Skessuhorn - 07.09.2005, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
>itt£3avnu^t
Fyrstu réttir
afstaðnar
Um liðna helgi voru fyrstu réttir í
landshlutanum. Meðal annars var rétt-
að í Ljárskógarétt í Dölum, þar sem
þessar myndir voru teknar, og í
Nesmelsrétt í Hvítársíðu. Mikil sala er
nú á lambakjöti og eftirspum eftir
kjötinu góð. Bjóða sumir sláturleyfis-
hafar yfirverð og nánast staðgreiðslu
fyrir þau lömb sem lögð em inn í þess-
ari viku og þeirri næstu a.m.k. Það er
því um að gera fyrir bændur að senda
sem fyrst væn lömb til slátrunar hafi
þau heimst af fjalli.
MM/ Ljósm. SJök
Svanborg á Gillastöðum með vœna gimbur
Mœðgumar Jóhanna og Kolbrún hjálpast að.
Ferðast alla daga
nota títnann, hann kemur ekki aftur
-segir Jón Pétursson, göngugarpur og listamaður með meiru
Grjótregn af
flutningabílum
BORGARFJÖRÐUR: Tölu-
vert hefúr verið um það í sumar
að möl og grjót hafi fallið af
malarflutningabílum og lent á
öðmm ökutækjum við mætingu
eða í framúrakstri, að sögn lög-
reglunnar í Borgarnesi. Theo-
dór Þórðarson, yfirlögreglu-
þjónn segir strangar reglur gilda
um ffágang á farmi. Gæta verði
að því að ekki sé sett of mikið
hlass á hverja biffeið og þá eiga
vörabílspallar að vera lokaðir að
aftan og með yfirbreiðslu yfir
farmi ef hætta er á foki.
„Lögreglan á sunnanverðu
Vestulandi hefur verið að herða
tökin í þessum málum og við
höfúm sektað nokkra aðila fyrir
slakan ffágang á farmi,“ segir
Theodór. Hann segir dæmi um
að svo stórir steinar hafi fallið af
flutningabílum að það hafi vald-
ið veralegum skemmdum.
-ge
Sigríður og
Gísli saman í
nefnd
VESTURLAND: Gísli Gísla-
son, bæjarstjóri á Akranesi hefur
verið skipaður í nefiid á vegum
samgönguráðuneytisins til þess
að endurskoða núgildandi
hafnalög sem tóku gildi 1. júh'
2003. Lögin höfðu mikil áhrif á
rekstaramhverfi hafha og skal
nefndin meðal annars meta
hvernig til hafi tekist með fram-
kvæmdina og bera tillögur um
breytingar til Sturlu Böðvars-
sonar, samgönguráðherra. Með-
al þeirra atriða sem nefndin skal
kanna er hvort og þá að hvaða
marki raunveraleg samkeppni
ríki á milli hafha. I frétt frá sam-
gönguráðuneytinu segir að með
endurskoðuninni sé markmiðið
að stuðla að öflugu atvinnulífi
og samgöngum. Með nefhdinni
er gert ráð fyrir að starfi, meðal
annarra, Sigríður Finsen, for-
maður hafnaráðs og forseti bæj-
arstjórnar Grundarfjarðar.
-hj
Rauða torginu
úthlutað
BORGARNES: Fjögur tilboð
bárast í byggingaland á svoköll-
uðu Rauðatorgi við Brákarsund í
Borgarnesi, þar sem eitt sinn var
m.a. timburplan KB, en tilboðin
vora nýlega opnuð. Fyrirtækið
Stafna á milli ehf. er á bak við öll
tilboðin og verður væntanlega
samið við það á næstu dögum.
Miðað er við að ffamkvæmdir á
Rauða torginu geti hafist strax í
haust. -ge
Útboð á ræst-
ingu Garðasels
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur ákveðið að bjóða út ræst-
ingu leikskólans Garðasels ffá
og með næstu áramótum. Nú-
verandi verktaki hefur sagt upp
samningi sínum. I bréfi sem Jón
Pálmi Pálmason bæjarritari
lagði fyrir bæjarráð kemur fram
að útboð á ræstingum leikskóla
bæjarins hafi að hans mati verið
kaupstaðnum hagkvæm, verk-
takar hafi almennt skilað góðum
verkum og því sé skynsamlegt að
halda áffam á sömu braut að því
gefriu að verðtilboð séu viðun-
andi. -hj
Hann Jón Pétursson, vélvirki á
Akranesi, verður sjötugur 4. október
næstkomandi og tollir aldrei í húsi
nema til að éta og sofa, eins og hann
segir sjálfur. Það var því snúið að ná
honum í stutt spjall um lífið og til-
veruna en, tókst þó.
