Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Page 6

Skessuhorn - 21.09.2005, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 giaÉSsiíiíiOKK1 Glæsileg frammistaða ferða- þjónustufólks í Kaupmannahöfn Um borð í bátnum í boðsferðinm góðu. Fremst til hægri er Hrafnhildur Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri UKV. Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi sem starfa saman undir salgorðinu All Senses Awoken eða „Upplifðu allt“ tóku þátt í Vesmorden ferða- kaupstefnunni í Kaupmannahöfn dagana 13. - 14. september sl. Alls vom um 500 aðilar sem sóttu þessa kaupstefhu víðsvegar að úr heimin- um en markmið hennar er að koma á framfæri ferðaþjónusm á Islandi, Grænlandi og í Færeyjum. Um 150 seljendur mætm frá löndunum þremur. Þetta var 20. skiptið sem þessi kaupstefna er haldin. Hún hef- ur verið haldin í löndunum til skipt- is en nú á afmælisárinu ákváðu Grænlendingar að vera með hana í Kaupmannahöfn en á næsta ári verður hún haldin á Islandi. „Móttökurnar fóru ffam úr björt- ustu vonum,“ sagði Þórdís G. Arth- ursdóttdr, verkefnisstjóri. „Við vor- um alls 19 manns frá All Senses sem fórum á kaupstefnuna og vomm búin að vinna heimavinnuna okkar vel og það skilaði sér svo sannarlega. Við vomm með góða söluvöm, bæði rótgróin ferðaþjónusmfyrirtæki, góð hótel og síðan ýmsar nýjungar svo sem starfsemina í Fossatúni, sam- starf golfklúbbanna í Grundarfirði, Borgarnesi og Akransi, nýtt golfhót- el og Landnámssetur svo eitthvað sé Svanborg Siggeirsdóttir og Unnur Halldórsdóttir sýndu gestum glímutök aðfomum sið - en að þessu sinni sérstaklega til mótvægis við karlrembuna. nefht. Bæklingurinn sem við lémm gera kom að góðum notum og eins höfðum við látið hanna á hópinn mjög smekklega boli með merki hópsins og á bakinu stóð: See - Hear - Taste - Smell - Touch, sem höfðar tdl þess að þú gemr fengið eitthvað fyrir öll skilningarvitdn á Vesmr- landi.“ Þórdís bætir við: „Það var líka greinilegt að þetta samstarf vaktd ekki einungis athygli heldur kom fram í viðtölum við kaupendur að þetta væri mjög traustvekjandi, því ferðaþjónusta á Islandi væri oft smá í sniðum og það væri greinilega sterkt að fyrirtækin vinni saman að því að kynna sitt landssvæði og eins hlyti þetta að vera öðrum til fyrir- myndar í komandi ffamtíð. Að vanda til verka skiptir öllu máli og má í því samhengi nefha að hópnum hefur verið boðið að koma og kynna Vesturlandið og samstarfið víða um heim á næstunni.“ All Senses félagar buðu sam- gönguráðherra og forsvars- mönnum ferðaþjónusmnnar á- samt erlendum kaupendum til siglingar þar sem hópurinn kynntd sameiginlega sína þjónustu og Vest- urlandið í heild. „Eftir kjmningu á All Senses verkefhinu fluttd Benedikt Erlingsson leikari og kona hans Charlotte sprenghlægilegan leikþátt sem þau höfðu samið um karl- mennsku víkinganna. Sem mótvægi við karlrembuna sýndu tvær konur úr hópnum, þær Unnur Halldórs- dóttdr og Svanborg Siggeirsdóttdr al- vöm glímu en þær æfðu báðar glímu á sínum yngri árum. Þær sýndu þetta með stæl eins og þeim einum er lagið. Unnur samdi vísur fyrir hópinn við lag eftir Kim Larsen og vora þær sungnar hástöfum í báts- ferðinni,“ sagði Þórdís að lokum. All Senses hópurinn vill þakka Stykkishólmsbæ, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Sparisjóði Mýra- sýslu, KB banka á Akranesi og Lans- bankanum á Akranesi ásamt Ut- flutningsráði fyrir stuðninginn við verkefhið. Einnig hefur hópurinn átt gott samstarf við sendiráð Islands og Ferðamálaráð Islands í Kaup- mannahöfh og samgönguráðuneyt- Særif SH Linni SH Tveir nýir bátar á Snæfellsnes Tveir nýir bátar bættust á dög- unum í flota Snæfellinga. A mið- vikudag kom til heimahafnar í Rifi báturinn Særif SH sem er í eigu Melness ehf. Báturinn er nýsmíði frá Trefjum ehf. í Hafharfirði. Bát- urinn er 12,5 metrar að lengd og 14,9 brúttótonn að stærð. Báturinn er búinn línubeitningarvél frá Mustad. Á miðvikudag kom einnig í