við forsölu sem hófst á fimmtudaginn var verður ballið eitt það stærsta sem haldið hefur verið frá því land byggðist," sagði Sig- rún Osk. Skagamótið í knatt- spyrnu fer fram sömu helgi og Irskir dagar sam- kvæmt venju. Um 1000 ungir og upprennandi knattspyrnumenn í 7. flokki reyna þar fyrir sér en mótið er hið langstærsta á landinu í þessum aldursflokki. MM Hér marserar hópur knattspymufélaganna eftir Jaðarsbrautinni áleiðis á setningu mótsins ájaðars- bökkum ífyrra. Þessi hópur og aðstandendur krakkanna setjajafnan sterkan svip á „Þjóðhátíð“ Skagamanna; Irska daga. Veiðihomið er styrkt af: OaCSilwinuS Mokveiði í borgfirskum ám Umsjón: Gunnar Bcnder Baulan er stadsett í hjarta Borgarfjarðar við þjóðveg nr. 1 Verslun - Veitingar. Grill og grillvörur í úrvali, gas, / ... ... A . . , , , , ,, ,, .. Isvelin voknuð ur vetrardvalanum bensin, olia og ohuvorur. - OPIÐ ALLT ÁRH Barnv®^’ ' Það erfallegt við veiðiámar eins og í Hrútafjarðará við Réttarfossinn, þn'r laxar hafa veiðst í ánni síðan hún opnaði l.júlí. Ljósm: Gunnar Bender. „Við vorum að koma úr Norð- urá en við vorum bara í einn dag og veiðin gekk vel hjá okkur bræðram. Einn úr hópnum, vanur fluguveiðimaður, veiddi 15 laxa bara fyrir hádegi í gær,“ sögðu þeir bræður Jón og Omar Sigurðssynir en þeir vora að koma úr Norðurá í Borgarfirði, en biússandi gangur hefur verið í ánni síðustu daga og næstum mokveiði. Veiðin hefur gengið feiknavel í Norðurá og núna era komnir næstum 1000 laxar úr ánni og veiðitíminn er rétt að að byrja. Fyrir hádegi í fyrradag veiddust í ánni 60 laxar og fannst sumum veiðimönnum nóg um veiðiskap- inn. Einn úr hópnum hafði veitt vel, svo hann ákvað að hætta veið- inni um hádegi og fá sér sæti í brekkunni við veiðihúsið og virða fyrir sér dýrðina um stund. Hann var einfaldlega búinn að moka svo á land fiski að honum varð nóg um. Svipaðar sögur era að berast úr Þverá, en þar er mikill lax og ágæt veiði. 6 laxar eru komnir úr Andakílsá og veiðimaður sem við hittum og var að koma af silungssvæði árinn- ar veiddi 4 bleikjur. Hann sagði þetta vera allt í lagi en mest af fisk- inum hefði legið við klappirnar. Þetta vora tveggja punda bleikjur þær stærstu. Holl sem var að koma úr Gljúfurá veiddi 7 laxa og það er víst töluvert af fiski að ganga í ána þessa dagana. Á bökkum Hítarár hitti blaða- maður fulltrúa úr kvennaholli sem var að hefja veiðar sl. laugardags- eftirmiðdag. Þá vora komnir um 33 laxar á land og mikið af fiski að stökkva bæði við veiðihúsið og í fossinum undir brúnni þar sem nær látlaust mátti sjá fisk berjast á móti straumnum og reyna við foss- inn. „Þetta var skemmtilegt, fyrstu tveir laxarnir úr ánni á sumrinu vora Maríulaxar og veiddust fyrir tveimur dögum. Það er eitthvað af fiski komið í ána,“ sagði Sæmund- ur Kristjánsson á bökkum Miðár í Dölum, en það var einmitt dóttir hans Sandra Sif, sem veiddi Maríu- laxinn sinn í ánni, 5 punda fisk. Ágætur gangur hefur verið í Haukadalsá og fyrstu tveir laxamir á land í Laxá í Dölum vora 10 punda fiskar. Fínt vatn er í veiðiám í Dölum og aldrei að vita hvað ger- ist á allra næstu dögum á svæðinu. Þessifallegi lax var að reyna viðfossinn undir Hítarárbrúnni sl. laugardagseftirmið- dag. Ljósm: MM Þorstein J Gunnlaugsson með Laxa úr Hítará semfengust um helgina. Þorsteinn er reyndur veiðimaður þó hann sé aðeins 14 ára gamal, hannfer oft aðfara meðfóður sínum t lax. Ljósm: Guðlaugur A.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.