Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2005, Síða 22

Skessuhorn - 07.09.2005, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 ukusunu^' Lokahóf knattspyrnudeildar Skallagríms Laugardagskvöldið 2. septem- ber sl. brugðu leikmenn og þjálf- arar Skallagríms sér á Búðarklett í Borgarnesi til að fagna lokum tímabilsins. Voru Skallagríms- menn sáttir við sinn hlut þrátt fyr- ir misjafnt gengi í sumar. Leik- maður ársins var valinn mark- maðurinn Ingólfur Hólmar Val- geirsson en hann er tvítugur Borgnesingur. Markahæsti leik- maðurinn var Sveinbjörn Geir Hlöðversson og Sölvi Gylfason var valinn efnilegasti leikmaður- inn. Þjálfararnir Hilmar Þór Há- konarson og Sigurjón Jónsson voru ánægðir með sína menn og vildu nefna að á hverri uppskeru- hátíð er búningasamkeppni þar sem leikmenn koma í sem flottasta og sjaldgæfasta bún- ingnum. Björn Sólmar Valgeirs- son sigraði búningakeppnina í ár með yfirburðum. HSS Leikmaður ársins er Ingólfur Hólmar Valgeirsson. Þjálfararnir Hilmar Þór og Sigurjón. Góðgerðamót í golfi á Garðavelli Sigurveigarar í keppninni um Nýliðaskjöldinn. [ samvinnu við Golfklúbbinn Leyni og Heimsferðir mun Microsoft á íslandi standa fyrir styrktargolfmóti á Garðavelli á Akranesi föstudaginn 9. septem- ber. Markmiðið með mótinu er að safna fé til góðgerðamála, sem Barnadeild Hringsins mun njóta góðs af. Fyrirtækjum er boðið að taka þátt í þessu glæsilega styrktarmóti fyrir 30.000 kr. eða hærra framlag. Innifalið er þátttökuréttur fyri tvo kylfinga auk veitinga að móti loknu. Glæsilegir ferðavinningar með Heimsferðum að heildarand- virði 450.000 kr. eru í vinning fyrir þrjú fyrstu sætin í mótinu, auk teiggjafa og nándarverðlauna frá Microsoft. Þátttökuskráning er í síma 510-6907 eða á netfangið iceevent@microsoft.com eigi síðar en 7. september. Þetta er (fyrsta sinn sem Garðavöllur er vetvangur góðgerðarmóts af þessu tagi og er það mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Leyni að geta boðið uppá aðstöðu til góðgerðamála á þennan hátt. Tvö unglingalið í Sveitakeppni GSÍ Golfklúbburinn Leynir sendi tvö unglingalið til þátttöku í sveita- keppni unglinga dagana 2.-28. á- gúst. Sveit 15 ára og yngri skip- uðu þau Andrés Már Harðarson, Ármann Örn Bjarnarson, Bjarki Þór Jóhannsson, Kristján Huldar Aðal- steinsson, Rúnar Freyr Ágústsson og Sigurbjörn Hauksson. Leikið var á Strandarvelli á Hellu. Sveit 16-18 ára skipuðu þau Axel Már Karlsson, Guðfinnur Gústavsson, Guðmundur Páll Bergþórsson, Sigurður Már Þor- leifsson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Leikið var á Hólmsvelli á Suður- nesjum. Róbert vann Nýliðaskjöldinn Nýliðaskjöldurinn fór fram á Garðavelli sunnudaginn 4. sept- ember. Mótið er haldið fyrir nýliða í Golfklúbbnum Leyni sem er á sínu fyrsta og öðru ári í klúbbnum. Leikin var punktakeppni með fullri forgjöf og urðu úrslit þau að Ró- bert Sigurjónsson sigraði með 44 punkta, í öðru sæti var Kristinn Á- gúst Þórsson með 42 punkta og Bjarni Sveinsson þriðji með 40 punkta. Síðustu stigamót sumarsins Helgina 3.-4. september fóru síðustu stigamót sumarsins fram. Toyota mótaröðin í flokki fullorð- inna og KB bankamótaröðin í flokki unglinga. Fimm unglingar kepptu á Vífilstaðavelli; Bjarki Þór Jóhannsson, Alex Kári Kristjáns- son, Sigurbjörn Hauksson og Rún- ar Freyr Ágústson í flokki stráka 13 ára og yngri og Valdís Þóra Jóns- dóttir í flokki 16-18 ára stúlkna. Bjarki Þór varð hlutskarpastur af strákunum en hann hafnaði í 8. sæti. Valdís Þóra var jöfn tveimur öðrum stelpum í 3.