Skessuhorn


Skessuhorn - 06.07.2005, Side 17

Skessuhorn - 06.07.2005, Side 17
§)figSSIiH©BKi MIÐVIKUDAGUR 6 JULI 2005 17 AS í Hagahrauni, „trúss“-bíllinn í baksýn. Mynd: SigríSur Skúladóttir Hestaferð Vartnalandsskóla Að gefhu tilefhi Um nokkurt skeið hafa forsvars- menn Varmalandsskóla, með Flemming Jessen, skólastjóra og Ingibjörgu Daníelsdóttur, kennara Fróðastöðum, í broddi fylkingar boðið upp á veglegt ferðalag á best- um. Að jafnaði hefur verið farið annað hvert ár. Nemendum 7.-10. bekkja stendur til boða að taka þátt í ferðinni og vel er þegið að fá for- eldra með. Mikill áhugi hefur jaín- an verið fyrir ferðalaginu og hafa sumir nemendur lagt býsna mikið á sig til að geta tekið þátt. Ekki þýð- ir að vera gjörsamlega óvanur því nauðsynlegt er að hafa tvo til reið- ar, dagleiðir eru svo langar. Að þessu sinni var farið ffá Fróðastöð- um að Stað í tveimur áföngum, til að venja menn og hesta. Þriðja dag- inn var riðin stutt dagleið frá Stað að Grímsstöðum þar sem hin eig- inlega hestaferð hófst síðan, 19. júní. Nestað var til dagsins og haft með í hnakktösku en „trúss“ flutt á bíl. Var riðið að Snorrastöðum, þar sem gist var í tvær nætur. Næsta dag fóru hestamennirnir á hinar ffægu Löngufjörur og þurftu að taka kvöldfjöruna sem var um mið- nættið. 21. júní var haldið af stað heim og endað í túninu hjá Sigur- jóni Jóhannssyni bónda á Valbjam- arvöllum. Ferðin tókst í alla staði vel og hreppm ferðalangarnir veð- ur af öllum toga, eins og gjarnan er á Islandi. Krakkar, fullorðnir og hross vora þreytt en sæl á áfanga- stað. BK Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum á liðnum vor- dögum, að nýr framkvæmdastjóri var ráðinn að Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Miðað við þau skrif og oft óvægna umræðu í blöðum og á Akranesvefnum þá dreg ég þá ályktun. Eins og oft vill verða í stöðuveitingum eru aldrei allir á eitt sáttir og þannig mtm það sjálfsagt verða um ókomna tíð, en þegar menn missa sig í slíkri umræðu þá er oft erfitt hjá þeim sem eru í beinni skotlínu. Um starfið sóttu 16 mjög hæfir einstaklingar og hafi þeir þökk fyr- ir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum. I starf fram- kvæmdastjóra var ráðinn Guðjón Guðmundsson fyrrverandi þing- maður á Akranesi og vil ég bjóða hann velkominn til starfa og óska honum velfarnaðar í þessu nýja starfi sínu. Það er afar mikilvægt að um svona störf skapist friður og að framtíð Dvalarheimilisins Höfða og velferð þess sé aðalmál- ið. Eg hef sagt að það sé ekki hægt að kveðja Asmund Olafsson í orðs- ins merkingu. Hann hefur ásamt góðu starfsfólki gert heimilið að því sem það er í dag, hann hefur verið afar farsæll í starfi og oftar en ekki lagt á sig mikla vinnu til að svo mætti fara. Eg vil einnig nota þetta tækifæri til að þakka As- mundi Olafssyni fyrir hönd stjórn- ar Dvalarheimilisins Höfða allt hans starf í þágu þess. Einnig fyrir okkar samvinnu síðastliðin átta ár sem aldei hefur borið skugga á. Við í stjórn Höfða horfum með mikilli bjartsýni til ffamtíðar og hvernig mörmum mun farnast í byggingarmálum á Höfðareitnum. Við horfum bjartsýn á að við get- um vonandi innan tíðar leyst úr þeim vanda að hafa ekki langa biðlista eftir vistun. Það er okkur ekki ljúft að þurfa að neita þeim sem þurfa á plássi að halda þar sem þörf skapast hverju sinni. Það er ekki sanngjamt sem kom ffam í áður nefndum blaðaskrifum að stjórn Höfða hafi ekkert með