fyrsta sinn til heimahafnar í Olafsvík Linni SH-333 sem er í eigu feðganna Gauts Hansen og Eiríks Gautssonar. Bátinn keyptu þeir feðgar úr Hafnarfirði. Hann var smíðaður í Njarðvík árið 1990 og er rúmir 19 metrar að lengd og 34,6 brúttótonn að stærð. HJ Veiðiþjófur slasast Það fór illa fyrir manni sem ætl- aði að stelast til veiða í Laxá í Reyk- hólasveit fyrir fáum dögum síðan. Maðurinn hafði farið fyrir ofan Klukkufell og þar upp í gljúfur. Hóf hann veiðiskapinn en hafði ekki orðið var þegar hann hrasar og dettur illa í gljúfrinu. Meiddist hann nokkuð á höfði og varð að ná í lögreglu og lækni til aðstoðar veiðiþjófinum úr ógöngum sínum við ána. Erfitt hefur verið síðustu árin að fá veiðileyfi í ánni nema fyrir landi Klukkufells enda kannski ekki eftir miklu að slægjast. Þó hefur mark- viss minkaveiði á þessum slóðum leitt til vaxandi fiskgengdar í ána. „Það hefur greinilega aukist veiðin hérna í ánum á þessu svæði eftir að gert var stórátak í að eyða mink. Fiskur er farinn að veiðast aftur,“ sagði bóndi við ána í samtali við Skessuhorn. GB I Ég verð nú að viðurkenna að þótt ég láti mig varða alla hlutd er varða almannaheill og snerta ör- yggi lands og þjóðar þá hafði ég lengi vel ekkert að ráði verið að velta mér upp úr Öryggisráðinu. Ég vissi vissulega að Island hafði í hyggju að fara í framboð til Ör- yggisráðsins enda menn komið að máli við mig um það eins og geng- ur í tengslum við ffamboðsmál al- mennt. Mér stóð hinsvegar nokk- uð á sama um þessar kosningar, ekki síst þar sem það er fullt starf að fylgjast með hreppsnefhdar- kosningum í Reykjavík og verður það næsta árið. Þessvegna var ör- yggisráðið ekkert ráðandi í mínu Kfi, ekki fyrr en Guðni Ágústsson birtist í sjónvarpsviðtali í lopa- peysu með hestamynstri og með barðastóran leðurhatt á höfði. Hann var staddur í fjárréttum á Suðurlandi og í kapp við jarmandi sauði þá tjáði hann sig fjálglega um Öryggisráðið. „Að vera eða ekki vera í öryggisráði með réttu ráði. - Það er efinn.“ Einhvemveginn á þessa leið mæltist hinum mikla landbúnaðarleiðtoga en ekki treysti ég mér tdl að hafa það eftir með sama glæsibrag. Hvað með það. Þrátt fyrir að Guðni væri ekki öldungis alveg með það á hreinu hvort það væri ráð að bjóða sig ffam í Öryggisráð þá var ég engu að síður sannfærður. Ásjóna land- búnaðarráðherrans í lopapeysunni og með leðurhattdnn fylltd mig því- líkri öryggistilfinningu að allt ffá því ég var í móðurkviði hef ég ekki fhndið fyrir jafn miklu öryggi. Oft var þörf en nú er nauðsyn á að Islendingar taki öryggismálin í sínar hendur. Guttormur er dauð- ur og það í sjálfum Húsdýragarð- inum og Guð einn veit hvaða hörmungar dynja á okkur næst. Ég læt þá staðreynd að við séum smá- þjóð heldur ekki trufla mig. Það er hinsvegar fásinna að halda því ffam að við getum ekki haft áhrif fyrir því. Ég nefhi sem dæmi að í samfélagi þjóðanna á mínu heimili er ég ekki nema smáríki á meðan að konan mín er stór- veldi. Samt er ekki lengra síð- an en bara núna í morgun að ég beitti mér með góðum ár- angri í mikilvægu máh. Þannig var að syni mínum barnungum var skipað af móður sinni að fara í gúmmí- stígvélum í skólann á þeim for- sendum að veður væri vott. Vanda- málið var hinsvegar að fyrir dyrum lág knattspyrnuiðkun í frímínútum hvar gúmmístígvél gám vart talist heppilegur fótabúnaður. Ég sá það í hendi mér að þessi áform móður- innar gætu gjörsamlega eyðilagt farsælan knattspyrnuferil sonarins fyrirffam. Ég beittd þvi neitunar- valdi og hann skokkaði í skólann á sínum strigaskóm og skoraði grimmt í ffímínútunum. Éyrst ég gat komið tautd við konu mína þá er alls ekki ómögu- legt að Island geti haff áhrif á stór- þjóðir. Gísli Einarrsson, öruggur. Kaupum og seljum allar gerðir skulda- og hlutabréfa ítSPM Sparisjódur Mýrasýslu W&rtvi -oðili oð Kouphöll íslands w Digranesgötu 2-310 Borgarnesi - Sími 430-7500 - www.spm.is ’ítSPM

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.