Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 aiuasunuu. 9 Þrýstingur kominn á framkvæmdir við Sundabraut Samgönguráðherra segist vonast til þess að hægt verði að halda upp- haflegri áætlun með byggingu Sundabrautar. Tefjist verkið úr hömlu gæti hins vegar komið til þess að fjármunir verði fluttir í önnur verk. Sveitarstjómarmenn á Vesmr- landi telja rétt að skoða þann mögu- leika að byrjað verði á framkvæmd- um að norðanverðu þannig að deilur um legu vegarins í Reykjavík tefji ekki verkið. Eins og ffam kom í frétt Skessu- homs hefúr stjóm Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi lýst áhyggjum sín- um af því að þrátt fyrir að búið sé að tryggja fjármagn í lagningu Sunda- brautar um Kleppsvík og Grafarvog hggi hvorki fyrir ákvörðun eða sam- komulag um hvar eða hvemig braut- in á að liggja. Því leggur stjómin það til við Samgönguráðuneyti og borg- arstjórn Reykjavíkur að sá möguleiki verði skoðaður að byrja á hinum endanum og hefja hið fyrsta ffam- kvæmdir við þverun Kollafjarðar og lagningu brautarinnar um Álfsnes og Geldinganes að Gufúnesi. Þegar ríkisstjórnin ráðstafaði sölu- andvirði Símans var ákveðið að verja átta milljörðum króna í gerð svokall- aðrar Sundabrautar, það er veg ffá Sæbraut að Hallsvegi í Grafarvogi. Ráðgert var að framkvæmdir gætu hafist um mitt ár 2007 og stefnt að verklokum 2010. Stefnt var að því að fara svokallaða innri leið í samræmi við tdllögur Vegagerðarinnar. Jafh- ffamt kom ffam í ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að stefnt væri að áffamhaldandi lagningu Sundabraut- ar upp í Geldinganes og um Alfsnes Rekstur Borgarbyggðar réttu megin við núllið Samkvæmt fjárhagsáætlim Borgar- byggðar og stofnana hennar fyrir árið 2006, sem samþykkt var í síðustu viku, verður rekstrarafgangur um ein milljón króna. Meirihluta bæjar- stjórnar tókst því á milli umferða að skera niður kostnað og auka tekjur en eins og ffam kom í Skessuhorni fyrir skömmu var rekstramiðurstað- an neikvæð um 31 milljón króna eft- ir fyrri umræðu. Á næsta ári eru tekjur Borgar- byggðar og stofhana 1.216 milljónir króna, þar af skatttekjur og ffamlag jöfnunarsjóðs rúmar 942 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð 1.152 milljónir króna. Veltufé ffá rekstri er áætlað 104 milljónir króna og að teknu tilliti til fjármagnskosm- að verður afgangur af rekstri tæp ein milljón króna. Á árinu 2006 er áætlað að verja 265 milljónum króna til nýffam- kvæmda og fjárfestinga. Rúmum 112 milljónum króna verður varið til ffamkvæmda við skólamannvirki, þar af fer stærsti hlutinn til nýbyggingar leikskóla í Borgarnesi. Þá verður var- ið tæpum 100 milljónum króna til gatnagerðar í Borgarnesi og á Varmalandi, en tekjur af gatnagerð- argjöldum em áætlaðar um 60 millj- ónir króna. Þá er gert ráð fyrir að fjárfesta í byggingarlandi við Borgar- nes, en á þessu ári hefur verið úthlut- að lóðum undir 135 íbúðir í Borgar- nesi. Þá er gert ráð fyrir að sveitarfé- lagið tald þátt í ffamkvæmdum við reiðhöll í Borgamesi, Landnámsset- ur í Borgamesi, leiksvæði á Bifröst, leitarmannaskála og kaupum á nýjum slökkvibíl. Þá er einnig stefnt að því að ljúka breytingum á nýju ráðhúsi á árinu 2006. I bókun meirihlutans við síðari umræðu um fjárhagsáætlun kemur ffam að unnið hafi verið markvisst að endurskoðun og lækkun ýmissa út- gjaldaþátta. „Þjónustustig í Borgar- byggð er hátt og unnið hefur verið að því á ýmsan hátt að gera sveitarfé- lagið enn eftirsóknarverðara til bú- setu. Það er því álit okkar að rekstur sveitarfélagsins verði í góðu jafnvægi á árinu 2006,“ segir í bókuninni. Minnihluti bæjarstjórnarinnar segir fjárhagsáætlunina bera vitni um vaxandi umsvif og fólksfjölgun í sveitarfélaginu. Því beri að fagna. „Ljóst er þó að mikils aðhalds þarf að gæta til að reksturinn verði í jafnvægi á árinu og að ffá fyrri umræðu, þeg- ar áætlunin sýndi 31 mkr. halla, hef- ur verið gengið býsna langt í því að lækka gjöld og hækka tekjur til að ná saman endum í áætluninni. Hætta er á að forsendur þar að baki séu ekki með öllu raunhæfar,“ segir í bókun minnihlutans. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá. HJ upp á Kjalames. Aætlað er að ljúka þessari ffamkvæmd árið 2011. Þrátt fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fagnað ákvörðun ríkisstjómar- iimar liggur ekki fyrir sátt hvort fara skuli innri leiðina eða ytri leið sem svo er nefnd. Sigríður Finsen, forseti bæjar- stjómar Gmndarfjarðar átti ffum- kvæði að þessari urnræðu innan stjórnar SSV. Hún segist hafa tekið málið upp því mjög mikilvægt sé að fram komi að verkið sé ekki einkamál íbúa Reykjavíkur. Um sé að ræða mikilvægt hagsmunamál lands- byggðarinnar og það megi ekki ger- ast að verkið tefjist vegna ósam- komulags í Reykjavík. Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra segir hringlandahátt í borgar- stjórn Reykjavíkur setja þessa miklu ffamkvæmd í nokkra óvissu. Hann segir þessa óvissu koma nokkuð á óvart því borgarstjórn hafi á fundi 6. september fært til bókar fögnuð vegna þessarar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar. Aðspurður hvort möguleiki sé að fara þá leið sem sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi leggja til segir Sturla svo ekki vera. Slíkt sé ekki í myndinni nú. Hann telur tafir á verkinu ffekar leiða til þess að fjármunir sem ætlaðir voru til málsins verði færðir annað enda víða þörf á ffamkvæmdum í samgöngu- málum. Aðspurður segist Sturla hins vegar skilja áhyggjur Vestlendinga af stöðu málsins. Hún undirstriki hversu mikilvæg þessi framkvæmd sé og hún sé langt í frá einkamál Reyk- víkinga. Því vonist hann til þess að niðurstaða í málinu fáist fljótlega. Sjd ndnari jréttir af Sundabrautar- málum á bls. 8. HJ Rekstrartekjur Snæfellsbæjar rúmur inilljarður Rekstratekjur Snæfellsbæjar og stofnana hans á næsta ári verða tæpar 1.002 milljónir króna sam- kvæmt fjárhagsáætlun sem tekin var til fyrri umræðu í síðustu viku. Skatttekjur er áætlaðar rúmar 455 milljónir króna, framlög úr jöfn- unarsjóði tæpar 174 milljónir og aðrar tekjur eru áætlaðar tæpar 373 milljónir króna. Stærsti ein- staki kostnaðarliðurinn er laun og launatengd gjöld eða rúmar 427 milljónir króna. Af einstökum málaflokkum rennur mest til fræðslu- og menningarmála eða tæpar 396 milljónir króna. Af- skriftir eru áætlaðar rúmar 50 milljónir króna og fjármagnsgjöld eru áætluð rúmar 70 milljónir króna. Samkvæmt áætluninni verður rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess neikvæður um tæpar 28 milljónir króna. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra er framkvæmdaáætlun næsta árs ekki frágengin. Þó er á- kveðið að verja 7 milljónum króna til bygginga íbúða fyrir íbúa 60 ára og eldri og einnig verður 10 millj- ónum króna varið til byggingar hjúkrunarheimilis. Ríkissjóður leggur einnig 30 milljónir króna til þess verks af fjárlögum. Miklar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar hjá Hafnarsjóði Snæfells- bæjar á næsta ári. Til dýpkunar í höfntmum í Olafsvík, Rifi og Arn- arstapa verður varið tæpum 64 milljónum króna. Þá verður tæp- um 19 milljónum króna varið í lengingu og endurbyggingu tré- bryggju í Rifshöfn og rúmum 10 milljónum króna í endurbyggingu trébryggju í Ólafsvíkurhöfn. Hjf Neikvæð rekstramiðurstaða en miklar framkvæmdir í Borgarfiarðarsveit Samkvæmt fjárhagsáætlun Borgar- fjarðarsveitar og stofnana hennar fyr- ir árið 2006, sem lögð var ffam til fyrri umræðu á dögunum, er gert ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða verði neikvæð annað árið í röð. Samtals er áætlað að tekjur sveitarfélagsins verði í heild tæpar 335 milljónir króna. Skatttekjur eru áætlaðar 156 milljón- ir króna, ffamlög jöfhunarsjóðs eru áætluð 100 milljónir króna og aðrar tekjur eru áætlaðar rúmar 78 milljón- ir króna. Af helsm gjaldaliðum má nefna að laun og launatengd gjöld eru áætluð rúmar 186 milljónir króna, annar rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 156 milljónir króna og afskrifdr tæp- ar 14 milljónir. Þá er fjármagnskostn- aður áætlaður