Útiveran í blóðinu
„Hún langamma mín bjó á Jaðri
sem var hér niður við Langasandinn
og ef hún væri hfandi í dag, væri hún
sögð spilafíkill. Hún spilaði allan
daginn, alla daga, við karlana hér í
kring. Það var feikna fjör, alltaf. Hér,
þar sem við eram núna á Jaðars-
brautinni var ekki nokkurt hús, þá
náði fjaran alveg ffá strompinum á
Sementinu og eins langt inneffir og
augað eygði og engir grjótgarðar
Eitt af listaverkum Jóns sem hann hefur
gripið í acf smíia þegar tími gefst.
vora á þeirri leið. Þar var maður
alltaf að leika sér, allan daginn þegar
maður var smákvikindi,“ segir Jón
Pétursson, innfæddur Skagamaður
sem og allir hans forfeður í marga
ættliði.
„Eg hef eiginlega alltaf viljað vera
úti. Eg fæddist á Skagabraut 28, hús-
ið stendur enn, en það var stundum
nefnt Kaldidalur, efhr Jóni Kalda.
Við voram sjö systkinin. Fyrir neðan
húsið í áttina að bakkanum var fjós,
fjárhús og hlaða, á milli þeirra var
stór garður, þar sem við vorum alltaf
úti og þar líður mér best, enn þann
dag í dag.“
Jón segir að á stríðsárunum hafi
Bretinn verið með aðsetur hinumeg-
in við götuna, við leikskólann og síð-
an æfðu þeir sig á alskyns tækjum í
fjörunni fyrir neðan. „Það kom fyrir
að þeir kæmu of nálægt görðunum
og kellingamar bara stugguðu þeim
burtu. Ég man eftir Gunnu stóra,
hún réðst á brynvagnana og sló þá
með handklæði. Þær vora sko ekki
bangnar kerlingarnar á Skaganum í
þá tíð.“
Sjórinn, fjaran og fjallið
„Hér fyrr á áram vora grá-
sleppukarlarnir með úthaldið í
Kalmansvíkinni hér norðan við bæ-
inn, þá var ekkert hús þar fyrir ofán
og ég byrjaði að hjálpa pabba við
grásleppuna þegar ég var á áttunda
ári. Þá var mok í tólf net hér rétt
undan landi. Þetta er ekkert núna,
þykir gott ef það er ein grásleppa í
neti. Helvítis þorskurinn étur
hrognin, hann liggur alveg upp í
þara. Það er fullt af þorski allsstaðar,
hér vestur um og inn í Hvalfjörð.“
Jón á trilluna Pétur AK 92, í félagi
við bróður sinn Guðjón. „Við eigum
15 tonna kvóta á bátinn. Ég fer
stundum í róður og þá einhver með,
nú bíð ég eftir því að hann Jón firá
Hvítárbakka láti vita af sér, eitthvað
skrítinn karhnn sá.“ Og Jón heldur
áffarn: „Ég held ég þekki flest eða öll
örnefnin hér um fjörurnar, ffá
Innsta Vogi og inn að merkjum að
sunnanverðu. Ég hef hjálpað þeim
hjá bænum að ná saman á kort þess-
um ömefhum, sumt hef ég merkt.
Þeir Þórður Amason ffá Sólmund-
arhöfða og Guðni Eyjólfsson í
Bræðraborg aðstoðuðu mig við
þetta svona til að staðfesta nöfnin.“
Aðspurður um aflabrögð á sjónum
hér á áram áður svarar Jón: ,Já, það
veiddist oft vel hér áður. Ég man eitt
sinn þegar ég var á honum Sigursæfi.
