Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 17

Skessuhorn - 07.09.2005, Qupperneq 17
aiktasum/b. 1 MIÐVIKUDAGUR7. SEPTEMBER 2005 17 i Kennsluvefur um Egilssögu AKRANES: Menntamálaráðu- neytið hefur veitt Fjölbrauta- skóla Vesturlands og Bókaútgáf- unni Bjarti styrk að upphæð 700 þúsund krónur í verkefni sem kallast Hjálmaklettur. Verkefii- inu er ætlað að standa að gerð kennsluvefjar um Egilssögu. Styrkurinn er einn 16 styrkja sem ráðuneytið veitti til skráningar og miðlunar menningarefnis á landsbyggðinni. „Styrkimir em veittir sem hluti af átaki um menntun og menningu á lands- byggðinni, sem er samstarfsverk- efni menntamála- og iðnaðar- ráðuneytisins í tengslum við byggðaáædun,“ segir í fréttatil- kynningu menntamálaráðuneyt- isins. Til ráðstöfunar vom tíu milljónir. Alls bámst 54 umsókn- ir og sótt var utn rúmlega 80 milljónir. -hj Greiðslumark mjólkur hækkar LANDIÐ: Bændasamtök Islands hafa reiknað meðalverð á greiðslumarki sem fært var milli lögbýla nú 1. september, eða í upphafi nýs verðlagsárs. Alls var um að ræða yfir 1,8 milljón lítra og var meðalverð hvers líters 3 80 krónur. Svo virðist því sem með- alverð hafi hækkað nokkuð en al- gengt söluverð á fýrri hluta þessa árs var 300-350 krónur fyrir lítr- ann. Þess ber þó að geta að í sumum tilfellum var þá um að ræða verð þar sem búið var að ffamleiða upp í greiðslumarkið á þáverandi verðlagsári. -mm Vinnuhópur um framhaldsskóla BORGARNES: Á síðasta fúndi bæjarráðs Borgarbyggðar mættu Runólfúr Agústsson rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðar- háskóla Islands og Hörður Helgason skólameistari Fjöl- brautaskóla Vesturlands til við- ræðna um stofúun ffamhalds- skóla í Borgarnesi. Ágúst og Runólfur lögðu ffam tillögu þess efiús að skipaður yrði vinnuhóp- ur til undirbúnings stofnunar ffamhaldsskóla í Borgamesi. Til- lagan var samþykkt og á næsm dögum verður settur á fót vinnu- hópur með tveimur fulltrúum ffá Borgarbyggð og tveimur frá hvorum háskólanna. -ge HB Grandi með mestan kvóta fyrirtækja Á kvótaárinu sem nú er nýhaf- ið fær HB Grandi úthlutað mest- um aflaheimildum íslenskra fyr- irtækja. Samtals fær fyrirtækið tæp 31.567 þorskígildistonn í sinn hlut. Alls komast 6 fyrirtæld á Vesturlandi í hóp 50 kvóta- hæstu fyrirtækja landsins. Soffan- ías Cecilsson hf. í Gmndarfirði er 19. kvótahæsta fyrirtæki lands- ins með 4.565 þorskígildistonn, Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði er í 22. sæti með tæp 3.773 tonn, Hraðfrystihús Hellissands er í 26. sæti með 2.438 tonn, KG fiskverkun ehf. á Rifi er í 32.sæti með tæp 1.762 tonn og Steinunn ehf. í Olafsvík er í 46. sæti með tæp 1.074 tonn. HJ Ingjaldshóll á mermingarminjadegi Evrópu Menningarminjadagar Evrópu (European Heritage Days) era haldnir í september ár hvert fyrir atbeina Evrópuráðsins og Evrópusam- bandsins. Tilgangurinn er að vekja athygli al- mennings á merkum minjum í löndunum og að Menningarminjadagarnir vekji fólk almennt til umhugsunar um gildi minja og sögu. Fornleifavernd