öldr- unarmál á Akranesi að gera. Þvert á móti látum við okkur þau mál miklu varða og reynum eins og best er hægt að vinna úr því sem við höfum. Eg velti því fyrir mér þegar ég las þessa grein hvemig er þá með það fólk sem er í skóla- nefnd og eða íþróttanefhd á veg- um bæjarins hvort það sé ekki að fjalla um skólamál og íþróttamál? Rekstur Dvalarheimilisins Höfða hefur oft verið í umræð- unni. I dag erum við bara nokkuð kát hvað reksturinn varðar þ.e. höldum sjó. Sveitarfélögin sem eru eignaraðilar að heimilinu hafa oft þurft að hlaupa undir bagga þegar hefur verið hart í ári og tekjurnar ffá ríkinu ekki dugað tíl. Fyrir tveimur árum fengum við góða út- hlutun úr fjáraukalögum og hjálp- aði það mikið til. Nú höfum við sótt um 15 hjúkrunarrými til heil- brigðisráðuneytisins og gerum við okkur vonir um að eitthvað af þeim fáist á þessu ári. Á Dvalarheimilinu Höfða er unnið mikið og gott starf. Þar höf- um við á að skipa ffábæru starfs- fólki sem gerir allt hvað það getur til að gera íbúum heimilisins lífið sem ákjósanlegast. Nú nýverið var ráðinn iðjuþjálfi í 70% stöðu við heimilið og eykur það á mikinn metnað okkar í að fá sem flest fag- fólk til starfa við Dvalarheimilið Höfða. Með kveðju og þakklæti til allra sem lagt hafa okkur lið. Sigríður Gróa Kristjdnsdóttir, formaður stjómar Dvalarheimilisins Htifða Akranesi. www.skessuhorn.is ssv þróun og ráögjöf Starfsmaður í atvinnuráðgjöf. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa atvinnuráðgjafa í fullt starf með staðsetningu á Snæfellsnesi en starfssvæðið er Vesturland. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun, helst af rekstrar- og/eða á ferðaþjónustusviði. Auglýst er eftir fjölhæfum, traustum einstaklingi sem á gott með að vinna sjálfstætt og setja sig inn í mismunandi aðstæður. SSV - þróun og ráðgjöf starfa samkvæmt samningi við Byggðastofnun um verkefni á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á Vesturlandi. Því er um fjölbreytt og skemmtilegt starf að ræða. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf í haust. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ólafiir Sveinsson, olisv@ssv.is, GSM: 892-3208 eða Hrefna B. Jónsdóttir, hrefha@ssv.is, GSM: 863-7364, Starfsumsókn skal sendast til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjamarbraut 8, 310 Borgamesi eða á i netfangið ssv@ssv.is fyrir 5. ágúst n.k. SSV þróun og ráðgjöf Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir að ráða til starfa öflugan skrifstofumann á skrifstofu sína að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. SSV óska eftir að ráða öflugan skrifstofumann til starfa á skrifstofu sinni að Bjamarbraut 8, í Borgamesi. Auglýst er eftir fjölhæfum og traustum einstaklingi með fmmkvæði og rekstrarmenntun. Um er að ræða umsjón móttöku og símsvörun og Ijölbreytt skrifstofustörf. Innan skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi starfa Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Sorpurðun Vesturlands hf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem gefur góða reynslu. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf í byrjun ágúst 2005. Nánari upplýsingar um starfið gefur Hrefiia B. Jónsdóttir, hrefna@ssv.is. GSM: 863-7364, j Starfsumsókn skal sendast til Samtaka sveitarfélaga á | Vesturlandi, Bjamarbraut 8,310 Borgamesi eða á netfangið i ssv@ssv.is fýrir 15. júlí n.k.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.