Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 2

Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Styttíst í nýja sundlaug á Akranesi? Simdfélag Akraness er sátt við fyrirhugaða nýbyggingu inni- sundlaugar á Jaðarsbökkum. Þetta kom fram á fundi starfs- hóps um framtíðarskipulag laug- arsvæðisins á Jaðarsbökkum með fulltrúum félagsins á dögunum. Stefnt er að því að vestan núver- andi laugarsvæðis rísi yfirbyggð laug með átta brautum. Fram kom á fundinum að skjól verði aukið í núverandi laug og það svæði verði tengt við „fjölskyldu- vænt umhverfi með pottum og rennibrautum," eins og segir orðrétt í fundargerðinni. A fund- inum var einnig rætt tun ffarn- kvæmdaröð og tíma. Þá kemur fram að í framhaldi af viðræðum við Stmdfélagið muni sundlaug- amefndin hittast og leggja ffarn tillögu til bæjarráðs og bæjar- stjórnar um meginforsendur fyr- irhugaðra ffamkvæmda og óska heimildar tdl að semja um gerð aðalteikninga mannvirkisins. HJ Til minnis Vib minnum ab á nk. laugar- dag verður hægt að upplifa ekta sveitarómantík á Safna- svæbinu ab Görbum á Akra- nesi. Störf til sveita verba kynnt ásamt fleiri uppákom- um. Botninn verbur sleginn í góban dag og síbasta dag- skrárlib Vibburbaveislu sumars- ins meb gamaldags sveitaballi á Safnasvæbinu. Vetfyrhorfw Þab verbur norblæg átt í dag; mibvikudag og fimmtudag og víba léttskýjab en fremur svalt í vebri. Á föstudag, laugardag og sunnudag veröur hinsvegar hlýrra meb sublægum áttum og úrkomu. SpRrntruj viHfjnnar í framhaldi skrifa okkar í liö- inni viku og þessari um heilsu- rækt var spurning vikunnar á vef Skessuhorns: „Stundar þú heilsurækt reglulega?" Flestir, eba 42,4% sögbust aldrei gera þab. 23,7% sögbust stunda líkamsrækt 1-3 sinnum í viku, 16,1 % 4-7 sinnum í viku, 9,3% svörubu 1-11 sinn- um á ári og 8,5% 1-3 sinnum í viku. í næstu viku spyrjum vib: Hefuröu fordóma gagnvart útlendingum (ertu rasisti)? Svarabu skýrt og skorinort og án allra undanbragöa á fréttavefnum: www.skessuhorn.is Vestlendiníjwr viKijnnar Eru Dalamenn - allir sem einn- sem af harbfylgi hafa barist fyrir áframhaldandi rekstri slát- urhúss í Búöardal og vibhalda þar meb sauöfjárslátrun í landshlutanum. Slæmt hvað það er gott „Það hefúr aldrei verið verra að fá fólk í vinnu en nú og það kald- hæðnislega er það að ástandið er slæmt vegna þess hvað það er gott,“ segir Rristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og á þar við að sam- félagið gjaldi þess að hluta til hversu gott atvinnuástandið sé um þessar mundir. „Oft hefur það verið þannig að sjómenn hætta í júní og hafa komið þá inn á vinnumarkaðinn með skólakrökkunum en nú hafa þeir haft nóg fyrir sig.“ Kristinn segir það sama hvar borið sé niður, hjá verktökum í jarðvinnu, byggingar- iðnaði, fiskvinnslunni eða hvar sem er. Allsstaðar vanti fólk. „Aðspurð- ur um hvort manneklan skapi vandamál segir Kristinn að það hafi ekki myndast neitt neyðarástand. „Samfélagið lifir þetta vissulega af en verkefni hafa þurft að bíða vegna þess að verktakar hafa ekki fengið starfsfólk. Það eru m.a. dæmi um verk sem áttu að hefjast í júní en eru ekki enn farin af stað. Menn reyna hinsvegar að leysa málin með tilteknum ráðum. Verktaki sem er að endurbyggja trébryggjuna í Olafsvík hefur m.a. brugðið á það ráð að fá smiði ffá Færeyjum. Það er atvinnuleysi á Suðurey og þess- vegna kemur þetta sér vel. Færey- ingar hafa líka