ríkisins hefur umsjón með Menningarminjadeginum hér á landi. Þema Is- lands þetta árið er Gamlir kirkjugarðar. Forn- leifaverndin býður almenningi til leiðsagnar um fjóra staði á landinu laugardaginn 10. september n.k. Hér á Vesturlandi er af þessu tilefúi Ingj- aldshóll á Snæfellsnesi í sviðsljósinu ffá klukkan 14. Magnús A. Sigurðsson minjavörður Vestur- lands og Vestfjarða kynnir staðinn og tvo merka legsteina ffá 17. og 18. öld. MM r Skipai iðlunin Bátar & Kvóti Eggert Sk. Jóhannesson. Jóhannes Eggertsson. Olafur Thoroddsen hdL Löggilt Skipasala. SKIPAMIÐLUNIN EHF, BÁTAR & KVÓTI. Sími: 5-888-111, Alltaf ný söluskrá á heimasíóunni: www.skipasala.com ____________Fyrsta heimasíðan í skipa og kvótavióskiptum á íslandi._________ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ. Sómí 800 smíðaður árið 1988. er með Yanmar skráða 350 hestafla véi árgerð 1997. Drifbúnaður er beinn, V-gír Ailt fylgifé bátsins fylgir s.s. þrjár handfæravindur og öll fiskleitar og siglingatæki fyigja. Selst án aflaheimilda. Verð: 5,000,000 kr. Sómi 860-1000 eða sambærilegur mjög öfiugur bátur óskast til kaups með 40-50,000 kg. af varanlegum þorskkvóta. Aðeins góður bátur kemur til greina og vel með farinn, staðgreiðsla. Kvóti til söiu: Tii sölu 21,000 kg af þorski og 14,000 kg af ufsa. Krókaaflahlutdeild. Tilb. óskast. Nr.A-469. Til sölu: Gáski smíðaður árið 2000. Mál: 8,93 brl. Ml. 9,5 m. Caterpillar 175 kW, árg 2000. Alit fylgifé bátsins fylgir s.s. línuspil, renna og öll fiskleitar og siglingatæki fyigja. Selst með/án aflaheimilda eftir nánara skl. Nr. A-479. Tii söiu Sómi 860 með Cummins 350 hestafla vél. Selst með kvóta sem er 30,000 kg af þorski og 10,000 kg af blönduðum tegundum. Verð á bát 6,8 - 6,9 millj. Nr. A-478. Til söiu Sómi/Sæfugt 800. Endursmíði 2003. Yanmar 240 hö. 25,000 kg. af þorski fylgír með. Verð á bát 4,0 millj. Nr. A-468. Gáskí smíðaður árið 2000, Mál: 8,9 brl. Ml. 9,49m Caterpillar vél skráð 187 kW. árgerð 2004. Allt fylgifé bátsins fylgir s.s. línuspil, renna og öll fiskleitar og siglingatæki fylgja. Selst með/án aflaheimilda eftir nánara skl. Sómi 800, smíðaður árið endursmíðaður 2002. ( Sölunr: A-467 ). Volvo Penta 230 hö, árg 2002. Dekkaður, tekur 3 tonn í lest. Tæki: Tölva, radar, sjálfstýring, whf, sími. Örbylgjuofn, straumbreytir, míðstöð. Þrjár Dng færavindur fylgja með. Grásleppuieyfi 5,0 brt. hægt að stækka upp í 7.0 brt. Tilboð óskast. Nánari uppl. gefur Eggert. 50-90 tonna krókakvóti óskast með eða án báts. Fyrir ákveðinn kaupanda óskast 50-90 tonn af krókaþorski með eða án báts, minna magn kemur jafnframt til greina, staðgreiðsla. Höfum allar gerðir og stærðir skipa og báta á söluskrá, einnig aflahlutdeildir & aflamark í báðum kerfum. Síðumúli 33 Reykjavík. www.skipasala.com Sími: 5-888-111. Fax:5888114. SKIPAMIÐLUNIN EHF, BÁTAR & KVÓTI. ÞAR SEM AÐ LEITIN BYRJAR OG ENDAR. Sími: 5-888-111 Fax: 5-888-114 Skipamidlun@simnet.is Yyww.skipasala.com V J

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.