-5. sæti og þurfti að leika bráðabana til að Tapí síðasta leik ÍA lauk keppni í úrvalsdeild kvenna í bili síðastliðinn sunnudag. Skagastúikur sóttu stöllur sínar úr Keflavík heim og töpuðu 0-2. Uppskera ÍA í sumar varð því að- eins eitt stig og hafnaði liðið í neðsta sæti deildarinnar. Marka- talan var 10 - 63. Skagastúlkur leika í 1. deild að ári en dvölin í úrvalsdeild var styttri að þessu sinni en þær hefðu sjálfsagt kosið. Bjarta hliðin er hinsvegar sú að uppistaða liðsins er ungar og bráðefnilegar stelpur sem ættu að verða betur tilbúnar í slaginn að ári liðnu. GE TitiHinn í sjónmáli Skagamenn unnu góðan sigur á Fram á íslandsmótinu í knatt- spyrnu í 2. flokki, 5 - 1, í síðustu viku. Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson skoraði fyrsta mark Skagamanna en síðan bættu þeir Jón Vilhelm Ákason og Kristinn Aron Hjartar- son við tveimur hvor. ÍA er enn í efsta sæti A deildar 2. flokks þegar ein umferð er eftir og eiga því góða möguleika á að verja íslandsmeistaratitilinn. Það er hinsvegar engan veginn öruggt því FH, KR og Valur eiga öll fræði- legan möguleika á að ná efsta sætinu. ÍA mætir Val í síðasta leiknum á fimmtudag íþessari viku og dugar jafntefli til að tryggja sér titilinn. GE skera úr um úrslit og féll 5. sætið í hennar hlut. Toyota mótaröðin fór fram á Korpúlfstaðavelli í Grafarvogi. Stefán Orri Ólafsson og Kristvin Bjarnason kepptu fyrir hönd GL. Þeir léku vel fyrri daginn en náðu ekki að fylgja því nógu vel eftir síð- ari daginn. Stefán hafnaði í 15. sæti og Kristvin í því 23. Valdís Þóra í landslið unglinga Valdís Þóra Jónsdóttir hefur ver- ið valin til þátttöku fyrir hönd GSÍ í Norðurlandamóti unglinga sem fram fer í Noregi í september. Val- dís Þóra hefur æft að kappi í sum- ar og tekið þátt í öllum mótunum í KB bankamótaröðinni auk þess sem hún keppti [ tveimur mótum í Toyota mótaröðinni með góðum árangri. Þetta er fyrsta keppnisferð Valdísar erlendis en hún fór til æf- inga til Danmerkur síðastliðið haust á vegum GSÍ og svo aftur til Orlando í janúar s.l. MM/BS Vel heppnað Islandsmót í KUBB í Borgarnesi Skemmtiiegasta liðið: Hringhorni, af Akranesi, Siggi, Jonni og Jón Ingi. Glyðrur mótsins, Katrín, Fríða og Jóhanna. íslandsmótið í fjölskylduspilinu Kubb var haldið í Skallagríms- garði í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Alls tók 21 lið þátt og var keppnin hörku spennandi og afar skemmtileg að sögn að- standenda mótsins. Reykjavíkurliðið Bling Bling fóru með sigur að hólmi og voru þeir vel að sigrinum komnir. Ekki var eingöngu eftir Islandsmeistaratitli að slægjast heldur voru í boði titl- ar sem þóttu ekki síður eftirsókn- arverðir, s.s. skemmtilegasta liðið, langóheppnasta liðið, efnilegasta liðið, flottustu búningarnir, mest ísiandsmeistararnir: Bling, bling. Páimi og Adam en þeir voru líka valdir mest 101 liðið. 101 liðið og síðast en ekki síst glyðrur mótsins. Fyrir þá sem ekki vita er Kubb sænskur víkingaleikur sem leikinn er utandyra á sléttum fleti. Fjöldi liðsmanna í hverju liði er frjáls en venjulega eru 2 til 6 í hverju liði og hentar leikurinn aldrinum frá 7 ára og uppúr. Leikurinn gengur út á að fella alla riddara (kubba) and- stæðingsins og þar á eftir kóng- inn. Vallarstærð er venjulega 5x8 metrar, en getur verið stærri eða minni allt eftir getu leikmanna. Venjulega er spilað á grasi en stundum á möl/sandi/snjó. íslandsmót í Kubb hefur verið haldið frá árinu 2001 og var þetta í fyrsta skipti sem það er utan Reykjavíkur. Þátttakendur í ís- landsmótinu voru á einu máli um að Skallagrímsgarður væri eitt besta Kubbsvæði landsins. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.