Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2005, Side 23

Skessuhorn - 21.09.2005, Side 23
^tttasunvi. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 23 Góður sigur á erkifjendunum Skagamenn luku keppnistíma- bilinu með glæsibrag þegar þeir lögðu erkifjendurna úr Vesturbæn- um í fjörugum leik á Akranesi á laugardag. Heimamenn höfðu undirtökin allan tímann og ekki annað hægt að segja en að sigur- inn hafi verið verðskuldaður. Leikurinn var varla hafinn þegar miðjumaðurinn smái en knái, Dean Martin skoraði fyrsta mark leiksins með harðfylgi. Þetta dugði að sjálfsögðu vel til að koma Skaga- mönnum vel í gang en á eftir fylgdu margar góðar sóknir þótt mörkin yrðu ekki fleiri fyrir leikhlé. Skagamenn héldu áfram af svipuðum krafti í seinni hálfleik og áttu m.a. tvö stangarskot í röð. Á 59. mínútu gerði hinsvegar Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson annað mark ÍA og 5. mark sitt í fjórum leikjum. Eftir þetta töpuðu Skagamenn að- eins niður einbeitingunni og KR ingar náðu að klóra aðeins í bakk- ann þegar Sigurvin Ólafsson skor- aði fyrir gestina. Lengra komust w þeir hinsvegar ekki og Skagamenn unnu verðskuldaðan sigur á Vest- urbæingum. Dean Martin var besti maður ÍA í þessum leik og einnig áttu þeir Igor Pesic, Kári Steinn Reynisson og Jón Vilhelm Ákason fínan leik. Sigurinn á KR gulltryggði Skagamönnum 3. sætið en þeir hlutu 32 stig en Keflvíkingar sem enduðu í fjórða sæti fengu aðeins 27 þar sem þeir töpuðu sínum leik í lokaumferðinni. Valsmenn sem enduðu í 2. sæti voru reyndar einnig með 32 stig en töluvert betri markatölu en ÍA. Núna þurfa Skagamenn hinsvegar að bíða eft- ir úrslitum úr bikarkeppninni þar sem Valur og Fram eigast við. Ef Valur vinnur þá er nefnilega Evr- ópusæti í höfn fyrir ÍA. GE/Ljósm: HS Olafur Þórðarson og 11 leikmenn skrifa undir samning við ÍA -Þórður Þ. Þórðarson verður aðstoöarþjálfari Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninga við ÍA. Nú er Ijóst hverjir verða þjálfar- ar meistaraflokks ÍA næstu þrjú árin. Á föstudaginn skrifuðu Ólaf- ur Þórðarson, Þórður Þ. Þórðar- son og hvorki fleiri né færri en ell- efu leikmenn undir samninga við félagið. Athöfnin var all sérstök enda má teljast til undantekninga að svo margir skrifi undir samn- inga við íþróttafélag á einu bretti. Við þetta tækifæri sagði Eiríkur Guðmundsson, formaður rekstr- arfélags meistaraflokks ÍA, að markviss uppbygging hefði verið í yngri flokkum undanfarin ár: „Það er að skila sér núna upp í meist- araflokk. Við höfum ákveðið að taka hérna hóp af efnilegum ung- lingum og verðlauna þá fyrir góða frammistöðu." Sumir leikmann- anna eru enn í 3. flokki og nokkr- ir þeirra voru ekki samningslausir þegar skrifað var undir á föstu- dag. Samningarnir við þessa leik- menn gilda til loka ársins 2008. Nokkrar vangaveltur voru um það hvort Ólafur Þórðarson, þjálf- ari meistaraflokks, myndi söðla um á næstu leiktíð og var helst minnst á Fylki í því sambandi. Það er nú Ijóst að Ólafur mun halda áfram með liðið næstu þrjú árin. „Það er okkar trú að Ólafur hafi unnið frábært starf á Skagan- um og með liðið. Hann hefur á sinni þjálfaratíð unnið alla titla sem hafa verið í boði hér á landi og við ætlum okkur ekki að hætta því. Við lítum svo á að þetta sé fyrsti liðurinn í nýrri sókn,“ sagði Eiríkur. Meistaraflokkur ÍA lauk keppni í Landsbankadeildinni í sumar í þriðja sæti með 32 stig. Á föstudaginn skrifaði Þórður Þ. Þórðarson einnig undir samn- ing við félagið og gerist aðstoðar- þjálfari liðsins. Hann er fyrrum markvörður meistaraflokks en þurfti að leggja skóna á hilluna snemma í sumar vegna veikinda. GG Hér má sjá þá Ólaf Þórðarson og Eirík Guðmundsson skrifa undir þjáifarasamn- inginn. Haraldur Ingólfsson, aðstoðarútibússtjóri KB banka á Akranesi fylgist með. Tveir piltar af Akranesi í landshliðshóp U17 Lúkas Kostic, þjálfari U17 lands- liðs karla, hefur valið 18 manna leikmannahóp fyrir undankeppni EM. Riðill íslands fer fram í And- orra dagana 23. - 27. september og eru Tékkland, Andorra og Sví- þjóð einnig í riðlinum. Þrír leik- menn í íslenska hópnum eru á mála hjá erlendum liðum. Mark- vörðurinn Haraldur Björnsson hjá Hearts í Skotlandi, Björn Orri Her- mannsson hjá Ipswich á Englandi og Skagamaðurinn Björn Jónsson hjá hollenska liðinu Heerenveen. Björn'er ekki eini leikmaðurinn sem Kostic valdi í landsliðshópinn því annar af markmönnunum, Björn Jónsson í Heerenveen bún- ingnum þar sem hann hefur nú skrif- að undir reynslusamning til eins árs. Skarphéðinn Magnússon kemur einnig af Akranesi, en hann er al- mennt talinn einn efnilegasti ungi Skarphéðinn Magnússon, markmað- ur og landsliðsmaður kemur einnig frá ÍA. markmaðurinn hér á landi um þessar mundir. MM LATTU OKKUR FA ÞAÐ ÓÞYEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 A £)jJ£jJjJ2JjJiJj j 2JIJjÍ2J 1/JJJJJU J ÚuJjJ Á Gufuskálum og í Holti rekur Svæðisskrifstofa I Vesturlands skammtímavist fyrir fötluð börn og unglinga. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu starfi með börnum. Um er að ræða hlutastörf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SFR og ríkisins. Upplýsingar veitir Kristrún Sigurjónsdóttir forstöðuþroskaþjáifi í síma 893 9588. . Borgarfjaröarsveit Grunnskóli Borgarfjarbarsveitar Starfsmann í skólasel á Hvanneyrl vantar nú pegar Um er að ræða 30 - 40% starf og er vinnutími síðdegis. Til greina kemur að starfsmaðurinn | taki auk þessa að sér einhverja kennslu. Umsóknir berist Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar Nánari upplýsingar veita deildarstjóri í síma 437 0009 og skólastjóri í síma 435 1171 VERZLUNIN ■BHWMH Hálfsfdir ullarfrakkar L gráir og svartir verd 13.990.-kr ■f4

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.