lengi haft sterk ítök í þessu samfélagi þannig að við erum mjög ánægð með þessa lausn,“ seg- ir Kristinn. GE Netum hent á víðavangi Menn eiga það til að henda rusli á víðavangi, stundum í hugsunar- leysi en stundum er það vafalítið gert af ásetningi. Fyrir utan um- hverfisspjöll og sóðaskap af versta tagi geta af ýmsu rusli á víðavangi skapast hættur eins og meðfylgj- andi mynd ber með sér. Einhverju sinni sl. vetur eða í vor hefur plast- pokum með talsverðu magni þorskaneta verið hent skammt frá veginum sem liggur að Akrafjalli meðfram Berjadalsá. Pokarnir hafa síðan gefið sig og búfénaður sem þarna er flækst í netunum og dreift þeim um stórt svæði. Þetta lamb hefur fyrr í sumar ánetjast í einu netanna og drepist, enda haus þess kyrfilega flæktur í möskvunum. Kristín Armannsdóttir, bóndi á Ytra Hólmi I og landeigandi þar sem þetta átti sér stað harmar hugsunarleysi hlutaðeigandi og vítaverðan sóðaskap. „Sá eða þeir sem hlut eiga að máli hafa greini- lega ekki sérlega hreina samvisku þar sem það kostar ekkert að farga netum sem þessum í Gámu, sem þar að auki er einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem menn losa alls konar drasl í landar- eign okkar og með ólíkindum að menn skuli geri svona lagað,“ sagði Kristín. MM Um 40% samdráttur í lönduðum afla og aflaverðmætum á milli ára Mikill samdrátmr hefur orðið í lönduðu sjávarfangi og verðmæti þess á Vesturlandi fyrstu fimm mánuði ársins, ef marka má tölur frá Hagstofú Islands. I lok maí hafði verið landað 43.814 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi á þessu ári sem er ríflega 40% samdráttur frá sama tíma í fyrra þegar landað hafði verið 73.480 tonnum. Verð- mæti sjávarfangs sem landað var á Vesturlandi fyrstu fimm mánuði ársins er rúmar 1.388 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var verðmætið tæpar 2.297 milljónir króna. Samdrátturinn í verðmætum er því einnig um 40%. Af einstökum fisktegundum má nefúa að samdráttur í þorskafla er fyrstu fimm mánuði ársins rúm 15% í magni og rúm 17% í verð- mætum talið. Ennþá meiri er sam- drátmrinn í ýsuafla. Fyrstu fimm mánuði ársins var landað 553 tonn- um af ýsu að verðmæti rúmar 29 milljónir króna. A sama tíma í fyrra var ýsuaflinn 1.635 tonn að verð- mæti rúma 123 milljónir króna. Samdrátturinn í magni er rúm 66% og í verðmætum rúm 76%. I fyrra varlandað 1.574 tonnum af grálúðu á Vesturlandi að verðmæti tæpar 351 milljón króna. I ár hefur hins- vegar engri grálúðu verið landað á Vesturlandi. Einnig er mikill sam- dráttur í loðnuafla á milli ára. A þessu ári var landað rúmum 30 þús- und tonnum af loðnu að verðmæti rúmar 170 milljónir króna en á sama tíma í fyrra hafði verið landað rúmum 44 þúsund tonnum að verðmæti rúmar 299 milljónir króna. Þá var rúmum 10 þúsund tonnum af kolmunna að verðmæd tæpar 69 milljónir króna landað á Vesturlandi en engum kolmunna hafði verið landað fyrstu fimm mánuði þessa árs. HSS Rausnarlegur arfur Jóhannes Gunnarsson, bifvéla- virki sem bjó á Dvalarheimilinu Höfða ffá l.desember 2001 til dán- ardags 13. júlí sl. arfleiddi Höfða að öllum sínum fjármunum, alls tæplga 5,7 milljónum króna. Hafa peningarnir verið lagðir í gjafasjóð Höfða og munu verða notaðir til kaupa á nauðsynlegum tækjum og búnaði sem koma íbúum heimilis- ins til góða. Jóhannes hafði áður gefið Höfða stórgjafir, alls 8 millj- ónir króna á árunum 2000 og 