Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 12

Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Aukinn áhugi og aðsókn í íþróttamiðstöð Akraneskaupstaðar Akraneskaupstaður hefur löngum verið talinn mikill íþróttabær og metnaður verið lagður í alla starf- semi og iðkun íþrótta og uppbygg- ingu mannvirkja þeim tengdum. Því ætti engan að furða að aukin umföll- un og vaxandi áhugi almennings á heilsurækt skih sér í aukinni aðsókn í íþróttaaðstöðu bæjarins. Jón Þór Þórðarson, íþróttafulltrúi Iþrótta- bandalags Akraness (ÍA), og Hörður Kári Jóhannesson, rekstrarstjóri í- þróttamannvirkja Akraneskaupstað- ar voru fyrr í vikunni teknir tali og spurðir um stöðu mála innan veggja íþróttamannvirkjanna, um aðsókn og aðstöðu tdl íþróttaiðkunar og hvers sé að vænta á næsm árum. Jón Þór segir þá sprengingu sem hefur átt sér stað meðal fólks í heilstnækt vera mikið gleðiefrú. „Við viljtnn hvetja sem flesta til þátttöku og halda sem flestum sem lengst, það er skemmtilegast“ segir hann. Er engin íþróttafirík Það eru vafalaust einhverjir sem hika við þegar taka á fyrstu skrefin í áttina að markvissri líkamsrækt. Að- spurður hvað væri í boði og hvemig væri tekið á móti nýjum áhugasöm- um iðkendum, segir Jón Þór að reynt sé að bjóða uppá eins mikla fjölbreytni og hægt er svo að hver og einn geti fundið áhuga sínum farveg í einhverri íþróttagrein eða bara í markvissri líkamsrækt af einhverju tagi. Box, línudans og frjálsar eru t.d. hratt vaxandi greinar og gott dæmi um fjölbreytileika íþrótta á Akranesi. „Lokuð átaksnámskeið hafa verið sérlega vinsæl að tmdanförnu þar sem boðið er upp á einn heildar- pakka. Þú færð þínar 3 til 4 æfingar í viku, færð ráðgjöf um næringu og matardagbók og þess háttar," segir Jón Þór. „IA Trimm bíður einnig, auk þessara lokuðu tíma, uppá afar fjölbreytt úrval leikfimitíma, stund- artaflan er hreinlega full,“ bætir hann við. „Hægt er að leita til einka- þjálfara, sem er til staðar í þrekað- stöðunni alla virka daga milli 16 og 19 og getur leiðbeint með æfingar og æfingaprógram sniðið að þörfum hvers og eins. Hugmyndir um að fleira sérmenntað fólk verði til stað- ar ásamt einkaþjálfaranum, til að- stoðar öllum þeim sem óska, eru einnig í býgerð. Svo má ekki gleyma sundlauginni. Því getur hver og einn púslað saman fjölbreyttu og skemmtilegu prógrammi.“ Jón Þór bætir við: „Við erum alltaf í ein- hverri nýjungaleit og fara möguleik- amir eftir því hvaða kennarar eru í boði hverju sinni. Hinn fasti kjarni fólks telur hinsvegar 200-250 manns sem taka þátt í „IA Trimm“ á hverju ári og em allir sem óska meira en velkomnir til þátttöku í því.“ Aðstaðan nýtt í botn En samhliða auknum áhuga og breyttu hugarfari meðal fólks á markvissri hreyfingu og matarræði, hefur aðsókn í íþróttamiðstöðvar Akraneskaupstaðar aukist verulega. Það húsnæði sem þegar er til staðar er án efa fullnýtt og nefnir Jón Þór að í miðri viku á álagstímum er öll aðstaðan smekkfull og iðar allt af lífi hvert sem litið er. Hörður Jóhannes- son, rekstrarstjóri tekur undir þetta og segir að aukningin sjáist best í aukinni áskriftarsölu irmí aðstöðuna og aukinn fjölda innan íþróttafélag- arma, sem fara ört stækkandi. „Oll í- þróttafélögin hafa aðgang