Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 ^tttasunu^: íbúaþing á nýju ári SUNNAN HEIÐAR: Hval- fjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Innri Akra- neshreppur munu standa fyrir íbúaþingi, laugardaginn 14. janúar nk. að félagsheimilinu Hlöðum. Þar mun íbúum sunn- an Skarðsheiðar gefast kostur á að hafa áhrif á stefnu nýs sveit- arfélags sem verður til í vor með sameiningu þessara hreppa ásamt Skilmannahreppi. -mm Óhappavika í umferðinni BORGARFJÖRÐUR: Nokk- uð var um umferðaróhöpp í umdæmi Borgarneslögreglu liðna viku. Harður árekstur tveggja bíla varð í Borgarnesi á miðvikudag án þess að meiðsl yrðu á fólki. Bílarnir skemmd- ust þó mikið. Þá rann bíll út af vegi sama dag og endaði í skurði í Norðurárdal. Tvær bíl- veltur urðu í umdæminu um liðna helgi. Onnur varð á Vest- urlandsvegi við Grundartanga en hin á viðgerðarsvæðinu ofan við Munaðarnes. Ekki urðu al- varleg slys á fólki en kranabíl þurfti til að fjarlægja bílana. Viðgerðarkaflinn á þjóðvegin- um frá söluskálanum Baulu og upp fyrir Grafarkot ofan Mun- aðarness hefur verið mjög slæmur að undanförnu og hafa myndast þar margar mjög djúp- ar holur og varasöm “þvotta- bretti.” Hefur lögreglan óskað eftir því við Vegagerðina að viðgerðarkaflinn verði lagaður og hann merktur betur. Nokkur óhöpp hafa orðið á þessum veg- arkafla það sem af er vetri. Ráð- gert var að viðgerðir hæfust þar í gær og lagning varanlegs slit- lags. -mm Vefir skora hátt VESTURLAND: Samkvæmt nýlegri úttekt Sambands ís- lenskra sveitarfélaga á upplýs- inga- og samskiptavefjum sveit- arfélaga og opinberra aðila kemur í ljós að af 70 vefjum sveitarfélaga lendir vefur Akra- neskaupstaðar í efsta sæti hvað varðar nytsemi en í þeim flokki lenti Grundarfjarðarvefurinn í fjórða sæti og vefur Dalabyggð- ar í því fimmta. Þegar innihald var skoðað lendir vefur Akra- ness í öðru sæti á eftir Reykja- víkurborg. Vefirnir voru metnir m.t.t. innihalds, nytsemi og að- gengis fyrir fatlaða. Vefur Borgarfjarðarsveitar kemst efst á lista sveitarfélaga hér á Vest- urlandi þegar aðgengi fyrir fatl- aða er skoðað, lendir þar í fimmta sæti. Allir þessir vefir eru unnir og hýstir hjá Nepal hugbúnaðarlausnum í Borgar- nesi. Sambærileg könnun var gerð á vefjum opinberra stofn- ana. Þar lendir vefur Fjöl- brautaskóla Snæfellsness í öðru sæti yfir aðgengi. I flokknum nytsemi er vefur Landmælinga Islands í þriðja sæti opinberra stofnana. -mm Línur teknar að skírast í framboðs- málum í sameinuðu sveitarfélagi Framboðsmál í sameinuðu sveit- arfélagi sem til verður í vor úr Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeins- staðahreppi eru nú að byrja að taka á sig mynd. Ljóst er að a.m.k. þrír listar verða í kjöri, þ.e. listi Fram- sóknarmanna, Sjálfstæðismanna auk sameinaðs lista vinstri flokka sem í tveimur síðusm sveitarstjórn- arkosningum bauð fram í Borgar- byggð í nafhi Borgarbyggðarlist- ans. Þau pólitísku félög sem stóðu að Borgarbyggðarlistanum síðast, þ.e. Vinstri - grænir, Samfylking og óháðir hafa ályktað um að vilji er fyrir að halda áfram samstarfi fyrir kosningar í nýju sameinuðu sveitar- félagi. Oddviti Borgarbyggðarlist- ans, Finnbogi Rögnvaldsson stað- festi þetta í samtali við Skessuhorn. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa gert það upp við sig hvort hann sjálfur myndi gefa kost á sér á lista fyrir næsm kosningar, en taldi það alls ekki óhugsandi. Benti hann á að hinsvegar væri það ljóst að ffam- boðið myndi skipta um nafh í ljósi aðstæðna og að sveitarfélagið sam- anstæði af fjóram sveitarfélögum sem í eina sæng fara í vor. Eins og ffam hefur komið í frétt- um hafa bæði Helga Halldórsdótt- ir, oddviti Sjálfstæðismanna í Borg- arbyggð og Asbjörn Sigurgeirsson bæjarstjórnarmaður ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista fyrir