2002. „Þessar höfðinglegu gjafir hafa nýst mjög vel og eiga stóran þátt í því að Höfði er eitt best búna dvalarheim- ili landsins,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Höfða í samtali við Skessuhorn. Jóhannes Gunnarsson fæddist að Kistufelli í Lundarreykjadal árið 1913 og var lengst af kenndur við þann stað. Hann bjó á Akranesi frá árinu 1933, lengst á Laugarbraut 14 (Kistufelli) og Heiðargerði 15. Hann starfaði lengi hjá Sements- verksmiðjunni, einnig var hann að- stoðarmaður í Bíóhöllinni. Hann átti sæti í stjórnum Iðnaðarmanna- félags Akraness, Bindindisfélags ökumanna og Leikfélags Akraness. Auk þess starfaði hann í Skátafélagi Akraness og Góðtemplarareglunni um árabil. „Stjórn Höfða, starfsfólk og íbú- ar minnast Jóhannesar með hlýhug og þakklæti fyrir einstakan höfð- ingsskap,“ segir Guðjón. MM Jóhannes Gunnarsson. Umhverfis- viðurkenningar AKRANES: Skipulags- og um- hverfisnefiid Akraneskaupstaðar, í samráði við Irisi Reynisdóttur garðyrkjuffæðing, ákvað á fundi sínum sl. mánudag að veita um- hverfisviðurkenningar árið 2005 til eftirfarandi lóða í bæjarfélag- inu: Fyrir sérbýfi hlýtur 1. verð- launjörundarholt 160 en þar búa þau Ingimar Magnússon og Brynja Helgadóttir. Fyrir fjölbýfi hlýtur Tindaflöt 1,3 og 5 viðtn- kenningu að þessu sinni og sem fyrirtæki/stofriun hlýtur viður- kenningu Dvalarheimilið Höfði fyrir snyrtimennsku og fallega lóð. Viðurkenningarnar til þess- ara aðila verða afhentar við at- höfn í Kirkjuhvoli 20. september nk. -mm Skipulagi frestað vegna fomminja BORGARNES: Nokkrar at- hugasemdir bárust við auglýst deiliskipulag á Granastöðum í Borgarnesi en þar var ætlunin að úthluta Búmönnum lóðum fyrir 15 íbúðir. Meðal annars komu athugasemdir frá Minjaverði Vesmrlands. Hann gerði laus- lega athugun á svæðinu og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri að finna hugsanlegar minjar sem athuga þyrfti nánar. Að sögn Finnboga Rögnvalds- sonar, formanns bæjarráðs Borgarbyggðar hefur verið á- kveðið að fresta deiliskipulags- ferlinu um óákveðinn tíma en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður í fom- leifarannsóknir á svæðinu á veg- um Borgarbyggðar. -ge STAK greiðir atkvæði um verkfall AKRANES: Starfsmannafélag Akraness samþykkti á fundi í síðustu viku að efna til atkvæða- greiðslu um verkfall starfsmanna bæjarins og átti hún að fara fram í þessari viku. A fréttavef BSRB er haft eftir Valdimar Þorvalds- syni, formanni félagsins, að met- þátttaka hafi verið á fundinum og var tillagan samþykkt sam- hljóða. Verði niðurstaðan úr at- kvæðagreiðslunni að boðað skuli til verkfalls tekur það 15 daga frá boðun að það taki gildi. -mm Biskup auglýsir laust brauð ÓLAFSVÍK; Biskup íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Ólafsvík- urprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi frá 1. nóvem- ber. Það er dóms- og kirkju- málaráðherra sem skipa mun í embættið til fimm ára. Sérstök valnefnd velur prest en biskup á- kveður með hvaða umsækjanda hann mælir náist ekki samstaða í valnefnd. Þá er einnig heimilt að óska eftir því að almenn kosning fari fram en þá þarf minnst þriðjungur sóknarbama að óska eftir því skriflega. Umsóknar- ffestur er til 4. október. Séra Óskar H. Óskarsson sem verið hefur sóknarprestur í Ólafsvík hefur verið veitt starf prests við Akureyrarkirkju. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.