að aðstöð- unni og því ekki auðvelt að púsla saman stundatöflu íþróttahússins, oft standa æfingar yfir ffam undir miðnætti," segir hann. í dag era um 1600 einstaklingar skráðir iðkendur hjá IA. Þá er almenningur sem nýtir aðstöðurnar ekki talinn með og telst það ff ekar hátt hlutfall í samanburði við önnur sveitarfélög. Framkvæmd- ir hafa þegar hafist á nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum en vænst er að það hús taki við stóram hluta knatt- spyrnu- og ffjálsíþróttaæfinga bæði fyrir Akurnesinga, Borgnesinga og aðra nærsveitunga. Hvað hugmynd- ir að áframhaldandi uppbyggingu að Jaðarsbökkum varðar stóð ekki á svöram hjá þeim Herði og Jóni Þór: „Mikil ffamtíðarplön era uppi um stækkun íþróttaaðstöðunnar,“ nefna þeir Jón Þór og Hörður og segja að drög að fyrstu hugmynd um stækkun hafi verið lögð ffam og er vonast til að stækkunin verði komin á lokastig innan 5 ára. „Þá er um að ræða nýja viðbyggingu sem mun tengja núver- andi aðstöðu við fjölnota íþróttahús- ið sem verið er að byggja. Þar er gert ráð fyrir 35 fermetra þreksal, 11 bún- ingsklefum, litlum íþróttasölum, veitingastað svo fátt eitt sé nefht og þar fyrir utan er 8 brauta yfirbyggð sundlaug á teikniborðinu" segir Hörður og bætdr við að markmiðið er að ganga hratt og vel til verks í ffamkvæmdum. „Byrjunin er þetta nýja íþróttahús, sem er um 8 sinnum stærra en íþróttahúsið sem nú þegar er tdl staðar á Jaðarsbökkum og halda svo áfram með stækkunina í ffam- haldi af því.“ Mikil þörf sé nú þegar fyrir þessari nýju viðbyggingu þar sem almenningsíþróttaaðstaðan er ekki síður þétt setin en íþróttahúsið sjálft. „Þetta er ekki auðveld staða, við eram að keyra góð námskeið og reynum að halda uppi góðri þjónustu en í of litlum íþróttasölum, alls ekki hönnuðum fyrir þrek og púl og í þeim myndast t.d. þungt loft sem loftræstingin nær engan veginn að sinna. Aðstaðan er í bókstaflegri merkingu nýtt alveg í bom,“ segir Jón Þór með áherslu. ,JVIiðað við þá aðstöðu sem við höfiun í dag erum við í raun komnir í strand með að hér sé hægt að bæta við iðkendum hinna ýmsu íþrótta og þjóna þeirri auknu ásókn sem á sér stað,“ bætir Hörður við. Vesturgatan betur nýtt Að sögn Harðar mun IA brátt taka yfir reksmr íþróttaaðstöðunnar á Vesturgöm og ráðgert er að bæta þar einnig við tækjum til þrekiðkunar. Þar er stóri salurinn fullnýtmr allan daginn en þar fyrir utan, á neðri hæð hússins, er svo lítill salur fyrir hópí- þróttir svo sem aerobik og karate. A neðri hæðinni má einnig finna þrek- sal, golfþúttaðstöðu og keiluaðstöðu og um miðjan september er gert ráð fyrir að taka þar í notkun nýtt hljóm- sveitaræfingaherbergi. Samvinna mikilvæg Að sögn Jóns Þórs er nú þegar markvisst stefnt að þvi að samtengja skóla og íþróttaæfingar. „Það eru bara kröfur samfélagsins í dag að barnið geti verið í skólanum allan daginn á meðan báðir foreldrar eru að vinna. Þar sem skóla lýkur um klukkan 14 tdl 15 á daginn er vel við hæfi ef íþróttir gæm fylgt þar fast á eftir og brúað þetta bil til klukkan 16 eða 17 á daginn," segir Jón Þór. Þeir Hörður og Jón Þór telja einnig mik- ilvægt að nefiia að nálægðin á milli skóla og íþróttaaðstöðu á Akranesi sé mikill kosmr og hefur oft verið öðram bæjarfélögum