næsm kosningar. Björn Bjarki Þor- steinsson í Borgarnesi sagðist að- spurður ekki vera bú- inn að gera það upp við sig ennþá hvort hann gæfi kost á sér, en sagði það skýrast á allra næstu dögum. For- menn sjálfstæðisfélag- anna beggja megin Hvítár era þessa dag- ana að ræða við menn um framboð, þeir Ingi Tryggvason norðan ár og Karvel Karvelsson á Hýrumel sunnan Hvítár. Karvel sagðist í samtali við Skessuhorn geta staðfest nöfn tveggja einstak- linga sem gefi kost á sér en tók ffam að vinna við uppstillingu og samráð beggja sjálfstæðisfélaganna væri eftir um uppröðun framboðslista. Sagði hann að bæði Þórvör Embla Guðmundsdóttir og Torfi Jóhann- esson væra búin að gefa vilyrði fyr- ir þátttöku, en Embla hefur undan- farið kjörtímabil setið í sveitar- stjórn Borgarfjarðarsveitar. Nokkrar breytingar era fyrirsjá- anlegar á þeim hópi fólks sem býð- ur sig fram á lista Framsóknar- flokks í héraðinu. I síðusm kosn- ingum var einn þverpóhtískur listi sjálfkjörinn í Borgarfjarðarsveit. I Borgarbyggð hafa bæði Kolfinna Jóhannesdóttir og Þorvaldur T Jónsson, oddvitá listans ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista í samein- uðu sveitarfélagi. Staðfesm þau það bæði i samtali við Skessuhorn. Jafii- ffamt sagðist Þorvaldur vona að þau Finnbogi og Jenný Lind sem sitja nú í bæjarstjórn gefi áffam kost á sér þar sem slæmt væri ef allir fulltrúar listans úr þessu sveitarfé- lagi myndu hverfa af vettvangi stjórnmálanna á sama tíma. Þegar leitað var til framsóknarmannanna sem nú sitja í sveitarstjórn Borgar- fjarðarsveitar, þeirra Sveinbjörns Eyjólfssonar oddvita og Bergs Þor- geirssonar í Reykholti, gáfu þeir báðir fremur jákvætt út á þátttöku sína til ffamboðs yrði eftir því sóst. „Eg er að hugsa málið og útiloka ekki framboð," segir Bergur. Svein- björn hafði þetta að segja: „Eg tel líklegra en ekki að ég gefi kost á mér til áframhaldandi þátttöku í pólitík, en að sjálfsögðu ræðst það af effirspurn fólks efrir sem hverjir veljast á listann. Eg fagna hinsvegar hverri smnd sem efnisleg málefhi sameiningar þessara sveitarfélaga fær í umræðu áður en ffamboðs- málin taka hug manna allan.“ MM Fjárveiting til fræðaseturs í Stykkishólmi I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 sem samþykkt var í síðustu viku er framlag að upphæð 8 millj- ónir króna „til að stofna fræðasetur í Stykkishólmi,“ eins og sagði í breytingatillögu meirihluta fjár- laganefndar Alþingis. I greinargerð sem Stykkishólmsbær sendi fjár- laganefhd í haust er stofhun þessi nefhd Háskólasemr Snæfellsness. I greinargerðinni kemur frarn að ætlunin sé að stofna rannsóknasetur Háskóla Islands í Stykkishólmi. Kemur ffam að gert sé ráð fyrir stöðu eins náttúrafræðings, sem hafði aðsetur undir sama þaki og Náttúrastofa Vesmrlands og hefði aðgang að bókasafni, rannsóknaað- stöðu og búnaði hennar án endur- gjalds. Segir að með slíkri samnýt- ingu megi spara veralega í stofh- og rekstrarkosmaði semrsins, auk þess sem Náttúrastofan og slíkt semr styrki hvort annað. „Náttúra svæð- isins er geysilega fjölbreymt og rík á heimsvísu og bjóða aðstæður upp á rannsóknamöguleika, sem einungis ímyndunaraflið takmarkar,“ segir orðrétt í greinargerðinni. I upphafi er gert ráð fýrir einu stöðugildi sérfræðings sem mun hafa akademíska stöðu við Háskóla Islands og einhverja kennsluskyldu en verður búsetmr í Stykkishólmi og sinni starfi sínu þaðan. Kennslu- skyldan muni fyrst og frernst verða uppfyllt með því að taka á móti ein- staklingum í framhaldsnámi eða nemendahópum í grunnnámi við Háskólann, sem koma í styttri eða lengri námsferðir á svæðið. Þá kemur ffarn í greinargerðinni að rannsóknir á svæðinu hafi ffam til þessa verið af ffekar skomum skammti „og sýndi þekkingarskort- ur á náttúranni sig berlega þegar hörpudisksstofninn í Breiðafirði hrandi nýverið og það sama má segja um orsakir fækkunar sjófugla á svæðinu síðustu ár. Með Háskóla- setri Snæfellsness væri stdgið mikil- vægt skref í þá átt að auka þekkingu á náttúra svæðisins, öllum til hags- bóta.