tæpar 17 milljónir króna og er því áætlað að rekstrar- niðurstaða verði neikvæð um tæpar 38 milljónir króna. I fjárhagsáætlun yfirstandandi árs er áætlað að rekstr- arniðurstaðan verði neikvæð um tæp- ar 33 milljónir króna. Fræðslu- og menntamál taka til sín stærsta hluta tekna sveitarfélagsins eða 194 millj- ónir króna. Samkvæmt fjárfestingaráætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráð fyrir fjárfestingum að upphæð 218 milljónir króna. Þar af er hlutur sveitarfélagsins rúmar 114 milljónir. Til byggingar grunn- og leikskóla á Hvanneyri mun sveitarfélagið verja 50 milljónum króna og til vatnsveitu í Rauðsgili verður varið 40 milljón- um. Eru þetta langstærstu fram- kvæmdir ársins. Einnig má nefina að gert er ráð fyrir ýmsum gatnafram- kvæmdum. Þá er í áætluninni gert ráð fyrir sölu leikskólans Andabæjar fyrir tæpar 24 milljónir króna. Að sögn Lindu Bjarkar Pálsdóttur sveitarstjóra er skýringa hallarekstur tvö ár í röð að leita í því að verið er að verja fjármunum sem safnað hefúr verið tdl dæmis til viðhalds eigna og birtist það í lækkun á handbæru fé, sem er áætlað rúmar 133 milljónir í árslok 2005 en rúmar 15 milljónir í árslok2006. „Það sem skiptir kannski líka töluverðu máli er að samkvæmt þriggja ára áætlun áranna 2007-2009 sem lögð hefur verið fram er ekki gert ráð fyrir viðvarandi neikvæðri rekstramiðurstöðu þar sem áætlað er að hún verði jákvæð ffá og með árinu 2007,“ segir Linda Björk. HJ PISTILL GISLA Alþýðleiki Eg sætti mig við það svona hvunndags að drekka kaffi úr glasi ef annað er ekki í boði. Jafhvel úr plastmáli. Fái ég bolla undir drukkinn, sem vissulega er fínna, þá er ég alveg bærilega sáttur þótt undirskálin sé ekki í stíl og læt mig meira að segja hafa það að hana vanti alveg. Eg er ekki að gera mér rellu yfir því þótt gólf séu ekki ný- skúruð hvar ég kem í hús og iðulega ber ég á þvottahús- dyrnar á bæjum þótt með rétm ætti að vera búið að rúlla út fyrir mig rauðum dregli beint út frá betri stof- unni. Eg sætti mig við það þótt ekki sé boðið upp á þrí- réttað þar sem ég er gest- komandi og læt mig meira að segja hafa það að éta slát- ur þótt ég bragði það alla jafna ekki ef hjá því verður komist. Þá læt ég mér í léttu rúmi liggja þótt ég sé þérað- ur og í raun læt ég alls kyns ávörp yfir mig ganga. Það vantar þó ekki að ég finni mikið til mín. Eg er nefnilega afar merkilegur maður eftir því sem ég kemst næst. Eg geri mér hinsvegar grein fyrir að ég er ekki nærri eins merkileg- ur og forsetinn og þessvegna hef ég ákveðið að vera al- þýðlegur til að við þekkj- umst í sundur. Sú var reynar tíðin að for- setar voru alþýðlegir. Krist- ján Eldjárn var lítt snobbað- ur ef ég man rétt og arkaði um grundir á gúmmístígvél- um ef svo bar við að horfa og drakk jafnvel kaffi úr glasi ef sá gállinn var á hon- um. Eg varð líka sjálfur vitni að því að Vigdís Finnboga- dóttir klofaði yfir kúaskít í afdölum Borgarfjarðar og lét sér hvergi bregða. Eg man líka eftir því að hafa séð núverandi forseta troða sér inn í tjald á útihátíð og setj- ast flötum beinum án þess að fá undir sig flauelssessur. Þetta var hinsvegar í upphafi hans embættistíðar. I dag sér maður forsetann fýrst og fremst á forsíðu Séð og heyrt eða í öðrum glans- tímaritum. I dag sér maður heldur ekki myndir af hon- um með venjulegum sveitalúðum heldur auðjöfr- um innlendum sem erlend- um eða öðru fólki af háum stigum. Forsetaveislur eru í dag formlegar með afbrigð- um og hneigingar og beig- ingar eftir öllum kúnstar- innar reglum. Ekki vantar að vísu að forsetinn sinni góð- um málefnum og tekur þar höndum saman við auð- menn Islands sem baða sig í kastljósi fjölmiðlanna í nafhi barnahjálpar sameinuðu þjóðanna. Eins og það kom út í fjölmiðlum fór hinsveg- ar mun minna fýrir mál- staðnum en örlátum auð- mönnum og firnafrægum forseta. Sjálfur held ég áfram að brjóta odd af oflæti mínu og umgengst líðinn næstum því eins og jafningja. Gtsli Einarsson alþýðlegur svo af ber.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.