fyrirmynd. „Það er líka skemmtilegt og spenn- andi framtíðarverkefni að byggja upp góða starfsemi í umhverfi sem býður uppá þvílíka möguleika eins og hér á Akranesi. Ekki síst þar sem bærinn er þekktur sem íþróttabær og því er á traustum granni að byggja. Að geta bætt þjónustu og gæði í því sem við eram að gera, þjónusm við almenning og íþrótta- félög og tengt skólana betur við í- þróttastarfið er okkar markmið sem gaman verður að vinna að,“ segir Jón Þór að lokum. BG Hörihtr Kári Jóhannesstm, rekstrarstjóri tjrróttamannvirkja Akraneskaupstaðar ogjón Þór Þórðarson, íjrróttafulltrúi IA. Litiðyfir íjrróttaaðstöðuna að Jaðarsbökkum, með vœntanlegt fiölnota íjrróttahús jýrir miðju. Viltu vera með? Fulltrúar frá hverju félagi innan Iþrótta- bandalags Akraness komu saman síðastlið- inn laugardag í íþróttahúsinu við Vesmr- göm og tóku á móti skráningu í félögin fyr- ir vetrarstarfið sem nú fer í hönd. Að sögn Jón Þórs Þórðarsonar, íþróttafulltrúi IA var aðsókn bara nokkuð góð. Skráning milli fé- laga var þónokkuð misjöfn og átti FIMA mestra vinsælda að fagna meðal ungmenna á Akranesi, en þar fyllmst allir listar og biðlistar einnig. Gesmm var boðið að gæða sér á ávöxtum og grænmeti, sem réttilega era líka nefnd „íþróttanammi" og era vel við hæfi á sam- komu sem þessari. Fótaliprar dömur í danshópnum „Og útlagarnir" sýndu nokk- ur vel valin spor í línudansi, rétt til að fá fiðring í fóta þeirra sem á horfðu. Blaða- maður Skessuhorns tók nokkra í- þróttagarpa að tali til að forvimast um á- huga og ástæðu fyrir íþróttaiðkun þeirra. Svo virðist vera sem unga kynslóðin sé ekki síður meðvimð um hollusm hreyfingar og tilgang hennar, en þeir fullorðnu. BG Ragnheiður Guðmundsdóttir, 9 ára Ætlar þú að taka þátt í íþróttum í vetur? Já, sundi og fótbolta, kannski líka í skámnum, það er svo spennandi. Af hverju ætti maður að æfa íþróttir? Til að verða betri. Hvemig mat er ráðlegast að borða? Bara ávexti og grænmeti, ekki nammi, nema bara pínulítið á laugardögum. Ætla systkini þín að taka þátt í íþróttum líka? Já, Maron ætlar að prófa að æfa box og Steindór vill æfa fótbolta þegar hann verður eldri. Hvað gerir maður á fótboltaæfingum? Maður heldur bolta á lofti og svoleiðis og fer á mót líka. Sindri Már Fannarsson, 8 ára Munt þú æfa íþróttir í vetur? Já, æfi karate og fótbolta, æfi karate 2svar sinnumí viku. Af hverju heldurðu að gott sé að æfa í- þróttir? Til að æfa líkamann. Eru einhverjar reglur á karateæfingum? Það má ekki geispa! Hvað er hollt að borða? Það er hollt að borða kjöt og vatn og mjólk. En hvað er óhollt að borða? Það er óhollt að borða kakósúpu og kók. Karen Rut Finnbogadóttir, 4 ára Varstu að skrá þig í einhverjar íþróttir? Já, íþróttaskólann og sundskólann. Hvað gerir maður í íþróttaskólanum? Maður hoppar og hleypur í íþrótmm. Hvað er skemmtilegast að gera í sund- skólanum? Synda og leika í dótinu í sund- lauginni. Af hverju ætti maður að stunda íþróttir? Svo að maður æfir sig. Hvað á maður að borða svo maður verði duglegur í íþróttum? Hollan og góðan mat. Hvað er hollt að drekka? Hollt að drekka vam, mjólk og eplasafa. Hvað er óhollt að borða? Má ekki borða mikið nammi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.