“ HJ Hópferðamiðstöðin - Vestfjarðaleið ehf. tekur við sérleyfi um Vesturland Hópferðamiðstöðin - Vestfjarða- leið ehf. tekur við sérleyfisakstri á Vesturlandi frá næstu áramótum. Samningur þess efhis milli fýrir- tækisins og Vegagerðarinnar hefur verið undirritaður. Einnig tekur fýrirtækið að sér áætlunarferðir á Norðurlandi allt austur á Fljóts- dalshérað. Samningurinn, sem er til þriggja ára kemur í kjölfar útboðs sem ffam fór í haust. Vegagerðin greiðir fýrirtækinu á þriðja hundrað milljónir króna sem greiðast í sam- ræmi við efridir samningsins. Að sögn Jóns Gunnars Borgþórs- sonar, nýráðins ffamkvæmdastjóra fýrirtækisins, hafa fulltrúar fýrir- tækisins verið á ferðinni undanfarið til að kynna sér þarfir þeirra sem eiga efrir að njóta þjónustu þeirra. Megin áhersla hafi verið lögð á fólksflutningana og hvemig við- halda megi háu þjónustustigi. Að auki verði að sjálfsögðu reynt að sinna öðram flutningum effir föng- um. Jón Gunnar segist vonast efrir góðu samstarfi við íbúa, fýrirtæki og stofnanir sem þurfa á þjónustu fýrirtækisins að halda. Þessa dagana er unnið að uppsetningu nýrrar vetraráætlunar og verður hún kynnt fljótlega. HJ Ungnr rithöf- undur í Evrópu- keppni BORGARFJÖRÐUR: Ingi- björg Olöf Benediktsdóttir nemandi í Varmalandsskóla var fulltrúi Islands á evrópskri verðlaunahátíð í París föstu- daginn 9. desember sl. Sögurn- ar era efrir grannskólanema frá 16 löndum Evrópu á ensku og móðurmálinu. Islenska sagan, Undarlegir atburðir, er eftir Ingibjörgu Ólöfu, 14 ára. Ingibjörg Ólöf tók þátt í sögu- samkeppni SAFT, vakningar- verkefhi á vegum Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, um jákvæða og öragga notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum fýrr á þessu ári og hlaut fýrstu verðlaun í hópi 13-16 ára höfunda sem sendu sögur inn í keppnina. Dómnefnd valdi Ingibjörgu til að vera fulltrúi SAFT og Is- lands í París og sögu hennar Undarlega atburði til birtingar í verðlaunasagnabók sem gefin er út í tilefni samkeppninnar. -mm Spyr um afla og aflagjöld ALÞINGI: Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins hefur lagt ffam á Alþingi fýrirspurnir til Einars Kristins Guðfinnssonar sjávar- útvegsráðherra um afla og afla- gjöld í Akraneshöfn. Óskar þingmaðurinn svara við því hver hafi verið mánaðarlegur landaður afli eftir fisktegundum frá 1. janúar 2000 til loka nóv- ember 2005. Einnig hvaða skip hafi landað þar og hve miklu af hverri fisktegund þau hafi land- að í hverjum mánuði á þessu tímabili. Þá er óskað upplýsinga um hver hafi verið aflagjöld í Akraneshöfh, frá 1. janúar 2000 til loka nóvember 2005 reiknað til núvirðis. Einnig hvort hlut- fall innheimtra aflagjalda Akra- neshafnar hafi breyst á tímabil- inu, og ef svo er, hvenær það hefur gerst og hvernig. -hj Efnahagsleg geta hamli ekki BORGARFJÖRÐUR: Al- mennur fundur í Samfýlkingar- félagi Borgarfjarðar sem hald- inn var í Borgarnesi fyrir skömmu samþykkti ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðn- ingi við framkomnar hugmynd- ir um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar. “Fundurinn skorar á menntamálaráðherra að veita skólanum nú þegar starfsleyfi þannig að skólastarf geti hafist haustið 2006. Fund- urinn leggur jafnframt áherslu á að jafnrétti til náms verði tryggt óháð efnahagslegri getu og að skólagjöld íþyngi ekki nemendum umfram það sem er í ríkisreknum skólum.” -mm WWW.SKESSUHORN.IS Bjamarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þri&judögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór lónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.