Við fengum 800 kíló í rikk hér fyrir
ffaman elliheimilið. Nú er Sigursæll
kominn upp að Görðum - við end-
um þar víst allir," svarar hann og
glottir. Jón segist hafa það fyrir
hobbý að telja fuglana í fjörunni. ,Já,
þar er margt að sjá í fjörunni, ég tel
fuglana í byrjun janúar fyrir þá fyrir
sunnan, frá Blautósi og inn að
Hvítanesi. Ég hef alltaf haft áhuga
fyrir fuglalífinu og skoða það vand-
lega á gönguferðum mínum.“
En Jón Pétursson gengur meira
en eftir sléttri fjörunni. „Ég er búinn
að ganga í 45- 50 ár. Þá var enginn á
ferðinni, það héldu allir að ég væri
einhver vitleysingur að vera á þessu
labbi. Nú er fullt af fólki sem nýtur
útivistar og ég hitti á ferðum mínum
og er þá sennilega ekkert vidausari
en aðrir! Það er gott að ganga hér
um slóðir, mér leiðist logn, logn fer
illa í mig. Annars er ákaflega veðra-
gott hér á Akranesi og hægt að
stunda gönguferðir alla daga, allan
ársins hring. Kunnugt er að Jón Pét-
ursson gengur stundum á Akrafjall-
ið, spurt er um fleiri fjöll. „Ég geng
bara á Akrafjallið, oft á ári. Ofitast
hef ég farið 50 sinnum eitt árið, á
þessu ári er ég búinn að fara 15 sinn-
um. Það þarf að ganga þetta rösk-
lega, svona á 45 mínútum til klukku-
tíma. Það er eitthvað sérstakt við
Akrafjallið. Veism - að ef farið er
með áttavita upp þá verður hann
kolvitlaus upp við klettabeltið, snýst
í hringi, það gerir segulsviðið. Mað-
ur verður bull,- löður sveittur á
hraðri göngunni og hreinsast and-
lega. Konan segir stundum að ég sé
að sækja þangað orku.“
Jón kom fyrir gestabók í kassa upp
á Háahnjúk 4. janúar 1967, ásamt
fleira fólki og hefur síðan séð um að
endumýja hana reglulega um leið og
þær fyllast og eru bækurnar orðnar
margar.
I hvalnum og hjá Þ&E
„Ég kynntist konunni minni,
Steinunni Döllu Ólafsdóttir frá
Hurðabaki þegar ég vann sumar-
vinnu í Hvalstöðinni og hún líka.
Ég var þar í 9 sumur. Ég lærði vél-
virkjun hjá Þorgeiri og Ellert og
vann þar í 45 ár. Þorgeir var ein-
stakur maður. Hann var gull af
manni. Svo fór ég í sumarffí eitt
sinn um miðjan júní, kom aftur í
fyrirtækið í ágúst og sagði þeim að
ég væri hættur, ég varð 68 ára þá
um haustið. Ég hafði ekki lengur á-
huga á að vinna þama. Mórallinn
var ekki lengur eins góður og sam-
heldni starfsmanna, fullt af Pólverj-
um, allt einhvemvegirm sundur-
tætt.“
Spurður um vinnuslys og heilsufar
eftir að hafa unnið frekar erfiða
vinnu ber Jón sig vel. Segist einu
sinni hafa tábrotnað og finni hvergi
til í skrokknum. Eftir smá umhugs-
un sagðist hann þó stundtun fá í
hægri öxlina, „Sennilega eftir ham-
arinn í vinnunni. Ég syndi á hverjum
degi, a.rn.k. 500 metra í senn, það
hálpar til að halda skrokknum í lagi,
mér hefur ekki orðið misdægurt."
Jón segist alltaf hafa eitthvað að
dunda við þegar laus stund er: „Ef
hinir geta það, þá get ég það líka.
Smíða eitt og annað úr jámi mér til
gamans.“ A ýmsum stöðum á Akra-
nesi og hjá syni þeirra hjóna f Innri
Akraneshreppi, má sjá ýmiskonar
listaverk Jóns. Hann gefur þau
stundum frá sér, líka þau sem opin-
berir aðilar hafa fengið eins og t.d.
grásleppukarlana sem era talsvert
áberandi við innkomuna til Akra-
ness við Kalmansvíkina.
Nú er kunnugt að Jón Pétursson
hefúr látið frá sér bundið mál,
nefna má ljóðið „Síðasti siglarinn á
Skaga“ og „Hugrenning um Akra-
fyall“. „Það er engin hætta á að það
sem ég set saman sé stolið, ég lít
aldrei í bók“ sagði þessi glaðbeitti,
ákafi Skagamaður að lokum.
Jón við eitt þekktasta verk sitt; Grásleppukarlana við Kalmansvik.
„Égfieddist á Skagabraut 28, húsið stendur enn, en það var stundum nefnt Kaldidalur,
eftirjóni Kalda“.