Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettó alltaf gott - alltaf ódýrt 49. tbl. 8. árg. 14. desember 2005 - Kr. 300 í lausasölu Frjálslyndir undirbúa firamboð á Akranesi Frjálslyndi flokkurinn undirbýr nú framboð við sveitarstjórnarkosningarnar á Akranesi í vor. Að sögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, alþing- ismanns flokksins mun flokkurinn bjóða ffarn í að minnsta kosti sex sveitarfélögum þar á meðal á Akranesi. Hann segir mikia þörf á nýju blóði í bæjarstjórn Akraness. „Það liggur í augum uppi að það hefúr ríkt ákveðin stöðnun í bæjarstjórn Akraness. Þar hafa sömu mennimir ráðið ríkjum áratugum saman. Ungt og frískt fólk hefur átt erfitt með að komast til áhrifa. Þrátt fyrir að ým- islegt jákvætt hafi gerst á undanförnum árum hafa hins vegar verið gerð stór mistök við stjórn bæjarmála. Þess vegna teljum við ríka þörf á nýju blóði við stjórnun bæjarins og því verður fram- boð Frjálslyndra valkostur fyrir þá sem vilja raunverulegar breytingar á stjómun bæjarfélags- ins,“ segir Magnús Þór. Hann segir of snemmt að spá um hvenær endanleg álcvörðun um fram- boð muni liggja fyrir. HJ Slökkviliðsmenn við Akraneskirkju sl. laugardag. Kviknaði í á skrifsofú organista Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akraness var kallað út laust eftir hádegi sl. laugardag vegna elds á skrifstoíú í Safnaðarheimilinu Vinaminni við Skólabraut. Slökkvistarf gekk fljótt og vel og urðu skemmdir lítilsháttar og fór því betur en á horfðist. Þegar var hafist handa við að reykræsta húsið. Eldsupptök vom á skrifstofú órganista og talið að kviknað hafi í út frá aðventuskreytingu. MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Húsið Hamragarðar á Bifröst var vígt sl. fimmtudag. Það er hannað afSteve Christer hjá Studio Granda og byggt af Loftorku í Borgamesi og er einhver stœrsti áfangi í uppbyggingu þekkingarþorps og háskóla á Bifóst í 87 ára sögu skólans. Nýbyggingin er um 3300fermetrar og hýsir nýtt rannsókna- og fræðasetur en á efii hœðum þess eru alls 51 nemendaíbúð. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sem gafhúsinu nafn. Hér er hún ásamt Runólfi Agústs- syni, rektor skólans. Sjáfréttbls. 10. Veglyklareglum framfylgt af meiri nákvæmni Stjóm Spalar hefur ákveðið að ganga hart eftir því að áskrifendur að afsláttarferðum um Hvalfjarðargöng virði ákvæði samnings þar að lútandi og hafa ákveðið að ganga hart eftir því að svo sé gert. Má þar nefna að nokkur brögð em að því að áskrifendur afsláttar- ferða virði að vettugi skýr ákvæði samninga við Spöl þar sem þeir skuldbinda sig til að festa veglyklana sína tryggilega innan á framrúðu tiltekinna bíla. Veglyklarnir era með öðr- um orðum hafðir lausir og fólk flakkar jafnvel með þá milli bíla að sögn starfsmanna Spalar. Slíkt er algjörlega óheimilt. Skilmerkilega kemur fram í áskriftarsamningi að vegfykill sé skráður á ákveðið bílnúmer. I sumum tilvikum er flakkað með veglykil milli bíla í eigu sömu fjölskyldu. Slíkt „vanda- mál“ er auðvelt að leysa því gert ráð fyrir að fleiri en einn veglykill geti tengst sama við- skiptareikningi hjá Speli ef á- skrifandi og maki hans eiga til dæmis tvo eða fleiri bíla. Starfs- menn Spalar hafa því hrandið af stað átaki til að fækka og helst koma alveg í veg fyrir vegfyklaflakkið. Þar kemur að góðum notum endurbætt eftir- litskerfi í gjaldhliðinu norðan Hvalfjarðar. Þá hefur einnig verið hrand- ið af stað átaki gegn því að menn fari um gjaldhliðin á ytri akreinum án þess að hafa neina veglykla í bílunum; reyni með öðrum orðum að stelast í gegn- um göngin án þess að borga. Hart verður tekið effirleiðis á slíku háttarlagi enda jafngildir það að aka gegn rauðu ljósi við gjaldskýli I lvalfjarðarganga því að fara yfir á rauðu hvar sem er annars staðar á landinu. Veg- farendur sem smygla sér í gegn, án þess að borga, tryggja það í leiðinni að löggæsluyfirvöld landsins eignast myndir af bíl- unum þeirra, teknar á þeirri stundu sem lögbrotið er framið. Viðkomandi mega í kjölfarið búast við að fá 15.000 króna sekt og fjóra refsipunkta í ökuferliskrána sína. Eins og nærri má ætla má aka oft og lengi um Hvalfjarðargöng fyrir þá upphæð. HJ Sessalong leöur - verð 179.800 kr - Litur: svart og cream 3+1+1 leður - verð 199.800 kr - Litur: cream Sængur, koddar, sængurver og lök. Rúm og svefnsófar. Sión er sogu rikari VERZLUNIN KALMANSVOLLUM AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.